Tíminn - 16.02.1983, Side 3

Tíminn - 16.02.1983, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 3 fréttir Steingrímur Hermannsson um frumvarpið um nýja viðmiðunarkerfið: „ALÞYÐU BAN DALAGSM ENN ATTU MIKINN ÞÁTT í UNDIRBdNINGI” ■ „Alþýðubandalagsmenn hafa átt mikinn þátt í undirbúningi nýja viðmiðunarkerfí- sins og það veldur vonbrigðum að þeir sjá sér ekki fært að standa að samkomulagi um að leggja það fram. Við höfum tcygt okkur langt til að ná samkomulagi, við hefðum viljað ganga lengra á sumum sviðum en gáfum eftir t.d. að stytta viðmiðunartímabilið í fjóra mánuði til móts við vilja Alþýðubandalagsins.“ Þetta sagði Steingrímur Hermannsson í umræðum um nýja viðmiðunarkerfið á laun, en forsætisráðherra mælti fyrir því í gær. Steingrímur sagði að það vísitölu- kerfi fyrir laun sem við byggjum nú við yrði æ víðtækara með hverju ári og hefði áhrif á marga þætti verðbólguþróunar- innar en launin ein. Kerfi þetta var við lýði í mörgum löndum en hefur verið afnumið í hverju ríkinu af öðru, enda stuðlar það mjög að vexti verðbólgunn- ar. Framlagning þessa frumvarps fer órjúf- anlegur liður í þeim efnahagsþáttum sem ríkisstjórnin hefur sett sér, sagði Steingrímur, margir liðir sem samkomu- lag varð um s.l. sumar eru nú komnir til framkvæmda, svo sem láglaunabætur, lenging orlofs og bann við innflutningi fiskiskipa. Frumvarpið er ekki eingöngu viðkomandi launþegum, heldur hefur það áhrif á margs konar verðútreikninga svo sem búvöruverð, fiskverð og fleira. Steingrímur lagði áherslu á að nýja viðmiðunarkerfið væri viðleitni í þá átt að draga úr verðbólgu, en ef það ekki tækist væri engin leið að ná tökum á þeim efnahagsvanda sem við er að fást. Gunnar Thoroddsen mælti fyrir frum- varpinu og skýrði fyrst frá því að hér væri ekki um stjórnarfrumvarp að ræða í venjulegri merkingu þess, að öll ríkisstjórnin stæði að því. Það er frumvarp forsætisráðherra, og sagðist Gunnar vilja að það kæmi skýrt fram og ætti ekki að valda neinum misskilningi, að ríkisstjórnin stendur ekki öll að frumvarpinu, heldur sjö ráðherrar, en ráðherrar Alþýðubandalagsins eru and- vígir því. Forsætisráðherra rakti efni frumvarps- ins og kvað mikla nauðsyn að gera tilraun til að rjúfa víxlverkun á hækkun launa og vöruverðs og að minnkun verðbólgu bæri besta kjarabótin, einkum fyrir láglaunafólk. Friðrik Sophusson sagði að sjálf- stæðismenn vildu að frumvarpið fengi eðlilega meðferð í þinginu og mundu þeir standa að vandlegri skoðun málsins í nefnd. En hann sagði að ef frumvarpið ætti að verða að lögum og taka gildi fyrir 1. mars yrði að samþykkja það í síðasta lagi í um miðja næstu viku. Taldi hann frumvarpið allt of seint fram komið. Sighvatur Björgvinsson lét ekki uppi fremur er Friðrik hvort flokksmenn hans mundu leggjast gegn nýja viðmiðunar- kerfinu eða ekki, en vert væri að athuga málið vel í fjárhags- og viðskiptanefnd. Svavar Gestsson félagsmálaráðherra kvað hér alls ekki um stjórnarfrumvarp að ræða og sagðist harma að ekki hafi náðst samkomulag um þetta veigamikla mál ríkisstjórninni. Framlagning frum- varpsins varpi skugga á stjórnarsamstarf- ið og tefli því í tvísýnu. Hann sagði framlagningu frumvarpsins ekki með þeim hætti að það geti orðið að lögum. Þvert á móti benti margt til þess að líða fari að lokum þessa sérkennilega þinghalds. Svavar sagði einnig að það væri skýlaust brot á stjórnarsáttmálanum að leggja fram frumvarp um kjaramál sem allir stjórnaraðilar væru ekki samþykkt- ir. Hann benti á aðrar leiðir sem Alþýðubandalagsmenn teldu vænlegri til að mæta þeim efnahagsvanda sem við blasir, en taldi nýtt viðmiðunarkerfi fyrir laun ekki þýðingarmikið í þeirri baráttu. Hann taldi að samkvæmt minnisblaði frá Þjóðhagsstofnun mundi kaupmáttur verða 8% lakari á þessu ári en í fyrra ef frumvarpið næði fram að ganga. Hann harmaði að ekki hefði verið rofið þing s.l. haust og efnt til kosninga, eins og Alþýðubandalagið lagði til eftir að ríkisstjórnin missti starfhæfan meiri- hluta á Alþingi. Vilmundur Gylfason lagðist gegn frumvarpinu og sagðist greiða atkvæði á móti því. Verið væri að setja lög um bann við verðbólgu ogganga á samnings- rétt aðila vinnumarkaðarins. - OÓ -V ■ Bjarni Ó. Helgason, skipherra var til moldar borinn frá Dómkirkjunni í i Reykjavík í gær og báru starfsbræður hans í Landhelgisgæslunni kistu hans úr kirkju og stóðu heiðursvörð. (Tímamynd Arni). Brádabirgdalögin sam- þykkt í neðri deild ■ Bráðabirgðalögin voru í gær sam- þykkt í neðri deild og endursend til efri deildar, en þar fer fram ein umræða vegna breytinga sem gerðar voru á lögunum. Atkvæði féllu þannig að 19 greiddu frumvarpinu atkvæði, 7 voru á móti og 12 sátu hjá. Þetta er sama niðurstaða og þegar atkvæði voru greidd í fyrrakvöld til 3. umræðu. Stjórnarliðar sögðu já, þingmenn Alþýðuflokksins voru á móti og sjálfstæðismenn í stjórnarandstöðu sátu hjá. Við aðra umræðu var felld breytinga- tillaga frá sjávarútvegsráðhcrra um ráð- stöfun gengismunar á skreið, en þar er um að ræða 50-60 millj. kr. sem ætlað var að gengi til Byggðasjóðs og yrði ráðstafað til fiskvinnslu. Er hér um útflutningsgjald að ræða sem ekki kemur til innheimtu fyrr en skreiðin verður seld úr landi. Við 3. umræðu lagði Stcingrím- ur aftur fram breytingartillögu og lækk- aði ráðstöfunarféð um eitt %. Var sú breytingartillaga einnig felld á jöfnum atkvæðum 19 gegn 19. Bráðabirgðalögin fara nú aftur til efri deildar sem væntanlega afgrciðir þau fljótt og vel. Enn er ekki ljóst hvort sjávarútvegsráðherra leggur enn fram breytingartillöguna um ráðstöfun á gengismun á skreið, en geri hann það og verði hún samþykkt í efri dcild mun málið enn þurfa að fara til neðri deildar eða sameinaðs þings, þar sem stjórnar- sinnar hafa meirihluta. -OÓ LÁNSF JÁRÁÆTLU N ENN EKKI TILBÚIN ■ - Lánsfjáráætlun er enn ekki full- frágengin og ekki hægt að dagsetja hvenær hún verður lögð fram, sagði Ragnar Arnalds á Alþingi í gær, er hann varspurður um hvað lánsfjáráætlun liði. - Það eru nokkur atriði sem eru stór í sniðum sem erfitt er að áætla um eins og málin standa nú, sagði fjármálaráð- herra. Á þessu ári vcrður erlendum lántökum haldið í lágmarki og því verður að haga stórframkvæmdum þann- ig að lántökur verði sem minnstar. Landsvirkjun er með langstærstu verkin og sum þeirra er búið að bjóða út, en verksamningar ekki fullfrágengnir og enn ekki hægt að segja um hve mikil lán er hægt að taka til framkvæmda Lands- virkjunar. Kísilmálverksmiðjan er annað stórt mál. Þingflokkunum hefur verið send skýrsla frá stjórn kísilmálmverksmiðj- unnar og iðnaðarráðherra hefur sent þeim bréf og óskað eftir viðhorfum þeirra um framkvæmdir við verksmiðj- una. Ef framkvæmdir hefjast á þessu ári mun þurfa að leggja 110 millj. kr. til verksmiðjunnar. Óskað var eftir svari frá þingflokkunum fyrir 5. fcbrúar s.l. en ekkert svar hefur borist enn. Þessi atriði ásamt mörgum öðrum valda því að ekki er hægt að ganga endanlega frá lánsfjáráætlun. STOR-Z GLÆSI- LEG ASKRIFENDA GETRAUN! Nú drögum við 3. mars 1983 um eitt eintak af glæsilegum fjölskyldubíl □AIHATSU CHA 1983 Nú er stóra tækifærið að vera með sttat Aðeins skuldlausir áskrifendur geta tekið þátt í getrauninni, Getraunaseðlarnir birtast í laugardagsblöðunum Síðumúla 15, Reykjavík

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.