Fréttablaðið - 30.01.2009, Síða 37

Fréttablaðið - 30.01.2009, Síða 37
FÖSTUDAGUR 30. janúar 2009 21 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 30. janúar 2009 ➜ Tónleikar 12.15 Tríó Reykjavíkur heldur hádeg- istónleika Á Kjvarvalstöðum við Flóka- götu. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Davíð Ólafsson verður með tónleika í Langholtskirkju þar sem ásamt honum koma fram Karlakórinn Fóst- bræður, Jóhann Friðgeir, Garðar Thor Cortes, Hulda Björk, Gissur Páll, Stefán Helgi og fleiri. Allur ágóði mun renna til hjálpar- starfs ADRA. 22.00 Retro Stefson spilar á Prikinu, Bankastræti 12 auk þess sem Danni Deluxxx þeytir skífum. 22.00 Matti, Magni og Beggi verða með tónleika á Græna hattinum, Hafn- arstræti 96, Akureyri. Húsið opnar kl. 21.00. ➜ Leiklist 20.00 Leikverkið Dubbeldusch eftir Björn Hlyn Haraldsson er sýnt í Hafn- arfjarðarleikhúsinu, Strandgötu 50, Hafnarfirði. ➜ Dans 21.00 Ugly Duck productions frum- sýnir fjögur ný dansverk á Skúlagötu 26 (inngangur við Vitastíg). ➜ Fyrirlestrar 12.00 iPod-inn sem menningar- fyrirbæri í síðkap- ítalisma Mirko M. Hall flytur erindi á Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, stofu 103. ➜ Sýningar Hulda Halldór hefur opnað sýningu í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík. Opið virka daga kl. 8-19 og um helgar kl. 12-18. Ásdís Kalman sýnir í Listasal Mosfells- bæjar, Kjarna, Þverholti 2, Mosfellsbæ. Opið virka daga kl. 12-19 og laugardaga kl. 12-15. Í glugganum á Gallerí Marló við Lauga- veg 82, stendur yfir sýning á listaverka- bókum eftir nemendur í Myndlista- skólanum í Reykjavík. Einnig stendur þar yfir ljóðasýningin „Með þinni skrift“ sem samanstendur af handskrifuðum ljóðum eftir nokkrar af helstu skáldkon- um okkar tíma. Báðum sýningin lýkur 4. febrúar. Opið virka daga 13-18. Laugar- daga kl. 14-17. ➜ Síðustu forvöð Sýningu Kolbrúnar Hjörleifsdóttur Ull er gull á Geysi bistro/bar við Aðalstræti, lýkur í dag. Þar sýnir Kolbrún myndverk unnin úr íslenskri ull. Opið í dag kl. 11.30-22.30. ➜ Söngleikir 20.00 Nemendaópera Söngskólans frumsýnir söngleikinn The Show Must Go On í Íslensku óperunni við Ingólfs- stræti. ➜ Dansleikir Spútnik spilar á Players í Bæjarlind í Kópavogi. ➜ Pub Quiz 19.00 Pub Quiz verður haldið á Dillon Sportbar Trönuhruni 10. Frosti Gringo verður spyrill. Seinna um kvöldið mun hljómsveitin Ink spila. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Þrettán ára gamalt breskt leikrit sem á sínum tíma hristi upp í leik- ritun Vesturálfu verður loksins frumsýnt hér á landi í kvöld. Höf- undurinn Sara Kane var við frum- flutning verksins óþekkt stærð í samtímanum en varð á einni nóttu víðfræg. Verk hennar, Blasted eða Rústað, er nú orðinn minnisvarði í samtímaleikritun Vesturlanda. Það verður frumsýnt í kvöld á Nýja sviði Borgarleikhússins. Rústað er löngum talið eitt upp- hafsverka bylgju sem skall á leik- húsi Vesturálfu á miðjum tíunda áratugnum. Hópur höfunda sem var á svipuðu aldurskeiði var fljótt dreginn í dilka og við hann kennd- ur skóli ofbeldisfullra og opin- skárra verka og kallaður Uppí opið geðið – In yer face – þótt þeir ættu raunar fátt sameiginlegt stíllega. Sara Kane var þar framarlega í flokki. Hún sendi frá sér nokkra fleiri leiktexta sem komust á svið en ferill hennar var skammur: hún svipti sig lífi 1999 og síðasta verk hennar var frumsýnt að henni lát- inni. Miðaldra blaðamaður er stadd- ur í stórborg á fínu hóteli og hefur kallað til fundar við sig skjól- stæðing sinn og ástkonu. Samvera þeirra er full af þrá og endar í ofbeldi. Þegar hótelið verður fyrir árás eru þau ofurseld ofbeldi að utan. Frumsýning Rústað á efri hæð Royal Court vakti heiftarleg viðbrögð og fordæmingu 1995, ekki ósvipaða og dæmi eru um. Þegar Hjálp eftir Edward Bond var frum- sýnt 1965 eða Rómverjar í Bret- landi eftir Howard Brenton var frumsýnt 1980 var það ofbeldi sem vakti óhug og andstyggð. Kane við- urkenndi á sínum tíma sterk áhrif frá Bond á höfundarverk sitt. Verk Kane var samið í miðjum ófriði Balkanskagans. hroðaverk sem þar voru unnin á stríðsmönnum og sak- lausum borgurum komust í hámæli á Vesturlöndum, ólíkt því sem nú viðgengst í hinum lokuðu stríðum Asíu og Afríku. Kane heimfærir ofbeldið, hún upphefur tímann í verkinu og hrörnun siðlegra gilda er hröð í framgangi verksins. Leikstjóri á sviðsetningu í Borg- arleikhúsi er Kristín Eysteinsdótt- ir. Þýðingu vann Guðrún Vilmund- ardóttir, leikmynd gerir Börkur Jónsson, en Þórður Orri Péturs- son lýsir. Leikarar í sýningunni eru þau Ingvar E. Sigurðsson, Björn Thors og Kristín Þóra Haraldsdótt- ir. Í tengslum við sviðsetninguna verða leiklestrar á öðrum verkum Kane, Ást Fedru verður lesin 10. febrúar, Hreinsun 17. febrúar, Þrá 24. febrúar og loks 4.48 geðtruflun þann 3. mars. pbb@frettabladid.is Rústað frumsýnt í kvöld LEIKLIST Ofbeldið kemur óvænt inn á fínt hótelherbergi. Hermaðurinn er leikinn af Birni Thors. MYND LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR/GRÍMUR BJARNASON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.