Tíminn - 09.01.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.01.1983, Blaðsíða 11
ÍO SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1983 11 Helgar-Timinn hittir að máli víðfrægasta heimspeking íslendinga: ' IV * VI ••nAiicv ekki að vera n Seinnipartinn í desember á síðasta ári dvaldist hér á landi dr. Páll S. Árdal prófessor í heimspeki við Queen’s University í Kingston, Ontario, í Kan- ada. Páll er víðfrægastur íslenskra heimspekinga á 20. öld og almennt álitinn í hópi fremstu fræðimanna ver- aldar sem um heimspeki Skotans David Hume fjalla. Meðan Páll stóð hér við flutti hann fyrirlestur um refsingar við Háskólann og annan um siðferðileg álitaefni tengd læknisstarfi við Landspít- alann, og endurtók síðan þessa lestra á Akureyri milli jóla og nýárs. Þar hittu fulltrúar Helgar-Tímans hann að máli og spjölluðu við hann um einkahagi hans, fræðistörf og sjónarmið í heimspeki. „Ég er fæddur á Akureyri árið 1924“ hefur Páli S. Árdal mál sitt. „Foreldrar mínir voru Steinþór Árdal og Hallfríður Hannesdóttir. Þegar ég fæddist var líka á lífi nafni minn Páll J. Árdal, sá þjóðkunni rithöfundur og kennari. Ég bjó á Akureyri í fimm ár, en árið 1931 neyddi kreppan forcldra mína til að taka sig upp og flytjast til Siglufjarðar í atvinnuleit. Ég gekk í barnaskóla á Siglufirði en á tólfta ári veiktist ég alvarlega og var sjúklingur í tvö ár. í sex mánuði lá ég alveg rúmfastur og var síðan í meira en ár á Kristneshæli. Af þessum sökum varð ég að lesa skólabæk- urnar heima og tók aldrei fullnaðarpróf úr barnaskóla heldur fór beint í gagn- fræðaskólann á Akureyri þegar við fluttum þangað aftur. Leiðin lá síðan í Menntaskólann og þaðan varð ég stúd- ent lýðveldisárið 1944.“ „Gott af þvi að lesa svolitla heimspeki” Styrjöldin hefur þá komið í veg fyrir að þú færir strax utan til náms? „Já, ég komst ekki og hafði þó fengið styrk til að nema latínu erlendis. Svo heppilega vildi til að það vantaði mann til að kenna ensku og svolítið í íslensku við gagnfræðadeild Menntaskólans og ég fékk það starf veturinn 1944-45. Um haustið gat ég síðan siglt til Edinborgar þar sem ég lagði stund á nám í ýmsum greinum, svo sem frönsku og latínu. Einhvcrn veginn fór það nú samt svo að ég missti áhuga á þessu og háskólanámið hætti að höfða til mín. í upphafi þriðja námsvetursins, þá var ég kvæntur og kominn með barn, var mérsagt að til að geta fengið prófgráðu frá skólanum yrði ég fyrst að ljúka námi í heimspeki sem væri skyldufag við skólann og vóg jafn þungt og aðrar námsgreinar mínar. Mér þótti þetta mikil skerðing á réttindum mínum sem frjálsrar manneskju og varð svo vondur að ég skundaði á fund dei' larforsetans í húmanískum fræðum og rótmælti í eigin persónu. Ég man þennan fund okkar enn vel; karlinn sat þarna við skrifborð sitt og tottaði langa reykjarpípu. Ró hans varð ekki raskað þótt ég þusaði þarna yfir honum að ég kysi fremur að taka eitthvert fag sem væri praktískara en heimspeki, enda ætlaði ég að sinna kennslustörfum er heim kæmi. Ég stakk upp á sálarfræði eða þjóðfélagsfræði, en sá gamli sagði bara: „Þú hefur gott af því að lesa svolitla heimspeki." Og þar við sat. Ég varð að lesa heimspekina til að geta lokið prófum. En þegar ég fór að lesa hana þá opnaðist fyrir mér algjörlega nýr heimur og í fyrsta sinn frá því ég hóf háskólanám fannst mér ég vera að lesa eitthvað sem væri verulega skemmtilegt. Ég gat hreinlega ekki lagt frá mér námsbækurnar, áhuginn var svo mikill. Kynnin af heimspekinni þennan vetur urðu svo til þess að ég ákvað að leggja hana fyrir mig og halda áfram námi. Ég vissi vel að atvinnuhorfur heima fyrir heimspekinga voru engar en það skipti mig engu máli.“ Hughyggjurök Berk- eleys heillandi Hvað var það sem heillaði þig svona mikið í heimspekinni? „Það sem fyrst kveikti með mér áhuga á heimspeki voru kenningar Berkeley biskups, ensks heimspekings á 17. öld, sem hélt fram hughyggjusjónarmiðum. Ég sá ekkert athugavert við röksemdar- færslu hans en trúði ekki einu orði af niðurstöðunum. Þær sýndust mér rangar, en rökin samt sannfærandi. Bcrkeley hélt því fram að tilvera hluta fælist í því að þeir væru skynjaðir. Sú spurning vaknaði þá hvort hlutir væru til ef enginn skynjaði þá. Berkeley svaraði því til að tilveran væri hugmynd í huga Drottins. Ég má til með að skjóta því hér inn að ég hef sjálfur aldrei verið mikill Drottinstrúarmaður og þegar ég var scndur í Sunnudagaskóla trúboðans Gooks á Akureyri á æskuárum mínum og hann fór að segja okkur frá kraftaverkunum þá neitaði ég að halda áfram í skólanum og sagði foreldrum mínum að þangað færi ég ekki aftur. Og við það urðu þau að sætta sig. Það sem heillaði mig hjá Berkeley var það hve sterk rök virtist unnt að færa fyrir því að heimurinn væri allt öðru vísi en maður gerir venjulega ráð fyrir að hann sé. Og svo þegar ég hélt áfram lestri heimspekirita þá beindist athyglin að öðrum heimspekingum og öðrum ráðgátum heimspekinnar eins og gengur. En eini heimspekingurinn sem ég las þennan vetur og engan áhuga vakti með mér var David Hume. Hann fannst mér algerlega fánýtur. Seinna átti Hume þó eftir að verða höfuðviðfangsefni mitt í heimspeki.“ Verðlaunaður í Edinborg Eftir þetta komstu heim og kenndir við Menntaskólann á Akureyri. „Já, fjárhagur minn var slæmur um þessar mundir og ég varð að fara heim og afla fjár. Ég kenndi við Menntaskól- ann á Akureyri tvo vetur, 1949-1951, og var þá svo heppinn að hljóta styrk úr sjóði Hannesar Árnasonar prestaskóla- kennara til að fara utan á ný. Ég hafði lokið MA-Ordinary prófi 1949, en langaði að klára MA-Honours próf í heimspeki. Það varð svo úr að ég fór aftur til Edinborgar með góðum styrk konu minnar og þarna kláraði ég prófið með first class einkunn. í framhaldi af því veitti Edinborgarháskóli mér styrk til frekara náms, og verðlaun fékk ég fyrir ritgerð um siðfræði. Ég hafði fyrst í huga að skrifa doktorsritgcrð um heimspekinginn Santyana og bera kenningar hans saman við hugmyndir Humes. En ég áttaði mig á því þegar á verkið leið að hugmynd mín að verkinu var á misskilningi byggð og ég hafði ekki nógan áhuga á Santyana til að eyða miklum tíma í hann. Þá var Hume eftir og það varð úr að ég fór að lesa verk hans. Ný uppgötvun í Humefræðum Við þennan lestur uppgötvaði ég að önnur bókin af þremur í Ritgerð um manneðlið sem Hume gaf út 1739-40 var mjög vanmetin af öilum sem um hann skrifuðu. Menn sögðu að önnur bókin sem fjallar um ástríður mannsins eða tilfinningalíf og kalla má sálarfræði hefði enga þýðingu til skilnings á öðrum atriðum í kenningum Hume, þetta væri bara úrelt sálarfræði sem væri einskis virði lengur. Smám saman áttaði ég mig á því að unnt er að líta á siðfræðilegar kenningar Humes frá öðrum sjónarhól en gert hafði verið. Margir þeirra sem skrifuðu um siðfræði Humes vitnuðu bæði í aðra bók Ritgerðarinnar og í bók scm Hume sendi frá sér 1757 og heitir Rannsókn á siðgæðislögmálum. Ég taldi vinnubrögð af þessu tagi óréttlætanleg því Hume hafði skrifað seinna ritið fyrir aðra lesendur og í því skyni að afla sér vinsælda. Fyrra ritið var aftur á móti skrifað þegar Hume var mjög ungur, innan við þrítugt, og altekinn þeirri hugmynd að hann væri að gera alveg nýja heimspekilega uppgötvun, að gjör- bylta allri heimspekilegri hugsun. Hon- um fannst Ritgerðinni ekki nógu vel tekið af ritdómurum og skrifaði því annað verk þar sem hann reyndi að færa meira í stílinn til að það yrði aðgengi- legra. En þegar verið er að ræða um kenningar manns eins og Humes er að mínu mati ekki réttmætt að vitna í skrif hans frá ólíkum tímum og gera úr því eina kenningu. Við fáum ekki með þeim hætti hugmynd um það hvað hann hugsaði þegar hann skrifaði hvort verkið fyrir sig og hvað ólíkt er með þessum verkum.“ Lektor í heimspeki í Edinborg Ég veit að þessi uppgötvun þín er almennt talin meiriháttar framlag til rannsókna á hugmyndum Humes. Þér voruð boðin frekari störf við Edinborg- arháskóla um þetta leyti? „I ársbyrjun 1955 var mér boðin staða aðstoðarkennara við skólann. Þetta var starf sem hægt var að gegna minnst í þrjú ár og mesti í fimm ár. Þetta boð kom löngu áður en ég lauk doktorsrit- gerð minni um Hume.“ Er það ekki óvanalegt að verða slíks heiðurs aðnjótandi? „Það er kannski ekki eins merkilegt og það þætti núna. í breskum háskólum er mest lagt upp úr fyrsta prófi, minna upp úr framhaldsprófum, og ég hafði lokið mjög góðum prófum áður en ég hóf doktorsnám. Kennarar mínir virtust að auki hafa mikla trú á hæfileikum mínum. Svo kom að því að ég fór að hugsa til þess að fá framtíðarstarf. Átti ég að halda áfram að sinna heimspeki eða fara heim og hefja kennslu þar. Áhugi minn á heimspekinni var brennandi og með styrk konu minnar tók ég veigamestu ákvörðun á lífsferli mínum, þá ákvörðun að halda áfram. Ég var líka farinn að sjá að ég hafði eitthvað að segja, eitthvað nýstárlegt til málanna að leggja í umræðu heimspekinga og það hvatti mig áfram. Ég sótti um störf víða um heim, í Kuala Lumpur, á Ceylon, í Hong Kong og víðar, sama hvar niður bæri, ég vildi umfram allt fá að sinna heimspekirann- sóknum. En um þetta leyti var það ekki auðhlaupið að fá starf við heimspeki- kennslu. Þá vildi mér til það happ að staða lektors í heimspeki við Edinborg- arskóla losnaði skyndilega og mér var hún boðin. Ég fékk semsagt fasta kennarastöðu áður en ég hafði lokið doktorsritgerðinni. Þetta varárið 1958.“ Hvenær laukstu svo ritgerðinni? „Ég lauk henni þremur árum seinna, árið 1961. Edinburgh University Press vildi þá strax gefa hana út. Mér þótti ritgerðin hins vegar ekki nándar nærri góð til að koma út í bókarformi og synjaði beiðninni. Eftir á að hyggja sé ég að þar var ég heppinn því mér gafst nú tækifæri til að endurskoða ýmsar hugmyndir hennar og skrifa sérstaka bók Passion and Value in Hume's Treatise (Ástríður og verðmæti í Ritgerð Humes) og kom hún út árið 1966. Þessi bók fékk mjög góða dóma og vakti mikla athygli. Hún var ritdæmd í öllum helstu fræðiritum um heimspeki og ekki bara í engilsaxneska heiminum. Fyrsti ritdóm- urinn birtist t.d. í frönsku tímariti. Enginn reynt að hrekja kenninguna Mér er óhætt að segja að eftir að þessi bók mín birtist og menn fóru að lesa hana hafi enginn komið fram með þá hugmynd á ný að önnur bókin af þremur í Ritgerðinni um manneðlið sé þýðingar- lítil eða þýðingarlaus til skilnings á öðrum atriðum í kenningum Humes. Þótt menn séu ekki sammála mér um ýmis smáatriði í röksemdarfærslu minni hefur enginn reynt að sýna fram á að ég hafi rangt fyrir mér í meginatriðum. Ég er frekar hreykinn af því að sú skoðun sem ég rökstuddi í bókinni að siðfræði Humes sé reist á sálarfræði hans, kenning hans um siðgæði reist á kenningunni um tilfinningalífið, hefur verið samþykkt af mönnum sem eru velmetnir heimspekingar, mönnum eins og Terence Penelhum og Donald David- son. Davidson hefur skrifað ritgerð um kenningar Humes um stolt eða hreykni og kemur þar orðum að sömu hugmynd og ég hafði. Aftur á móti vitnaði hann ekki til bókar minnar og hafði ekki lesið hana fyrr en ég sendi honum hana í framhaldi af ritgerðinni. Hann hefur síðar vitnað til hennar og sagt að þegar hann skrifaði greinina um Hume hafi hann ekki lesið „Árdal’s excellent book“. Það er náttúrlega viðurkenning sem maður getur verið hreykinn af, enda er Davidson einhver þekktasti heim- spekingur í Bandaríkjunum. Það er meira virði að fá hrós frá mönnum sem hafa góða dómgreind heldur en að hljóta einhverja almenna viðurkenningu fyrir verk sín.“ Flew skarpur heimspekingur en brokkgengur Ég minnist þess að hafa heyrt breska heimspekinginn Anthony Flew Ijúka lofsyrði á bók þína þegar hann flutti fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki í Reykjavík fyrir nokkrum árum. „Jæja gerði hann það. Við erum góðir kunningjar og áttum í miklum bréfa- skriftum eftir að ég sendi frá mér bókina. Hann sendi mér ritdóm sinn áður en hann var birtur og ég skrifaði honum svarbréf þar sem ég þykktist við ýmsu sem hann sagði og áleit auðvelt að hrekja gagnrýni hans. Flew svaraði og sagði að óskaplega gæti það verið erfitt fyrir heimspekinga að skilja hverja aðra. Hann taldi sig hafa gert mjög skýra grein fyrir því að hann teldi bókina mjög góða. Hann taldi mig hafa misskilið sig þegar hann hafði skrifað að bókin væri „considerable" framlag til Humefræða, ég hafði talið fremur átt við stærð bókarinnar en inntakið. Flew hefur einnig skrifað ritdóm um ritgerð eftir mig, fyrirlestur sem ég flutti í Edinborg á 200. ártíð Humes. Hann lauk miklu lofsorði á þá ritgerð. Ég hef mikið álit á Flew, hann er skarpur maður en svolítið brokkgengur og fljótfær. En ég vil ekki segja neitt til að hallmæla honum, allra síst ef hann er að hæla mér! Enda engin ástæða til þess. Við Flew erum báðir félagar í alþjóðlegum samtökum sem nefnast The Hume Society og heldur árlega ráðstefnur. í fyrra vorum við í Dyflinni og árið 1984 er fyrirhugað að þing okkar verði í Reykjavík.“ ■ Páll S. Árdal prófessor í hcimspeki við Queen’a University í Kingston, Ontario, í Kanada. Tímamynd: Ella Prófessor i Kanada Hvernig bar það til að þú verður prófessor í Kanada? „Ég hafði verið gistiprófessor í Banda- ríkjunum og árið 1966 varð ég gistipróf- essor við Háskólann í Toronto. Meðan ég dvaldist þar fór ég til Kingston í Ontario og hélt fyrirlestur við Queen’s Univertsity þar sem einn af fyrrverandi nemendum mínum var kennari. Mér var borðið starf við skólann eftir fyrirlestur- inn en ég hafði ekki hrifist mjög af Kanada við dvölina í Toronto og hafnaði boðinu. Þeir héldu hins vegar áfram að bjóða mér starf þar næstu tvö árin, og jafnframt fékk ég tilboð frá Háskólanum í Alberta í Bandaríkjunum um að gerast deildarforseti heimspekideildar þar. Þannig átti að leysa illvígar deilur sem þar geisuðu milli manna með því að fá utanaðkomandi mann til starfa. Ég hafði hins vegar ekki áhuga á því að starfa að því að sætta óvini og vildi sinna heimspeki áfram og synjaði því boðinu. Aftur á móti var tilboðið frá Queen’s. freistandi enda launin tvisvar sinnum hærri en í Edinborg. Það varð svo úr að ég tók þá ákvörðun sem ég held að sé sú önnur veigamesta í lífi mínu og hélt til Kanada sem prófessor í heimspeki árið 1969. í fyrra var mér síðan sýndur sá einstaki sómi að vera skipaður í heiðursprófessors embætti við háskól- ann. þ.e. Cbarlton Professor of Philo- sophy. Er heimspekideildin í Queen's Uni- versity fjölmcnn? „Við háskólann sjálfan eru um 10 þúsund stúdentar. í heimspekideildinni eru 11 kennarar og um 20 stúdentar í framhaldsnámi til meistaraprófs eða doktorsprófs. Aftur á móti sækir stór hópur stúdenta ýmis námskeið í heim- eiga að ir” segir Páll S. Ardal, Queen’s í Kanada speki sem við stöndum fyrir enda þótt heimspeki sé ekki aðalnámsgrein þeirra. Queen’s University er þriðji elsti háskóli Kanada, góð og virðuleg mennta- stofnun. Aðgangur stúdenta hefur verið takmarkaður og þess vegna eru þar ein- göngu mjög gáfaðir stúdentar. Við veljum inn í skólann og á hverju. ári er fjölda manns neitað um inngöngu.” Eru samningar loforð? Urðu Humefræði áfram höfuðvið- fangsefni þitt eftir að þú fluttist vestur? „Nei, ég kenni raunar aðeins eitt námskeið um hugmyndir Humes. Það sem ég hef einkum verið að sinna á undanförnum árum tengist honum ekkert. Sem dæmi um það sem ég hef verið að gera get ég nefnt að á síðasta ári var ég í vinnuhóp fyrir Institute of Ethics and Human Values við háskólann í London í Kanada. Þar var fjallað um heimspekilegan grundvöll samnings- laga. Ég hef skrifað margar greinar um loforð en á því sviði er til mjög vinsæl kenning, sem almennt er talin réttlætan- leg, en hún gengur út á það að skilgreina lagalega samninga (á ensku contracts) sem ákveðna tegund af loforðum. Ég er andvígur þessu sjónarmiði og ef ég fæ frí frá kennslu næsta vetur þá ætla ég að skrifa bók um þetta efni sem mun heita Promises, Contraets and Conventions. Þeir sem reyna að verja hina viðteknu kenningu verða að mínu mati að teygja loforðshugtakið svo mjög að það breytist og verður allt annað en hið venjulega loforðshugtak. Þetta álít ég villandi og til þess fallið að skapa glundroða í hugsun. A að halda lífi i sjúku fólki meðan það er tæknilega mögulegt? Þú hefur líka sinnt mikið siðferði- legum álitaefnum sem upp koma í læknisstarfi. . Já í því sambandi kvikna margvísleg vandamál, sem t.d. tengjast því að nú er unnt að halda lífi í fólki miklu lengur en áður og tilhneigingin til að nota nýja tækni í þessu skyni er afar mikil. En það liggur ekkert í augum uppi að það sem unnt er að gera verði að gera. Sumir læknar telja sig bera skyldu til að halda lífi í fólki sem lengst og nota nýjustu tækniuppgötvanir í því skyni. Ég cr aftur á móti ekki viss um að það sjónarmið sé rétt. Læknar hafa líka því hlutverki að gegna að draga úr þjáning- um, og ef það eina sem unnt er að gera er að lengja dauðastríð manna, þá finnst mér þessi beiting tækninnar orðin ákaf- lega vafasöm. Ég veit að margir læknar eru mjög áhyggjufullir út af þessu. í námskeiðum mínum í Queen’s um þetta efni beini ég hins vegar athyglinni einkum að siðgæðishugmyndum sem fram koma við venjulegar aðstæður. Ég tala ekki mikið um það hvort réttlætan- legt sé að búa til börn í tilraunaglösum o.s.frv. Ég tala mikið um hluti eins og fóstureyðingar, hvort læknar eigi að segja sjúklingum sannleikann um heilsu- far þeirra o.s.frv. M.ö.o. álitaefni sem ekki tengjast tæknilegum vandamálum.” Heimspekingar leysa ekki siðferði- leg vandamál „Ég minnist þess að norski heimspek- ingurinn Dagfinn Föllesdal sagði í erindi sem hann hélt í Norræna húsinu um siðferðileg efni tengd erfðaverkfræði að það væri ekki hlutverk heimspekilegrar siðfræði að leysa siðferðileg vandamál heldur að benda á hvernig unnt væri að ræða þau á skynsamlegan hátt. Geturðu fallist á þetta? „Já, ég er þessari skoðun hlynntur. Það er mikill misskilningur að heimspek- ingar hafi svör við alls konar vandamál- um á reiðum höndum. Sumir samstarfs- manna eru “ekki alltof hrifnir af því hvernig ég kynni heimspekina fyrir nemendum mínum. Égsegi stundum við þá: Það er ekkert fag til sem heitir heimspeki. Það er að vísu til heimspeki- saga, saga þeirra verka sem kölluð hafa verið heimspeki s.l. 2500 ár, en sú grein er sagnfræði. Heimspekileg vandamál kvikna í sambandi við ýmislegt í mannlegri iðju og mannlegri þekkingu, það er þegar við reynum að skilja hvað þekking er og hvers eðlis verðmæti séu o.s.frv. Þetta eru ráðgátur sem allir menn hugsa einhvern tímann um hvort sem þeir eru heimspekingar eða ekki. Eins og ég sagði í fyrirlestrinum sem ég flutti í Menntaskólanum á Akureyri nú á dögunum: Eini munurinn á okkur sem erum atvinnuheimspckingar og ykkur er sá að okkur er borgað fyrir að hugsa heimspekilega, en amatörum er ekki borgað fyrir það. Afstaða mín til heimspeki kemur einnig fram í því viðhorfi að heimspek- ingar eigi að reyna að standa vörð um hinn gagnrýna anda, að viðhalda gagn- rýni á menningararfleifð okkar. Á ensku mundi ég tala um að „preserve the critical spirit of the culture.” Heimspek- ingar eiga alltaf að vera reiðubúnir að spyrja spurninga og spyrja lengur og áleitnar en menn gera yfirleitt. Háfleyg orð ekki endilega djúp speki Nú cr viðhorf manna til hcimspeki í hinum engilsaxneska og norræna heimi talsvert frábrugðið því sem tíðkast á meginlandi Evrópu, ekki satt? „Eg held að ég kjósi að segja ekki mikið um þetta efni. Bæði er að ég er ekki vel lesinn í lykilritum meginlands- heimspekinnar og eins hitt að ég cr ckki fyllilega sannfærður um að þessi munur sé eins mikill og stundum er haldiö fram. Meginlandsheimspekingar líta kannski svolítið öðrum augum á hlutina og bcita öðrum stíl. Að mínum dómi lcggja þcir ekki nógu mikið upp úr því sem cg tel mjög þýðingarmikið, það er að setja hugsun sína fram skýrt og skilmerkilcga og nákvæmlega. Það er svo sem allt í lagi að setja fram fullyrðingar eins og „menn eru dæmdir til að vera frjálsir”; sem sumuni finnst voðalega djúp spcki, en oft reynast þetta aðeins hálfsannindi. Það er kannski talsvert til í þessu en menn mega ekki láta það villa sér sýn að slík speki er sett fram með háfleygu orðalagi, spekin verður ekkert dýpri fyrir það. Eins og ég nefndi í lestri mínum á sjúkrahúsinu á Akureyri þá cr mér sagt að menn búist við því að heimspekingar séu óskaplega háfleygir, en ég held að þeir eigi ekki að vera háfleygir; þeir eiga að vera lágfleygir. Ég er rökgrein- ingarheimspekingur Er ekki rétt að segja að vinnubrögö þín og sjónarmið í heimspeki séu í anda þess sem kallað hefur verið rökgreining- arheimspeki? „Alveg rétt, gjörsamlega rétt. Flestir heimspekingar eru á móti því að þeir séu settir í flokka, þeir vilja líta á sig sem einstaklinga og einstæða hugsuði. En þetta er alveg rétt, ég er heimspekingur sem nota heimspekistíl sem mundi vera kallaður rökgreiningarheimspeki eða „analytical philosphy”. Stundum hafa menn reyndar verið að ásaka mig fyrir að það sem ég sé að segja sé ekki heimspeki, það sé málvísindi, félags- fræði eða eitthvað enn annað. Þá svara ég. Mér er alvcg sama. Ef spurningin sem ég er að spyrja er þess virði að reyna að fá svar við henni og ef ég með mjnum aðferðum get gefið betra svar við spurningunni en menn með annars konar menntun þá er þar með fengin réttlæting fyrir því að ég beini athyglinni að þessari spurningu. Hvort menn kalla það sem ég geri heimspeki eða eitthvað annað skiptir á endanum engu máli. Frumsamin heimspekibók á íslensku Þú hefur nýlega sent frá þér fruni- samda heimspekibók á íslensku Siðferði og mannlegt eðli heitir hún og kom út hjá forlagi Bókmcnntafélagsins. Hvernig varð þessi bók til? „Bókin er að stofni til Hannesar Árnasonar fyrirlestrar sem ég flutti í Ríkisútvarparpið árið 1975 og hugðist gefa út í bókarformi. Þorsteinn Gylfa- son, lektor í heimspeki, las lestrana yfir mjög vandlega og kvaðst vera óánægður mcð upphaf og niðurlag þeirrar bókar og gerði auk þess margar aðrar þarflegar ábcndingar. Ég settist því niður og hugsaði um það hvernig ég gæti gert bókina svo úr garði að menn sem hafa góða krítíska hæfileika eins og Þorsteinn yrðu svolítið ánægðari. Þá datt mér í hug að nota fyrstu ritgerð mína í Skírni „Merking matsorða og hlutverk sið- fræðinga” enda tel ég að komiö hafi í ljós að það sem ég segi í þessari ritgerð liafi síðar reynst rétt viðhorf til þess hvað siðfræði eiginlega er. Það varð svo úr að ég óf efni úr þessari ritgerð saman við fyrirlestrana og bókin varð svo til í náinni samvinnu við Þorstein Gylfason sem er ritstjóri þessa nýja bókaflokks Islcnsk heimspeki sem Dók mín er gefin út í. Þroskuð umræða um heimspeki Þú hefur tekið þátt í samræðum um heimspcki við lærða og leika hér á landi. Við eigum ekki langa heimspekihefð eins og margar nágrannaþjóðir okkar. En hvað finnst þér um stöðu heimspeki á íslandi eftir þessa viðkynningu? „Ég dáist mjög að því hve umræðan á þessum fundum sem ég hef sótt er þroskuð og yfirveguð,. og spurningar manna og ábendingar og aðfinnslur við hugmyndir mínar hafa komið mér ánægjulega á óvart. Fundir um heim- speki með leikmönnum hér á íslandi eru í mörgum tilvikum betri og spurningarn- ar oft merkilegri en á lærðum málstofum með heimspekingum erlendis. Ég held líka að kennsla í heimspeki hér við Háskólann sé í mjög góðum höndum og þar hafi hver hinna fjögurra föstu kennara sitt sérstaka fram að leggja sem þýðingarmikið er.“ GM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.