Fréttablaðið - 02.02.2009, Page 24

Fréttablaðið - 02.02.2009, Page 24
16 2. febrúar 2009 MÁNUDAGUR NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 12 12 L 16 12 L 12 L VALKYRIE kl. 8 - 10.15 SKÓGARSTRÍÐ 2 kl. 6 UNDERWORLD 3 kl. 10.15 VILTU VINNA MILLJARÐ kl. 8 SÓLSKINSDRENGURINN kl. 6 12 L 16 L L VALKYRIE kl. 5.30 - 8 - 10.30 VALKYRIE LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 SKÓGARSTRÍÐ 2 kl. 3.45 UNDERWORLD 3 kl. t8 - 10.10 VILTU VINNA MILLJARÐ kl. 5.30 - 8 - 10.30 SÓLSKINSDRENGURINN kl. 5.30 AUSTRALIA kl. 8 SKOPPA OG SKRÍTLA Í BÍÓ kl. 4 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 12 L L L 12 L VALKYRIE kl. 5.30 - 8 - 10.30 VICKY CRISTINA BARCELONA kl. 5.50 - 8 - 10.10 REFURINN & BARNIÐ / ÍSL. TEXTI kl. 6 SKÓLABEKKURINN / ENSKUR TEXTI kl. 10.30 REVOLUTIONARY ROAD kl. 8 - 10.30 SÓLSKINSDRENGURINN kl. 5.30 - 8 5% 5% SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000 L 16 16 12 12 SEVEN POUNDS kl. 5.30 - 8 - 10.30 UNDERWORLD 3 kl. 6 - 8 - 10 TAKEN kl. 8 - 10 AUSTRALIA kl. 5.30 - 9 QUANTUM OF SOLACE kl. 5.30 550kr. fyrir börn 650kr. fyrir fullorðna - S.V., MBL - L.I.L., TOPP5.-FBL.IS MEÐAN AÐRIR FYLGDU SKIPUNUM... FYLGDI HANN SAMVISKU SINNI. EINN MAÐUR HEFÐI GETAÐ BREYTT SÖGUNNI! REFURINN & BARNIÐSKÓLABEKKURINN FRÖNSK HÁTÍÐ: AUKASÝNINGAR Á 2 VINSÆLUSTU MYNDUNUM 5ÓSKARSVERÐLAUNA ©TILNEFNINGAR BESTI LEIKARI Í AUKAHLUTVERKI Philip Seymour Hoffman BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI Amy Adams BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI Viola Davis BESTA HANDRIT BESTA LEIKKONA Meryl Streep ÁLFABAKKA SELFOSS AKUREYRI KRINGLUNNI KEFLAVÍK BLOODY VALENTINE - 3D kl. 5:50 - 8 - 10:10 16 DOUBT kl. 5:50 - 8 - 10:10 L ROLE MODELS kl. 5:50 - 8 - 10:10 12 BEDTIME STORIES kl. 5:50 L ROCKNROLLA kl. 10:30 16 CHANGELING kl. 8 16 CHANGELING kl. 6 - 9 VIP YES MAN kl. ekki sýnd í dag. 7 TWILIGHT kl. 5:50 12 BLOODY VALANTINE - 3D kl. 8:10 - 10:20 16 DOUBT kl. 6 - 8:10 - 10:20 L ROLE MODELS kl. 8:10 - 10:20 12 BEDTIME STORIES kl. 6D L BOLT 3-D m/ísl. tali kl. 6(3D) L DIGTAL-3D DIGTAL-3D DIGTAL-3D BEDTIME STORIES kl. 8 L CHANGELING kl. 8 16 ROCKNROLLA kl. 10:10 16 TRANSPORTER 3 kl. 10:40 16 ROLE MODELS kl. 8 - 10 12 BEDTIME STORIES kl. 8 L TAKEN kl. 10 16 ROLE MODELS kl. 10:10 12 AUSTRALIA kl. 8 12 INKHEART kl. 8 10 - bara lúxus Sími: 553 2075 MY BLOODY VALENTINE 3D kl. 8 og 10-POWER 16 OPEN SEASON 2 kl. 6 L REVOLUTIONARY ROAD kl. 5.45, 8 og 10.20 12 VILLTU VINNA MILLJARÐ kl. 5.45, 8 og 10.20 12 ★★★★★ - S.V., MBL ★★★★★ - L.I.L., Topp5.is/FBL Stórbrotin og áhrifarík mynd frá verðlaunaleikstjóranum Sam Mendes ★★★★1/2 - K.H.G. DV ★★★1/2 - S.V. MBL HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Mánudagur 2. febrúar ➜ Opnanir 22.00 Bebop djammsessjón verður haldið á Kaffi Kúltúr við Hverfisgötu (gegnt Þjóðleikhúsinu) Tríóið B3 flytur ný íslensk beboplög ásamt öðrum perl- um bebopsins. Gestir og gangandi geta mætt og spilað af fingrum fram. ➜ Dans 20.30 Útskriftarnemar Laban list- dansskólans í London bjóða á sýningu í húsakynnum Klassíska listdansskólans við Grensásveg 14. Nánari upplýsingar á www.ballet.is ➜ Sýningar Í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu eru meðal annars sýningarnar Surtsey - jörð úr ægi, Handritin - Saga handrita og hlutverk um aldir og Síðbúin sýn sem er sýning á einkaljósmyndum Halldórs Lax- ness. Opið alla daga frá 11-17, aðgangur ókeypis á miðvikudögum. Nánari upplýs- ingar www.thjodmenning.is Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Vinsælasta lagið á Íslandi í dag er „Human“ með The Killers frá Las Vegas. Texti lagsins hefur vald- ið ruglingi og deilum, sérstaklega línan „Are we human or are we dancer?“ – „Erum við mennskir eða erum við dansari?“. Þegar lagið kom út kallaði Entertainment Week- ly textann „heimskulegasta texta ársins“ enda „eru flestir dansarar mennskir“. Rolling Stone kallaði línuna „klassíska Killers þvælu“. Á heimasíðu Killers má lesa að texti lagsins sé undir áhrifum frá ummælum Hunters S. Thompsons sem skrifaði „við erum að ala upp kynslóð dansara“ og meinti að fólk dansaði bara sporin sem væri búið að kenna því. Brandon Flowers söngvari bandsins er pirraður yfir ruglingnum. „Ég tók þessa tilvitn- um frá Hunter og fór á flug með hana. Líklega pirrar það fólk að textinn sé ekki málfræðilega rétt- ur en ég geri bara það sem mér sýnist.“ Í textanum segir á einum stað: „Sometimes I get nervous when I see an open door“. Brandon er sem sagt að syngja um hversu erf- itt sé að ganga gegn þeim hefðum og venjum sem þjóðfélagið hefur kennt okkur. - drg Dansarar eru mennskir UNDIR ÁHRIFUM FRÁ HUNTER Brandon Flowers syngur vinsælasta lagið á Íslandi um þessar mundir. Bob Justman er eitt af aukasjálf- um Kristins Gunnars Blöndal, en hann hefur komið víða við í tónlist- arlífinu undanfarin ár, m.a. sem meðlimur í hljómsveitunum Ens- ími og Botnleðju, sem plötusnúð- urinn KGB og sem einherji undir nöfnunum Unsound og Phil Stadi- um. Bob Justman hefur spilað af og til á tónleikum undanfarin ár og hefur verið lengi að vinna þessa fyrstu plötu sína sem inniheldur 12 frumsamin lög. Tónleikarnir hans hafa satt best að segja valdið mér nokkrum vonbrigðum hingað til þannig að þegar ég setti þessa nýju plötu í tækið þá átti ég ekkert endilega von á miklu. Platan kom mér hins vegar verulega á óvart. Bob er góður lagasmiður og fer um víðan völl í útsetningum. Á Happiness & Woe eru m.a. trúba- dúraballöður, blús-slagarar og indí- popp-smellir. Hljómur og vinnsla eru til fyrirmyndar, en platan er tekin upp undir stjórn múm-lið- ans Gunnars Tynes. Fjölmargir frábærir hljóðfæraleikarar koma við sögu, m.a. hljómborðsleikar- ar, gítarleikarar, bassaleikarar, trommarar, strengjaleikarar og blásarar. Eins og áður segir er platan nokkuð fjölbreytt og skemmtileg. Lögin eru mörg fín og það hefur verið mikið lagt í útsetningarn- ar. Hún nær samt aldrei alveg að heilla mann. Það vantar herslu- muninn, kannski af því að þrátt fyrir augljósa hæfileika og mikinn metnað hefur Bob enn ekki tekist að búa sér til sinn eigin hljóm. Það kemur vonandi næst. Trausti Júlíusson Hæfileikar og metnaður TÓNLIST Happiness & Woe Bob Justman ★★★ Það eru bæði trúbadúraballöður, blússlagarar og indípoppsmellir á þessari fjölbreyttu frumsmíð Bob Justman. Ólöglegt niðurhal hefur sett strik í reikning plötubúða um allan heim. Stórum plötubúðum með mikið og breitt úrval hefur fækkað á meðan litlar sérhæfðar plötubúðir þrauka. Á Íslandi er Skífan í hlutverki ris- ans á meðan búðir eins og Smekkleysa og 12 tónar eru litlu sérhæfðu búðirnar. „Úrvalið skánaði mikið eftir að Sena tók Skífuna aftur yfir. Ástandið var satt að segja alveg hörmulegt á meðan Árdegi rak Skífubúðirnar. Það var enginn metnaður. Það tók til dæmis heil- an mánuð fyrir nýjustu Metallica- plötuna að komast í rekkana hjá okkur þótt það væri mikill áhugi fyrir plötunni og við hefðum getað mokað henni út,“ segir starfsmað- ur í Skífunni. Hann segir allt á uppleið nú og Höskuldur Hös- kuldsson hjá Senu tekur undir það. „Þetta voru orðnar handónýt- ar búðir þegar við tókum við þeim um miðjan nóvember. Okkar fyrsta verkefni var að dæla plötum í búð- irnar því það var hreinlega ekkert til í þeim.“ Fréttablaðið skoðaði úrvalið í síðustu viku og var hálfdapurlegt um að litast. Af plötunum á topp 10 í Bretlandi voru til þrír titlar, af topp 10 í Bandaríkjunum voru til fjórir titlar. Tímaritið Roll- ing Stone bjó til frægan lista yfir bestu plötur allra tíma og Skífan átti ekki nema þrjár af tíu efstu plötunum. Meistaraverk eins og London Calling með Clash, Revol- ver og Sgt. Pepper‘s með Bítlunum og Blonde on Blonde og Highway 61 Revisited með Bob Dylan voru ekki til. Staðan var þó aðeins betri með innlendar plötur. Bestu plötur Íslandssögunnar (samkvæmt kosn- ingu í bókinni Eru ekki allir í stuði) voru allflestar til. En Hösk uld- ur kann skýringar á þessu. „Það eru búin að vera jól og svo byrj- uðu útsölurnar. Það er bara verið að fylla á rekkana núna.“ „Minn metnaður liggur í því að eiga allt það sem plötubúð þarf að eiga,“ segir Halldór Gunnar Páls- son, framkvæmdastjóri Skífunnar. Hann gerir sér grein fyrir því að Skífan er flaggskip íslenskra plötu- búða. „Við erum náttúrlega bara með ákveðið mikið pláss, en það þarf að vera til góður „back-cata- logue“ og líka eitthvað sem eng- inn þekkir svo fólk geti gramsað og uppgötvað eitthvað nýtt. Allar gömlu íslensku plöturnar eiga að vera til hjá okkur, það sem á annað borð er til hjá útgefendum. Sjálf- ur vil ég geta labbað inn í plötu- búð og fengið Lifun, The Wall og Sumar á Sýrlandi og þannig skal það vera.“ drgunni@frettabladid.is Tómlegt í plötubúðum Í SKÍFUNNI Á LAUGAVEGI Halldór Gunnar er annar frá hægri. Lay Low vinnur ekki lengur í búðinni. PLATAN MEÐ DUFFY Ein af þeim þrem- ur á breska topp 10 listanum sem var til í Skífunni í síðustu viku.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.