Tíminn - 09.01.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.01.1983, Blaðsíða 6
SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 innlendir leigupennar STUÐMANNAJÓL — Eða: Þegar barnabörnin verða orðlaus ■ Ekki laust við að árið 1982 hafi vcrið alvcg cWenjulcga lciðinlcgt ár: fyrir mína parta. Óttalegt vesin, en undir árslokbirtist svolítið Ijós íöllu myrkrinu. I>að bólar ckkcrt á barnabörnunum ntínum cnnþá, cn þegar þau verða komin lil sögunnar og farin að hafa gaman af popptónlist áranna 2020-30 ætla cg að scgja iss; ég Itafi nefninlega farið á konsert með Stuðmönnum á Þorláksmessu árið 1982. l>á verða þau orðlaus og að vonum. Það var gcðvondur kvikmyndagagn- rýnandi scm spurði í fyrirsögn í Ilelgar- pcístinum hvað væri svona merkilegt við það að vera Stuðmaður. Spyr sá sem ekki veit. Það er kannski ekkert mcrki- lcgt; hins vegar þori cg að veðja að það er ansi hreint gaman. Minnsta kosti fyrir áhorfendur, hlustendur. nú unt jólin. l>að er sagt, og ég sannreyndi það meðan ég var blaðamaður á Vísi sáluga, að allir þeir sem komnir voru til vits og ára árið 1963 muni í smáatriðum hvar þeir voru staddir og hvað að gera þegar fréttist að J. Fitzgerald Kennedy, forseti sambandsríkisins í Norður-Ameríku, hefði verið myrtur. Þá var ég að sönnu ekki kominn til vits og því síður ára og verð að sætta mig við að muna nokkuð vel hvenær ég hlustaði fyrst á hljóm- plötur með óþekktri hljómsveit sem kallaði sig Stuðmenn. (Sama gildir um hljómplötur Mcgasar - cr lífið þá svona léttvæg't?) Auðvitað var ekki minnst um vert að vita ckki hverjir léku og sungu í þessari dularfullu hljómsveit, en allra mestu skipti þó að tónlistin var skemmti- leg. Muna menn enn hvernig komið var fyrir íslenskri popptónlist á þessum árum kringum 1975? Mjög, mjög illa minnir mig. Ekkert hafði komið í staðinn fyrir gömlu Bítlakynslóðina, en svo kom Megas og svo komu Stuðmenn. (Það er fáránlegt að taka sér þetta nafn í munn: Stuð-menn!) Lííið allt fékk annan svip, örvaðist kraftur stuðsins... Eg ætla að leyfa mér að vona að aldrei verði skrifaðar mjög lærðar ritgerðir um hversu mikla rullu tónlistin leikur í lífi og mcnningu „unga fólksins nútildax". Þetta er að vísu andvana fædd von og vísast er þcgar farið að skrifa slíkar ritgcrðir því eitthvað verða félags- fræðingar og aðrir slíkir að hafa að gera. (Er það satt? Er hann Valgeir virkilega félagsfræðingur?) Eg ætla alla vega (fyrir utan að halda áfram að nota „alla vega" fyrir „að minnsta kosti“) aldrei að lesa það bull. Nægir að hafa nokkurt gaman af. Ekki vil ég vita af hverju ég skemmti mér vel þegar Stuðmenn spil- uðu á jólaballi Menntaskólans í Reykja- vík cn annars varla. Né heldur af hvcrju hinir virðulcgustu menn, ráðsettir og fullir af hinni ógurlegu sjálfsvitund, slcpptu fram af sér beislinu á fyrrnefnd- um Þorláksmcssukonsert sömu hljónt- sveitar. Því það gerðu þeir einmitt, þessir sjálfsvissu. og ég víst þar á meðal. Fyrrum hef ég ekki leyft mér að segja múkk á tónleikum og í mesta lagi slegið nokkra takta mcð eins og einni löpp. Núna - það var alla vega annað uppá teningnum. (Sko til, þarna kom „alla vega“ aftur.) Börnin; þessir tvítugu börn og þar uppúr, skemmtu sér konunglega. Gaman, gaman! Og á nýársdag, nýárs- dagskvöld. þá var álíka gaman. Senni- lega er það bara býsna merkilegt - að vera Stuðmaður. Á Austurbæjarskólaplaninu síðastlið- ið suntar, þá hljómaði þetta cinhvern veginn ekki nógu vel. Skemmtilegast þá var eiginlega hvað maður var orðinn gamall. Þarna var heil kynslóð fyrir neðan mann sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Engir „bubbískir pönktón- ar“; hverjir voru þessir gömlu menn? Nú munu víst unglingarnir vera búnir að læra að meta Stuðmenn og hvað þeir standa fyrir; Stuðmenn sjálfir orðnir töluvcrt markvissari. Það var ekki seinna vænna, því nú er eins víst að þeir komi ekki saman í alltof mörg ár. Ekki veit ég af hverju Valgeir Guð- jónsson hætti í tónlist í svo og svo mörg ár og fór - af öllunt hlutum sem til greina komu - að félagsfræða unglingana. Hann virðist hafa langmest gaman af þessu; það er náttúrlega ástæðan, að hann er búinn að vera fjarri lengi. Einbeittur drengur, Valgcir, eins og þeir eru raunar allir. Það hefur líka verið þægilegt að fá þessa prýðis staðfestingu á hvað E. Ólafsson er fyrirtaks söngvari; röddin án nokkurs vafa hin besta í bransanum. Þegar Bubbi Morthens tók eitt lag með Stuðmönum á nýársdag (auðvitað Svarta Pétur) þá stóð það heima að Egill söng það viðkunnan- legar seinna um kvöldið. (En þetta var heldur ekki músíkin hans Bubba.) Svo hann Tomrni - óborganlegur með öllu, og söng meira að segja Jón var kræfur karl og hraustur á Þorláksmessu og var borinn á gullstól af félögum sínum fyrir. Jakob Magnússon; á sinn hátt óað- skiljanlegur partur, og þó minna beri á Þórði og Ásgeiri skulu þeir ekki láta sig vanta. Ekki reyna það einu sinni þegar Stuðmenn koma saman næst. Helst að það sé nokkur skortur á Sigurði Bjólu, en mér skilst þeir hafi hann jafnan í pokahorninu. Það þarf ekki að segja neinum að undanfarin eins og tvö ár hafa orðið til á óteljandi popphljómsveitir hér á þessu landi og cru flestar duglegar að halda hljómleika. Það er eins og gengur; sumar eru góðar, aðrar vondar, en eitt eiga næstum allar sameiginlegt. Þær líta stórt á sig, einhverra hluta vegna, sem meðal annars kemur fram í því að á hljómleikum neita þær að spila „gömlu Illugi Jökulsson skrifar lögin“. Hljómsveitin Vonbrigði spilar til að mynda ekki lengur lagið Ó Reykjavík sem hún á þær vinsældir sem hún hefur að þakka. Þetta þykir mér vera óþarfa hroki gagnvart aðdáendum og áhorfend- um sem vilja fá- að heyra gömlu uppáhaldslögin sín, alla veg (þriðja sinni) öðru hvoru. Satisfaction er víst enn þann dag í dag uppklapplag Stóns og ekkert nema gott um það að segja. Stuðmenn eru líka of veraldarvanir ungir piltar til að detta í þessa gryfju. Þeir spila gömlu lögin sín af innlifun og gleði; þau eru ekkert gömul fyrir vikið. Fljúgðu útá stoppistöð í bláum skugga, þetta er allt voða gaman. Svo koma nýju lögin. Má ég færa þakkir fyrir loksins fram komna lofgerð til íslenskra karlmanna? Stuðmönnum var Itklega einum trúandi til að balda uppi vörnum fyrir þetta hrjáða kyn sem nú er sótt að úr öllum áttum. Nú, þegar ekki aðeins hinn forni karlmennskumórall á undir högg að sækja, hcldur sjálft kynferðið - sem við getum ckki gert að - og íslenskum sem öðrum karlmönnum sagt að þeir séu ekki aðeins til trafala hcldur beinlínis ónauðsynlegir, nú er ekki ónýtt að vera minntur á að eftir allt saman þá er tæplega helmingur landsmanna „við menn". Ég hef séð ættartölu því til stuðnings að ég sé kominn af Agli Skallagrímssyni, og piltungur nokkur sem ég þekki tók söng Stuðmanna svo bókstaflega að á gamlárskvöld foraktaði hann hlý og mjúk rúm en hljóp út og vildi grafa sig í fönn. Og enn ein staðfesting á ósvikinni hetjulund ís- lenskra karlmanna var á nýársballinu þegar Eggert Þorleifsson (sem stal sem kunnugt er senunni í Stuðmannamynd- inni) lét ekki fótbrot og tvær hækjur á sig fá, heldur klöngraðist uppá stól eins og aðrir gestir á Hótel Borg og dillaði sér í takt við músíkina. Ójæja, við erum sko alls engar gungur... Það var eitt í sambandi við þessar tvær skemmtanir Stuðmanna á Hótel Borg (sem ég skal aldrei, aldrei kalla Veitinga- húsið Borg) sem mig langar að nefna. Á Þorláksmessu voru Stuðmenn að sjálf- sögðu klappaðir upp í snarheitum og léku tvö lög (annað var Jón var kræfur karl og hraustur, sællar minningar), en síðan klappaði, stappaði, hrópaði og öskraði áhorfendaskarinn (aldrei meiri) í ábyggilega tuttugu mínútur eða lengur en ekki létu Stuðmenn sjá sig. Nú hef ég heimildir fyrir því að Stuðmenn vildu gjarnan koma til móts við aðdáendur sína og spila eitt tvö lög í viðbót en fengu ekki. Lögreglustjóri sveif yfir vötnunum. Sama gerðist á nýársdag nema þá tilkynnti Jakob strax, og var gráti nær, að því miður gæti það ekki orðið að Stuðmenn spiluðu meira. Lögreglu- stjóri. Þetta fór mjög í taugarnar á áhorfendum. Litla félagið okkar er eins og menn vita fullt af hvers konar boðum og bönnum sem enginn veit af hverju eru tilkomin og virðast ekki þjóna neinum tilgangi. Og svo mikið er víst að það er ekki snefill af votti að ástæðu fyrir því að hljómsveit sem er að skemmta sér með áhorfendum megi ekki taka örfá aukalög ef allir vilja. Hvern særir það? Þetta er svolítið idjótískt - eins og fleira. En allt um það. Það var sem sé ljósglæta í myrkri síðasta árs og þetta hefst bara vel. Viö. höfum aldrei áður séð, aðra eins gommu af Stuðmönnum. Nú er að láta ekki staðar numið: gerum öll jól að Stuðmannajólum! -'j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.