Tíminn - 09.01.1983, Blaðsíða 8
8
SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983
Wmiín
Útgelandi: Framsóknarllokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skritstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Atgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarlulltrúi: Oddur
V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrimsson og Atli Magnússon.
Umsi'ónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni
Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir:
Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir,
María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar:
Siðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392.
Verð í lausasölu 11.00, en 125.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 150.00.
Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
•
Davíð hækkar
fasteigna-
gjöldin um 60%
■ Viö afgreiðslu á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í borgar-
stjórninni s.l. fimmtudag koni tvískinnungur sjálfstæðismanna að
því er varðar fasteignaskattinn berlega í Ijós. Eftir að hafa lagt á
það áherslu fyrir kosningar að það yrði að lækka fasteignaskatta
í borginni, stendur Davíð Oddsson, borgarstjóri, og samstarfs-
menn hans að því að hækka fasteignaskatta á milli ára um 60%,
eða jafn mikið og milli næstu ára á undan, sem sjálfstæðismenn
höfðu fordæmt sein harðast á sínum tíma. Þannig sjá menn strax
á fyrsta valdaári Sjálfstæðismeirihlutans mismuninn á orðum og
gerðum.
í umræðunum um fjárhagsáætlunina minnti Kristján Benedikts-
son, borgarfulltrúi, á að framsóknarmenn hefðu lagt til við fyrri
umræðuna að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði yrði lækkaður um
20%, en meirihluti Davíðs viidi ekki styðja þá sanngirnistillögu.
Kristján Benediktsson sagði m.a. í ræðu sinni um fasteigna-
gjöldin:
„Hin gífurlega hækkun fasteignamatsins, 78% frá fyrra ári,
gerir það að verkum, þrátt fyrir þá 15,8% lækkun sem samþykkt
var á síðasta fundi, að fasteignaskatturinn hækkar um 60% milli
ára, eða jafn mikið og milli næstu ára á undan. Þá hækkun
fordæmdu sjálfstæðismenn harðlega hér í borgarstjórn á sínum
tíma og töldu það bera vott um að þáverandi meirihluti vildi koma
öllum Reykvíkingum í leiguhúsnæði. Talsmaður þeirra þá,
núverandi borgarstjóri, fór mörgum orðum um þá ógn og
skelfingu, sem svo hár fasteignaskattur mundi leiða yfir
borgarbúa". Nú standa þessir sömu menn að jafn mikilli hækkun
milli ára og þeir fordæmdu svo ákaft áður.
Kristján Benediktsson benti á það í umræðunum, að
fjárveitingar í fjárhagsáætlun Reykjavíkur til framkvæmda
endurspeglaði viðhorf ríkjandi meirihluta, og að í þeim efnunu
hafi nú orðið mikil breyting á fjárhagsáætluninni.
„Minni áhersla er nú á hinum félagslegu þáttum og ýmsu sem
lýtur að menningarstarfsemi. Þannig á að setja Borgarbókasafnið
í fjársvelti. Þar verður lítið keypt af nýjum bókum á árinu 1983.
Framlag til stofnana í þágu aldraðra, sem í upphafi hafði þá
viðmiðun að vera ekki lægra en 7.5% nettó útsvarstekna, er sett
niður í 2,7%.
Framlag til bygginga fyrir aldraða var ríflegt öll árin í tíð
fyrrvcrandi meirihluta, enda risu þá margar byggingar ætlaðar
öldruðu t'ólki, bæði íbúðir og vistheimili. Nú eru aðrir við
stjórnvölínn, sem telja önnur verkefni brýnni. Þannig kveður
meirihlutinn ár aldraðra.
Ekki ber á því að létta eigi gjöldum af borgarbúum þrátt fyrir
fjálglegar yfirlýsingar þar um fyrir kosningarnar' s.l. vor. Allir
gjaldstofnar utan tveir eru nýttir til fulls. Enda hækkar þessi
fjárhagsáætlun meira en dæmi finnast um áður - 83% frá síðustu
áætlun.
Flestir tekjupóstarnir hækka hrikalega milli áætlana, sem að
sjálfsögðu er hin rétta viðmiðun en ekki endanleg útkoma. Þessi
áætlun á vitanlega eftir að taka breytingum líka áður en árið er
úti".
I bókun, sem borgarfulltrúar Framsóknarflokksins lögðu fram
á fundinum, var m.a. bent á, að ýmis þjónustugjöld borgarinnar
eru hækkuð stórlega, jafnvel svo nemur mörg hundruð prósentum.
„Þá er nú í upphafi árs ætlunin að hækka mjög mikið gjaldskrár
rafmagnsveitu og hitaveitu og fargjöld strætisvagna. Jafnan áður
hefur verið leitast við að dreifa slíkum hækkunum en taka þær
ekki í allt of stórum stökkum. Meginbreytingin sem felst í þessari
áætlun er þó sú, að hlutfallslega minna fjármagni á nú að verja
til ýmissa félagslegra þátta. Bitnar þetta einkum á framkvæmdum
við stofnanir fyrir yngstu og elstu borgarana".
Þá er í bókun borgarfulltrúa Framsóknarflokksins bent á, að
nú eigi að taka upp þá reglu, að „þeir einir eigi kost á lóð á
kjörtímabilinu, sem geta og vilja greiða gatnagerðargjaldið
tveimur til þremur árum fyrirfram og lána borgarsjóði þá peninga.
Þannig eiga peningarnir að vera skömmtunarstjóri þegar um lóðir
er að ræða". ESJ.
é
horft T strauminn
Þúsundföld og
ósæmileg sóun
■ Við heyrum stundum talað um Hið opinbera rétt eins og
það sé ákveðin persóna, stofnun eða fyrirtæki. En eiginlega
liggur næst að kalla það höfuðskepnu eða drottin. En nánari
skilgreining er líklega sú að það sé samnefnari ríkis, bæjar-
og sveitarfélaga - eins konar krabbi með ótal örmum, sem
seilast í okkur til góðs eða ills eftir atvikum. Sumir kalla þessa
skepnu líka Kerfið, og er mörg hrakfallasagan sögð af
manneskjunni í eilífu stríði við það. Það er galdralist nýs tíma
að kunna á kerfið og þykir ekki ónýtt.
En þótt við tölum um Hið opinbera eða Kerfið sem
samnefnara verðúm við þess oft vör að það er furðulega
sundur flakandi og sjálfu sér ósamþykkt. Limir þess dansa
ekki eftir einu höfði, og samvinna og samstarf er þar undarlega
fjarri, þótt slíkt sé sífelldlega haft á orði.
Sveitarfélögin
Lítum til að mynda á bæjar- og sveitarfélög landsins. Þetta
eru cinhverjar mikilvægustu stofnanir samfélagsins og oftast
sá hluti Hins opinbera sem stendur fólki næst, enda eru þau
eða ættu ekki að vcra annað en við sjálf í öðru veldi.
Sveitarfélögin lúta ákveðnum lögum og reglum, þau hafa alls
konar sambönd og félagsskap með sér, sýslufélög, fjórðungs-
sambönd og landssamband. Þannig eiga þau að styðja hvert
annað til hagræðingar og samræmingar. Þau halda fundi og
þing til framdráttar þessu málefni og öðrum.
Starfsemi, rekstur og þjónusta sveitarfélaga kostar sitt, og
það fé veröur fólk að leggja fram og því cr jafnað niður „eftir
efnum og ástæðum". Sumir eru auðvitað ekki fullsáttir við
réttlætið scm þar ríkir. En látum svo vera. Sparsemi og hagsýn
nýting þessa sameiginlcga sjóðs þykir höfuðprýði hverrar
bæjar- og sveitarstjórnar, enda gerir hún borgurunum skilvísa
grein fyrir hvcrjum eyri að árslokum.
Innheimta framlaganna Irá borgurum í sveitarsjóðina
gengur stunduin heldur treglega. Ekki grciðist allt á réttum
gjalddögum og á sér ýmsar skýringar. Auðvitað verða
sveitarfélögin að ganga hart eftir sínu og beita tiltækum
ráðum. Og nú skulum við líta sem snöggiast á þessi
innheimtuúrræði. Að því er virðist þykja áminningar og
hótanir drýgstar til árangurs og besti boðberinn er augsýnilega
talinn ríkisútvarpið. Og þar gefst á að hlýða.
Áminninga- og hótanaflóð
Undir miðbik hvcrs einasta mánaðar ársins taka að dynja
á hlustendum tilkynningar frá sveitar- og bæjarfélögum
landsins, áminningar um gjalddaga og eindaga útsvara.
hótanir um dráttarvexti og gjaldfall framtíðarskulda. Ýmsa
daga eru slíkar tilkynningar tugir eða hundruð. Hvert
sveitarfélag þarf að senda sína tilkynningu, þótt hún sé alveg
eins og allra hinna, minni á hið sama. hóti hinu sama á sama
gjalddaga sams konar skulda - útsvaranna.
Þegar leið að áramótum margfaldaðist þetta áminninga-
og hótanaflóð. Daginn fyrir gamlársdag byrjaði ég einhvern
tíma að telja en týndi tölunni þegar ég var kominn í rúmlega
fimmtíu. Ég er viss um að þann dag voru tuggur á annað
hundrað að minnsta kosti. Það var eins og hver einasti bær
og hreppur landsins þyrfti að segja þetta sama, hver á eftir
öðrum. og sumir oftar en einu sinni. Manni hlaut að detta í
hug sagan af sandinum á Kleppi. Þarna voru aumingja þulirnir
alltaf að bera upp sama sandinn og hella honum yfir hausamót
okkar hlustenda. Og þannig hafði það raunar gengið með
litlum hvíldum allt árið.
Ódýrari aðferðir?
'Undir slíkum lestri vakna ýmsar spurningar. Hvað skyldu
þessar innheimtutilkynningar bæjar- og sveitarfélaga í
útvarpinu vera margar á einu ári? Hvað skyldu þær kosta
sveitarfélögin og skerða útsvörin mikið? Og skyldi vera til
nokkur handhægari og ódýrari aðferð sem gerði sama gagn
eða því sem næst? Er það viðhlítandi útvarpsefni að þylja
þannig í dauf eyru hlustenda sömu tugguna þúsund sinnum?
Svörin liggja auðvitað ekki alveg á lausu, en þó mætti
nálgast þau með ýmsum ráðum á tölvuöld. Svcitarfélög„
landsins eru ekki tugir að tölu heldur hundruð. Þau mynda
landssamband sem hefur stjórn og skrifstofur. Öllum sveitar-
og bæjarfélögum landsins ætti að vera í lófa lagið - og raunar
sjálfgcfið - að hafa sömu greiðsludaga útsvara, sömu viðurlög
við vanskilum, sömu dráttarvexti, sömu hótanir til skulda
þrjóta.
Áminningum um þetta allt saman mætti koma fyrir í einni
tilkynningu, sem samband sveitarfélaganna stæði að fyrir
hönd þeirra, og léttbærara væri að hlusta á slíka tilkynningu
svo sem tíu sinnum í mánuði ef þurfa þætti í stað hundrað
eða þúsund sinnum. Ég held að slík aðferð væri alveg eins
góð eða betri.
En lítum þá á kostnaðinn. Hvað skyldu allar þessar
þúsundir auglýsinga kosta á ári? Og hvar er það fé tekið -
auðvitað af útsvörunum sjálfum. Er þetta sæmileg mcðferð á
almannafé, þegar hægt er að beita annarri aðferð jafngóðri
en margfalt ódýrari með samtökum, sem til eru?
Það væri þarflegt verk og raunar fyrsta skref til úrbóta, að
Samband íslenskra sveitarfélaga tæki sér fyrir hendur að safna
saman og reikna út hvað allar þessar auglýsingar kostuðu á
síðasta ári. Þá sæi fólk svart á hvítu hve miklu af útsvörum
þess hefur verið sóað í þennan sandburð, og það eitt yrði ef
til vill besta kvatningin til greiðslu á gjalddögum ef geta leyfir.
En niðurstaðan gæti líka orðið gild röksemd og hvatning til
þcss að taka þessi mál öðrum og skynsamlegri tökum og nýta
til þess þann samtakamátt sem til er.
Ósæmilegt
Ég vil hér með skora á sveitarstjórnarmenn og stjórnendur
Sambands ísl. sveitarfélaga að hugleiða þessi mál á nýju ári
og Ieita úrbóta. Ástæðurnar eru þessar:
Það er ósæmilegt að sóa almannafé með þessum hætti.
Það er ósæmilegt að nýta ekki samtök sín í þessu skyni.
Það er ósæmilegt að láta hlustendur ríkisútvarpsins sitja
undir þessari þúsundföldu síbylju heimskunnar daga og ár.
Dæmið sem hér hefur verið nefnt er ef til vill hatrammlegast
í auglýsingaflóði útvarpsins en jafnframt auðveldast til úrbóta.
En þar er víðar pottur brotinn, og auglýsingaóskapnaður
útvarpsins er nú orðinn svo ferlegur og yfirþyrmandi
venjulegum hlustendum að ekki er við hlítandi. Þar er brýn
þörf á betra skipulagi, skýrari reglum, meiri háttvísi við
hlustendur. Hér er ef til vill hægara um að tala en í að komast,
en nokkur viðleitni til þess að hafa meira vald á þessari
fjölmiðlaófreskju ætti ekki að saka og gæti orðið til bóta.
A.K.
Andrés
Kristjánsson
skrifar