Tíminn - 06.02.1983, Page 22

Tíminn - 06.02.1983, Page 22
fliT. FAU- — yinfilN FRPWgS Siouxie á1 “ ■ Bresku nýbylgjuhljómsveitirnar The Fali og Virgin Prunes hafa lýst yfir áhuga sínum á að koma hingað og halda hér tónleika í vctur og næsta öruggt er að af því verður. Virgin Prunes munu vilja halda hér tónleika um miðjan næsta mánuðen Fall aftur á móti í byrjun apríl. Báðar þessar hljómsveitir munu vera á förum til Bandaríkjanna á þessum tíma og þykir tilvalið að stoppa hér í tvo-þrjá daga. Nú er verið að vinna að því að fá húsnæði undir þessa tónleika, tveimur menntaskólum mun hafa verið boðið að taka þátt í þessu en þeir hafnað því... (hvað eru viðkomandi tónlistarfélög eiginlega að hugsa?).. og ef hentugt húsnæði fæst er ekkert því til fyrirstöðu að úr tónleikunum verði. Þá hefur einnig hljómsveitin Siouxie ig áhuga ■ Virgin Prunes. ■ TheFall and the Banshees lýst yfir áhuga sínum á að halda tónleika hér og hefur borist bréf frá þeim þar sem beðið er um tilboð í þá. Þau vilja koma hingað í sumar. Hljómsveitin The 1 Fall er mörgum tslendingum að góðu kunn en hún hefur áður haldið hér tónleika, nánar tiltekið fyrir rúmu ári síðan, þrumugóðir tón- leikar en sveitin hefur á að skipa einum athyglisverðasta textahöfundi á sviði nýbyígjunnar Mark Smith. Virgin Prunes eru aftur á móti ekki eins þekktir en á sínum stutta ferli hafa þeir, Gavin, Pod, Guggi og Dik, vakið mikið umtal og gagnrýni en þessi sveit er í stöðugri þróun og umbreytingum. Nánar verður sagt frá báðum hljómsveit- unum hér í Nútímanum um leið og málin komast á hreint. FRI Haugur, tungl, jesús o.f 1. ■ Fyrir ofan sviöið hékk stórt málverk af Jesús á krossinum og var hann berstrípaður. Fremst á sviðinu var svo borð með svörtum dúk og stór kerta- stjaki þar ofan á með nokkrum stæði- legum kertum. Þá voru einnig kerti til beggja hliða við sviðið, cða líkt og tíðkast í kirkjum. Til að bæta gráu ofan á svart, í bókstaflegri merkingu, var spiluð drungaleg tónlist af segulbandi, einhvers konar munkatónlist. Þrátt fyrir óværð í salnum birtust tvær kuflum klæddar verur upp á sviðinu og létu sem þær væru að framkvæma einhverja athöfn (sem það kannski var), kveiktu á kertunum, röltu um, réttu hendur upp til Jesú-myndarinnar á sama hátt og Hitler gerði til fjöldans, og hurfu síðan jafn hljóðlega og þær birtust. Ég veit ekki hvort einhver dulin, djúpstæð, symbólísk, andhverf, systematísk, com- mercial, analýsísk eða Wilhelmísk mein- ing var á bakvið þetta show en það var vel gert og alveg örugglega ekki illa meint. Það bara naut sín ekki nógu vel, því ennþá voru fáir mættir á þessa tunglmessu og óró var í salnum. Næsta atriði var líka í svörtum kufli. Það hét Þorri Jóhannsson. Hingað til hefur hann haft það fyrir venju að ryðjast inn í prógrömm annarra, án leyfis og jafnan óspurður, svo að mér kom svolítið á óvart að sjá hann ganga í friði til móts við áhorfendur. Hann barði trommu, las ljóð og öskraði. Einhverra hluta vegna virtist honum vera í nöp við Dr. Jesús því hann sendi honum tvo hráka. Eftir að Þorri gekk burt kom að mér furðu lostinn maður og spurði hvort þetta hefði verið einhver róttæklingur og hvort hann væri eitthvað bitur út í kerfi. Ég sagðist bara ekki vita það. Haugur var næstur. Þetta er hljóm- sveit skipuð Bergsteini og Heimi úr Jonee Jonee, Einari sem fyrst spilaði á bassa með sömu hljómsveit og líka með Spilafíflum, og hljómborðsleikara sem ég held fæstir viti hver er því gegnum settið var hann staddur í allt annarri lofthæð en hinir, eða töluvert hærra yfir sjávarmáli en félagar hans og áhorfend- ur. Líkt og Jonee Jonee var Haugur klæddur einkennisbúningi, var fjörugur á sviði og það sem meira er: Tónlist hans var stórkostleg og ég held að hún hafi komið flestum í opna skjöldu. Það er alls ekki ráðlegt að fara að reyna lýsa henni hér, allt sem um hana er hægt að segja að svo stöddu (þetta var í fyrsta skipti sem Haugur kom fram) er að aldrei hefur svona lagað heyrst hér, sjaldan hefur hljómsveit opinberað sig jafn frísklega og aldrei hef ég heyrt jafn marga áhorfendur gjalla upp í hvorn annan: „Djöfulli voru þeir góðir.“ Sumir misstu allt hald á þvagi. Einar lék á gítar og kunni að notfæra sér hann, ólíkt mörgum svokölluðum gítarhetjum sem vaða uppi með ein- leikjum og munnskekkjum, en ég veit ekki til þess að hann hafi áður sýnt sig með þetta hljóðfæri. Hann sá líka um •allan söng, sem að vísu heyrðist illa, og Heimir hrópaði af og til í gegnum echo og gaf þannig þessari „sprengitónlist" mjög mikinn kraft. Annars er engin ástæða til þess að slíta sundur sameindir hljómsveitarinnar, hún lék sem ein sterk heild og ég vona að hún eigi eftir að starfa sem slík og halda áfram að hrista upp í því sem hrista þarf. Eftir smá hlé sem fyllt var upp í með tónlist af segulbandi og löngun eftir meiri tónlist frá Haugnum, steig Gulli í Þey upp á sviðið. Hann talaði um tungl og tilviljanir, ef ég heyrði rétt, öskraði, spennti sig og slakaði á sér á mjög sannfærandi hátt. Ég skildi fátt og í næsta atriði skildi ég líka fátt þar sent Didda, textasmiður Vonbrigða, las Ijóð undir kröftugum trommuslætti. En báð- ar þessar uppákomur voru skemmtilegar og þar með hljóta þær að hafa verið sniðugar. Vonbrigði voru vonbrigði þetta kvöld, í tvennum skilningi. Auk þess hjálpaði það til við að eyðileggja settið sú leiðinlega venja að í FS virðist sólar- hringurinn vera styttri en annars staðar og tímahrakið eins ofsalegt og í við- ræðuþáttum sjónvarpsins. Hljóm- sveilinni var ýtt niður eftir tvö og hálft lag. Vonbrigði hafa, held ég, alltaf verið betri en þarna og oftast betur „upplagð- ir.“ Þetta hræðilega tímahrak setti allt úr skorðum. Hljómsveitin Þeyr átti víst tveggja ára afmæli þetta kvöld og spilaði eitt eða tvö lög, en það var bara ekkert gaman meira. Jesúmyndin sómdi sér ekki lengur í þessum hamagangi, hún var reyndar orðin rifin og blaut af hráka, og bæði tungl og tilbeiðendur þess voru farnir svo illa á það, að það var ekkert sniðugt lengur. Of mikið léttvín. Vantar bjórinn. Bra Konurí framlínu á Broadway ■ Tónlistarkvöld vcrður á Broad- way, sunnudagskvöldið, á vegum SATT undir heitinu „konur í fram- línu" og þar koma fram Grýlurnar, Tappi tíkarrass. hljómsveitin Bakka- bræður en þar cr fremst í flokki Bergþóra Árnadóttiren hljómsveitin mun spila vísnabræðing. Auk þessara sveita koma fram jazzkvartet Jazzvakningar en þar eru á ferðinni Kristján Magnússon, Árni Scheving, Guðmundur Stcingríms- son og Björn Thoroddsen en með þeint kemur fram jazzsöngkonan Oktavía Stefánsdóttir, sennilega cina jazzsöngkonan sem við eigum nú en hún hefur á undanförnum árum dvalið í Danmörku. Síðan mun eitt lcyninúmer konta frarn og sagði Jóhann G. prímus- móior SATT að það yrði sennilega aðalnúmcr kvöldsins. Konur ætla síðan að heiðra karlpeninginn og kentur Egill Ólafsson fram með þeim, væntanlega til að taka lagið „íslenskir karlmenn" eða eitthvað í þá áttina. FRl 23 hljómsveifir á 20 krónur ■ í dag. í Norðurkjallaranum í Menntaskólanum við Hamrahlíð verður í gangi einhver fjölbreyttasta rokkhátíð sem haldin hefur verið á Fróni. Alls koma fram 23 hljómsveit- ir en aðgangscyrir er aðeins 20 kr. Hátíðin hefst kl. 2 og stendur fram yfir miðnætti en meðal þeirra sem frám koma eru Englabossar, Tappi tíkarrass, Nefrennsli, Vébandið, Trúðurinn og enginn annar en trúba- dorinn Hjörtur Geirsson. bra Vinsældakosn- ingar Nútímans: Stuðmenn og EGÓ berjast tiiii toppinn ■ Hér birtum við í þriðja og síðasta sinn atkvæðaseðilinn í vinsældakosn- ingum Nútímans þannig að nú er hver síðastur að skila inn áliti sínu á hverjir voru bestir á síðastá ári. Stuðmenn og EGÓ berjast harðri baráttu um toppinn á þeim seðlum sem þegar eru komnir, en þeir eru í færra lagi. og hvað vinsælustu ís- lensku plötuna varðar er einnig hörð barátta á milli þessara sveita, varla má á milli sjá hvor er vinsælli, „Með allt á hreinu" eða „í mynd". • Utanáskriftin er: Tíminn/ Nútím- inn, Síðumúla 15, 105 Reykjavík. Plötur „Er skitið á þig alla daga?“ ' Orghestarnir - Konungur spaghetti frumskógarins / Org 001 ■ Þcssi plata virkar afskap- lega fráhrindandi í fyrstu, kannski vegna þess að söngur- inn er öðruvísi en ntaður liefur vanist, gítarinn lcikur lausum hala í sólóuni og kannskí aðallega vegna þess að maður hefur fyrir fram flokkað þetta sem hippatónlist. Þega'r rnaður hefur svo hreinsað sig af síðast töldu dillunni, gert sér grein fyrir því að tvö fyrr töldu atriðin cru frckar kostir og hlustað á plötuna nokkrum sinnum, situr máður uppi með plotu sent á fullkominn rétt á sér - það eiga nú reyndar flestar plötur - og cr þar að auki góð. Orghestarnir eru, eins og nafnið bendir til, eitthvuð skyldir Kamarorghestunum og að ég best veit var Bcnóný eitthvað viðriðinn þá síðar- nefndu í Danmörku. Svo fór hann hcim og vildi taka nafnið með sér (Guð fyrirgefi mér ef ég fer með rangt inál) en það scm lcndir í Kaupmannahöfn snýr sjaldnast í heilu lugi til baka þannig að „Kamar“ varð eftir þar. Það er náttúrlega táknrænt þvi til Köben fara íslendingar oft til þess að fá næði, frelsi til athafna og nógan „skít". IJvar er það betra cn á kömrum? ' Aörir meðlimir Orghest- anna eru Brynjólfur/bassi, flöskubrot; Sigurður/trommur, úsiáttur; Gestur/gítar, söngur. Benóný seniur öil lögin utan eitt, semur alla texta, syngur, spilar á hljómborð og sér um áslátt. Auk þess er kór skipað- ur Gaua, Andreu, Báru, Lödda og Megasi. Platan er tekin upp í Stemmu í október 1981. Platan inniheldur fjögur lög (45rpm) og hefst á l.agi sem heitir Flogið í fjórvídd. Það byggist upp á fljótandi rythma • sem er reglubundið brotinn upp með mjög skemmtilcgu, nánast þjóðlegu stefi og frjáls- uin gítarleik. Textinn virðist fjalla um flótta frá þessari jörðu til annars og betri heims ög er farartæki tjúgandi diskur. Það er alls ekki vitlaus mögu- leiki... Latir það litla, er fyrir mér langskemmtilegasta lagið á plötunni. Textinn hefur ekki ólíkt andrúnisloft og texti Megasar, Efþú smælarframan í heiminn, og er svona bjart- sýnisleg ábending um að það þurfi ekkcrt að örvænta. Ef ég heyri hann rétt, þá er upphafið svona: „Ertu skattpíndur, skatthýddur / skitið á þig alla daga? / Já, og finnst þér ekki að flest í þessum heimi mætti meira en laga? / Systemið svikult og sér ckki lengur um að halda uppi aga / Menningar- arfinn, hann á sinn djöful að draga. (Kór:) En slappaðu af og dillaðu þér / hafðu engar áhyggjur af því hvernig fer / það fer sem fer / það fer varla ver / þvi nú iafir litla / það litla sem eltir er.“ Sjálft lagið hæfir þessum texta mjög vel, bakraddirnar eru svolítið sérstakar þótt þær beri smá keim af Sólskins- kórnum og fljótandi gítarsóló- in eiga heima þarna og hvergi annars slaðar. Benóný syngur líka tcxtann sérstaklega skemmtilega og gcfur laginu það kæruleysi sem til þarf. ÞEMAÞSEM, cftir Gest, er að mínu viti sísta lagiö. Texti Benónýs er um það sem ekki má, sem við vitum öll hvað er, og það sem skemmir lagið er , bassasóló, vel spilað en gjör- samlega óviðeigandi. Ég sá bara fyrir mér SHAM 69 með Jaco Pastorius sem gest. Eins og nafn síðasta lagins, Kannski, segir til um, fjallar það uin óvissu. „Hér erum við og gctum ekki annað,“ segir í textanum og líkt og í Lafir það litla er kæruleysið ríkjandi, þó bara i annarri mynd því hér er það vonleysislegt. En útfærsl- an er kímin, lagið hentar vel orðunum, söngurinn er hálf gufulegur og undirspiliö af- slappað. Helsti kosturinn við þessa plötu finnst mér vera textarnir og það hvernig Be- nóný fcr með þá. Ég ætla nú ekki að fara að kafa eitthvaö dýpra ofan í það, eins og bókmenntafræðingarnir segja, en læt hér fylgja með síðustu línurnar í laginu Kannski: „Ég ruglast stundum á því / og ég er ekki frá því / að þó að ég verði hundrað / á ég aldrei eftir að ná því.“ Ég þykist vita að þessi plata á eftir að fara í taugarnar á sumum og margir eiga eftir að afskrifa hana án hlustunar, en þeir um það. Hún er kannski ekki frumleg á yfirborðinu en undir niðri hefur hún liúmor og léttleika, sérstaklega í seinni lögum beggja hliðanna, sem oft vantar í bransann í dag. Framhlið albúmsins er frá- munalega svívirðileg skír- skotun til neytandans. BTa

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.