Tíminn - 10.02.1983, Page 5
Saltvinnsla ad hefjast:
llla gengur að
selja hlutabréf
Stefnt að 8 þúsund tonna
framleiðslugetu í ár
■ Um miðjan þennan mánuð hefst
framleiðsla salts í Sjóefnavinslunni á
Reykjanesi. Til að byrja með verður
framleiðslan 5 tonn á dag, en í árslok er
stefnt að þvi að framleiðslan verði sem
nemur 8 þúsund tonnum á ári. I lok
ársins verður einnig tekinn í notkun
gufuhverfill til raforkuframleiðslu.
Þetta kom fram í svari Hjörleifs
Guttormssonar iðnaðarráðherra við
fyrirspurn frá Karli Steinari Guðnasyni
um sjóefnavinnsluna h.f.
Síðar á árinu verður einnig farið að
framleiða svokallað fínsalt og verður
byrjunarframleiðslan á því sem nemur 2
þúsund tonnum á ári. Næsta ár hefst
síðan framleiðsla á fleiri salttegundum.
Þegar verksmiðjan verður fullbúin verð-
ur framleiðslugetan 40 þúsund tonn af
salti á ári.
Um áramótin 1981-’82 var farin aug-
lýsingarherferð til að safna hlutafé til
verksmiðjunnar. Iðnaðarráðherra
skýrði svo frá að safnast hafi 1. millj. kr.
frá sveitarfélögum, tæp 170 þús. kr. frá
einstaklingum og 105 þús. kr. frá
félagasamtökum. Auglýsingaherferðin
kostaði rúml. 90 þús. kr. Á þessu ári
verður varið 30 millj. kr. til verksmiðj-
unnar, en áætlaður kostnaður við 8 þús.
tonna verksmiðju er 85.8 millj. kr. en
með fínsaltsdeild verður kostnaðurinn
150 millj. kr.
Iðnaðarráðherra taldi að engin vand-
kvæði væru á að selja allt það grófsalt
sem verksmiðjan kemur til með að
framleiða.
Karl Steinar kvað vafasamt að sveitar-
félög hefðu áhuga á að leggja mikið fé
í verksmiðjuna og væru allar upplýsingar
frá stjórn fyrirtækisins í bjartsýnasta
lagi. Hann kvað það enga von að
fiskverkendur keyptu dýrara salt sem
framleitt er innanlands en ódýrara frá
útlöndum. Hann sagði það álitið dýrara
að flytja salt milli verksmiðjunnar á
Reykjanesi og Þorlákshafnar en að
flytja sams konar vöru frá Spáni.
Hjörleifur sagði að sveitarfélög og
einkaaðilar hafi ekki lagt fram það fé til
verksmiðjunnar sem vonast var eftir og
um nýiðnað sem þennan væri aldrei
100% vissa um hvernig til tækist með
framleiðslu og markaði, en reynt væri
að vanda undirbúning eins vel og kostur
væri á.
Husavik?
Viö eigum nánast allt sem þú þarfnast til húsbygginga,
jafnt áhöld sem efni.
Pr byggingarvömr
Husavík. Sírni (96) 41444
Samvinnuferðir-Landsýn kynna sumaráætlun:
SUMARHÚS í H0LLANDI
og Vmis afslAttarkjör
■ í gær kynntu Samvinnuferðir-Land-
sýn sumaráætlanir sínar og kom þar
frara að gert er ráð fyrir hliðstæðum
Qölda farþega á næsta sumri og s.l.
sumar. Erfiðari efnahag margra verður
hins vegar mætt með ýmis konar
hagræðingu, nýjum greiðslukjörum og
afsláttarmöguleikum að því er fram kom
á fundinum. Sögðu forráðamenn ferða-
skrifstofunnar að með því að hagnýta sér
alla möguleika til afsláttar gæti fjögurra
manna fjölskylda hæglega lækkað ferða-
kostnað sinn um fjórðung.
Helsta nýjung hjá Samvinnuferðum-
Landsýn í sumar er að skrifstofan efnir
til vikulegra ferða til sumarhúsa í
Hollandi, nánar tiltekið í þorpinu Eem-
hof sem er rétt hjá Amsterdam. Húsin
eru ný, og þar er fullkomin aðstaða,
- inni- og úti sundlaugar, ljósaböð, nudd-
pottar saunaklefar og fleira tilheyrandi.
Vikuferð í sumar kostar frá 7.600 fyrir
fullorðna og um páskana verðúr boðið
upp á sérstakar kynningarferðir til
Hollands fyrir kr. 5.800 fyrir fullorðna.
Hinir ýmsu afsláttar möguleikar koma
jafnt til greina í Hollandsferðunum sem
öðrum.
Eins og undanfarin sumur halda
Samvinnuferðir Landsýn uppi ferðum til
Rimini á Italíu, Portoroz í Júgóslavíu,
Grikklands og Danmerkur þar sem
viðskiptavinir eiga kost á að leigja
sumarhús.
Ýmsir fleiri möguleikar eru fyrir
hendi varðandi ferðir á vegum Sam-
vinnuferð-Landsýnar, t.d. til Sovétríkj-
anna, Flórída, Hawai o.s.frv. Þá verður
boðið upp á leiguflug til Toronto og
rútuferðir um mið-Evrópu.
Aðildarfélög Samvinnuferða-Land-
sýnar eru m.a. ASÍ, BSRB, BHM,
Landsamband íslenskra samvinnustarfs-
manna, Stéttarsamband bænda og Sam-
band íslenskra bankamanna. Allir sem á
einhvern hátt eru tengdir þessum félags-
samtökum fá aðildarfélagsafslátt er gild-
ir fyrir alla fjölskyldu viðkomandi.
Nemur hann 1.200 krónum fyrir full-
orðna og kr. 600 fyrir börn. Einnig á
fólk kost á 5% staðgreiðsluafslætti ef
greitt er að fullu a.m.k. hálfum mánuði
fyrir brottför. Landsbyggðarfólk fær
ókeypis flug til og frá Reykjavík í
tengslum við utanlandsferðirnar og einn-
ig er fólki gefinn kostur á sérstökum
lafborgunum sem dreifa kostnaði á
langan tíma.
■ Eysteinn Helgason forstjóri og Helgi
Jóhannsson sölustjóri kynna sumaráætl-
un Samvinnuferða-Landsýnar
(Tímamynd Róbert)
Ævintýraheimurinn
★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★
Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta
VIDEOSPORT
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 33460.
Opiðalladaga
kl. 13.00-23.00