Fréttablaðið - 30.01.2009, Qupperneq 34
18 30. janúar 2009 FÖSTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Þrjátíu ár eru síðan samningur um
afnám allrar mismununar gagnvart
konum, eða kvennasamningurinn, var
samþykktur af allsherjarþingi Samein-
uðu þjóðanna en það var gert hinn 18.
desember 1979. Hann var undirritað-
ur fyrir Íslands hönd árið 1980 en full-
giltur af Alþingi árið 1985. Í tilefni af-
mælisins hefur Jafnréttisstofa gefið út
dagatal þar sem ákvæði samningsins
eru tíunduð.
„Samningurinn átti sér langan að-
draganda en barátta fyrir jafnrétti
kynjanna hafði staðið yfir árum saman
hjá Sameinuðu þjóðunum og þar áður
hjá Þjóðabandalaginu. Samningurinn
var síðan ekki staðfestur á Alþingi fyrr
en árið 1985. Það var gert eftir mikinn
þrýsting frá kvennasamtökum því sátt-
málinn felur í sér ýmsar skuldbinding-
ar,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Jafnréttisstofu.
Nú eru 185 ríki aðilar að samningn-
um og því skuldbundin að gera nauð-
synlegar ráðstafanir til að framfylgja
ákvæðum hans. „Aðildarríkin verða
reglulega að leggja fram skýrslur um
gang mála fyrir sérstaka eftirlitsnefnd.
Á Íslandi er það í höndum félagsmála-
ráðuneytisins en auk þess hefur Mann-
réttindaskrifstofa Íslands skilað svo-
kallaðri skuggaskýrslu þar sem reynt
er að koma gagnrýni á framfæri.“
Kristín var ein þeirra sem fór á fund
eftirlitsnefndarinnar síðastliðið sumar
og lýsti nefndin meðal annars ánægju
sinni með nýlegar lagabreytingar á Ís-
landi sem eru til þess fallnar að styrkja
stöðu kvenna almennt og eins með ýmis
smærri og sértækari verkefni sem
stuðla að jafnrétti kynjanna.
Helstu áhyggjuefni og tilmæli snúa
sérstaklega að ofbeldi gagnvart konum.
Þar lýsir nefndin áhyggjum sínum af
vægum refsingum í kynferðisbrota-
málum. Þá er talað um að skortur sé á
upplýsingum um mansal og lögleiðingu
vændis. Nefndin lýsir einnig áhyggjum
sínum af lágu hlutfalli kvenna í stjórn-
unarstöðum, sérstaklega hjá hinu op-
inbera og í dómskerfinu, og af stöðug-
um umtalsverðum launamun kynjanna,
sem er að jafnaði um sextán prósent.
Eins bendir hún á að verulega skorti
á að unnið sé eftir fjórðu grein samn-
ingsins um afnám mismununar gagn-
vart konum þar sem kveðið er á um að
íslenska ríkið eigi að flýta fyrir, jafnvel
með sérstökum bráðabirgðaráðstöfun-
um, því að raunverulegt jafnrétti karla
og kvenna náist.
„Það má til dæmis benda á að hlut-
fall kvenna á Alþingi er rúmlega þrjá-
tíu prósent. Ef samningnum væri fylgt
eftir hefðu stjórnvöld fyrir löngu grip-
ið til aðgerða til að jafna þessa stöðu,“
segir Kristín, sem er þeirrar skoðun-
ar að baráttuhreyfingar hafi ekki sýnt
sáttmálanum næga athygli og ekki nýtt
hann sem baráttutæki í nógu ríkum
mæli. „Þetta er eitt af grundvallar
mannréttindaskjölum heimsins sem
hefur nýst konum víða um heim í sókn
til mannréttinda.“
Kristín segir Ísland standa vel á
heimsvísu. „Hér eru lífskjör meðal
þeirra bestu. Víða er gífurleg fátækt,
uppblástur, vatnsskortur og ófriður.
Slíkar aðstæður draga úr mannréttind-
um og veikja þar með stöðu kvenna. Það
er því gífurlegt verk að vinna. Heim-
urinn þarf á fyrirmyndum að halda og
þess vegna á að gera þá kröfu til þjóða
sem standa vel að vígi að þær gangi á
undan með góðu fordæmi. Þar mættum
við standa okkur betur.“
vera@frettabladid.is
KVENNASAMNINGUR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA: ÞRJÁTÍU ÁRA
Baráttutæki sem nýta má betur
ÆTTUM AÐ VERA FYRIRMYNDIR Kristín vill sjá að Íslendingar gangi á undan með góðu fordæmi í jafnréttismálum en finnst ýmislegt skorta í
þeim efnum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
GSA-samtökin, sem er skammstöfun á
Greysheeters Anonymous eða Gráu Síð-
unni á Íslandi, verða með opinn fund í
safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garða-
bæ á morgun milli klukkan 10 til 16. Til-
efni hans er níu ára starfsafmæli sam-
takana á Íslandi.
GSA-samtökin eru tólf spora samtök
fyrir matarfíkla, sem hittast á regluleg-
um fundum til að deila reynslu sinni í
von um að hjálpa sér og öðrum að ná
stórn á matarfíkn og þar með bata.
Fundurinn hefst með fyrirlestri Banda-
ríkjamannsins Joels H., sem er sérstak-
ur gestafyrirlesari og hefur viðhaldið
stöðugu fráhaldi af Gráu síðunni í fjór-
tán ár. Að svo búnu situr hann fyrir
svörum. Kvennafundur og karlafund-
ur verða svo haldnir frá klukkan 12 til
13. Eftir það, eða milli klukkan 14 til 16,
munu Joel og tveir íslenskir meðlimir í
GSA-samtökunum segja sögu sína.
Nánari upplýsingar má nálgast á vef-
síðunni www.gsa.is.
Fráhald, umbreyting og bati
GSA-samtökin verða með opinn fund í Vídal-
ínskirkju á morgun milli klukkan 10 til 16.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
Listasafn Íslands var opnað í gamla íshúsinu, á
Fríkirkjuvegi 7, þennan dag árið 1988.
Húsið var hannað af Guðjóni Samúelssyni árið
1916 fyrir fyrirtækið Herðubreið. Síðar hýsti það
Framsóknarhúsið og frá árinu 1961 Glaumbæ
sem brann 1971. Eftir það fékk listasafnið það í
sínar hendur en það þurfti þó algerrar endurnýj-
unar við og flutti safnið ekki inn í húsið fyrr en
1988.
Safnið er í eigu íslenska ríkisins en það var
stofnað í Kaupmannahöfn árið 1884 af Birni
Bjarnasyni. Árið 1916 var listasafnið gert að deild
í Þjóðminjasafni Íslands. Safnkosturinn var þá
geymdur víðs vegar og lánaður til opinberra
stofnana og skóla um allt land.
Árið 1950 var fyrsti forstöðumaður safnsins,
Selma Jónsdóttir, ráðinn og því fenginn staður á
efstu hæð nýja hússins sem hafði verið reist yfir
Þjóðminjasafnið við Suðurgötu. Þá var safnkost-
urinn endurheimtur alls staðar að og fékkst að
mestu leyti til baka.
Með nýjum lögum 1961 varð safnið svo sjálf-
stæð stofnun sem heyrir beint undir mennta-
málaráðuneytið.
ÞETTA GERÐIST: 30. JANÚAR 1988
Listasafn Íslands opnaðDICK CHENEY ER 67 ÁRA Í DAG
„Afdráttarlausar
ógnir útheimta af-
gerandi viðbrögð.“
Cheney var 46. vara-
forseti Bandaríkj-
anna. Hann tók við
embættinu af Al Gore
hinn 20. janúar 2001
en seinna kjörtíma-
bili hans lauk 20.
janúar síðastliðinn.
MERKISATBURÐIR
1933 Adolf Hitler er settur í
embætti kanslara Þýska-
lands.
1969 Bítlarnir spila opinberlega
í síðasta sinn.
1971 Frost mælist 19,7 gráð-
ur í Reykjavík sem var það
kaldasta síðan 1918.
1974 G. Gordon Liddy
er dæmdur sekur í
Water gate-málinu.
1981 Sjöunda hrina Kröfluelda
hefst með gosi í Éthóla-
borgum í Gjástykki. Gosið
stóð í fimm daga.
2003 Giftingar samkynhneigðra
eru lögleiddar í Belgíu.
2005 Fyrstu frjálsu þingkosning-
arnar frá árinu 1958 eru
haldnar í Írak.
2006 Snjór fellur í Lissabon í
fyrsta skipti í 52 ár.
Bróðir minn og frændi,
Sigurður Marelsson
Vífilsstöðum, áður Njarðargötu 43,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn
2. febrúar kl. 13.00.
Sigurbjörg Marelsdóttir
Sigurður Már Hilmarsson
og fjölskylda.
Ástkær systir okkar og frænka,
Þóra Magnúsdóttir
Kumbaravogi, áður Engjavegi 75, Selfossi,
andaðist fimmtudaginn 22. janúar. Útför hinnar
látnu fer fram laugardaginn 31. janúar kl. 13.30 í
Selfosskirkju.
Systkin og systkinabörn.
Dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðný Alberta Hammer
frá Brekkum í Holtum,
Lækjarbraut 2, Rauðalæk,
er látin. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Herdís Albertsdóttir
Kristjana Sigurðardóttir Gunnlaugur Gunnlaugsson
Herdís R. Þorgeirsdóttir Davíð B. Sigurðsson
Sigríður S. Jónasdóttir
Ragnheiður Jónasdóttir
Sigurður Jónasson Ásdís G. Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Kristín Sveinsdóttir
Múlasíðu 24, Akureyri,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 27. janúar.
Júlíus Björgvinsson
Anna Óðinsdóttir Hafsteinn Hinriksson
Rúnar Júlíusson Olga Sigurðardóttir
Aníta Júlíusdóttir Hjalti Gestsson
Gréta Júlíusdóttir Tómas Karl Karlsson
Viðar Júlíusson Margrét Ösp Stefánsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.