Tíminn - 16.02.1983, Síða 12

Tíminn - 16.02.1983, Síða 12
20____________ heimilistrminn MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 ■ í dag er öskudagur. Um þann dag segir í bókinni „íslenskir þjóð- hættir“, eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili: „f katólskri tíð settust menn í sekk og jósu ösku yfir höfuð sér sem iðrunarmerki. En eftir siðaskiptin var þvf snúið upp í glens og gaman. Stúlkurnar settu og setja enn í dag öskupoka á piltana. en piltarnir launa þeim með því að setja á þær steina. Mörgum var illa við að bera ösku ogeinkum stúlkunum steinana, og varð oft illt út úr því. Ekki ber mönnuni saman um, hvað var lög- legur ösku- og grjótburður. Sumir segja, að það sé ekki mark að því, nema það sé borið yfir þrjá þrösk- ulda. Þá tclja og sumir ólögmætt. að aska cða steinn sé borinn eftir dagsetur. Þessi atriði hafa aldrei orðið útkljáð til.fulls og verða líklega aldrei. Mcð öskudeginum rann langafastan upp í raun og veru. Fyrir almenning var hún helgasti tími ársins. Engar skemmtanir mátti um hönd hafa, menn máttu ekki giftast og fátt annað gera en vinna og sækja kirkju. í katólskri tíð var hjónum bannað að sænga saman, en ekki mun það hafa lengi elt eftir. Prcstar prédikuðu ekki aðeins á sunnu- dögum, heldur og á miðvikudögum út af píslarsögunni; hélst það fram á síðari hiuta 19. aldar. Víða var börnum ekkert refsað frá föstubyrjun til föstudagsins langa, þótt þau gerðu eitthvað fyrir sér, en minnt á, hvað þeirra biði þann dag. Það hvíldi einhver drungi og dapurleiki yfir öllu fremur venju.“ Öskudagur nú Nú orðið er ekki gcrt mikið veður út af öskudeginum. nema hvað gefið er frí í skólum. Þá selur Rauði krossinn merki sín til fjáröflunar og hcfur svo verið um langa hríð. Minna er orðið vart við. að fólk beri sér óafvitandi öskupoka og liðin sú tíð, þegar þeir voru fylltir ösku og steinum, þó er sá siður ckki alveg útdauður enn, eins og fram kemur annars staðar hér á síðunni. Á Akureyri er einna mest um að vera. Þar er haldinn í heiðri sá gamli siður þcirra, sem þeir hafa haldið í um hundrað ár einir á landinu, að „slá köttinn úr tunnunni". Þá klæðast yngri borgarar staðarins grímubún- ingum og flykkjast niður í bæ til að taka þátt í leiknum. Að sögn Árna Bjömssonar þjóð- háttarfræðings ntun þessi siður hafa borist til Akureyrar frá Dönum, cn þcir aftur hafa tekið hann upp eftir Hollendingum, sem fluttust til Ama- gcr á 17. öld. Hann kvaðst aidrei hafa fundið ncina beina skýringu á því. hver sé undirrótin að þessum leik, en hann sé einn anginn af þeim ærslum, sem víða tíðkast á föstunni. í fyrra var gerð tilraun til að koma líkri skemmtan á í Reykjavík og mun framhald verða á henni í ár. Sauma búningana sjálfir eða leigja þá? ■ í Heimilistímanum 26. janúar s.l. eru nokkrar uppástungur að grímubúningum, sem gera má með litiurn tilkostnaði og fyrirhöfn. En ekki hafa allir tök á því að gera grímubúningana sjálfir og vilja hclst frá þá teigða fyrir það einstaka tilefni, sem þcim er ætlað. í Reykjavík er aðeins ein grímu- búningaleiga, sem okkur er kunnugt um, og var þar annasamt fyrir ösku- daginn. Þareru aðeinsleigðir út barna- og unglíngabúningar til 14-15 ára ald- urs og eru vinsælastir svonefndir ofur- hugabúningar, t.d. Supermann, Batmann, indíánar, kúrekar o.s.frv. Leigan á búning er 75 kr. ■ Rrakkarnir taka sér aðeins hvíld frá saumaskapnum til að brosa framan í Ijósmyndarann. (Tímamyndir Róbert) ■ Það er einna helst a leikskólum og skóladagheimilum Reykjavíkur, sem fólk gerir sér dagamun á öskudaginn. í skólaheimilinu viö Heiðargerði er t.d. ráðgert að fara í Norræna húsið um morguninn og skoða tciknisýningu um Gilitrult. Eftir hádegi verður farið í smáleik og spilað bingó. Síðan hefst öskudagsgleði á heimilinu, þar sem börnin dansa og klæða sig upp eftir því, sem þau geta. Þar hefur farið fram öskupokaframleiðsla undanfarna daga til undirbúnings gamninu. Á leikskólum borgarinnar verða hald- in grímuböll, eða druslufataböll, einsog sumir kalla þau, en þá koma krakkarnir í skrítnum fötum að heiman frá sér. Þar er þegar búið að ganga frá grímum og öðru slíku. Þar sem krakkarnir á leikskólunum eru svo ungir, 2-5 ára, eru þeir ekki enn færir um að sauma sína öskupoka sjálfir. Á dagskrá skóladagheimilisins við Auðarstræti cr ætlunin að fara niöur í bæ um morguninn. Krakkarnir sem cru á aldrinum 6-9 ára, ætla að klæða sig upp á áður og hlakka mikið til göngunnar. Eftir hádegismatinn, sem verður eitt- hvert eftirlæti krakkanna.s.s. pylsureða þ.u.l., veröur svo haldið grímuball. Við litum inn á heimilið sl. mánudag, cn þá voru krakkarnir í óða önn að sauma öskupoka. Harðduglegt fólk við saumana Saumaskapurinn gekk glatt á meðan krakkarnir ræddu lífsins gagn og nauð - synjar. Þau elstu eru sjálfbjarga aö saunta sína poka sjálf, cn þau yngri þurfa örlitla hjálp, enn sem komið er. Þau hugsa gott til glóðarinnar að klæðast grímubúning- unum sínum í dag og spásséra niður í bæ. Þá er nú ekki amalegt að hafa nægar birgðir af öskupokum til að hengja á saklausa vcgfarendur, sem eiga sér einskis illsvon. Búningana koma krakk- arnir með að heiman og eru þeir ýmist saumaðir sérstaklega að þessu tilefni eða tínt til það, sem til er á heimilinu. Þegar þau eru svo búin að mála sig í framan. eru þauoröin heldurvígalegogtil ítuskið. Isar Logi Arnasson, 9 ára, sem gcngur í Hlíðaskóla, var búinn að fullgera sinn fyrsta poka og bjóst við að láta það nægja. Hann saumaði pokann sinn alveg hjálparlaust. Við spurðum Isar. hvort hann tímdi nokkuð að hcngja pokann sinn á einhvern vegfaranda. Hann taldi það, því að hann gæti alltaf gert sér vonir um að einhver hengdi á hann í staðinn. Hann bjóst viö að setja sand í pokann sinn, en hefur ekki ákveðið á hvern hann ætlar að hcngja pokann. Ari Heiðar Jónsson, sem líka er 9 ára oggengur í Æfingadeild Kennaraháskól- ans, er hamhleypa við saumaskapinn. Hann var að sauma sinn fjórða poka, þegar okkur bar að garði, en hefur stundum fengið hjálp. Hann sagði að stundum væri erfitt að komast að fólki til að hengja poka á það, cn ægilega ■ Auður Margrét (t.h) er með hrúgu af öskupokum fyrir frantan sig, sem hún hefur sjálf saumað. Stalla hennar gefur sér ekki tima til að líta upp frá saumun- um. ■ ÞicrFanncySigurbaldursdóttir (t.v.) og Ásdís Guðmundsdóttir, starfsstúlkur á skóladagheimilinu við Auðarstræti, eru tilbúnar að hjálpa krökkunum við saumaskapinn, ef eitthvað gengur ekki nógu vel hjá þeim. ■ Fanney aðstoðar Ara Heiðar við saumaskapinn gaman, þegar vel tækist til. Ekki sagði hann fólk verða reitt, þegar það kæmist aö því,að það væri búið að fá öskupoka á bakið, Hann er greinilega gamalrcynd- ur pokahengingarmaður! En þóað Ari Heiðarsé svona duglegur að sauma, fékkst ekki upp úr honum, hvaða búningi hann ætlar að klæðast í dag, eða hvort hann hefur saumað hann sjálfur. Auður Margrét, 7 ára hnáta, sem gengur í Æfingadeild Kennaraháskól- ans, var hins vegar ekkert að liggja á því, hvaða búningi hún ætlar að klæðast. - Ég verð Tóti trúður, sagði hún hreykin. - Amma mín saumaði búning- inn, hún er nefnilega saumakona, bætti hún við. Auður Margrét er sennilega lík ömmu sinni, hvað dugnað í saumaskap varðar. Hún var þegar búin að sauma fjóra poka, að vísu með örlítilli hjálp, og ætlaði að sauma 5 í viðbót! Ekki var hún viss um, hvort hún setti nokkuð í pokana, Það stóð ofurlítið á svörum hjá Daða Ingólfssyni, þegar hann var spurður, hvað hann væri gamall. Hann varð nefnilega 8 ára sl. sunnudag og cr varla farinn að venjast því ennþá. Hann gcngur í Æfingadeild Kennaraháskól- ans. Hann var þegar búinn að sauma tvo poka og fjórir skyldu þeir verða til viðbótar. Honum finnst gaman að sauma og ekkert erfitt. Hann hefur hugsað sé að hengja pokana sína á hvern sem er, hvort sem hann er gamall eða ungur, strákur eða stelpa. Svo er bara að gera sér vonir um að veðrið verði gott í dag, því að þjóðtrúm segir, samkvæmt þjóðháttabók Jönasar frá Hrafnagili, að: „Eftir því sem viðrar á öskudaginn, viðrar 14 eða 18 daga af föstunni og hcita þeir dagar öskudags- bræður." Þau gera sér daga mun á öskudaginn

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.