Tíminn - 10.02.1983, Page 1
o *
Sársauki eða svefn — sjá leikdóm llluga Jökulssonar bls. 13
O 3 C
FJÖLBREYTTARA
OG BETRA BLAÐ!
Fimmtudagur 10. febrúar 1983
32. tölublað - 67. árgangur
Einnig ágreiningur í þingflokki Alþýðubandalagsins
um kjördæmamálið: y
„ER EKKI REWUBUINN AD
SAMÞYKKJA ÞESSI DRÖG”
segir Ragnar Arnaids fjármálaráðherra um samkomulagsdrögin
■ „Ég hef mjög alvarlegar
athugasemdir að gera við þessi
drög sem voru rædd núna um
helgina og er ekki reiðubúinn að
samþykkja þau og það gildir
raunar um minn flokk líka,“
svaraði Ragnar Amalds, fjár-
málaráðherra spurningu okkar
um það hvort hann og Alþýðu-
bandalagið væra sátt við þau
frumvarpsdrög sem fyrir liggja í
kjördæmamálinu.
- Vankantamir eru í fyrsta
lagi þeir, að í þessari síðustu
útgáfu er gert ráð fyrir þessari
„niðurskotaaðferð“. I t.d. 5
manna kjördæmum úti á landi
þá gildir ekki niðurstaða kosn-
inganna í kjördæminu um það
hverjir eru kosnir, heldur er
opnað fyrir það að 5. maðurinn
geti komið til flokksins sem alls
ekki hefur unnið fyrir því í
kosningunum í viðkomandi kjör-
dæmi, þ.e. kosningíkjördæminu
er ekki látin ráða. Þetta getur
t.d. komið þannig út, að einn
flokkur með 2.000 atkvæði fái 1
þingmann en annar flokkur með
1.000 atkvæði fái 2 þingmenn,
vegna þess að kosningin í kjör-
dæminu er ekki látin gilda, getur
stærri flokkurinn þannig fengið
1 þingmann en sá minni 2
þingmenn. Þetta er bein afleið-
ing af því menn ganga svo langt,
að það er ekki aðeins verið að
færa uppbótarþingmennina
hingað suður, heldur er raun-
verulega verið að fækka þeim
þingmönnum í kjördæmunum
úti á landi, sem kjósendur í
viðkomandi kjördæmum eiga að
kjósa.
í raun og veru má orða þessa
tilllögu sem verið var að ræða
um nú um helgina á annan veg,
þ.e.a.s. að samkvæmt henni er
verið að fækka kjördæmakosn-
um mönnum, niður í fjóra í
kjördæmunum út um land og
síðar er einn uppbótarmaður.
Ég hef hins vegar talið það
grundvallaratriði í samkomulagi
flokkanna að kjördæmakosnu
mennirnir í fámennustu kjör-
dæmunum væru að minnsta kosti
5 og við höfum bundið okkur við
það sagði Ragnar.
Aðspurður kvað hann alveg
Ijóst að ekki væri samstaða í
flokkunum um þessa tillögu þótt
skrifað hafi verið um það í blöð.
Á fundi þingflokks og fram-
kvæmdastjórnar Alþýðubanda-
lagsins í fyrradag hafi þessi
útgáfa verið hárðlega gagnrýnd.
„Og niðurstaðan varð sú, að við
héldum okkur fast við fyrri
hugmyndir um að láta kosning-
arnar gilda í kjördæmunum. Við
höfum aftur á móti bent á aðra
leið sem gefur alveg sömu niður-
stöðu hvað snertir flokkajafn-
vægi og búsetuhlutföll, en er án
þessara vankanta sem við sjáum
á þessari síðustu útgáfu, sem eru
fleiri en ég hef þegar nefnt,“
sagði Ragnar.
Flkniefna-
lögreglan:
Umfangs-
mikid
fíkniefna-
mál í
rannsókn
■ Fíkniefnalögreglan er nú
með til rannsóknar nokkuð
umfangsmikið fíknicfnamis-
ferli sem snýst um innflutning
á talsvert ntiklu magni af
fíkniefnum, aðallega kanna-
bisefnum.
Að sögn Gísla Björnssonar
hjá fíkniefnalögreglunni hefur
gæsluvarðháld yfir einum aðila
verið framlengt um 15 daga en
hann hcfur setið inni undan-
farna viku vegna málsins. Enn-
fremur var gerð krafa um
gæsluvarðhald yfir öðrum aðila
sem tcngist þessu máli.
DEILT UM DYRA LAX-
VEIÐIFERÐ Á ÍSLANDI
■ Hríðarveður skall á vestur-
og norðurland í gærmorgun og
varð að aflýsa skólum á Sauð-
árkróki í yngstu deildunum.
Veðrið skall á á Sauðárkróki
um 10 leytið og stóð fram yfir
hádegi.
Á Akurcyri skall hann á um
kl. 11.30 og var dimmviðri með
blindbyl í nær tvær klukku-
stundir. Þar vora svo éljabyljir
fram eflir deginum. Austar,
svo sem á Húsavík, urðu menn
minna varir við vcðurapp-
hiaupið, en þar var hins vegar
versta veður nú fyrir síðustu
helgi.
Myndin hér að ofan var
tekin á Húsavik. (Tíraamynd
— Þröstur) -A.M.
■ „Stjórnarfundir í Norræna
menningarmálasjóðnum eru
haldnir einu sinni á ári í aðildar-
löndum sjóðsins og það þykir
hlýða að hafa einhverja risnu,
halda fulltrúum í stjórninni
veislu eða eitthvað í þeim dúr.
Stjómarfundur var haldinn hér
á landi, að Bifröst í Borgarfirði,
að mig minnir í júlí 1981, og í
stað þess að bjóða til hádegis eða
kvöldverðar var ákveðið að
bjóða í laxveiði í Norðurá sagði
Birgir Thorlacius ráðuneytis-
stjóri og annar fulltrúi íslands í
stjórn Norræna menningarmála-
sjóðsins í gær í samtali við
Tímann. I hádegisfréttum út-
varpsins í gær var sagt frá
athugasemdum endurskoðenda
vegna þessarar veiðiferðar en
þeim þótti hún nokkuð dýr.
„Það er danska ríkisendur-
skoðunin sem sér um endur-
skoðun á reikningum menning-
armálasjóðsins og þeir segja í
athugasemdum sínum að þeir
telji ekki ráðlegt að svo mikið sé
viðhaft í framtíðinni varðandi
risnu fyrir stjórnarmenn,“ sagði
Birgir. Hann sagði að mennta-
málaráðuneytið hefði borið
hluta kostnaðarins af veiðiferð-
inni á móti sjóðnum sjálfum, en
endurskoðendum hefði eigi að
siður vaxið kostnaðurinn í aug-
um.
JGK
Gísli vildi að öðru leyti ekki
tjá sig um málið þar sem
rannsókn þess væri ckki að
fullu lokið.
FRl
Málflutn-
ingur í
skaða-
bótamáii
fjórmenn-
inganna
■ Málflutniogur vegna bóta-
krafa fjögurra einstaklinga
vegna frelsisskeröingar þeirra
meðan á rannsókn stóð í hinu
svonefnda Geirfinnsmáli, hófst
í Hæstarétti i gærmorgun.
Krefst ríkissjóður þess að
bætur fjórmenningunum til
handa verði lækkaðar verulega
frá því sem ákvcðið var í
héraðsdómi sem upp var kveð-
inn í lok apríl árið 1980.
Það er fjármálaráðherra fyr-
ir hönd .ríkissjóðs og ríkissak-
sóknara scm er atytláfrýjandi
skaðabótamálanna fyrir
Hæstarétti. Gagnáfrýjendur
eru Einar.Bollason, Valdimar
Olsen, Magnús Leopoldsson
og Sigurbjöm Eiríksson. Þrír
þeirfyrstnefndu sá tu í varðhaldi
t 105 daga að ósekju, en
Sigurbjöm í 90 daga.
Fréttaritari Tímans fylgdist
nteð málflutningnum í gær og
er frásögn hans að finna á
blaðsíðu 3 í blaðinu í dag.