Tíminn - 09.02.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.02.1983, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983. á vettvangi dagsins Að duga eða drepast eftir Árna Benediktsson, framkvæmdastjóra ■ Frá því hefur verið skýrt í fréttum að forsvarsmenn samvinnuhreyfingar- innar um land allt komu saman til fundar til þess að ræða horfur í rekstri fyrirtækja hreyfingarinnar. Það var samdóma niðurstaða að grípa yrði til mjög víðtækra aðhaldsaðgerða til þess að komast hjá alvarlegum áföllum, þ.e.a.s. til þess að komast hjá því að fjöldi fyrirtækja ættu yfir höfði sér að fara hreinlega á hausinn. Það var samdóma niðurstaða að grípa yrði til mjög víðtækra aðhaldsaðgerða til þess að komast hjá alvarlegum áföllum, þ.e.a.s. til þess að komast hjá því að fjöldi fyrirtækja ættu yfir höfði sér að fara hreinlega á hausinn. Það eru fleiri fyrirtæki en samvinnufyrirtækin að huga að því þessa dagana hvernig og hvar verði að draga saman seglin. Allt íslenskt atvinnulíf stendur nú frammi fyrir þeim vanda að búast má við miklum áföllum og leitar að leiðum út úr þeim vanda. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því hvað felst í þeim aðhaldsaðgerðum, sem fyrirtæki geta gripið til við þær aðstæður, sem nú eru að skapast. í fyrsta lagi má draga úr fjárfestingu. Það hefur í för með sér að atvinnutækifærum fækkar. í öðru lagi að hætta rekstri þeirra framleiðsluþátta, sem ekki skila nægum árangri. Það hefur í för með sér samdrátt í atvinnutækifærum. í þriðja lagi að draga úr kostnaði. Þar getur m.a. verið um það að ræða að bæta nýtingu vinnuafls þannig að starfsfólki fækki. í fjórða lagi getur verið mögulegt að bæta nýtingu fjármagns, t.d. með betri birgða- stjórn. Það hefur ekki bein áhrif á starfsmannahald. í fimmta lagi getur komið til greina að hægt sé að nýta betur framleiðsluþætti með framleiðsluaukn- ingu. Það hefur í för með sér aukin atvinnutækifæri. Æskilegast væri að sjálfsögðu að hægt væri að stefna að þessu síðast talda, en því miður, við núverandi aðstæður er það í fáum tilfellum mögulegt. Með 15% kostnaðarhækkun núna þann fyrsta mars og aðra eins eftir þrjá mánuði er ekki hægt að taka á málum á þann hátt, jafnvel þó að kostnaðarhækkanir séu bættar hið bráðasta með gengisbreytingu og á annan hátt. Þessum aðstæðum má breyta og þeim verður að breyta, annars verður hér óhjákvæmilega mjög alvar- legur samdráttur í atvinnulífinu innan tíðar. Hvað getur rfldsstjórnin gert Ríkisstjórn sú, sem nú situr, hefur fyrir löngu misst starfshæfan meirihluta á þingi og kemur því engum málum áfram á skikkanlegan hátt. Þar að auki hefur hún aldrei verið fær um að ná samkomulagi um að leysa efnahagsvand- ann á þann hátt, sem henni var í upphafi treyst til. Það er því væntanlega til of mikils mælst að hún geti nú á stuttum tíma tekið af skarið og styrkt efnahags- lífið á þann hátt, sem nú er nauðsynlegt. En þó verður að ætla, að þeir menn, sem í ríkisstjórninni sitja hafi þann metnað til að bera, að þeir kjósi að skilja sæmilega við efnahagslífið, fremur en að allt sé í kaldakoli. Það er nú orðið Ijóst að núverandi ríkisstjórn situr fram yfir kosningar, sem ekki verða haldnar fyrr en í fyrsta lagi á síðustu dögum vetrar, ef ekki síðar. Síðan tekur myndun nýrrar stjórn- ar nokkum tíma. Það má því búast við að liðið geti fjórir til sex mánuðir uns starfhæf ríkisstjórn tekur við. Við svo búið má ekki standa. Það má ekki ske að ekkert verði að gert um margra mánaða skeið. En þess er engin von að núverandi ríkisstjórn geti lagt fram og fengið samþykktar nauðsynlegar ráðstafanir við núverandi stjómmála - ástand.En eitt gæti hún gert.Hún gæti frestað verðlagsbreytingum þangað til hæfilega löngu eftir kosningar og gert nokkrar eðlilegar hliðarráðstafanir um leið. Það vill svo til að hægt er að gera þetta án þess að það snerti kaup- mátt launa svo að nokkm nemi. Á þennan hátt gæti núverandi ríkisstjórn skilað efnahagslífinu í bærilegri stöðu og jafnframt gefið næstu ríkisstjórn nokkurt tóm til að undirbúa framhaldið. Sú ríkisstjórn gæti þá, ef henni og öðmm sýndist svo, tekið aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þær ráðstafanir, sem nú þarf að gera í samræmi við framansagt þarf að gera eftirfarandi ráðstafanir nú þegar: 1. Verðbótum á laun verði frestað þangað til tveim mánuðum eftir næstu kosningar. 2. Gengi dollara verði óbreytt frá þeim degi að þessi ákvörðun verður tekin og til sama tíma. Aðrar myntir skráist í samræmi við það. 3. Verðtrygging lána verði óbreytt þennan tíma, en taki gildi eins og frá var horfið þegar tímabilinu lýkur, nema annað verði ákveðið. 4. Útlánsvextir lækki niður í 15% og verði jafnir, eða því sem næst, hvert sem lánsformið er. 5. Fyrirframgreiðsla skatta og útsvara lækki í samræmi við þann sparnað, sem af þessum ráðstöfunum leiðir. Gera verður ráð fyrir að álagning opinberra gjalda verði einnig í samræmi við það þegar þar að kemur. 6. Engar innlendar verðhækkanir verði heimilar. 7. Uppsöfnuð hækkun á áburðarverði verði niðurgreidd. Hvað gerist 1. mars? Við það að stöðva kaupgjalds- og verðlagshækkanir þann 1. mars og lækka vexti til samræmis, þó ekki meira en svo að þeir verði jákvæðari en lengi hefur verið, verður mjög veruleg breyting á stöðu atvinnuveganna. Þörfin fyrir nýtt rekstrarfjármagn minnkar. Það er meg- inatriði, því að nýtt rekstrarfé er hvergi að hafa. Og það er einmitt þessi þörf fyrir nýtt rekstrarfé, sem ekki er fáanlegt, sem veldur þeim samdrætti í atvinnulífinu, sem fyrirsjáanlegur er. Það veldur því meginbreytingu á stöðu atvinnulífsins og möguleikum þess til að halda uppi fullri atvinnu ef víxlverkun kaupgjalds og verðlags verður stöðvuð, þó ekki séu nema til bráðabirgða að svo komnu máli. Fyrir launþega lítur dæmið þannig út ef þessar aðgerðir verða gerðar. Kaup- máttur launa á útreikningsdögum verður nokkru lægri. Þegar skoðað er heilt verðlagstímabil og tekið tillit til vaxta- lækkunar óg skattalækkunar verður kaupmátturinn lítið sem ekkert minni. Hins vegar dreifist hann öðruvísi en áður, t.d. eykst kaupmáttur húsbyggj- enda og þeirra sem skulda vegna húsbygginga. Aftur á móti minnkar kaupmáttur þeirra, sem tryggari tjár- hagsstöðu hafa. Það er síðan ekkert vafamál að þegar líður á þetta ár verður kaupmáttur ráðstöfunartekna verulega meiri en hann verður ef engar ráðstafanir verða gerðar til þess að tryggja það að atvinnulífið verði ekki fyrir þeim á- föllum, sem nú blasa við að öðru óbreyttu. Atvinnuleysi hefur verið mikið alls staðar í hinum vestræna heimi, eins og alkunnugt er. .Það atvinnuleysi fer enn vaxandi. Við höfum borið gæfu til að halda atvinnuleysinu utangarðs. Það væri mikil ógæfa ef atvinnuleysið héldi innreið sína einnig hér. Þær samdrátt- araðgerðir, sem nú eru óhjákvæmiíegar í atvinnulífinu, verða til þess að tækka atvinnutækifærum verulega. Þó að reynt verði af fremsta megni að láta þær ekki verða til þess að atvinnuleysi verði, er það aðeins tímaspursmál hve lengi það tekst, nema því aðeins að stjórnvöld hjálpi til. Það má ekki dragast í marga mánuði. landbúnaðarspjall Horf ur í búf jár- framleiðslunni Fyrri hluti ■ Sumarið 1979 stofnaði Búfjárræktar- samband Evrópu (EAAP) níu vinnu- hópa til að athuga stöðu og horfur í öllum greinum búfjárræktar í álfunni til aldamóta. Könnunin náði til allra landa Evrópu, bæði vestan og austan járntjalds, og var hliðsjón höfð af ástandi og horfum á heimsmarkaði. Samtals tóku um 50 sérfróðir menn þátt í þessu starfi, en svo yfirgripsmikil könnun hefur ekki verið gerð áður um þetta efni. Skýrsla þeirra sá dagsins ljós í haust, og hefur hollenska útgáfufyrirtækið ELS- EVIER nú gefið hana út í bókarformi. Hér á landi hafa bændasamtökin, land- búnaðarráðuneytið og fleiri aðilar fengið bókina í hendur, en í henni er mikill fróðleikur, sem eðlilegt er að hafa til hliðsjónar á þeim umbrotatímum sem nú eru í íslenskum landbúnaði. Hér verður vikið að nokkrum veigamiklum atriðum sem fram koma í skýrslunni. Blikur á lofti í skýrslunni er reiknað með litlum hagvexti og háu orkuverði sem hefur m.a. veruleg áhrif á áburðarverð. Mark- aðurinn virðist mettaður fyrir ýmsar landbúnaðarvörur framleiddar í álfunni. Talið er, að Evrópuiönd muni stefna í æ ríkari mæli inn á þá braut að verða sjálfum sér nóg hvað matvælaforða varðar og óráðlegt sé að reikna með meiri háttar viðskiptum með t.d. mjólk- ur- og kjötvörur á milli Evrópu og annarra heimsálfa. Áhersla er lögð á aukna hagkvæmni við framleiðsluna, enda verði æ erfiðara að fá afurðaverð til að mæta hækkandi framleiðslukostn- aði. Því má segja, að í skýrslunni komi fram viðvörun til bænda og þeirra sem skipuleggja framleiðslu búsafurða í hinum ýmsu löndum álfunnar, ábending- ar sem gefa fullt tilefni til umræðna og endurskoðunar. Þrátt fyrir góðan vilja og bjartsýni verður ekki hjá því litið og erfiðari tímar virðast framundan. Nautgripum fækkar Gert er ráð fyrir að mjólkurkúm fækki enn í flestum löndum Vestur-Evrópu, búin haldi áfram að stækka og þar með fækki framleiðendum. Jafnframt hækki meðalársnyt kúnna. í sumum löndum er og verður nauðsynlegt að gera ráðstafan- ir til að takmarka mjólkurframleiðsluna, t.d. með kvóta. Talið er, að meiri hluti nautakjötsframleiðslunnar verði áfram hliðarbúgrein með mjólkurframleiðsl- unni. Hér á landi hefur mjólkurfram- leiðslan verið dregin töluvert saman síðustu árin og er nú talin um það bil hæfileg fyrir markaðinn. Aftur á móti er að verða nokkur aukning í framleiðslu og sölu nautakjöts. Þróunin hér er því í stórum dráttum í samræmi við það sem er að gerast í nágrannalöndunum, a.m.k. hvað mjólkina varðar. Sauðfjármarkaðir að breytast Þéss sjást nú þegar merki, að Evrópu- lönd ætli að verða mun minna háð innflutningi kindakjöts í framtíðinni. í mörgum ríkjum álfunnar er neysla kindakjöts mjög lítil, það er víðast hvar dýrt kjöt miðað við alifugla- og svína- kjöt, og er því gjarnan litið á það sem lúxusfæðu. Æ fleiri lönd munu stefna að nægilegri framleiðslu fyrir heimamark- að, það hefur nú þegar skeð í Noregi svo að vel þekkt dæmi sé tilgreint. Þungamiðja heimsmarkaðar fyrir kinda- kjöt hefur lengi verið í Bretlandi vegna hins geysimikla innflutnings frá Nýja Sjálandi. Þar er séð fyrir sú veigamikla breyting, að heimsmarkaður fyrir kinda- kjöt færist að verulegu leyti yfir til Asíulanda, og þar með mun heims- markaðsverð ákvarðast í þeim heims- hluta. í Evrópu vantar ull og virðist eftirspum vaxandi. Eftir því sem best verður séð eru þessar vísbendingar ekki tilefni til bjart- sýni hvað íslenska kindakjötsframleiðslu varðar. Bjartari framtíð virðist vera fyrir ull og ullarvörur, en sá þáttur er tiltölulega lítill í sauðfjárrækt okkar. Með hliðsjón af aðstæðum er sú stefha bændasamtakanna að beita sér fyrir fækkun sauðfjár til að draga úr kjötfram- leiðslunni bæði hyggileg og nauðsynleg að mínum dómi. Eg tel reyndar, að nú sé rík ástæða til að taka stöðu sauðfjár- ræktarinnar til gagngerrar endurskoðun- ar, þar eð mikið veltur á viðgangi hennar, einkum í hinum dreifðari byggð- um landsins. í næsta pistli verður vikið að hrossa- rækt, loðdýrarækt o.fl. greinum búfjár- ræktar. Ólafur R. Dýrmundssoa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.