Fréttablaðið - 02.02.2009, Side 6

Fréttablaðið - 02.02.2009, Side 6
„Í verkefnaskránni kemur fram að haft hafi verið samráð við for- mann Frjálslynda flokksins, en ég vil frekar segja að mér hafi verið gefnar upplýs- ingar. Ég sé ekki að margt af því sem ég lagði til við þá sé þarna inni, til dæmis í sam- bandi við sjáv- arútvegsmálin,“ segir Guðjón Arnar Kristj- ánsson, formað- ur Frjálslyndra, um verkefnaskrá nýrrar ríkis- stjórnar. Guðjón segist hafa viljað sjá einhver skref í þá átt að leyfa fleirum að taka þátt í útgerð á jafnréttisgrundvelli en verið hefur. „En ég óska stjórninni vel- farnaðar og tek undir mörg af markmiðum hennar, þótt ég sakni nákvæmari útfærslna á leiðun- um,“ segir Guðjón Arnar. - kg 6 2. febrúar 2009 MÁNUDAGUR Ný ríkisstjórn tekur við völdum Þau Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon eru sjöundi og áttundi utanþingsráðherrann í ríkisstjórn síðan lýðveldi Íslands var stofnað árið 1944. Hinir sex voru: ■ Eysteinn Jónsson, menntamála- ráðherra frá 4. febrúar 1947 til 23. júní 1947. ■ Kristinn Guðmundsson, utan- ríkisráðherra frá 11. september 1953 til 24. júlí 1956. ■ Bragi Sigurjónsson, iðnaðarráð- herra frá 15. október 1979 til 8. febrúar 1980. ■ Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra frá 26. maí 1983 til 24. janúar 1986. ■ Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra frá 28. september 1988 til 20. apríl 1991. ■ Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá 15. júní 2006 til 24. maí 2007. - kg Skipan utanþingsráðherra: ÁTTA FRÁ STOFN- UN LÝÐVELDISINS „Ég fagna því sérstaklega að það standi til að gera veigamiklar breytingar á gjaldþrotalöggjöfinni og varðandi greiðsluaðlögun heim- ila,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Áhersluatriði nýrr- ar stjórnar fara vel saman við það sem við hjá Alþýðusambandinu höfum lagt áherslu á á undanförn- um vikum. En ríkisstjórnin hefur skamman tíma til stefnu. Því ríður á að fulltrúar ríkisstjórn- ar og aðilar vinnumarkaðar snúi bökum saman og finni leiðir út úr því skelfilega ástandi sem ríkir í atvinnumálum landsmanna.“ - hhs Forseti Alþýðusambandsins: Ánægður með nýjar áherslur GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Félags- og tryggingamála- ráðherra Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Samgöngu- ráðherra Kristján Möller Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir Utanríkis- og iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson Dóms- og kirkju- málaráðherra Ragna Árnadóttir Heilbrigðis- ráðherra Ögmundur Jónasson Umhverfis- ráðherra Kolbrún Halldórsdóttir Katrín Jakobsdóttir Menntamála- ráðherra Fjármála-, sjávar- útvegs- og land- búnaðarráðherra Steingrímur J. Sigfússon Viðskiptaráðherra Gylfi Magnússon Guðjón Arnar Kristjánsson: Tek undir mörg markmiðin GYLFI ARNBJÖRNSSON Nú ríður á að ríkisstjórn og aðilar vinnumarkaðar snúi bökum saman að mati forseta ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Fyrstu mál mín verða að und- irbúa lagabreytingar sem snúa að greiðsluaðlögun og lögum um gjaldþrotaskipti,“ segir Ragna Árnadóttir, nýr dóms- og kirkju- málaráðherra og annar tveggja utanþingsráðherra í nýrri ríkis- stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. „Ég er ópólitísk og óflokksbundin og er fengin til þessa verks á grundvelli minn- ar þekkingar. Það verður mitt hlutverk að koma að þeim málum sem heyra undir mitt málefna- svið með mína fagþekkingu og setja þau í þann búning til að þau njóti tilskilins stuðnings á Alþingi.“ - hhs Nýr dómsmálaráðherra: Fyrsta verkið að breyta lögum „Það sem ég sakna helst í verk- efnaskránni er ákvörðun um að hverfa frá ríkisbankafyrirkomu- laginu,“ segir Vilhjálmur Egilsson, for- maður Samtaka atvinnulífsins. „Það þarf að virkja erlenda kröfuhafa til að koma að eign- arhaldi bank- anna. Ég hefði viljað sjá nýja ríkisstjórn gefa merki um að það verði gert og að ekki verði byggt hér upp nýtt ríkisbankakerfi.“ Hann er ánægður með áform um lækkun vaxta. „En ég hefði viljað sjá yfirlýsingu um að gjaldeyrishöftin verði afnumin að fullu.“ - hhs Vilhjálmur Egilsson: Ánægður með lækkun vaxta Nýr viðskiptaráðherra í stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, Gylfi Magnússon, segir sín fyrstu verk í starfi óhjákvæmilega verða tengd fjármálamarkaðin- um enda vandamálin á þeim vett- vangi fjölmörg. „Fyrst og fremst þarf að manna Fjármálaeftirlit- ið,“ segir Gylfi. „Þá þarf að hraða vinnu við að gera upp gömlu bankana og skilja milli þeirra og þeirra nýju, svo nýju bankarnir verði starfhæfir.“ Að auki þurfi að leysa úr vandamálum ýmissa smærri fjármálastofnana, sem séu í nokkru uppnámi. - hhs Nýr viðskiptaráðherra: Brýnt að hraða uppgjöri banka STJÓRNMÁL „Eitt af því fyrsta sem ég mun gera er að fara yfir það hvernig við getum endurskipulagt bankastjórn Seðlabankans,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir þegar hún kom út á Bessastöðum í flýti til að fara í forsætisráðuneytið til að taka þar við lyklavöldum. „Það þarf að víkja núverandi banka- stjórn og endurskipuleggja stjórn bankans og ég mun athuga hvernig það er hægt.“ Hún var spurð hvort það væri eitthvert annað atriði í verkefna- skrá nýrrar ríkisstjórnar sem ekki hefði verið hægt að ná fram í sam- starfi við gamla samstarfsflokk- inn, Sjálfstæðisflokkinn. „Já, það eru ýmis önnur mál sem snerta hag heimilanna. Okkur hefur gengið mjög treglega að ná fram ýmsum málum sem lúta að því. Við þurfum að halda þétt utan um heimilin í landinu í þessu ástandi og það voru ýmis mál þar sem erf- itt var að ná fram með Sjálfstæð- isflokknum. Þetta tók allt of lang- an tíma og var svifaseint. Nú þarf hver og einn ráðherra að vinna mjög hratt og það verður byrjað strax á fullum krafti. Svo þarf að ráða úr því strax hvernig hægt er að hjálpa atvinnulífinu og hafið endurreisn þess. Það er grundvöll- urinn fyrir öllu að við getum dreg- ið úr atvinnuleysinu. Þannig að það er þetta þrennt sem brýnast er að einhenda sér í núna; breytingarn- ar á Seðlabankanum og síðan hjálp við heimilin og svo atvinnulífið.“ Spurð um hvaða tilteknu aðgerð- ir þetta hefðu verið sem ekki tókst að vinna með Sjálfstæðisflokknum sagði hún: „Það var ýmislegt sem var erfitt að ná fram með þeim og tók svo langan tíma. Það var aðallega það. Það voru ákveðnar aðgerðir sem átti að grípa til fyrir heimilin í landinu og atvinnulífið en það var eins og það kæmi lítið til framkvæmda í þeim efnum á síðustu vikunum. Það sem ég vil sjá í mínu ráðuneyti er að við séum aðgerðarstjórn.“ Aðspurð hvort hennar tími væri nú kominn sagði Jóhanna: „Ég ætla nú að láta þjóðina dæma um það.“ Steingrímur J. Sigfússon, nýskip- aður fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði að hann myndi láta lögfræðinga skoða það hvort „stjórnsýslulegir mein- bugir“ væru á ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra, um að leyfa veiðar á hrefnum og langreyði næstu fimm árin. „Því þarna var starfandi ráð- herra að taka ákvörðun sem bindur hendur arftakanna fimm ár fram í tímann.“ jse@frettabladid.is Segir forgangsverk að víkja bankastjórn Nýr forsætisráðherra mun fara strax í að kanna hvernig hægt verði að koma bankastjórn Seðlabankans frá. Nýr sjávarútvegsráðherra vill láta rannsaka hvort ákvörðun forvera hans um að leyfa hvalveiðar standist stjórnsýslulög. VILHJÁLMUR EGILSSON NÝ RÍKISSTJÓRN OG FORSETINN Á BESSASTÖÐUM Jóhanna Sigurðardóttir segir það forgangsverk að koma bankastjórn Seðlabankans frá. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is 20% verðlækkun NERVIDIX Segðu BLESS við taugaóróa og stress. Upplifðu innri frið og skýrari fókus – 100% náttúruleg formúla. 1.867 kr. 1.494 kr. Gildir til 15. 2. 09 20% verðlækkun DEPRIDIX Segðu BLESS við depurð og tómleikatilfinningu. Finndu lífsorkuna á ný – 100% náttúruleg formúla. 1.867 kr. 1.494 kr. 20% verðlækkun ENERGIX Segðu BLESS við orkuleysi. Örvaðu orkuflæðið og einbeitinguna – 100% náttúruleg formúla. 1.867 kr. 1.494 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 4 48 32 0 1/ 09

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.