Fréttablaðið - 02.02.2009, Page 13

Fréttablaðið - 02.02.2009, Page 13
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Mér þykir óskaplega vænt um þessa lágmynd af Jóni Sigurðs- syni. Hún var í eigu ömmu minn- ar og afa og alltaf á áberandi stað í stofu þeirra enda mikil virðing borin fyrir Jóni á því heimili, sem og öðrum íslenskum alþýðuheim- ilum þeirra tíma, ekki ósvipað og ameríski fáninn er í heiðurssessi á bandarískum heimilum þeirrar þjóðar,“ segir Óðinn Bolli Björg- vinsson vöruhönnuður um eftir- lætis innanstokksmuninn í sínum fórum. Þegar vel er gáð má sjá að lágmyndin af Jóni er bæði háls- og nefbrotin. „Eftir að gömlu hjónin héldu á vit feðra sinna hálsbrotnaði styttan og lenti uppi á háalofti, þar sem hún fannst á unglingsárum mínum, en þá átti að henda henni. Ég gat ekki hugs- að mér að sjá á eftir henni á haug- ana svo ég hirti hana og poppaði upp með því að sprauta hana silf- urlita. Eftir það hefur hún nef- brotnað í tvígang en alltaf verið tjaslað saman og fundinn öndveg- isstaður á heimili mínu,“ segir Óðinn Bolli og játar að lýðveldis- hetja Íslendinga veki enn aðdáun gesta hans. „Þeim sem hingað koma þykir hún flott svona silfruð, enda stílhrein og nútímaleg, en upp- runalega var Jón gulbrúnn á lit, sem mér hugnaðist ekki,“ segir Óðinn Bolli og veltir fyrir sér hvort kannski sé kominn tími til að steypa nýjan Jón eins og nýtt lýðveldi í stað þess að flikka endalaust upp á lágmynd for- feðra okkar. „Jón forseti er vita- skuld tákn fyrir lýðveldið Ísland og gaman að reynt sé að tjasla honum saman eins og lýðveldinu okkar, því þannig passar hann vel inn í samtímann, en auðvitað þarf reglulega að endurskoða öll gildi og kannski hreinlega kominn tími á nýja þjóðhetju?“ thordis@frettabladid.is Silfurpoppuð þjóðhetja Jón forseti Sigurðsson var í virðingarsessi íslenskra stássstofa hjá eldri kynslóðum síðustu aldar, þar sem traustur vangasvipur hans veitti staðfestu og ábyrgð í hátíðlegu heimilishaldi þjóðar í nýju lýðveldi. Lágmyndinni af Jóni Sigurðssyni svipar mjög til þeirrar sem prýðir legstein þjóðhetjunnar í Hólavallakirkjugarði og gæti verið eftirmynd hennar, en sú var gerð af norska myndhöggvaranum Brynjúlfi Bergslien. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FALLEG LÝSING skapar notalega stemningu. Þetta skemmtilega ljós heitir Stjörnubjartur og er hannað af Hildi Héðinsdóttur og Troels Jörgensen. Það fæst í Kraum og kostar 37.000 krónur. UPPLÝSINGAR O s ng Mjódd Næsta námskeið hefst 6. feb. n.k. FERÐATÖSKURGóðar ferðatöskur á góðu verðiVerð frá 7.200 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.