Tíminn - 09.01.1983, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.01.1983, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 ■ Þá hefjum við elleftu kennslu- stundina í lófalestri. Þeir sem vel hafa fylgst með þessum greinum hafa eflaust getað skemmt vinum og kunningjum um hátíðarnar með því að segja þeim sitthvað um skapgerðareink’enni þeirra og framtíðarhorfur, en sá sem kann eitthvað fyrir sér í lófalestri þarf sjaldn- ast að óttast um vinsældir sínar í samkvæmum. Þó er rétt að vara fólk við því að lófalesarinn getur verið svo upptekinn allt kvöldið að hann missi af allri annarri skemmtun í samkvæminu! En nóg um það. í dag eru það ýmsar sjaldgæfari línur í lófanum sem við skoðum. Flestir hafa eina eða tvær þessara lína, en fáir hafa þær allar. Þessar línur gefa vísbendingu um ein- hverja alveg sérstaka eiginleika sem ekki geta kallast algengir. Dulræna línan er til dæmis sjaldgæf. Villast mætti á dulrænu línunni og bogalaga heilsulínu, - en heilsulínan er aldrei bogalaga. Dulræna línan, sem er á Mánafjallinu (sjá kort) er hins vegar alltaf bogalaga. Þessa línu má oftast sjá í sálrænu hendinni, sem er mjög löng og grönn, eins og við munum. Hún sýnir að eigandinn hefur dulrænar gáfur og mikið innsæi. Hann er oft skyggn og er mikill tilfinningamaður. Þessa línu er einkum að finna í lófa kvenna. Þá er það Marslínan, - einnig nefnd „innri líflínan," en það nafn bendir í senn til legu hennar og eðlis. Við rnegum ekki rugla henni saman við „áhrifalín- urnar“ sem við minntumst á í síðasta blaði, því Marslínan er miklu stærri og skýrari en þær, stundum jafn stór og glögg og líflínan sjálf. Þessi lína liggur sem sé innan við líflínuna og rennur meðfram henni og er oft tengd henni í byrjun. Marslínuna getum við séðhér á kortinu. Þessi lína styrkir og eflir líflínuna. Sé sjálf líflínan veik eða slitin, þá sýnir Marslínan að viðkomandi einstaklingur ■ Hér á kortinu má sjá þau teikn á lófanuin sein við fjöllum uni í dag. Flestir hafa eitt eða tvö þessara merkja en fæstir fleiri, því sum eru heldur sjaldgæf. Av'mboná SITTHVAÐ UM LÓFALESTUR - ELLEFTA GREIN Kappsamur í ástnm og rúmförum — Ýmis minni og sjaldgæfari tákn í lófanum eru tekin til meðferðar í dag er nógu sterkbyggður til þess að komast yfir alla sjúkdóma eða áföll. Marslínan kemur ekki í veg fyrir sjúkdóma þá sem slitin líflína sýnir að vænta megi, en hún tryggir góðan bata. Þegar Marslínan er í lófa þar sem líflínan er sterk og góð, ber hún merki um að viðkomandi er kappsamur í ástum og rúmförum, gæddur prýðis- heilsu, sést lítt fyrir í málefnum sem eiga huga hans allan og er talsverður bar- dagamaður í eðli sínu. Hrifningarákaf- inn er nógur. Þessa línu er oftast að finna í fcrstrendu eða spaðalaga hendinni. Hálsmen Venusar ci ekki neins staðar nærri Venusarfjallinu við þumalfingur- inn, eins og einhver hefði ætlað vegna nafnsins. Þetta er hálfhringlaga lína sem sem lykst utan um Satúrnusarfjallið og Sólarfjallið. Oft er línan mjög slitin, eða þá skýr í aðeins annarri hendi en slitrótt í hinni. Sjá mynd. Á fyrri tíð var sagt um þá sem þessa línu höfðu að þeir byggju yfir ýmsum óskemmtilegum eiginleikum. En þeir öfgafullu spádómar sem margir hafa lesið úr þessu merki eru sjaldnast réttir. Nú munu flestir lófalesarar geta fallist á að þeim sem hefur þetta merki sé best lýst með því að kalla þetta merki mikilla geðbrigða. Viðkomandi er eirðarlítill, mjög taugastrekktur, listrænn í eðli og kann vel að meta skemmtanir. Honum er hætt við svartsýnisköstum. Sé línan veikari í hægri hendi en þeirri vinstri hefur manneskjan þó aó miklu leyti sigrast á þessum þáttum. Drykkjulínan (Via Lasciva) er enn ein línan sem er sjaldgæf. Eins og naínið. bendir til þá var hún á fyrri tíð talin vera mjög vont merki. Hún hefur mismunandi legu í lófanum. Stundum myndar hún hálfhring sem tengir Venus- arfjallið og Mánafjallið. Stundum renn- ur hún beint frá neðsta hluta Mánafjalls- ins og í átt niður að úlfnliðnum. (Sjá kortið). Fólkið sem hefur þessa línu býr yfir svo mikilli orku að það á í erfiðleikum með að nota hana alla. Þar af sprettur tilhneiging til þess að sóa henni í drykkju, eiturlyfjaát og fleiri slæma lesti. En þctta er aðeins tilhneiging, sem ekki þarf að koma fram í líferni manna. Þessu fólki skyldi ráðleggja að nota orku sína í mikla vinnu eða í íþróttaiðkanir og þá mun vel fara, - einkum ef höndin er hörð. Armböndin eru nefndar línur þær sem liggja yfir úlfnliðinn. Þessar línur, glögg- ar og óslitnar, sýna að eigandinn mun lifa fram á elliár og verða vel efnaður. Sé fjórða armbandið fyrir hendi er ekki vafi á að hér er komin persóna sem verður hundrað ára. Stundum má sjá í hönd kvenna að armbandið sem næst er lófanum svcigist upp í boga við endann og er þá líklegt að sú kona muni ekki eignast börn. Ferðalínurnar eru ekki óáþekkar gift- ■ Hálsmen Venusar var talið slæmt tákn hér áður fyrr, en nú vilja menn ekki kveða alveg jafn sterkt að orði. ingarlínunum að lögun, en þetta eru láréttar, stuttar línur sem liggja úti á handarjaðrinum á Mánafjallinu. Þær eru lengri en giftingarlínurnar og því lengri sem þær eru, því lengri verður sú ferð sem þær tákna. Mjög stuttar línur eru varla annað en stutt sumarleyfi erlendis. Hins vegar hafa farmenn og þeir sem stöðugt eru í siglingum eða á ferðalögum oft ekki nema eina eða tvær ferðalínur og þá á því svæði sem vísar til æskuára. Síðar verða ferðalög það algeng í vitund þeirra að engin merki festast í hendinni. Slíkir menn hafa vanlega örlagalínu, sem byrjar úti á Mánafjallinu. Tíma ferðanna ber að lesa á sama hátt og við lesum giftingarlínurn- ar. (Sjá áður). Ef ferðalína tengist hjartalínunni mun einhver ástvinur verða til þess að ferðin er farin eða þá að hún tengist á einhvern hátt ástamálunum. Hringur Salómons er sjaldgæft hálf- hinglaga merki sem lykst utan um Júpíterfjallið. (Sjá kortið). Sá sem þetta merki hefur er mjög vel til þess fallinn að fást við ýmsa dulspeki og sálarfræði, en þetta merki hefur lengi verið talið tákn um visku. Ferhyrninginn köllum við bilið á milli hjartalínunnar og höfuðlínunnar. Sé það breitt og laust við ýmsar smálínur er eigandi handarinnar veglyndur og umburðarlyndur, heiðarlegur og skyn- samur. Þegar ferhyrningurinn er mjór vegna þess hve hjarta og höfuðlínur liggja nærri hvor annarri er eigandi handarinnar óákveðinn og kjarklítill. Mjög stórt bil ber vott um nokkra ófyrirleitni og tilhneigingu til að láta vaða á súðum, og sé mikið um smálínur þvers og kruss á ferhyrningnum má gera ráð fyrir margvíslegum áhyggjum og hvíldarlitlu amstri. Þetta látum við gott heita í dag. Næst munum við ræða um ýmis smámerki í lófanum, - eyjur, krossa, stjörnur og fleira, sem allt hefur sína merkingu. Enn unum við fjalla sérstaklega um aldurinn á línunum, svo við eigum hægara með að átta okkur á hvenær ævinnar þau teikn koma fram sem línurnar sýna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.