Tíminn - 09.01.1983, Blaðsíða 4
4
SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983
Hvað lásu þau um jólin?
\
■ Að venju settu bækur og bóklestur svip á jólahátíðina sem nú I Helgar-Tímanum slógum á þráðinn til sex góðborgara og forvitnuð-
er um garð gengin. Á frídögum hátíðanna gefst mönnum oft tækifæri umst um það hvað þau hefðu lesið um jólin og hvað þeim hafí fundist
til að glugga í bækur og það notfæra sumir sér óspart. Við á | um lesefnið. Viðtölin fara hér á eftir.
■ Jón Aðalsteinn Jónsson
■ Eysteinn Sigurðsson
■ Silja Aðalsteinsdóttir
■ Gerður Steinþórsdóttir
■ Bessí Jóhannsdóttir
Jón Aðalsteinn Jónsson
ritstjóri Orðabókar Háskólans
■ Ég las eina bók um hátíðarnar, sagði
Jón Aðalsteinn Jónsson ritstjóri Orða-
bókar Háskólans og hún er ekki íslensk
heldur sænsk, ég fékk hana senda frá
Svíþjóð fyrir jólin. Hún er eftir mann
sem heitir Sven B. Jansson og er þekktur
maður þar í landi, fræðimaður og gengur
undir nafninu Rúna Janni vegna þess að
hann er sérfróður um rúnir. Umrædd
bók hans kom út í Svíþjóð á síðasta ári
og ber heitið „Historiebok, ur min
framfart“. Sven B. Jansson hefur marg-
sinnis komið til landsins og haldið
fyrirlestra, og talar ágæta íslensku. Þessi
nýja bók hans er þannig uppbyggð að
hún er fyrst og fremst endurminninga-
bók þar sem ýmis fræði sem hann hefur
stundað fléttast inn í. Þar á meðal
blandast mikið inn í frásagnir minningar
hans úr íslandsferðum hans og íslenskar
sagnir. Til dæmis segir hann frá ferð um
Snæfellsnes og þá kemur hann að
Eyrbvggju og Laxdælu og Gísla sögu.
Þannig fcrðast hann um þá staði þar sem
sögurnar gerast og fjallar um þær. Auk
þess segir hann frá fólki sem hann hittir
hér og kynnist, t.d. heitir einn kaflinn
En boksamlare, og fjallar um Benedikt
hcitinn Þórarinsson bókasafnara sem
gaf á sínum tíma Háskólanum allt sitt
bókasafn. Mér finnst þessi bók Janssons
afskaplega læsileg ogskemmtileg aflestr-
ar.
Þetta flóð af innlendum bókum sem
hefur dunið yfir undanfarið hefur hins
vegar farið algerlega fram hjá mér, þó
svo að um 500 bókatitlar hafi komið út
nýir fyrir jólin. Og það sem ég hef áhuga
á úr því flóði hef ég ekki enn haft tök á
að kynna mér.
Dr. Eysteinn Sigurðsson
ritstjóri
■ Það verður víst að segjast eins og er
að ég var ekkert tiltakanlega duglegur
við að lesa nýjar skáldbókmenntir núna
yfir jólin. Það voru ekki nema tvær þess
konar bækur sem ég las, og báðar raunar
eftir höfunda sem lengi hafa verið í
uppáhaldi hjámér. Önnurvarsmásagna-
safnið eftir Svövu Jakobsdóttur og hin
var nýja skáldsagan eftir Guðberg
Bcrgsson. Ég hafði talsvert gaman af
báðum þessum bókum. Hvorugur höf-
undurinn fannst mér raunar koma mér
neitt sérstakega á óvart, því að hjá þeim
var ekki á ferðinni nein áberandi
stefnubreyting frá því sem ég þekkti úr
fyrri bókum þeirra. En báðar bækurnar
iiiiiimwmmM
ÍÖ
ÞÚFÆRÐ...
BO
reykiog
fOLALDAKJttl'i
SALTAÐOG
ÚRBEINAÐ
HROSSAKJÖT
HR0SSA-0G
folalda
BJÚGU
2tegumfir
laf fifrarkœfu
Igrófhakkaða
og
óbakaða
HILLU
VÖRUR
A
MARKAÐS-
VERÐI
oi
HAlTTAKJÖT
^NAKJÖT
fOlALD^'
KJÖT
lamba-
KJÖT
kindakjöt
STEIKUR
BUFF
GÚLLAS
HAKK 0.FLJ BERIÐ SAMAN
VERÐOGGÆDI
A GRIlllÐ:
HERRASTEIK
ORGMAL
EFTIRLÆTI BÚÐAR-
-ös MANNSINS
BEINT A
PÖNNUNA:
PARtSARBUFF
PANNBIAÐAR
GRfSASNBÐAR
ÖMMUKÚTELETTUR
F0LAL0AKAR80NAÐE
NAUTAHAMBORGARAR
Vióufcenndrlq&tíðmðariTMnntryggÞ gæðn
kryddlegin
LAMBARIF
HAWAI-
SNEHD
_ uÖur^
W6MO«TA
reyndust vel og vandvirknislegar gerðar,
og þær juku ánægjulega við fyrri kynni
mín af höfundunum. Auk þess eru svo
ýmsar fleiri bækur úr flóðinu núna fyrir
jólin sem mér þykja girnilegar. Ég nefni
bækur þeirra Þorsteins frá Hamri,
Péturs Gunnarssonar, Áslaugar
Ragnars, Guðrúnar Svövu Svavarsdótt-
ur, að ógleymdum þáttum Hannesar
Péturssonar. Þessar bækur á ég nokkuð
örugglega eftir að draga að mér, og lesa,
flestar eða allar.
Líka las ég um jólin æviminningar
Kristjáns Sveinssonar eftir Gylfa
Gröndal, sem er vönduð bók, samin af
alúð við efnið. Þá las ég litla og snotra
bók eftir Þorstein: Guðmundsson á
Skálpastöðum, sem heitir „Glampar í
fjarska á gullin þil“. Það eru minninga-
þættir og raunar nánast smásögur, allt
skrifað af natni og alúð og með
frásagnargáfu sem kemur á óvart. Aðra
bók var ég svo búinn að lesa nokkru fyrir
jól, sem er Aldarsaga Kaupfélags Þing-
eyingaeftir Andrés Kristjánsson. Hún er
magnþrungið stórvirki um nterkilega
sögu, mikið afrek frá hendi höfundar og
las ég hana mér til verulegs fróðleiks-
auka.
Silja Aðalsteinsdóttir cand. mag.
ritstjóri tímarits
Máls og menningar
■ Ég hcld að ég sé nú búin að lesa það
af nýjum skáldsögum og Ijóðahókum,
sem sæta einhverjum tíðindum. Þetta er
ju tengt minni atvinnu, sagði Silja
Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur
og ritstjóri Tímarits Málsogmenningar.
Það er voðalega crfitt að eiga að taka
þrjár fjórar bækur út úr og tala um þær.
Ég get þó sagt það að sú bók sem ég
hafði allra mesta ánægju af að lesa er
bók Guðbergs Bergssonar, „Hjartað býr
enn í helli sínum." Það er sú bók sem
ég hef notið mest af öllum þessum nýju
bókum. sú sem ég hef lifað mig mest inn
í og ég held að hún komi líka til með að
búa lcngst með mér.
Svo eru tvær aðrar sem ég verð að
nefna, bækur scm höfðu mikil áhrif á
mig þótt ólíkar séu. Það eru „Vinur vors
og blóma." eftir Anton Helga Jónsson
og „Vegurinn heim" eftir Olgu Guðrúnu
Árnadóttur. Þessar þrjár bækur sem ég
cr núna búin að nefna þær eru fullar af
tilfinningum á köflum dálítið hömlu-
lausum tilfinningum. Það er kannske
það sem gerir það að vcrkum að þær
höfða svona til mín. Samt eru þessar
bækur eins og ég sagði fyrst ákaflega
ólíkar nema hvað að cftir á að hyggja
finnst mér stundum eins og strákurinn í
lok sögu Antons Helga og maðurinn í
sögu Guðbergs séu sami maðurinn,
hann er bara orðinn dálítið eldri í sögu
Guðbergs. Strákurinn hjá Antoni Helga
er á leið inn í geðveikina. hundeltur af
sjálfum sér og sjálfsfyrirlitningu sinni.
meðan maður Guðbergs er kominn
dálítið alvarlega yfir strikið.
En úr því að ég er búin að nefna
þessar þrjár bækur þá verð ég að geta
um eina til, en það er saga Péturs
Gunnarssonar, „Persónur og leikend-
ur.“ Hún er afskaplega vönduð bók,
höfundurinn hefur greinilega lagt í hana
mikla vinnu. Ef maður ber hana saman
við þær sem ég hef nefnt hér á undan þá
leynir fágunin sér ekki, en manni finnst
kannski að á móti skorti citthvað af því
iðandi mannlífi sem einkennir hinar
þrjár.
Gerður Steinþórsdóttir
cand. mag.
■ Fyrsta bókin af þessum svokölluðu
jólabókum var nýja bókin hennarSvövu
Jakobsdóttur, „Gefið hvort öðru“, sagði
Gerður Steinþórsdóttir bókmenntafræð-
ingur. Þetta er safn smásagna, afar
mikið í stíl höfundar síns. Sögurnar í
bók Svövu eru ákaflega vel unnar og
fagmannlega og fullar af táknum eins og
við könnumst við úr fyrri verkum Svövu.
Svava er að mínu viti mjög sérstæður
rithöfundur og þessi bók táknar í sjálfú sér
ekki neinar breytingar hjá henni sem
rithöfundi. hún fellur mikið í sama
farveg og fyrri bækur hennar.
Önnur íslensk bók sem ég las um jólin
var bók Guðrúnar Svövu Svavarsdótt-
ur,„Þegar þú ert ekki", ákaflega falleg
hók falleg smáljóð og fallegar mynd-
skreytingar, og fallega frá gengin á allan
hátt.
„Lausnarorð," heitir frönsk bók sein
kom út á íslensku fyrir síðustu jól og ég
er nýbúin að lesa. Höfundur hennar
heitir Marie Cardinal, ýmsir muna
sjálfsagt eftir viðtali sem kom við hana
í sjónvarpinu s.l. hauist ásamt Marilyn
French höfundi Kvennaklósettsins.
Bók Marie Cardinal sver sig í ætt við
þessar svokölluðu kvenna-bókmenntir
en það ber alls ekki að skilja svo að um
sé að ræða bók sem skrifuð er eftir
formúlu. Hún er byggð á ævi höfundar-
ins sem er af yfirstétt komin, alin upp í
frönsku Alsír. Hún varð geðveik en fékk
bót eftir að hafa gengið til sálfræðings í
7 ár. Bókin segir aðallega frá æsku
hennar og skýrir það út hvernig á því
stóð að hún hafnaði í þessum þreng-
ingum. I stuttu máli þá má lýsa því að
kaþólskt yfirstéttaruppeldi hafi haft í för
með sér togstreituna milli þess sem af
henni er ætlast og hins sem hún vildi sjálf
vera. Marie Cardinal erákatlega næmur
og gáfaður höfundur og það er gaman
að kynnast einhverju frá hinum franska
hcimi.
Síðast langar mig að geta urn bók sem
ég hef nýverið lokið við, þótt ekki sé
hún útgefin hér á landi en hún heitir
„Barndom" eða „Bernskuár" eftir Sví--
ann Jan Myrdai. Hann er sonur hinna
frægu hjóna Gunnars og Alva Myrdal
og þessi bók hefur vakið mikla eftirtekt
vega þungra ásakana sem í henni koma
fram á hendur foreldrunum fyrir tillinninga-
sijoti og kalt uppeldi. Bók Jan Mvrdais
hefur verið lesin upp í sænska útvarpinu,
mestu veidur sjálfsagt um þennan áhuga
að þau Myrdal hjónin eru sennilega
frægustu Svíar sem nú eru uppi, bæði
hafa hlotið Nóbelsverðlaun, hann í
hagfræði og hún friðarverðlaunin. Ég
hef einmitt nýverið fengið í hendurnar
grein úr sænsku blaði þar sem faðirinn í
þessu drama, Gunnar Myrdal rýfur ioks
þögnina og svarar ásökunum sonar síns
og vísar þeim á bug.
Bessí Jóhannsdóttir cand.mag,
■ Fyrsta bókin sem ég las var bók Jóns
Óttars Ragnarssonar, „Strengjabrúð-
ur“, segir Bessí Jóhannsdóttir kennari
og sagnfræðingur, þetta er fyrsta bók
hans og ég verð að segja að ég held að
hann sé rithöfundarefni. Hann einfaldar
kannski hiutina fullmikið fyrir sér,
einkum að því er varðar samskipti karla
og kvenna.
Næst urðu fyrir mér æviminningar
Ingólfs á Hellu. Það er dálítið merkilegt
að í inngangi bókarinnar segir Páll
Líndal að hann hafi haft ýmsar efasemdir
um að taka að sér þetta verk, og
tilgreinir þar meðal annars að hann
þekki lítið til Ingólfs, hann þekki lítið
til mála í Rangárvallasýslu og hann hefði
ekki fengist við að skrifa ævisögur. Nú,
- niðurstaða hans verður sú að hann
tekur að sér að skrifa þessa sögu. Það
hefði ég ekki gert í hans sporum. Þótt
ég líti á Ingólf Jónsson sem merkilegan
mann um margt, þá finnst mér hann alls
ekki nógu gagnrýninn á sjálfan sig og
samtíð sína og þar af leiðandi verður
þessi bók að mínu mati allt of mikið
sjálfshól stjórnmálamanns. Þar kemur
kannski líka til að ég hef lesið ævisögur
ýmissa stjórnmálamanna úröllum flokk-
um undanfarin ár og mér finnst það
færast ískyggilega í vöxt að menn séu að
skrifa réttlætingarbókmenntir, en ekki
gagnrýna sögu. En ég vil taka það skýrt
fram að ýmislegt í þessari bók er
fróðlegt, en eigi að síður hefði ég t.d.
haldið að það hefði mátt stytta hana
verulega mikið og mér finnst það líka
galli á henni að Páll þekkir ekki nógu
mikið til mála, hann tekur orð Ingólfs í
of miklum mæli góð og gild, svo að
lesandinn sér menn og málefni annað
hvort í svörtu eða hvítu. Síðan er alltof
mikið tínt til úr blaðagreinum, ræðum
og afmælisgreinum, hitt og þetta jákvætt
um Ingólf. Betra hefði kannski verið að
Ingólfur hefði einfaldlega sagt sína sögu
sjálfur. Nóg um það.
Næsta bókin sem ég las er af allt
öðrum toga, það er þýdd skáldsaga eftir
Ken Follet og heitir „Maðurinn frá St.
Pétursborg". Reglulega spennandi og
skemmtileg bók.
Síðasta bókin sem ég nefni er „Bókin
um Albert“. Ég hafði ekki áttað mig á
því fyrir, hversu mikill afreks- og
kjarkmaður Albert er. Um hann má
segja líkt og bóndann orðum; „Hann
stofnaði, stofnsetti og kom á fót.“ Ef
Albert fengi notið sín til fulls þyrftu
aðrir stjórnmálamenn ekki mikið á sig
að leggja við stjórn lands og borgar.