Tíminn - 09.02.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.02.1983, Blaðsíða 3
BÍUSAUN MINNKADI STOR- IfGA SdNISni MÁNIM 1982 afgreiddur var 951 bíll á sídasta ársfjórdungi 1982, en 2138 á sama tímabili árið áður ■ Sala á nýjum bflum hrapaði niður í um 10 bfla að meðaltali á dag siðustu 3 mánuði ársins 1982 eftir að hafa verið um 30 bflar að meðaltali mánuðina jan.-sept. samkvæmt skýrslu Hagstof- unnar um tollafgreidda bfla árin 1971- 1982. Alls voru afgreiddir 9.039 fólksbfl- ar í fyrra, þar af aðeins 951 síðasta ársfjórðunginn miðað við t.d. 2.138 bíla á sama tímabili árið 1981. Af skýrslunni má greinilega ráða afar skörp mörk skins og skúra hjá mörgum bílaumboðum. Ætla má að 1982 hafi glatt þá á ný eftir mögru árin er flytja inn sænska og v-þýska bíla. Alls seldust t.d. 1.216 v-þýskir miðað við aðeins 189 tveim árum áður, en hins vegar 1.416 árið 1971. Frá Svíþjóð komu einnig í fyrra 1.263 bílar, nær tíu sinnum fleiri en árið 1975, en þaðan komu 853 bílar árið 1971. 1982 var hins vegar magurt ár fyrir umboð bandarískra bíla. Aðeins 145 völdu sér ameríska límósínu í fyrra, meira en tvöfalt færri en nokkru sinni áður s.l. 12 ár, en flestir voru þeir 1.876 árið 1974. Þá ber skýrslan með sér dapurleg örlög breska bílaiðnaðarins. Öll árin 1971 til 1975 keyptum við lang flesta bíla frá þeim, flesta þó 1.922 árið 1974. Þaðan komu hins vegar aðeins 32 bílar á síðasta ári. 1976 tóku Japanir við þessu forystuhlutverki á íslenska bíla- markaðinum (845 bíla það ár) og hafa haldið því með miklum yfirburðum síðan. Flestir voru japönsku bílarnir 4.661 árið 1980, en 4.112 á síðasta ári. En alls komu þá um 73 af hverjum 100 bílum frá þrem löndum, Japan, V- Þýskalandi og Svíþjóð. Alls hafa 86.701 fólksbílar verið keyptir til landsins þessi 12 ár, þar af 24.536 eða rösklega 28% frá Japan. -HEI Áskrifenda- getraun Tímans: Þriðji vinning- urinn af hentur ■ í gær voru afhent verðlaun í þriðja hluta áskrifendagetraunar Tímans, verðlaunin, sem voru vönduð hljómflutningstæki af gerðinni JBL frá Steina að Skúlagötu 61, hlutu þau Hall- fríður Guðnadóttir og Kjartan Kjartanson, til heimilis að Máva- nesi 8. Hér veitir Hallfríður tækjunum móttöku. (Tímamynd G.E.) O ~ . . V' í : f ■ ' ~ . : 1 II > : . I Fiskblokkir keyptar frá S-Ameríkulöndum Bngvi og Hall- dór teknir í sátt á ný ■ „Niðurstaða sáttafundar sem við áttum með formanni og ritara útvarpsráðs í gær ásamt Emil Björnssyni var sú að þátturinn „Á Hraðbergí" kem- ur aftur á dagskrá þann 22. fcbrúar og verður hálfsmánað- arlega í vetur með óbreyttu fyrirkomulagi. Við höfum frjálsar hendur með val á mönnum í þetta og sættum okkur vel við þá lausn,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, annar umsjónarmanna þáttarins í við- tali við Tímann í gærkvöldi, og var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. Þá gerði útvarpsráð sam- fellda sérsaniþykkt: „Útvarpsráð vísar á bug til- efnislausum og órökstuddum ummælum fréttamannanna Ingva Hrafs Jónssonar og Hall- dórs Halldórssonar er birst hafa í dagbiöðum, enda engar þær samþykktir gerðar í ráðinu er réttlæti slíkar yfirlýsingar. Útvarpsráð gerir ekki athuga- semdir við að Ingvi Hrafn Jónsson komi á nýjan leik til starfa sem þingfréttamaður, eft- ir að hafa dregið uppsögn sína formlega til baka.“ „Kemur fyrir annað slagid, þegar við getum ekki framleitt það sem þarf” ■ „Ég get ekki staðfest neitt um þetta hvorki um kaup frá einstökum löndum, eða um magn, við höfum ekki nákvæmt yfirlit yfir það hvaðan þeir fyrir vestan kaupa sínar fiskblokkir eða í hvaða magni, þurfi þeir á annað borð á því að halda að kaupa frá öðrum en okkur,“ sagði Eyjólfur ísfeld framkvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í sam- tali við Tímann í gær, en sögur eru á kreiki um stórfelld kaup Coldwater h/f á hráefni frá Uruguy. Það er ekkert merkilegt við það þótt keyptur sé fiskur frá Suður-Ameríku. Það kemur alltaf fyrir annað slagið að það vantar fiskblokkir, við getum ekki framleitt það sem þarf og þá kaupir Coldwater fisk annars staðar frá, það er ekkert leyndarmál. Coldwater hefur keypt fiskblokkir frá Kanada og Dan- mörku og það hefur lceland Seafood einnig gert. Það hafa einnig verið keyptar fiskblokkir frá ýmsum ríkjum í Suður Ameríku." Er sá fiskur ekki af lægri gæðaflokki en íslenski fiskurinn? „Það er sjálfsagt allur gangur á því.“ Er hann seldur vestra sem fyrsta flokks íslensk vara? „Það scgir sig sjálft að fiskur sem veiddur er við strendur S-Ameríku er ekki seldur sem íslenskur fiskur. Þar er um allt aðrar fisktegundir að ræða, en þær sem veiðast við ísland." Adalfundur Félags íslenskra stórkaupmanna: „VÖRUBIRGÐIR í MÖRGUM TILFELLUM HÆTTULEGA LITLAR — ef óvæntan vanda ber að höndum” segir m.a. í ályktunum fundarins Hradfrystihús Keflavfkur: Opnar ekki án opinbers stuðnings ■ „Ef ekki verður veitt fjármagni inn í þetta fyrirtæki til að leysa þennan uppsafnaða fjárhagsvanda, þá er ekki séð að það opni sínar dyr meir,“ sagði Eyjólfur I.árusson verk- stjóri hjá Hraðfrystihúsi Keflavíkur í samtali við blaðið í gær, en Hrað- frystihúsið hefur verið lokað síðan um jól og togarar fyrirtækisins hafa ekki róið síðan um áramót. 150-170 manns hafa starfað hjá fyrirtækinu, en nú eru þar aðeins í vinnu 10 manns. Eyjólfur sagði að viðræður hefðu staðið að undanförnu við fulltrúa ríkisvaldsins og umsóknir hefðu verið lagðar frani um framlög úr byggðasjóði en fleiri sjóðum, en á þessu stigi væri ekki hægt að segja neitt unt árangurinn. JGK ■ Óðaveröbólga ásamt sofandahætti stjórnvalda hafa gengið það hart að eigin fé fyrirtækja að ógerningur er að sinna eðlilegu hlutverki heildverslunar. Vöru- birgðir eru þegar fyrir neðan eðlileg mörk og í mörgum tilfellum hættulega litlar ef óvæntan vanda ber að liöndum" segir meðal annars í ályktun aðalfundar Félags íslenskra stórkaupmanna um peningamál. Aðalfundur F.Í.S. var haldinn á Hótel Sögu og á honum urðu formannaskipti í félaginu, Einar Birnir lét af formennsku en við honum tók Torfi Tómasson. Það kom fram á fundinum að staða heildverslunarinnar er mjög erfið nú og í erindi Björns Hermannssonar tollstjóra á fundinum kom fram að frá ársbyrjun hefur afgreiðslu á tollskjólum og inn- flutningsskýrslum fækkað um nær helm- ing hjá embættinu, voru um 600 í fyrra á móti 350 á sama tíma í ár. Meðal ályktana sem samþykktar voru á fundinum var ályktun um samkeppnis- aðstöðu. í henni segir m.a.: „Slæma samkeppnisaðstöðu má ein- kum rekja til veðrmyndunarkerfis okkar, þar sem smásalar telja sér frekar hag í að kaupa inn frá erlendum heildsölum. Með því að gera íslenska heildsölu að hornreku, fækkar atvinnu- tækifærum, gjaldeyriseyðsla eykst og að sjálfsögðu greiða útlendir hcildsalar ekki skatta og skyldur hér.“ FRI Háskólatón- leikar Kef j- ast að nýju ■ Háskólatónleikar í Norræna hús- inu hefjast aftur með nýju misseri í dag, kl. 12:30. Þá flytur gítarleikarinn Jóseph Fung verk eftir Leo Brouwer, Hans Wcmer Henze og Benjamin Britten. Joseph Fung fæddist í Hong Kong en nant gítarleik einkum í Bretlandi. hann hefur dvalizt hér á landi undan- farin þrjú ár, kennt á gítar og haldið tónleika. Háskólatónleikar eru öllum opnir og hefjast kl. 12:30 á miðvikudögum, eins og áður sagði. „Af mikilli festu” ■ Þorkcll Helgason hafði samband við Dropa í gær og vildi gera þá athugasemd við sögu um að hann hefði gengið hið snarasta út af fundi flokksformanna, þar sem kjördæma- málið var til umræðu, að ekki væri tiltökumál þótt mönnum hitnaði í hamsi á löngum samningafundum. „Eiginlega gerðist ekki annað á fundinum en það að kappsamlega var unið að málinu og af mikilli festu,“ sagði Þorkell.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.