Tíminn - 09.01.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.01.1983, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 Skíðaferðir til Austnrrikis og sólarferðir til Kanaríeyja — Það sem vinsælast er á þessum árstíma Þó fæstir hafi enn tekið eftir því, þá er það staðreynd að nú fer sól hækkandi. í því tilefni, svo og vegna óska lesenda ætlar Tíminn nú að fara af stað með síðu í Helgar Tímanum, sem mun birtast hálfsmánaðarlega og fjalla um efni sem tengjast ferðamálum á einn eða annan hátt.. gistingu í hóteli með hálfu fæði, eða á litlum pensjónötum. Sigríður sagði að það hefði aukist mikið undanfarin tvö þrjú ár, að fólk færi í svona skíðaferðir til annarra landa. Hún sagði að mikið væri um að íþróttahópar færu saman í svona ferðir, einnig að fólk tæki sig saman og færi í vikuferðir til London og Amsterdam, en þær eru alltaf vinsælar, og sagði Sigríður að mjög góð þátttaka hefði verið í þessum ferðum í haust. Flórídaferðir Það virðist vera mikið til það sama sem ferðaskrifstofurnar bjóða upp á, á þessum árstíma, því þegar Tíminn hafði samband við ferðaskrifstofuna Úrval, þá kom í Ijós að Kanaríeyjaferðir, skíðaferðir til Austurríkis og ferðir til Saint Petersburg, Flórída eru það helsta sem ferðaskrifstofan býður upp á, að undanskildum vikuferðum til London h«a. mvnd, þ'i hún er uiidir cða í hvcrr. Hefur verið ákveðið að nefna þessa síðu“ Á faraldsfæti.“ Er meiningin að fjalla bæði um það sem er að gerast í ferðamálum á innlendum og erlendum vettvangi - um það hvað er vinsælast, hvaða staðir eru nýjr ferðamannastaðir og svo framvegis. Fæstir eru í nokkrum ferðahug á þessum árstíma - vilja helst kúra inni í stofu með góða bók þcgar þeir eiga frí, eða skella sér kannski á skíði um helgar, ef vel viðrar. Þó eru alltaf einhverjir, og jafnvel talsvet margir sem vilja nýta þann möguleika sem þeir hafa á að taka sér vetrarfrí og fara þá gjarnan til sólarlanda, til þess að ná sér í sumarauka í skammdeginu, eða þeir sem fara til landa eins og AusturríkisogSviss til þess að skellá sér á skíði og ná sér jafnframt í fjallasólina, sem er jú hvað sterkust. Tíminn hafði samband við nokkrar ferðaskrifstofur nú í vikunni og forvitn- aðist um það hvað væri helst á döfinni í starfsemi þeirra á þessum árstíma: Skíðaferð- irnar verða æ vinsælli A faralds fæti Umsjón Agnes Bragadóttir Hjá Samvinnuferðum Landsýn hf. fengust þær upplýsingar að þriggja vikna Kanaríeyjaferðirnar sem Samvinnuferð- ir Landsýn bjóða upp á í samvinnu við Flugleiðir og 2 aðrar ferðaskrifstofur eru mjög vinsælar á þessum árstíma. Er janúar hvað daufasti tíminn í svona ferðum, en strax þegar komið er fram í febrúar, var Tímanum tjáð að nánast væri orðið fullbókað í ferðir frá þeim tíma. Það er, að sögn Sigríðar Ámadótt- ur, hjá Samvinnuferðum Landsýn mest- megnis eldra fólk, sem vill ná sér í þennan sumarauka á Kanaríeyjum. Verðið á þessum Kanaríeyjaferðum er svona frá 20 þúsund krónum og þá er miðað við þriggja vikna ferð, með gistingu í íbúð. Ef hins vegar er búið á hóteli mcð hálfu fæði, er verðið í kringum 27 þúsund krónur. Þá bjóða Samvinnuferðir Landsýn upp á skíðaferðir til Sölden í Austurríki. Eru fjórar ferðir áætlaðar nú eftir áramót. Það var fullbókað í jólaferðina og Sigríður sagði að Samvinnuferðir Landsýn hefðu einnig boðið upp á skíðaferðir til Sölden, sem er stærsta skíðasvæði Austurríkis í fyrra, og hefðu farþegar í þeim ferðum verið afskaplega ánægðir með staðinn og það sem upp á var boðið. í Sölden er boðið upp á hópferð á skíði, ár eftir ár. Verðið á þessum tveggja vikna ferðum liggur nú í kríngum 10 þúsund krónur. Samvinnu- ferðir Landsýn hafa einnig verið með skíðaferðir til Sviss, á skíðastaðinn Grindelvald, en þær hafa ekki náð jafnmiklum vinsældum enn sem komið er, og Söldcn ferðirnar. Auk áður taldra ferða er að sjálfsögðu boðið upp á ferðir eins og helgar og og helgarferðum til London og Kaup- mannahafnar. í Flórídaferðirnar eru vikuleg brottför, og er yfirleitt miðað við tveggja vikna ferð, en þó er það ekki bundið, og hægt að vera eins lengi og maður óskar. Verð í Flórídaferðina er nú milli 15 og 20 þúsund, ailt eftir því hvað valið er í gistingu og svo framvegis Úrval býður upp á skíðaferðir til fjögurra staða í Austurríki, í samvinnui við Flugleiðir og ferðaskrifstofuna Útsýn. Þessir skíða- staðir eru Kitzbuhel, Zillertal, Lech og Badgastein. Eru þetta allt tveggja vikna ferðir, og flogið til Innsbruck. Fengust þær upplýsingar hjá Úrval að nú þegar væri mikið búið að bóka í þessar skíðaferðir. Ferð til Kenya í janúar Kristín Aðalsteinsdóttir, hjá ferða- skrifstofunni Útsýn tjáði Tímanum að á þessum árstíma væru það mestmegnis sömu ferðir sem ferðaskrifstofurnar byðu upp á, enda væri samvinna um það. Nefndi hún fyrst Kanaríeyjarferðirnar sem Útsýn, Flugleiðir, Samvinnuferðir Landsýn og Úrval selja saman, og skíðaferðir sem sömu aðilar seldu. Kristín sagði jafnframt að eina ferðin sem Útsýn byði upp á nú í janúar, sem skæri sig úr sökum sérstöðu, væri ferð til Kenya. Verður lagt í þá ferð 22. janúar, og sagði Kristín að þessi ferð væri nú skipulögð vegna þess hve vel hefði tekist til með Kenyaferðina sem farin var á vegum Útsýnar í október í haust. Kristín sagði að skipulagning þessarar ferðar væri öll fremur frjáls, því fólk getur valið um það hvort það verður hálfan mánuð, þrjár vikur eða fjórar vikur. Sagði hún að í þessari ferð væri boðið upp á dvöl í Nairobí, Safariferð mismunandi laga, eftir því hvað fólk vill og dvöl á ströndinni niður við Mobasa. Verð á þessari ævintýraferð verður í kringum 33 þúsund krónur. Auk þessa býður Útsýn, eins og aðrar ferðaskrifstofur upp á ferðir til London, bæði helgarferðir og vikuferðir. Af því sem hér hefur verið skrifað má sjá að í megindráttum er það mjög svipað sem ferðaskrifstofurnar bjóða upp á, á þessum árstíma. Aðalstarfsemin er í kringum skíðaferðir og Kanaríeyja- ferðir. í sambandi við Kanaríeyjaferð- irnar, er ekki úr vegi að benda eldri borgurum, sem hugsanlega gætu hugsað sér að komast í sólina í einhvern tíma, á sérstök fargjöld sem ferðaskrifstofurn- ar bjóða eldri borgurum uppá, til Kanaríeyja. Er þar um umtalsverðan afslátt að ræða, og þeir sem hafa nægan tíma, geta flúið úr vetarhörkunni sem herjar nú á okkur hér í öllu sínu veldi (a.m.k. þegar þetta er skrifað) gætu hæglega brugðið sér til Kanaríeyja í sex vikur - þ.e. keypt tvær þriggja vikna ferðir og notið sólar og blíðu í sex vikur, og fengið seinni þrjár vikumar með umtalsverðum afslætti. Þó skal það tekið skýrt fram hérna, að undirrituð telur ekki að hér sé um nein vildarkjör að ræða, því hún hefur reiknað út, að fyrir eldri hjón, segjum 67 ára eða eldri, þá myndu slíkar sex vikur á Kanaríeyjum kosta hvorki meira né minna en tæpar 57 þúsund krónur, og þá er búið að draga frá afslátt þann sem öldruðum er veittur, svo og afsláttinn af seinni þremur vikunum, sem er tilkominn vegna þess að þá sparast flugfargjaldið. En hvaða ellilífeyrisþegar geta snarað út 6o þúsund krónum fyrir sex vikum í sólinni, og er þá ótalin sú upphæð sem þeir þurfa að hafa til eigin nota þennan tíma? AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.