Tíminn - 09.01.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.01.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1983 5 ■ Indríði G. Þorsteinsson Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur ■ Mín lesning yfir jólin hefur einkum verið tvær bækur, „Sól ég sá,“ eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum, fyrra bindi ævisögu hans, og svo bók sem hefur verið heldur hljótt um en heitir „Bræður munu berjast," eftir Ronald Símonarson. Um þá fyrrnefndu er það að segja að ég hafði mikla ánægju af að lesa hana, Steindór frá Hlöðum er ákaflega frá- sagnargreiður maður og er auk þess með skemmtilega afstöðu til manna og stefna. Hann segir í lok bókarinnar frá sínum ferli sem skólameistari Menntaskólans á Akureyri og það er að því leyti merkileg frásögn að hann gefur sér dálítið lausan tauminn hvað það varðar að hann talar mjög opinskátt um menn, hann þorir að tala um samfcrðamenn sína, en gerir það með þeini hætti að hann segir það sem honum finnst um manninn og er þá býsna hvass, en hann segir jafnframt kosti mannsins, og það er ekki um það að ræða að hann sé í einhverju eilífðar- stríði, því allt byggist þetta hjá Steindóri á þeirri kenningu að hann láti ekki svo sól til víðar hníga að hann sé ekki sáttur, þótt hann hafi lent í deilum. Þetta þýðir að maður fær svona eins og báðar hliðar á þeim mönnum sem hann talar um og þannig á það að vera, en íslenskar æviminningar hafa verið heldur bágar hvað þetta varðar. Það er eins og menn hafi ekki treyst sér til að skrifa ævi- minningar sínar nema hafa þar allt í rósrauðum litunt, við vitum þó að lífið gengur ekki allt fyrir því. Svo að ég hafði gaman af þessum lestri, bæði frásagnar- hættinum og eins af því hvers hann minnist í þessu verki. Hann minnist manna sem maður þekkti á sínum tíma, manna eins og Brynleifs Tobíassonar, Brynjólfs Sveinssonar og Sigurðar Guðmundssonar skólameistara, svo ein- hverjir séu nefndir. Fyrir mig sem er svona hálfur Akureyringur er þetta skemmtilega lesning. Hin bókin sem ég gat um, „Bræður munu berjast" er svona framtíðarskáld- saga gerist eitthvað um 1998 ef ég man rétt, byltingu á íslandi með tilheyrandi orustum og fangelsum í Grímsey, þetta eru dálítið framandi viðburðir fyrir okkur, handtökur um miðjar nætur og meira að segja páfar þessarar vinstri byltingar eru teknir höndum af samherj- um sínum ef þeir þykja ekki standa sig. Það kemur svo í Ijós að Framsóknar- flokkur og Kratar liggja hundflatir og vesælir undir þessum vinstrimálum öllum. Maður les oft í erlendum bókum svona spádóma um það hvernig allt muni fara til andskotans, þetta er hliðstæða við slíkar bókmenntir. Eitthvað las ég nú fleira, til að mynda verðlaunasögur Almenna bókafélagsins Riddara hringstigans og Vorgöngu í vindhræringi, eftir sr. Bolla Gústalsson og likaði vel. Sú síðarnefnda er önnur bók sem fjallar um kunnuglegt umhverfi og fólk á Akureyri og það jók ánægju rnina af lestrinum. Þá leit ég í fyrsta bindið af endurútgáfunni á verkum Guðrúnar frá Lundi sem nú kom út hjá Almenna bókafélaginu og mér þykir \ænt um hve fallega er að þeirri útgáfu staðið. Nú. og svo má ekki gleyma togarasjómanninum Guðmundi Halldór. endurútgáfuna á þeirri bók með viðböt eftir hann Guðmund J. Þeir feðgar og nafnar standa sig ágætlega eins og við er að búast e'nda togarablóð í þeim báðum, og reyndar skrásetjaran- um, Jónasi Guðmundssyni líka. Nýtt ár er hafið og stjörnuspekingar spá í það en gallinn er sá að STJÖRNUSPÁFRÆBI ER REIST Á HINDURVITNUM OG RÖKVILLUM ■ Að venju hafa fjölmiðlar víða um heim birt svokallaða stjörnuspádóma nú um áramótin, forsagnir um ýmsa atburði sem gerast eiga á því ári sem nú er nýhafið. Spám þessum er að jafnaði hampað mjög í hinum víðlesnu afþreyingarblöðum Vesturlanda og gjarnan til þess vitnað að einhver atriði í fyrri spádómum hafi gengið eftir og vænta megi þess að sama gerist einnig nú. Raunar láta sumir fjölmiðar ekki þar við sitja, eins og lesendur íslenskra blaða og tímarita kannast við; í sumum dagblöðum eru stjörnuspár birtar á degi hverjum. Það er athyglisvert að á íslandi sinna virðulegri fjölmiðlar þessum spáfræðum en slíkt heyrir til undantekninga erlendis. megi telja þrjár ástæður fyrir vinsældum þessarar fornu íþróttar. í fyrsta lagi er heimur stjörnuspáfræðinnar um margt forvitnilegur og saga hennar sömuleiðis. Það er ekkert athugavert við það að menn hafi gaman af að lesa og hugsa um þessa fornu hjátrú og þar fyrir þurfa menn ekki að taka minnsta mark á henni. f annan stað held ég að margir hnýsist í stjörnuspáfræði af hreinni vanþekkingu og haldi að þar sé mikla og merkilega launspeki að finna. Þetta fólk flytur síðan oft öðrum spáfræðin í góðri trú. Loks eru þeir sem gera sér fulla grein fyrir því að stjörnuspáfræði er rakalaust hjátrú, en iðka hana í hagnað- arskyni. í þessum síðasta hópi eru yfirleitt stjörnuspáfræðingar nútímans. Árlegt þing stjömuspámanna: Spá tveimur meirihátt- ar stríðum árið 1983 MÍUm. 29. do. Al'. STJÖRNUSPÁMENN víd* ad, einkum þó fri Vestur-ÞýskaUndi, Bret- landi og ítaliu, komu saman fimmta írið i röd í Campione Dltalia og bini saman biekur sínar um hvad irið 1983 myndi bera i skauti sér. Ekkert varð úr heimsendinum sem spið var 13. nðvember i þessu iri, en eftir því sem umræddur spimannaflokkur segir, verða jarðarbúar að búa sig undir ýmsar þrengingar og fleira ógeðfellt i nýja irinu. Flestir voru spámennirnir inn nafntogaða Nostradamus, sammála um að ekkert lát yrði á sem uppi var í Frakklandi á 16. efnahagslegu kreppunni sem ðld eru uppfullir svartsýni, enda farið hefur vaxandi. Einkum þóttu spádómar Nostradamusar mun kreppan halda áfram í yfirleitt hinir hvimleiðustu og iðnvæddu ríkjunum, svo og í svartsýnustu. Jean Charles De þróunarlöndunum. Þeir spá Hka Fontbrune, franskur spámað- furðu margir miklum jarð- ur/ rithöfundur, sem bjó til skjálftum í Mexíkó, á Ítalíu og í prentunar hin illskiljanlegu rit- Júgóslavíu. Jarðfræðingar geta verk Nostradamusar, „Aldirnar" frætt fólk um það, aö umrædd og gerði úr bók, spáir tveimur lönd eru öll á virkum jarð- skjálftabeltum. konan Regine Ruet, spáir að bjartir tímar séu framundan eft- ir nokkur erfið ár, hún segir að jarðarbúar verði að herða ólarn- ar á næsta ári og færa ýmsar fórnir til þess að ástandið megi batna. Þeir sem aðhyllast spámann- meiriháttar stríöum. Annað þeirra verður milli Egypta ann- Einn spámannanna, franska ars vegar og einhvers banda- manns Rússa hins vegar. Hallast De Fontbrune að því að þaö verði Líbýa. Hitt stríðið verður milli V-Þjóðverja annars vegar og einhvers Austur-Evrópulands hins vegar. Þá voru spámennirnir allir sammála um að nýja árið yrði ekki gott frá sjónarhóli eldri stjórnmálamanna og leikara. Þetta þyrfti ekki endilega að þýða að þeir myndu margir and- ast á árinu, heldur frekar að völd og vinsældir myndu þverra í stórum stíl. Einn spáði þvi að Bandaríkja- dollar myndi falla gagnvart ít- ölskum gjaldmiðli um 12 pró- sent, en annar vék að páfa og spáði því að hann myndi á árinu heimsækja heimaland sitt, Pól- land. Loks má geta þess, að margir spámannanna voru sammála um að lyf gegn krabbameini og hjartasjúkdómum myndu líta dagsins Ijós á nýja árinu. Þeir vöruðu einnig flestir við því að nýr þáttur ( kjarnarannsóknum myndi opna möguleika fyrir framleiðslu á nýjum og hrylli- legum kjarnorkuvopnum. ■ Þegar augunum er rennt yfir fréttina sem þessi úrklippa geymir sést að allar spár stjörnuspekinganna eru svo almennt orðaðar að þær eru marklausar. Enginn skyldi þó halda að stjörnuspá- fræði sé uppfinning fjölmiðla Stjörnu- spáfræði eða stjörnuspeki erárþúsunda- gömul íþrótt mannfólksins. Upphaf hennar má að líkindum rekja til stjörnu- uathugana Babýloníumannt fyrir um það bil 4000 árum, og hún er talin hafa átt mikið blómaskeið í Egyptalandi og Mesópótamíu á síðustu öldunum fyrir Krists burð. Evrópumenn tileinkuðu sér stjörnuspáfræðina snemma og sinntu henni mjög á miðöldum. íslenskir lærdómsmenn miðalda kynntu sér hana erlendis, og af Jóns sögu helga má draga þá ályktun að Sæmundur fróði hafi numið stjörnuspeki í Rínarlöndum. Um störnuspeki er ennfremur fjallað í alfræði íslenskri frá 13. öld og fleiri fornum ritum okkar. Hugmyndin að stjörnuspeki í fæstum orðum má segja að stjörnu- spáfræði sé reist á þeirri hugmynd að gangur himintungla, sólar, tungls og reikistjarna, hafi gífurleg áhrif á náttúru og mannfélag á jörðinni. Ef tekið er mið af þekkingu manna fyrr á öldum er þessi hugmynd um margt alls ekki óskynsam- leg. Menn höfðu veitt því athygli að fylgni var milli margvíslegra náttúrufyr- irbrigða á jörðinni og stöðu tungls og sólar. Stórstreymi og smástreymi fer t.d. greinilega eftir gangi tungls, sólargangur ræður árstíðarskiptum og öllu sem þeim fylgir, og þannig mætti lengi telja. Þekking á hegðun himintunglanna var nauðsynleg í akuryrkjusamfélögum fyrri alda, og af reynsluþekkingu og rökvísi forfeðra okkar varð frumstæð stjörnu- fræði til. Á þessum tímum var ekki gerður greinarmunur á trúarbrögðum og vísindum af því tagi sem við nútíma- menn eigum að venjast, og af þeim sökum hrærðu menn í einn graut ef svo má að orði komast, traustri reynsluþekk- ingu á áhrifum sólar og tungls og ýmis konar hugarburði um áhrif reikistjarn- anna sem byggður var á ályktunarvillum og hindurvitnum. Smámsaman varðsvo til flókið fræðikerfi sem gerði ráð fyrir að með þekkingu á gangi himintungla mætti segja fyrir um óorðna atburði. Reynt aö hrekja stjörnuspáfræöi Það var ekki fyrr en með vísindabylt- ingu á 16. og 17. öld að unnt reyndist að hrekja stjörnuspáfræðina með traust- um rökum. Áður höfðu að vísu margir lærdómsmenn risið gegn henni með því athuganir þeirra leiddu í ljós að spásagn- ir stóðust ekki eða voru svo almennt orðaðar að þær voru marklausar. En fræðileg rölc gegn hugmyndum stjörnu- uspáfræðinga höfðu þeir ekki. Slík rök eignuðust menn ekki fyrr en þeim urðu Ijós . þau lögmál sem náttúruöflin lúta, og ný reiknivísi sýndi fram á órafjarlægð reikistjarnanna. Nú á dögum telja upplýstir menn stjöruspáfræði auðvitað bábilju eina, enda liggur það vætanlega í augum uppi að hefði hún við einhver rök að styðjast væri hún hagnýtt í daglegu lífi. Samt sem áður lifir stjörnuspáfræðin enn góðu lífi og það er kannski ómaksins vert að velta ástæðum þess fyrir sér. Af hverju lifir stjörnuspáfræðin enn? í fljótu bragði sýnist okkur að einkum höfundar handbóka um stjörnuspeki og véfréttir og völvur fjölmiðlanna. Þetta fólk beitir blekkingum vitandi vits og eignastfrægð og fjármuni fyrir trúgirni almennings. 11% íslendinga trúa á stjömu- speki Hvergi stendurstjörnuspeki nútímans í meiri blóma en í Bandaríkjunum. Samkvæmt Gallup-skoðanakönnun frá árinu 1978 taka um 25% Bandaríkja- manna mark á stjömuspám. Til saman- burðar má geta þess að samkvæmt könnun dr. Erlends Haraldssonar frá 1974-75 telja 11% íslendinga líklegt eða víst að nokkur sannleikur felist í stjömuspeki. Fyrir fimm árum birtu á annað hundrað forystumenn í bandarískum vísindum, þ.á.m. 19 Nóbelsverðlauna- hafar, ávarp þar sem almenningur þar í landi var hvattur til að vera á varðbergi gagnvart gervivísindum og fjárplógs- blekkingum stjömuspáfræðinga. Það er álitamál hvort herferð af þessu tagi verður árangursrík, en sumir telja að áhugi almennings á raunverulegum vís- indum hafi aukist að mun í Bandaríkjun- um nú að undanförnu og að sama skapi hafi dregið úr viðgangi gervivísinda. Að einhverju leyti má líklega þakka þetta auknu framboði alþýðlegs lesefnis um viðfangsefni vísindanna. Þess er og að geta að í auknum mæli hafa vísindamenn séð ástæðu til að fara í saumana á gervivís- indum, eins og stjörnuspáfræði, nú eða dulsálarfræði; efna til málþinga um þau og skrifa auðskildar bækur þar sem þau eru hrakin, en slíkt vanræktu þeir lengi vel. Ein ástæðan fyrir því að loddarar eins og stjörnuspákonan Jeanne Dixon, scm margir kannast við úr Morgunblaðinu forðum daga, hafa komist upp með blekkingar sínar er sú að almenningi voru ekki tiltæk nein gild andsvör við staðhæfingum þeirra. Þegar aftur á móti er farið að kanna fræði stjörnuspámanna kemur í ljós hve léttvæg þau eru, og eins að oft hafa þeir beitt beinum lygum. Jeanne Dixon hefur t.d. verið afhjúpuð fyrir að fara með ósannindi í bókum sínum, s.s. að breyta spádómum sínum í Ijósi reynslunnar. Stjörnuspár óljóst orðaðar Athugun sem tímaritið The Skeptical Inquirer hefur nokkur undanfarin ár gert á spádómum bandarískra stjörnu- spekinga hefur leitt í Ijós að spádómar þeirra um nákvæm tiltekin atriði ganga nær aldrei eftir, og að það eru spádómar sem eru óljóst orðaðir og túlka má á margvíslegan hátt sem hampað er eftir á. Eins hefur stjörnuspáfræðingum ekki < tekist að segja fyrir um þá atburði sem mest hafa orðið áberandi í fréttum og í rauninni komið á óvart. í þessu viðfangi er fróðlegt að renna augum yfir úrklippuna hér á síðunni þar sem segir frá árlegu þingi stjörnuspá- manna í Mflanó á Ítalíu milli jóla og nýars. Spádómarnir eru allir almennt orðaðir og enginn svo rígbundinn að ekki megi túlka hann spámönnunum í hag á einhvern hátt þegar viðburðir ársins sem nú er nýhafið verða gerðir upp. Veikleiki mannlegs eðlis Stjörnuspám er lítið sinnt af íslending- um, og þær sem birtast í fjölmiðlum hér á landi eru þýddar úr erlendum málum. Sama er að segja um stjörnuhandbækur sem seldareru í verslunum hér. Forsagn- ir um framtíðina af ýmsu öðru tagi, s.s. spár völva og miðla, cru þó eitthvað iðkaðar, en varla ætti að þurfa að taka það fram að þær eru reistar á sandi hindurvitna á sama hátt og stjörnuspek- in. En eins og sá spaki maður Júlíus Cesa- mælti forðum: Það er almennur veik ci mannlegs eðlis að hafa tak- mark^. ausa trú á hlutum sem menn hvorki sjá né þekkja og stjórnast ótilhlýðilega af þeim. -GM. Meira af hindurvitnum: Þekkírðu sjálfan þig? ■ Hvað skyldi iesendum Helgar- Tímans finnast um eftirfarandi lýsingu á pcrsónleika þeirra? „Þú vilt að fólk dáist að þér og kunni vel við þig; samt eru stundum fullur efasemda um eigið ágæti. Þú licfur persónulega veikleika en getur oftasl yfirunnið þá. Þú býrð yfir starfsorku sem þú hefur enn ekki notað í eigin þágu. Út á við virðistu ábyggilegur og sjálfsöruggur, cn sjálfúr veistu að þú ert stundum áhyggjuftillur og óöniggur. Fyrir kemur að þú ert italdinn alvarlegum efasemdum um það hvort þú hafir gert rétt eða tekið rétta ákvörðun. Þú kannt að meta tilbreytni og nýjungar og cr illa við boð og bönn. Þú telur sjálfan þig sjálfstæðan í hugsun og fellst ekki á allt það sem aðrir segja fyrirvaralaust. F,n þú hefur áttað þig á því að það er óskynsamlcgt að vera of opinskár við aðra um einkahagi þina. Stundum eru úthverfur, viðfelldin og félagslyndur, en við önnur tækifæri geturðu verið innhverfur, gætinn og einrænn. Margt af því scm þig langar í er heldur óraunsætt.“ Höfundur þessa texta er bandarískur sálfræðingur Bertram Forer að nafni. Árið 1948 lenti hann í svolitlum útistöðum við rithandalesara í Los Angeles sem hann sakaði um að blekkja fólk mcö því að lesa almenn sannindi út úr rithandarsýnishornuin. I.esarinn kvaðst telja íþrótt sína gilda með því að viðskiptavinir væru ánægðir og féllust á túlkun hans. Forcr fór þá að velta fyrir sérhvort fólk léti yfirleit! blekkjast af svona brögðum. Hann varð sér út um handbók í stjörnuspcki og samdi tcxtann hér að framan upp úr henni, lét nemendur sína i sálarfræði lesa hann yfir og spurði hvort þeir teldu þcssa lýsingu passa við sig. Vfirgnæfandi meirihluti þeirra kvað lýsinguna fráhæra eða góða. Pcrsónulcikapróf þetta hefur vcrið cndurtekiö í ýmsuin tiibrigðum um þver og endilöng Bandaríkin (og raunar víðar) s.l. þrjár áratugi og niðurstaðan alltaf verið svipuð. Ef Forer-prófið er athugað sést að þar er að finna gagnstæðar fullyrðingar (veikur-sterkur, sjálfsöruggur-óör- uggur, úthverfur-innhverfur, félags- lyndur-einrænn o.s.frv.). Þetta treystir fólk sér til að skrifa undir enda er persónuleiki okkar ekki eins fastmót- aður og einhliða og við höldum. Stiindum erum við óörugg, stundum feimin, klár við eitt tækifæri, kjánaleg við annað o.s.frv. Forer-prófið varpar ágætu Ijósi á það hvað nærir hindurvitni cins og rithandarlestur, stjörnuspeki, spila- og bollaspár, lófalestur o.þ.h. GM.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.