Tíminn - 09.02.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.02.1983, Blaðsíða 4
4 17.4*1/ Bilaleigan\S CAR RENTAL ^ ö 29090 SSSSrrSJ REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063 Útboð Tilboðóskast í málningarvinnu I íbúðarhúsnæði Reykjavikurborgar. A. Málun innanhúss á leiguíbúðum í fjölbýlishúsum hjá Reykjavíkur- borg. B. Málun innanhúss á íbúðum aldraðra hjá Reykjavíkurborg. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn 300 kr. skilatryggingu fyrir hvort verk fyrir sig. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriöjudaginn 22. febr. 1983 kl. 14 e.h. INNKÁUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkj jv«gí 3 — Sími 25800 wt Laxveiði Laxveiðiáin Hrófá í Strandasýslu er til leigu á komandi sumri 1983, ef viðunandi tilboð fæst. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fresturtil aðskilatilboðum ertil 31. mars 1983. Allar upplýsingar gefur Lýður Magnússon Húsa- vík, sími 95-3316 Lóð fyrir veitingarekstur Hafnarfjarðarbær hyggst úthluta á næstunni lóð fyrir veitingarekstur við Reykjanesbraut ofan Hvamma. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu bæjarverkfræðings Strandgötu 6 og þar verður einnig tekið við umsóknum. Greina þarf I umsóknum frá áformuðum stærðum bygginga og lóðar, formi reksturs ofl. Umsóknarfrestur er til 1. mars 1983. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Bæjarverkfræðingur. Réttindi til hópferðaaksturs Þann 1. mars 1983 falla úr gildi réttindi til hópferðaaksturs útgefin á árinu 1982. Umsóknir um hópferðaréttindi fyrir tímabilið 1. mars 1983-1. mars 1984 skulu sendast til Umferðamáladeildar fólksflutninga, Umferða- miðstöðinni Reykjavík fyrir 20. febr. n.k. í umsókn skal tilgreina árgerð - tegund - sætafjölda bif eiða. Einnig skal tilgreina hvort bifreiðin er notuð til fólksflutninga. Reykjavík 9. febr. 1983 Umferðamáladeild fólksflutnigna. VÖRU- \ 270 UVSING )*/ l Hráetnh. svi \Vrydds>ÍÍ5^ \ \ —7T \\Ssf% landsins besfa kæfa m Ufta*52 ettópy^y ■T® 9 _ uá\1 aú'ur nauta- °| . nv.e't' svínafjta, \aukur, ivírrafita. ®n'\aukur, jrrnMÓ'k.®a níuíT___ 'W***£m 22 9. *0'- Wa 22 9>oV ótetn y 9’ _________ ^^Sstaö°o9 > ^EA.AKurevn •' 'i . 1 I y )r ’r'■/ ( MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983. fréttir ff Flugmál Skagfirðinga komin í slæman vítahring: Tap Flugleida eykst og þjónusta vid okkur versnar” — segir Magnús SAUÐÁRKRÓKUR: „Við erum á- kaflega óánægð með þjónustu Flug- leiða við okkur. Þetta er stórt mál fyrir bæjarfélagið”, sagði Magnús Sigur- jónsson bæjarráðsmaður á Sauðár- króki, þar sem þetta mál hefur töluvert verið rætt í bæjarstjórn í vetur. - Þetta er vaxandi bæjarfélag, sem þarf á vaxandi samgöngum að halda. En þegar við höfum þurft að fá aukna þjónustu, þá hefur þvert á móti verið dregið úr henni. Það hefur aftur orðið tii þess að fólk fer að fara frekar eftir öðrum leiðum - fer að taka bílinn sinn og keyra, m.a. vegna þess að það er orðið svekkt á að bíða eftir flugferð sem svo kemur ekki. Flugi er sífellt frestað og síðan oft fellt niður. Við þetta minnkar svo aðsóknin og þar Sigurjónsson á Sauðárkróki með nýtingin á vélunum. Flugleiðir fljúga þá með minni vélum til að reyna að bæta sætanýtinguna, en við það virðist hún þó enn versna, því margir eru hræddir við að fljúga með þessum litlu vélum. Þetta er því orðinn vítahringur, sem leiðir til þess að þeir tapa meira og meira og við fáum lakari og lakari þjónustu. Bæjarráði hefur nú verið falið að skrifa samgönguráðu- neytinu vegna þessa máls, því ítrekað- ar tilraunir til að fá úr þessu bætt hafa ekki borið árangur. Áætlunin er nú um flug fimm daga vikunnar. „En við þurfum að hafa hingað flug á hverjum degi, það er lágmarkskrafa okkar. Hins vegar hafa Flugleiðir þó lofað að koma til móts 'úð okkur í sumar um að hafa flugið ekki alltaf á miðjum degi, heldur að morgni, svo okkur nýtist dagurinn í Reykjavík. Það er mjög óheppilegt að fara á miðjum degi og koma suður þegar dagurinn er að verða búinn. Þá fer heill dagur í þetta, sem sára lítið er hægt að nota, því flestir eru að fara til ýmisskonar útréttinga”, sagði Magnús. - Það að við höfum hér einn af bestu flugvöllum landsins held ég líka að bitni á okkur. Hingað er alltaf hægt að fljúga og þessvegna fresta þeir flugi hingað þegar gefur á þá staði sem erfiðara er að fljúga til. „Já, við sitjum oft á hakanum einmitt vegna þess að við höfum góðan flugvöll, þótt merki- legt sé“, sagði Magnús. -HEI ■ Stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Vestmannaeyj- ■ muti af því unga fólki sem stofnaði Félag ungra um, frá vinstri: Ómar Reynisson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, framsóknarmanna í Vestmannaeyjum nýlega. Þorkell Árnason, Sigurjón Jakobsson, Óddný Garðarsdóttir og Hörður Rögnvaldsson. FUF félag stofnad í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar: Helgina 21. til 23. janúar sl. var mikið um að vera hjá framsóknarfólki í Vestmannaeyjum. Auk þess að gangast fyrir fjðlmennu og vel heppnuðu þorrablóti - sem áður hefur verið getið um - stofnaði ungt framsóknarfólk í Eyjum nýtt Félag ungra framsóknarmanna. Þá héldu og þingmenn flokksins í Suðurlandskjör- dæmi, þeir Þórarinn Sigurjónsson og Jón Helgason almennan stjórnmála- fund með Eyjamönnum. „Það er því óhætt að segja að sá bardagi sem framundan er í pólitíkinni fari vel af stað“, sagði Andrés Sigmuhdsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í samtali við Tímann. Átjándi hver V-Húnvetningur orðinn 75 ára: „Stofnanir geta verið skaðlegar — sérstaklega ef þjónusta er þar mikil’% segir héraðslæknirinn á Hvammstanga Vestur-Húnavatnssýsla: „Fyrir nokkr- um árum var sú trú að elliheimili leystu flestan vanda. En menn komust að raun um að stofnanir geta jafnvel verið skaðlegar, sérstaklega ef þjónusta er þar mikil. Gamalt fólk má síst við því að tekin séu af því verkefni sem það er fært um að ráða við sjálft. Að öðrum kosti missir það smám saman frum- kvæði og sjálfsbjargarhvöt og hrörnar fyrr en ella.“ Framanritað kom m.a. fram í erindi Matthíasar Halldórsson- ar, læknis sem ræddi um öldrunarmál- efni V-Húnavatnssýslu á ráðstefnu Fjóðungssambands Norðlendinga um málefni aldraðra á Norðurlandi. Fram kom hjá Matthíasi að hlutafall aldraðs fólks (sem hann miðar við 75 ára og eldri) er mjög hátt í V-Hún., þ.e. 92 af alls 1.561 íbúum í sýslunni, eða 5,9%. Hvað varðar heil kjördæmi er þctta hlutfall hæst í Reykjavík og Norðurlandi-vestra um 5,4%, en t.d. aðeins 2,3% í nágranna- byggðum Reykjavíkur. Er því ljóst að hlutfal! fólks 75 ára og eldra er mjög hátt í V-Hún. Matthías segir vafalaust að sú þjón- usta sem boðið er upp á Hvammstanga eigi sinni þátt í tilhneigingu aldraðs fólks úr sveitum sýslunnar að flytjast þangað. Á Hvammstangahefurstarfað sjúkraskýli frá árinu 1918 og sjúkrahús frá 1960, sem átti þá að rúma 6 sjúklinga á sjúkrastofum og 12 á ellideild. Á rúmum tveim áratugum hafi langlegurúmum hins vegar fjölgað í 30 og anni það þó ekki eftirspurn. Þetta aukna rými hafi fengist með því að rýma starfsmannaíbúðir, breyta geymslum í sjúkrastofur og með því að hafa óhóflega mörg rúm á hvérri stofu. Nánast eingöngu sé því tekið við hjúkrunarsjúklingum og rugluðum gamalmennum til þess að leysa neyðar- ástand á heimilum. Vanda annarra segir Matthías að reynt sé að ieysa með heimaþjónustu. Hjúkrunarfræðingur í 3/4 starfi komi reglulega til 6-8 einstaklinga og um 10' manns njóti reglulegrar heimilishjálp- ar stúlku í 3/4 starfi, launaðrar af Hvammstangahreppi. Ör skipti á starfsstúlkum hafi í fyrstu skapað vandamál, en ágæt kona hafi nú sinnt þcssu starfi í um eitt ár. Auk þess fái nokkrir einstaklingar á Hvammstanga heimsendan heitan mat úr eldhúsi sjúkrahússins. Þjónustu þessa segir Matthías vafalaust borga sig þótt eingöngu sé litið á peningahliðina. Til samanburðar nefndi hann að á sjúkra- húsum séu starfsmenn jafn margir og sjúklingar og daggjöld 725 kr. (í haust er leið). íbúðir fyrir aldraða eru á tveim stöðum í sýslunni. Á Laugábakka í Miðfirði byggði Ytri-Torfustaðahrepp- ur 4 íbúðir á árunum 1978-80, sem lítil sem engin eftirspurn hefur verið eftir, enda vantar þar alla þjónustu. Þá hafa 5 af 7 hreppum sýslunnar staðið fyrir byggingu 8 íbúða á Hvammstanga, sem átti að vera lokið fyrir nær tveim árum, en ekki er að öliu lokið við ennþá. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.