Tíminn - 10.02.1983, Síða 9
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983.
9
á vettvangi dagsins
Olafur R. Dýrmundsson:
Horfur f búnað
arframleiðslu
■ í fyrri hluta þessa pistils voru kynnt
nokkur veigamikil atriði úr nýútkominni
skýrslu Búfjárræktarsambands Evrópu,
varðandi nautgriparækt og sauðfjárrækt,
en þar kom fram að erfiðari tímar
virðast framundan að ýmsu leyti. Hér
verður þráðurinn tekinn upp aftur og
drepið á stöðu og horfur í öðrum
búgreinum.
Hrossamarkaður þröngur
Efnahagsástandið á komandi árum
mun hafa veruleg áhrif á getu fólks til
að kaupa og eiga hross til útreiða í
tómstundum. Markaður fyrir reiðhross
er því ótryggur, en ljóst er að auknar
kröfur verða gerðar til gæða þeirra.
Markaður fyrir hrossakjöt er þröngur og
eru ekki fyrirséðar neinar umtalsverðar
breytingar á því sviði. í raun og veru
sjást nú þegar merki þessarar þróunar.
Þannig má ætla að ein ástæða sí
minnkandi útflutnings íslenskra reið-
hesta sé versnandi efnahagur fólks í
nágrannalöndunum. Flest rök hníga nú
í þá átt, að íslenski hrossastofninn sé
orðinn mun stærri en þörf er á, enda
hefur hrossum fjölgað gífurlega síðan
um 1970.
Á alifugla- og
svínarækt að vera
verksmiðjubúskapur?
Þar sem mörg Evrópulönd eru háð
verulegum innflutningi fóðurkorns er
eðlilegt að framtíð þessara búgreina
tengist náið kornverði á heimsmarkaði.
Áætlað er, að neysla alifugla- og
svínakjöts haldi áfram að aukast. Búin
stækka stöðugt, en verksmiðjuvæðing
þessara búgreina sætir vaxandi gagnrýni
almennings erlendis, einkum hvað varð-
ar mengunarhættu og meðferð dýra, t.d.
í þröngum búrum. Eg tel að hér á landi
sé ekki nægilega mikið rætt um þessa
þróun, hvorki meðal bænda né almenn-
ings.
Loðdýrarækt
í sviðsljósinu
Þar eð markaður fyrir afurðir af
loðdýrum er mjög háður tísku á hverjum
tíma geta orðið sneggri og meiri breyt-
ingar á markaðsverði en tíðkast þegar
SÍÐARI HLUTI
um nauðsynjavörur, svo sem kjöt og
mjólk, er að ræða. Hér gæti versnandi
efnahagsástand einnig haft tiltölulega
mikil áhrif. Talin er hætta á offram-
leiðslu, sérstaklega ef efnahagsástandið
í heiminum versnar, en samkeppnisað-
staða, t.d. í refa- og minkarækt, muni
einkum byggjast á að unnt verði að
halda niðri kostnaði við vinnuafl og
fóðrun dýranna. Vissulega fellur mikið
til af góðu og tiltölulega ódýru loðdýra-
fóðri hér á landi, en kapp er best með
forsjá við eflingu þessara búgreina.
Kanínurækt ný
búgrein hér
Þótt kanínurækt í Evrópu sé einkum
stunduð vegna kjötframleiðslu er einnig
töluverð framleiðsla á skinnum og ull.
Rúmlega fjörðungur heimsframleiðslu
angóraullar af kanínum er frá Evrópu-
löndum, og er markaður fyrir angóraull
og ullarvörur talinn ágætur. Engu er
spáð um framtíðina, en horfurnar fyrir
þessa búgrein hér á landi virðast all
góðar.
Fiskirækt vaxandi
í þessari grein hefur orðið mikil
framleiðsluaukning síðustu árin, og spáð
er aukinni uppbyggingu á ýmsum grein-
um fiskiræktar. Talið er að verulegur
markaður sé fyrir hendi, en gera þurfi
stórátak til að kynna afurðirnar fyrir
neytendum. Hér á landi er mikil upp-
bygging á þessu sviði eins og annars
staðar, enda víða góð skilyrði, en
nokkur óvissa er um markaðsmálin.
Hagnýtt gildi skýrslunnar
Hér að framan hefur aðeins verið
drepið á fáein atriði skýrslunnar, sem
telur á 4. hundrað blaðsíður. Þeir, sem
að henni stóðu, telja að sú umfjöllun
sem hinar ýmsu greinar búfjárræktar fá
þar, geti orðið til að örva umræður um
þörf fyrir ýmiss konar búfjárrannsóknir,
um framleiðslu og markaðsmál, svo og
um þátt ýmissa greina búfjárræktar í
landnýtingu og viðhaldi dreifðra byggða.
Eðlilegt er að þeir aðilar, sem móta
stefnur í landbúnaði Evrópuríkja, færi
sér í nyt þær margvíslegu upplýsingar
sem hér eru dregnar saman í aðgengilegu
formi. Vissulega eru margir þættir
óljósir, forsendur geta breyst og ný
vandamál skotið upp kollinum. Engu að
síður þarf að vega og meta þær
vísbendingar sem fyrir liggja, t.d. í
sambandi við hæfilegt framleiðslumagn
í hverri grein.
ísland er eitt þeirra fáu Evrópulanda
sem standa utan hinna stóru markaðs-
bandalaga, Efnahagsbandalags Evrópu
í vestri og COMECON í austri, og hefur
því nokkra sérstöðu, m.a. vegnasmæðar
sinnar og hinnar miklu langvarandi
verðbólgu. Það er ljóst að samkeppni á
útflutningsmörkuðum fer harðandi og
við þurfum að horfa til lengri tíma en
gert hefur verið, ekki aðeins að leysa
vandamál líðandi stundar. Svo er það
ekki nóg að geta selt afurðir á erlendum
mörkuðum, ef verðið sem fyrir þær fæst
er ekki viðunandi, jafnvel svo lágt að
bóndinn fái ekkert í sinn hlut þegar upp
er gert. Bjartsýni er góðra gjalda verð,
en ég vil þó vara við þeirri óskhyggju,
sem mér finnst bera töluvert á, t.d.
varðandi möguleika á útflutningi dilka-
kjöts. Ég tel að gefa þurfi framtíðar-
stefnu í framleiðslu- og markaðsmálum
meiri gaum og leggja raunsærra mat á
aðstæður með hliðsjón af þeim upplýs-
ingum sem fyrir liggja.
Ólafur R. Dýrmundsson
Jón Ármann Héðinsson:
Opið bréf
til séra Jóns
Einarssonar
Opið bréf til séra Jóns Einarssonar,
Saurbæ, Hvalfirði.
Heill og sæll.
■ Ég sé, að þú gerir kröfur til
almennings með þessum orðum í laugar-
dagsblaði Tímans 5.2. „Krefjumst þess
að mannvirkin verði nýtt áfram.“
Þessi krafa er reist á þeirri tilfinningu,
að alþjóð hafi skyldur við ykkur vegna
þess, að meirihluti þingmanna höfnuðu
því að mótmæla fyrirhuguðu banni við
hvalveiðum um ákveðinn tíma. Vissu-
lega er það „blóðtaka" fyrir hreppsfélag-
ið, ef Hvalur hf. hætti störfum. Enginn
dregur í efa dugnað og atorku þeirra
Hvalsmanna í gegnum árin. Þeir bera af
um dugnað, hagsýni og gætni í rekstri.
Þess vegna ber þeim lof og prís.
En er dæmið svo einfalt, sem þú gefur
í skyn? Ég held varla og þess vegna sendi
ég þér þetta bréf til umhugsunar.
í fyrsta lagi fellur mér illa við
orðbragðið „krefjast“. Er ekki nóg af
slíku og minna af þakklætinu til náttúr-
unnar og þess alls, er þar lifir og deyr.
Hvað áttum við að gera, þegar síldin
hvarf? Á hverja áttum við að gera
kröfur? Nokkur undanfarin ár höfðum
við, sem vorum á kafi í veiðum og
söltun, karlar og konur, ungir sem
gamlir, „skaffað'4 í þjóðarbúið rétt um
30% af gjaldeyristekjum frá sjónum
(sjávarafurðum). En síldin hvarf og ekki
gátum gert kröfur á neinn, nema á okkur
sjálf, þar sem þetta var „sjálfskaparvíti“
undir vísindalegu eftirliti og ráðgjöf.
Ekki meira um það.
Þú segir, að frá hvalveiðum komi
1,37% af þjóðartekjum. Þetta er alrangt
og fjarstæða ein. Kannski sum árin af
gjaldeyri, sem kemurfrásjávarafurðum.
Viss viðmun er sveiflukend vegna marg-
víslegra breytinga frá ári til árs. Mest er
um vert, að fyrirtækið Hvalur hf. hefur
veitt um eða yfir 200 manns mikilvæga
vinnu í fjölda mörg ár og það verður að
tryggja með einu eða öðruni hætti að
hliðstæður hópur missi ekki vinnuna.
Svo er þetta með „að láta undan
hótunum". Það finnst þér hin mesta
lágkúra og mátt vart mæla af vandlæt-
ingu. En ég vil spyrja þig og Eið Guðna,
sem heldur því sama fram, hvernig ætlið
þið að neyða þessar kerlingar til þess að
borða fiskinn okkar? Fái þær andúð á
íslendingum vegna hvaladrápsins, er
ekkert grín að tryggja áframhaldandi
góða sölu á fískinum í Bandaríkjunum.
Einnig munu þessi áhrif ná til allra landa
í Vestur-Evrópu, og hvað er þá skeð
fyrir okkar afkomu? Hvaða kröfur
eigum við þá að gera. Koma skríðandi
og segja? Við mótmæltum svona til þess
að sjá hvað myndi ske, en úr því þið
eruð svona þráar og illvígar, drögum við
bara mótmælin til baka. Þetta er bara
ekki svona einfalt. Áhrif mótmælanna
og allur áróður, sem þau hefðu leitt af
sér, hlyti að vera með þeim hætti, að
gagnslaust væri að biðja um grið. Eðli
áhættunar er sem sagt með þeim hætti
að alls ekki var unnt að taka hana. Þess
vegna var ákvörðun meirihluta þing-
manna, að mínu mati, ful!komlej>a
rökrétt.
Mig langar að forvitnast um það hjá
þér, hvers vegna hættu menn að veiða
steypireyðina hér? Einnig hnúfubakinn
og búrhvalinn er nú hætt að veiða. Þó
hefur búrhvalurinn verið hinn mikilvæg-
asti í gegnum árin hjá Hval hf. Til
fróðleiks vil ég fræða þig um það, að ég
„flensaði44 síðasta búrhvalinn, sent hér
var veiddur, og við það tækifæri lét ég
taka mynd af mér, sem varð merkilegri
en mig grunaði þá.
Það er einnig undarleg tilviljun, að frá
dýraverndunarsamtökum í Vestur-
Evrópu fékk ég í pósti sama dag og
Alþingi tók þess merku afstöðu, tilboð
í að kaupa myndir af tveimur víðfrægum
spendýrum, sem mannskepnan er nú
næstum búin að útrýma.
Mér hrýs hugur við því, ef þessi
samtök hefðu sent út í mörg milljóna
eintökum mynd af hval í dauðastunu,
alblóðugan með íslenska fánann yfir sér
og þá viðeigandi orðum um okkur öll.
Hvort sem einhverjum líkar betur eða
verr nú hér á landi er gerbreytt viðhorf
til lífsins allt í kringum okkur og það er
grjóthörð staðreynd að hvalastofninn
hefur verið ofveiddur næstum tillitslaust
í fjöldamörg ár. Þrátt fyrir, að við hér
höfum farið gætilega, gerir almenningur
út um allan heim sér enga grein fyrir því
og þeirri afstöðu erum við ekki í aðstöðu
til að breyta á næstunni.
Ég ætla að vona það, að við getum öll
um langan tíma lifað hér í sátt og
samlyndi við lífið í sjó og á landi, þó
með heilbrigðri nýtingu í huga.
Með bestu kveðjum
Jón Árm. Héðinsson