Tíminn - 06.02.1983, Side 6

Tíminn - 06.02.1983, Side 6
6 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 ■ Verk eftir Gunnar Karlsson. Athyglisverð sýning 5. - 21. febrúar: Cngir mynd- listarmenn á Kjarvalsstöðum ■ í dag verður opnuð á Kjarvals- stöðum mjög skemmtileg sýning á verkum ungra myndlistarmanna. Undir- búningur þessarar sýningar hófst í fyrra- haust með því að stjórn Kjarvalsstaða, sem stendur fyrir sýningunni, bauð myndlistarmönnum 30 ára og yngri þátttöku og auglýsti eftir verkum. Hátt á fimmta hundrað verk bárust eftir 80 listamenn. Sýningarsalir Kjarvalsstaða rúma ekki nema hiuta þessara verka og voru valin 171 verk eftir 58 listamenn. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem opinber menningarstofnun hér á landi stendur að slíkri sýningu, en Félag íslenskra myndlistarmanna stóð fyrir sambærilegri sýningu, á verkum yngstu kynslóðarinnar, í Laugardalshöllinni árið 1967. Sú nýjung verður höfð á þessari sýningu að þeir listamenn sem verk eiga á sýningunni munu fá greidd dagleigu- gjöld, en það er í fyrsta sinn sem Kjarvalsstaðir koma þannig til móts við kröfur myndlistarmanna í þeim efnum. Sem fyrr segir er þetta mjög skemmti- leg sýning og yfirgripsmikil, gefur þar að líta verk listamanna sem enn eru í skóla, hafa nýverið lokið námi eða eru þegar orðnir mótaðir listamenn. Mörgforvitni- leg verk eru á sýningunni bæði eftir listamenn sem starfa hér heima og eins eftir þá sem eru í skólum eða starfa erlendis og við höfum því ekki fengið tækifæri til að kynnast hingað til. 1 tengslum við sýningu ungra myndlist- armanna á Kjarvalsstöðum verða haldn- ir tónleikar vikuna 14.-21. febrúar í samvinnu við Tónlistarskólann og Tón- skóla Sigursveins, en sýningunni lýkur 21. febrúar. ■ „Ó, þessi rigning" eftir Guðmund Thoroddsen ■ Guðjón Ingi Hauksson kallar þetta verk sitt „Ferguson ’50“ ■ „Pastorale“ eftir Kolbrúnu Björgúlfsdóttur ■ Úr myndröðinni „Menúett fyrir króka og krana" eftir Elínu Eddu Árnadóttur ■ Erla Þórarinsdóttir kallar þetta verk „Úr mytologiu-seríu“ „Gaman að það skuli vera svona mikið að gerast í myndlistinni” — segir Guðrún Erla Geirsdóttir myndlistarmaður ■ „Mér finnst afskaplega gaman að það skuli vera svona mikið að gerast í myndlistinni þessa dagana, „scgir Guðrún Erla Geirsdóttir myndlista- kona og fulltrúi kvennaframboðsins í stjúrn Kjarvalsstaða. „Það cru nú liðin sextán ár frá því að FÍM hélt sambærilega sýningu á verkum ungra lislamanna. Það er mjög mikilvægt fyrir unga myndalistarmenn að svona sýningar séu haldnar svo þeir fái txkifæri til að koma verkum sínum á framfæri. Maður leigir ekki auðvcld- lega svona sal fyrir fyrstu sýninguna sina, bæði vegna þess að það þarf nokkuð miirg verk til þess að fylla hann og auk þcss fylgir því feikilegur kostnaður við innrömmun og annað. Auk þessarar sýningar er önnur sýning á verkum ungra listamanna í gangi í JL-húsinu, þar sem yfir tuttugu listimenn hafa nú komið sér upp vinnuaðstöðu og sýningarsal. Sýningar ungra listamanna hafa sem sagt iðulega strandað á húsnæðisleysinu, en til marks um það má nefna að það eru margir sem eiga verk á báðum sýnir.g- unum. Að vísu er nýlistasafnið opið ungu listafólki cn það eru bara ekki svo margir sem koma þangað, ég held að fólk haldi jafnvel að nýlistasafnið sé bara fyrir einhverja klíku cn svo er auðvitað ekki. En það er alla vega Ijóst að þessi sýning hér á Kjarvalsstöðum nær til miklu breiðari hóps og á listahátíðinni vestur í JL-húsi náum við líka til miklu fleira fólks. Á þessum tveimur sýningum getur fólk séð hvað ungt listafólk er að gera, en, þær eru þó nokkuð ólíkar. Verkin á sýningunni í JL-húsinu voru ekki valin sérstaklega, heldur gat hver sem er komið„með sín verk, fólk skrifaði sig bara niður.'Þar er því allt miklu ‘ hrárra enda ber engin ábyrgð á sýningunni, heldur stendur hver og einn mcð sínum verkum. Hér ér það hins vegar stofnunin sem ber ábyrgð á sýningunni. - Hvernig var valið inn á sýninguna hér á Kjarvalsstöðum? „Það var skipuð sérstök dómncfnd- sem valdi úr á mjög breiðum grund- velli, þó var þeim sem sendu bara eina smámynd sleppt á þeirri forsendu að það segði of lítið um listamanninn. Hér er reynt að bregða upp mynd af hverjum listamanni fyrir sig. Það er hins vegar mjög áberandi hvað kynjahlutfailið er óhagstætt á þessari sýningu, einungis 13 eða 14 konur af 58 manna hópi. Málverk eru mjög yfirgnæfandi en það er grein sem mjög fáar konur vinna í. Ég er mjög hissa á því að það skuli engin þeirra kvenna sem vinna i textíl hafa sent inn verk, en það er kannski svo rótgróinn hugsunarháttur að vefnaður og keramik sé listiðn að þær hafi álitið tilgangslaust að senda verk á sýning- una. Dómnefndin var þó ekki haldin slíkum fordómum og áttu því allar greinar myndlistar jafnan aðgang að sýningunni. En ég sakna einnig annarr- ar greinar myndlistar hér á Kjarvals- stöðum, gjörninga (performance) en þá má sjá á sýningunni í JL-húsinu. Ég vil geta þess að mér finnst verk þeirra kvenna scm hér sýna öll mjög góð. Hér gcfst t.d. tækifæri til að sjá verk eftir Eriu Þórarinsdóttur sem býr í Svíþjóð og hefur ekki sýnt hér á landi áður, cn reyndar stendur til að hún verði með.sýningu í Nýlistasafninu t sumar eða haust. Kvennaframboðið hefur lagt fram tillögur um það í stjórn Kjarvalsstaða að gert verði úrtak á því hversu margar konur hafi sýnt hér á Kjarvalsstöðum og hversu margar konur séu í myndlistaskólunum og listamannafé- lógunum hér á landi og að kannað verði hvað hægt sé að gera til úrbóta ef f Ijós kemur hrópandi misræmi. Við höfum mikinn áhuga á því að halda listahátíð kvenna, það er cins og það þurfi að ýta á konur til að fá þær til að stíga fram. En það er Ijóst að það er miklu erfiðara fyrir konur að stunda listina en karlmenn, bæði vegna þess að þær eru yfirleitt í miklu verr launaðri vinnu en þeir, auk þess sem það er nú aldeilis ekki litið á það sem sjálfsagðan hlut að kona sem á börn fari á vinnustofuna eftir vinnu annars staðar og sé þar frameftir kvöldi . Þetta virðast karlmenn hins vegar geta leyft sér án ■ Guðrún Erla Geirsdóttir þess að nokkrum detti í hug að gcra athúgasemdir við það.“ -Sbj

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.