Fréttablaðið - 30.01.2009, Page 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
BAKÞANKAR
Þórgunnar
Oddsdóttur
Í dag er föstudagurinn
30. janúar, 30. dagur ársins.
10.14 13.41 17.09
10.12 13.26 16.40
Geir settist fyrir framan tölv-una og opnaði fésbókina. Best
að breyta um hjúskaparstöðu
strax, hugsaði hann með sér og
skráði sig úr sambandi í „einhleyp-
an“. Hann sá að Solla hafði gert
slíkt hið sama og í leiðinni þegið
vinarbeiðni frá Steingrími sem var
greinilega nýr á Facebook-vefn-
um. Nú stóð þarna á skjánum að
þau væru trúlofuð svo eflaust biðu
þau aðeins færis á að geta uppfært
stöðuna sem fyrst. Honum fannst
þetta ótrúlega ómerkilegt og var
kominn á fremsta hlunn með að
skrifa andstyggilega athugasemd
á vegginn hennar Sollu en sá sem
betur fer að sér. Lét sér nægja að
fussa og sveia yfir hamingjuósk-
unum sem hafði rignt yfir turtil-
dúfurnar þegar þau opinberuðu
þarna á vefnum.
AUÐVITAÐ hafði Geir lengi vitað
í hvað stefndi. Það var samt ekki
fyrr en hann sá á tölvuskjánum
tilkynninguna „Geir og Solla eru
ekki lengur í sambandi“ að hann
áttaði sig á að þetta hafði í raun og
veru gerst. Einhvern veginn varð
það ekki raunverulegt fyrr en það
var komið inn á Facebook.
HANN gat alls ekki haft sig í hátt-
inn. Sat bara límdur við skjáinn og
skoðaði síður allra vina sinna og
óvina. Hann sá að Jóhanna hafði
uppfært statusinn sinn og nú stóð
þar stórum stöfum að hennar tími
væri kominn. Það fór hrollur um
Geir en um leið mundi hann eftir
að uppfæra sinn eigin status. Þar
stóð enn og hafði staðið í rúma
100 daga: „Geir er að vinna í mál-
unum.“ Hann breytti þessu sem
snöggvast í „Geir er orðinn þreytt-
ur á ruglinu í Samfylkingunni“ en
skipti svo um skoðun og skrifaði
„Geir lætur ekki bugast“.
SVO tók hann nokkur tilgangs-
laus sjálfspróf og fletti mynd-
um sem flokksfélagarnir höfðu
tekið í samkvæmum meðan allt
lék í lyndi. „Dagar víns og rósa“
hafði fjármálaráðherra nefnt eitt
albúmið og Geir vöknaði um augun
þegar hann rifjaði upp dýrðlegar
veislur þar sem kampavínið draup
af hverju strái og menn böðuðu sig
áhyggjulausir upp úr kavíar og
humarhölum.
HANN var við það að slökkva á
tölvunni þegar hann sá að í póst-
hólfinu beið hans ný vinarbeiðni.
„Dabbi kóngur hefur gert þig að
vini sínum á Facebook“ las Geir
og brosti út að eyrum. Hann þáði
beiðnina með djúpu þakklæti. Með
Davíð á fésbókinni hlyti allt að
fara á besta veg.
„Status
updates“
Lyfja Lágmúla
Lyfja Smáratorgi
OPIÐ 8-24 ALLA DAGA
- Lifið heil
OPIÐ
VIRKA DAGA 10 – 18
LAUGARD. 11 – 16
www.utivistogsport.is
Reykjavík Faxafen 12 S. 533-1550. Keflavík Hafnargata 25 S. 421-3322