Tíminn - 09.02.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.02.1983, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísll Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn , skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla f 5, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 150.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Nýr stjórnar- skrárhöfundur ■ Senn mun sú tíð koma, þegar íslendingar verða ekki lengur hnípin þjóð í vanda. Peir geta þegar farið að syngja fullum hálsi, að bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Allt verður þetta því að þakka, að hinir vitru menn, sem hafa unnið að breytingum á kjördæmaskipan og kosningalögum, hafa tekið tölvu í þjónustu sína. Fyrst voru það stjórnarskrárnefndarmennirnir undir forustu forsætisráðherra og síðan formenn stjórnmálaflokkanna. Þegar það þótti ekki duga, var formönnum þingflokkanna bætt við. Fyrst var notazt við tölvu Hagstofunnar, en þegar hún þótti ekki lengur nógu hraðvirk, var snúið sér að tölvu Háskólans. Síðan má heita, að hún hafi verið í gangi dag og nótt og framleitt svo mikið af útreikningum og pappírsflóði, að fróðir menn telja, að árlegur pappírsinn- flutningur til Iandsins fyrir 50 árum hafi verið minni að magni en sá pappír, sem tölvan er búin að nota við útreikninga um breytingar á kjördæmaskipan og kosninga fyrirkomulagi. Um talsvert skeið eða síðan formennirnir tóku við tölvunni, hefur verið tilkynnt með litlu millibili, að lausnin væri alveg í sjónmáli. Það væri aðeins eftir að spyrja tölvuna um minniháttaratriði. Þó er lausnin ekki fundin enn, en samkvæmt frásögn Mbl. í gær, eru þrír af flokkunum nokkurn veginn búnir að finna hana. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þó sagður hafa einhvern fyrirvara. Vafalaust mun tölvan fyrr eða síðar skila hlutverki sínu og leggja í hendur formannanna fullkomna kjördæmaskip- an og kosningatilhögun. Þá munu hendur verða látnar standa fram úr ermum hjá þingmönnum. Það verður ekki farið að spyrja sauðsvarta kjósendur að því, hvort þeim líki niðurstöður tölvunnar betur eða verr. Frumvarp um breytingar á kosningalögunum og frumvarp um breytingu á þeirri grein stjórnarskrárinnar, sem fjallar um kjördæmaskipanina, verða afgreidd gegnum þingið með eins miklum hraða og kostur er. Stefnt verður að því að ljúka afgreiðslu þeirra áður en Norðurlandaþing kemur saman í síðari hluta þessa mánaðar. Ráðherrar og þingmenn geta þá farið þangað glaðir í bragði eftir að hafa leyst af höndum mikið starf undir leiðsögn tölvunnar. íslendingar verða frægir af þessu verki. Þeir verða þá ekki aðeins frægir fyrir það, að hafa orðið fyrstir þjóða til að velja konu í sæti þjóðhöfðingja. Þeir verða einnig orðnir fyrsta þjóðin, sem hefur látið tölvu vera aðalhöf undinn að kjördæmaskipan og kosningalögum. Engin þjóð hefur komizt svona langt í tölvunotkun, ekki einu sinni Japanir. Vafalaust er það svo von þeirra, sem hafa unnið með tölvunni nætur og daga að undanförnu, að allt muni snúast til betri vegar, þegar stjórnarskrárbreyting tölvunnar kemur til framkvæmda. Áratugur viðreisnarinnar og framsóknaráratugurinn muni hverfa í skuggann, þegar menn fara að tala um áratuginn, þegar stjórnarskrárbreyt- ing tölvunnar tók gildi. Liðsbón Stjórnarandstaðan í Sjálfstæðisflokknum beitir nú öllum ráðum til að koma í veg fyrir að bráðabirgðalögin um efnahagsaðgerðir komi til atkvæða í neðri deild. t Morgunblaðinu í gær er ráðizt hatramlega á Framsóknarflokkinn fyrir að hafa krafizt þess, að atkvæðagreiðslan verði ekki dregin meira á langinn. Stjórnarandstaðan í Sjálfstæðisflokknum hefur nú farið í liðsbón til Alþýðubandalagsins og beðið það um að hindra atkvæðagreiðsluna. Fróðlegt verður að sjá árangur þeirrar liðsbónar. I*.Þ. skrifad og skrafað Verðmætasköpun unga fólksins ■ íslenskir táningar, það eru 19 ára og yngri, lögðu fram ríflegan fjórðung eða 26,5% af öllum þeim ársverk- um er unnin voru í helstu útflutningsatvinnugrein þjóðarinnar árið 1981, þ.e. fiskiðnaðinum. En unglingar 15 til 19 ára eru um 10% þjóðarinnar. Að því er fram kemur í „Vinnumarkaðinum 1981“, skýrslu Framkvæmdastofn- unar, unnu alls 18.345 manns samtals 9.828 ársverk í fisk- iðnaði hér á landi það ár. Af þeim fjölda voru 7.087 19 ára og yngri sem skiluðu samtals 2.604 ársverkum. Skiptast tölurnar nokkurn veginn jafnt milli drengja ogstúlkna. Þetta er úr frétt sem birtist í Tímanum í gær og er gleðilegt til þess að vita að enn fá unglingar tækifæri til að taka til hendi við hagnýt störf og er hlutur þeirra hreint ekki svo lítill í sköpun þjóðartekna. Á sömu opnu er viðtal við verkstjóra í hraðfrystihúsi Grundarfjarðar þar sem hann skýrir svo frá að hjá honum sé fólk af níu þjóðern- um í vinnu en hjá fyrirtækinu vinna nú 20 úflendingar, enda ve'rtíð hafin. Verkstjór- inn lætur vel af þessum starfskrafti og segir fólkið komast fljótt upp á lag með fiskvinnsluna. Hér á árum áður var það siður í sumum verstöðvum að gefa frí í skólum þegar mikill afli barst á land til að unglingarnir gætu tekið til hendi við að bjarga aflanum og skapa úr honum verð- mæti. Þessi ágæti siður hélst lengi vel í Vestmannaeyjum og einhvern tímann urðu upphlaup og blaðaskrif vegna þess að kennarar töldu ófært að stálpaðir krakkar misstu af dýrmætri kennslu þeirra til að vinna við landburðinn. l-lin síðari ár hefur ekki heyrst um að kennsla hafi fallið niður á nokkrum stað á landinu þótt mikill skortur væri á vinnuafli þegar vel veiðist. Fiskur og skólakerfi Fjöldi útlendinga vinnur við fiskverkun umhverfis allt land yfir vertíðartímabilið. Yfirleitt bera verkstjórar þessu fólki vel söguna og vissulega á það sinn þátt í verðmætasköpun sem kemur þjóðarheildinni til góða og er síst ástæða til að amast við því þótt erlent fólk vinni hér störf sem íslendingar ráða ekki við sjálfir. í íslensku atvinnulífi háttar svo til hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að það eru árstíðaskipti af því hve mikið þarf að starfa. Þegar fiskurinn gefur sig verður að veiða hann og verka. Á þeim tíma sem vetrar- vertíð stendur hvað hæst og mest er að starfa við sjávar- síðuna er síaukinn fjöldi ungs fólks sitjandi á skóla- bekk en flytja verður inn vinnuafl til að vinna hagnýt- ustu störfin sem öll þjóðfé- iagsgerðin byggist á, meðal annars skóla- og menntakerf- ið eins og það leggur sig. Ef ekki er dreginn fiskur úr sjó og hann verkaður þegar hann berst á land er hætt við að rándýrt menntakerfi standist ekki til lengdar. Á sumrin veiðist minna og ekki er lengur að Tala um síldarvertíð björtustu mán- uðina. Þá eru allir skólar lokaðir. Á þeim tíma ganga þúsundir ungmennaatvinnu- litlir og sveitarstjórnarmenn reyna að berja í brestina með þvi að búa til ýmis störf fyrir unglingana, sem í flestum tilvikum er ekki annað en atvinnubótavinna. En samt sem áður er þetta virðingar- verð viðleitni til að sjá skólanemum fyrir einhverj- um störfum. En á sumrin standa skóla- húsin auð og kennarar taka sér löng sumarfrí. Það skóla- kerfi sem hér er byggt upp er varla svo harðmúrað að engu sé hægt að breyta, enda er ávallt verið að breyta því, meðal annars með því að lengja-skólatímann og fjölga nemendum. En er það nokk- ur goðgá þótt stungið sé upp á því að við sjávarsíðuna sé skólatíma hnikað til svo að unga fólkið geti tekið til hendi þegar mest er þörf fyrir vinnukraft þess en sitji við nám þegar minna er um að vera í atvinnulífinu. Vafalaust rísa skólamenn öndverðir gegn öllum hug- myndum af þessu tagi, enda' mundi breyttur skólatími valda röskun á starfi þeirra og skólakerfinu í heild. En væri ekki æskilegra að við ynnum sjálfir fyrir kostnaði við okkar skólakerfi í stað þess að láta útlendinga gera það? Lífsmark í Dalvík Enn ein frétt úr Tímanum í gær. Nemendur Dalvíkur- skóla sem búa í heimavist eða búa fjarri skólanum voru orðnir leiðir á að vera í fæði í veitingasölu. í stað þess að kvarta og kveina komu krakkarnir sér upp eigin mötuneyti sem þeir reka við heldur ófullkomnar aðstæður í heimavistinni. Þar smyrja þau brauðið sitt, hella upp á kaffi, og elda jafnvel soðn- inguna og þvo upp eftir sig sjálf. Ekkert af þessu er í rauninni þakkarvert, en þáma sýna ungmennin fram- tak og sjálfsbjargarviðleitni, og í stað þess að láta 'aðra bera fyrir sig alla björg og þrífa upp eftir sig gera þau það sjálf. Það er mikill siður í þessu landi að kvarta og kveina yfir vondum þjónustubrögðum margs kyns aðila og þeir sem mest kvarta eru auðvitað þeir sem ætlast til að allt sé borið fyrir og þrifið upp eftir þá á eftir. En ef krökkunum á Dalvík fellur ekki matseld- in í heimavistinni er engum um að kenna nema þeim sjálfum. En áfram með smjörið, krakkar, það er eins sjálfsagt að þið matbúið í ykkur og þvoið upp og að sitja lungann úr sólarhringn- um yfir skræðunum. OO starkaður skrifar Austurríski lidþjálfinn aftur á dagskrá í Vestur-Þýskalandi ■ ADOLF Hitler og ullt sem honum tengist er góður bisness í Vestur-Þýskalandi um þessar mundir. I tilefni af því, að hálf öld er liðin frá því að gömlu valdastéttirnar þar í landi leiddu austurríska liðþjálfann til æðstu valda, sem hann lét ekki af hendi aftur fyrr en við sjálfsmorð í rústum Berlínar vorið 1945, hefur framleiðsla á alls konar hlutum, sem minna á Hitlcrstímann, blómstrað. Auk þess hefur fjöldinn allur af bókum og blöðum séð dagsins Ijós, sýningum hefur víða verið komið upp, lcikrit sett á svið og kvikmyndir og sjónvarpsþættir sýndir. Einn bóksalinn orðaði það svo í blaðaviðtali, að nú væri koinið í tísku þar í landi að lesa um fortíðina, en áður fyrr hefði fólk keypt bækur um Hitlcr með sama hugarfari og uin klámbækur væri að ræða. En nú cr nasisminn sem sagt ekkert klám í hugum manna þar í landi lcngur. Það er auðvitað til góðs eins ef Þjóðverjar kynna sér óhugnaðarverk Adolf Hitlers og nasista, átta sig á því hvernig þeitn tókst að komast til valda og gera sér grein fyrir því, hvers vegna þýska þjóðin varð þeim svo auðsvcip. Slík þekking er auðvitað forsenda þess að nýr Hitler rísi ekki í Þýskalandi. Ýnisir liafa einmitt vakið athygli á því i tilefni af fimmtiu ára valdatökuafmælinu, hversu nasisk viðhorf eiga sér enn sterka formælendur. Græningjarnir svonefndu, þ.e. flokkur eða kosningasamtök umhverflsverndarmannahafa verið framan- lega í flokki þeirra, sem bent hafa á þessa staðreynd. Og vissulega eru ýmsir viðkvæinir. Ahrifamenn mcðal kristilegra demókrata, sem nú fara með stjórn landsins, urðu til að mynda býsna reiðir vegna sýningar, sem efnt var til, þar sem sýndar voru Ijósmyndir úr verksmiðjum þeim, sem stórfyrir- tækin AEG og Siemens ráku á stríðsárunum með nauðungar- eða þrælavinnu. Þessi fyrirtæki eru enn ineðal stærstu frainleiðslufyrirtækja landsins, og þótti sumum ekki við hæfi að rifja upp hlutdcild þcirra í glæpaverkum nasista. En auðvitaö er slík upprifjun eitt af því sem komiö gæti í veg fyrir að atburðirnir endurtaki sig. SAMKVÆMT blaðafréttum hefur sú spurning, hvort nýr Adolf Hitler gæti komist til valda í Vestur-Þýskalandi, cinmitt verið áleitin þessar vikurnar. Menn liafa velt fvrir sér ógnarferli Hitlers og varpað fram spurningunni: getur þetta gerst aftur? Svörin virðast nokkuð á tvo vegu. Annars vegar eru þeir, sem óttast að slíkt geti gerst aftur. Þcir benda á ýmsa þætti í vestur-þýsku þjóðféiagi, sem eigi sér hliðstæöu við ástandið á dögum YVeimarlýöveldisins. Einnig vekja þeir athvgli á því, að öfgainenn til hægri hafí látið til sin taka í vaxandi mæli m.a.1 meö aukinni valdbeitingu af hálfu nýnasistahúpa og með vaxandi útlendingahatri. „Hinn illi andi fortíðarinnar lifír enn“ sagði til dæmis i yfirlýsingu, sem leiðtogar samtaka gyðinga í Vestur-Þýskalandi sendu frá sér nýlega. En þótt hægt sé að benda á ýmis atriöi í vestur-þýsku þjóðfélagi samtímans, sem vekja kunni ugg, þá virðast þú flestir þar í landi telja, að sú lýðræðisþróun, sem hófst eftir fall Hitlers, hafí mótað svo mjög hinar vngri kynslóðir, að nýr Hitler ætti enga von um að ná fótfestu. Vonandi hafa þeir rétt fyrir sér. -Starkaður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.