Tíminn - 16.02.1983, Síða 13

Tíminn - 16.02.1983, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 2% menningarmál Nútímatónlist a ■ Háskólatónleikar hafa lyft merki gítarsins hátt í vetur, með þrennum mjög ólíkum tónieikum. Nú síðast, á hádegistónleikum miðvikudaginn 9. fe- brúar í Norræna húsinu (þar eru tónleik- ar sérhvern miðvikudag í hádeginu), spilaði Joseph Fung verk eftir hollenska Kúbumanninn Leo Brouwer, Þjóðverj- ann Hans Werner Henze, og Benjamin Polkar, rælar valsar ■ Sinfóníuhljómsveitin héit Vínar- kvöld fyrir troðfullu húsi í Háskólabíói 10. febrúar. Willi Boskovsky, sem sumir nefna „von Karajan Vínarvalsanna" kom til að stjórna. Mikil stemmning var og kampavín í hléinu. Boskovsky sjálfur er hinn reffilegasti maður, á 74. aldurs- ári, hár og hermannlegur en nokkuð stirðlegur. Hinn raunverulegi vonKaraj- an nær honum líklega í mitti eða rúmlega það. Boskovsky var einu sinni sleipur fiðlari en nú notar hann hljóðfær- ið aðallega í staðinn fyrir tónsprota, en spilar þó með í vinsælum „túttíum". Satt að segja fannst mér karlinn hálf-brjóst- umkennanlegur að hafa festst í jafn- hversdagslegri tónlist og þessir Vínar- valsar eru, þótt geðugir séu, en hvað hefur mín skoðun að gera á móti skoðun hinna 999, sem þarna voru? Annars er það merkilegt með Austurríkismenn og Bæjara (sem eru sama fólkið) hvað þeir hafa gaman að lúðrasveitarmúsík, jóðli og „léttklassík". Einu sinni fór ég í ferðalag um Þýskaland með rútubíl sem bílstjóri frá Garmisch-Partenkirchen ók en Garmisch. er landamærabær Bæern og Austurríkis. Og ævinlega þurfti það að ske í þessari þriggja vikna ferð að þegar vel gekk sagði bílstjórinn: „Nú skulum við hlusta á alntennilega tónlist" og setti jóðl- eða lúðrasnældu í hátalar- ann. Og kunningi minn, sem þekkir til í Austurríki, segir að útvarpið sé fullt af lúðrum, jóðli og „Vínarmúsík." Stefan Zweig segist haf alist upp í Austurríska keisaradæminu, hinu stærsta og langlífasta keisaradæmi sem til hafi verið (líklega þó fyrir utan Kína?), en nú sjáist þess enginn vottur. Og sama kann að vera áð segja um ntenningarborgina Vín, sem eitt sinn var miðdepill heimstónlistarinnar - þar voru Haydn, Mozart. Beethoven, Schubert, Bruckner, Brahms og HugoWolf-þar svífa sálir Straussanna yfir vötnum, þeirra Jóhanns eldri, Jóhanns yngri, Jóhanns þriðja, Jóseps og Eðvarðs. Því þeirra tónlist er tónlist Vínarbúa, ef ég skil þetta rétt. En þessir tónleikar, sem raunar voru endurteknir bæði laugardag og mánu- dag, segja annars merkilega sögu: Sin- fóníuhljómsveit íslands á erindi við margfalt fleiri áheyrendur en hún venju- lega nær til - þ.á.m. þeirra 3000, sem sækja „Vínarkvöldin" þessa þrjá daga, því ég er þess fullviss, að meðal tónleikagesta á fimmtudaginn var varla meira en einn tugur manna sem sækja hina venjulegu tónleika hljómsveitarinn- ar annan hvern fimmtudag allan vctur- inn. Það er greinilega þörf fyrir „aðra rás" í sinfóníutónlistinni ekki síður en í útvarpinu. Og að lokum ber að geta þess að bæði ég og aðrir skemmtu sér ágætlega á þessu Vínarkvöldi, enda var klappað upp þar til öll aukalög voru uþpspiluð. Ég segi eins og stjórnmála- mennirnir: „Þjóðin krefst þess að fá fleiri svona tónleika" (en alls ekki sem hiuta af reglulegu tónleikunum). 11.2. Sigurður Steinþórsson Britten, sem þarf ekki að kynna. Joseph - Fung er frá Hong Kong, en hefur átt heima á Islandi sl. þrjú ár, og ég sé ekki betur en að íslendingar - og þó alveg sérstaklega Tónskóli Sigursveins, þar sem Joseph kennir - hafi verið heppnir að fá hann. Því Joseph Fung er greinilega afbragðsgóður gítarleikari. Nú kalla þeir ekki allt ömmu sína í gítarleik, sem sækja Háskólatónleikana að staðaldri - þeim er fátt hulið í þeim fræðunt nú orðið - en það sem Joseph Fung lagði sérstaklega til málanna, og var raunar gersamlega nýtt fyrir mér, var verkefnavaiið, nútímatónlist á gítar. Því áður höfðum við heyrt spænska og suður-ameríska gítartónlist, og tónlist eftir Bach og aðra öndvegishali til forna. En sum nútímatónskáld hafa greinilega hið mesta álit á gftarnum, sé vel á hann spilað, eins og eftirfarandi tilvitnun eftir Hans Werner Henze í tónleikaskránni sýnir: „Gítarinn á sér auðuga hefð og það er eitthvað dularfuílt og dásamlegt við hann. 1 litlum sal er hann gæddur spennu, lífi og margvíslegum blæbrigð- um eins og risavaxin hljómsveit: tutti, strok, legato, espressivo, glissandi; í honum heyrast hljóð sem líkjast tréblást- urshljóðfærum, áslætti, aragrúi hljóð- brigða. En til að greina þetta verður að byrja í þögn; maður verður að staldra við og útiloka hávaða algerlega." Þau verk, sem Joseph Fung lék, voru hvert nteð sínum hætti, en öll áttu þau það sameiginlegt að vera ekki í „spænska stílnum"; þar voru engin spænsk karl- menni með þandan brjóstkassa og sombrcro. Bestur var að sjálfsögðu Benjamin Britten. sent raunar kemurúr hefðbundinni gítar-átt, því Bretar hafa jafnan átt sína lútuhefð. Og verk Brittens var einmitt Næturljóð, níu tilbrigði unt sönglag eftir enska sextándu aldar lútumeistarann og tónskáldið John Dowland, við eftirfarandi texta: Come, heavy Sleep. the image of true Death, And close up these my weary weeping eyes. Whose spring of tears doth stop nty vital breath, And tears my heart with Sorrow's sigh-swoll'n cries. Come and possess my tired thought- worn soul. That livingdies, till thouon nte be stole. Að lokum lék Joseph Fung nokkur aukalög, öll eftir Leo Brouwer, sem tónleikaskráin segir vera einn fremsta gítarleikara heims auk þess að vera magnað tónskáid fyrir hljóðfærið. 11.2. Sigurður Steinþórsson Sigurður Stcinþórsson skrífar um tónlist tSM-'r " ~ \ m íw WM Mary Woronov, Robert Betran og Paul Bartel. AT Regnboginn Étum Raoul/Eating Raoul Leikstjóri Paul Bartel Aðalhlutverk Mary Woronov, Paul Bartel, Robert Betran ■ Eating Raoul er nokkuð sérkennileg gamanmynd, einkum þar sem efni hennar hæfir betur andstæðunni, þ.e. hryllingsmynd, en óhætt er að segja að hún sé ein frumlegasta gamanmynd sem maður hefur séð lengi. Hjónin Mary og Paul Bland eiga sér draum um að losna úr borgarglaumnum og eignast lítið veitingahús uppi í sveit. Þau búa í Hollywood þar sem allt og allir eru á kafi í kynlífi, og eitt kvöldið ræðst náungi einn inn í íbúðina hjá þeim, á leið í kynsvall í næstu íbúð, en Paul slær hann í höfuðið með steikar- pönnu þannig að hann drepst. Þar sem þessi náungi er með veskið fullt af pcningum og þeim hjónum hefurekkert orðið ágengt í fjáröflun fyrir veitinga- húskaup sín fær Mary þá hugmynd að narra heim til sín „viðskiptavini" en Paul muni síðan losna við þá með pönnunni og þau hirða úr veskjum þeirra. Brátt eru þay hjónin komin með rífandi ,-,útgerð“ á'þessu sviði. Þá kemur babb í bátinn sem er lásasmiðurinn Raoul. Hann vill fá hluta af hagnaði og býðst til að auka hagnað- inn með því að koma líkunum í verð, þ.e. selja þau til hundamatarverksmiðju á 50 sent pundið. Allt gengur vel þar til Raoul fær mikinn áhuga á Mary og reynir að koma Paul fyrir kattarnef. Mary vill hinsvegar halda tryggð við Paul þannig að Raoul verður fórnarlamb pönnunnar, en þetta sama kvöld er fasteignasalinn að koma í heimsókn og ekkert til í húsinu til að gefa honum í kvöldverð.... Sem fyrr segir er þetta nokkuð frumleg gamanmynd, ágætlega útfærð svört kómedta, sem að vísu hcfur ekki að geyma nein atriði sem kalla fram neinar verulegar hláturrokur hjá áhorf- endum en heldur brosvöðvunum nokkuð stöðugt við efnið. Paul Bartel og Mary Woronov sem hjónin eru ágæt í túlkun sinni á venjulegu miðstéttarpari sem er orðið þreytt á „kynlífsbyltingunni" vestanhafs en víla ekki fyrir sér að nota hana í eigin þágu. -FRl Friðrik Indriðason skrilar um kvikmyndir vísnaþáttur Vísnaþáttur hefur göngu sína á ný ■ Ég óska öllum lesendum þessa þáttar góðs nýárs og þakka samskiptin á því liðna. Svolítið varð nú viðskilnað- urinn endasleppur hjá mcr, þar sem ég sprakk á limminu í upphafi sauðburðar. Það varð nú samt að samkomulagi nteð okkur Elíasi S. Jónssyni, að ég freistaði þess að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og var meiningin, að hann hæfi göngu sína á ný með nýju ári. En þar sem samgöngur hafa ekki verið greiðar og ég ekki komið frá ntér pósti síðan á jólum (þessi formáli ritaður 20. jan.) þá verður ekki langt í það, að sjáist til sólar hér vestra, þegar hinn fyrsti þeirra loks birtist. Hef ég svo þessi aðfaraorð ekki lengri, enda veit ég af reynslunni, að lesendur vilja vísur en ekki vífilengjur. Þó verður að byrja á því að afgreiða póstinn, þótt alllangt sé um liðið. Valdís í Búðardal skrifaði mér vegna vísu Alla (Steins Steinars) og er eins og fleiri haldin þeirri áráttu, að vilja heldur „hafa það, sem sannara reynist." Eins og lesendur muna var vísa Alla svona: Ekki mun þitt orðagjálfur ótta vekja í sinni mínu. En finnst mcr oft að fjandinn sjálfur feli sig í glotti þínu. í gerð Valdísar er hún svona: Aldrei mun þitt orðagjálfur, idrun vekja í sínni mínu. Finnst mér eins og fjandinn sjálfur feli sig í glotti þínu. Um tildrögin er best að taka það strax fram, að það var mín eigin framtakssemi að flytja hið ágæta Kaupfélag Saurbæ- inga til Búðardals og hefur sennilega gerst fyrir skammhlaup í heilastarfsem- inni. Valdís segir að Jón Þórðarson hafi ekki skipað Alla út, cn ntun „eitthvað hafa talað til hans". Muni hann og hafa haft gaman af vísunni. Ennfremur segir Valdís: “En þriðju hendingu vísunnar hefði Steinn, held ég, aldrei látið frá sér fara svona, annar eins hagyrðingur og hann var. Þessu „en“ er alveg ofaukið, gerir hendinguna stirða.“ Vel má þetta vera svo. En heimild mín um vísuna og tildrög hennar var Guð- mundur Blöndal, frá Stórholti í Saurbæ, í samtalsþætti hans og Erlings Davíðs- sonar í „Aldnir hafa orðið“, 1. bindi bls. 129. Verður svo hver að trúa því, sem honum þykir líklegast í þessu éfni. Gunnar Pálsson, Refsstað, gerir at- hugasemd við „gamlan húsgang" um Ingibjörgu er birtist í þættinum 1. apríl. Gunnar segir: „Þessi „gamli húsgangur” um Ingibjörgu er eftir Pál Ólafsson, skáld á Hallfreðarstöðum og er ortur í glensi um vinnukonu Páls, sem Ingibjörg hét. Rétt er vísan svona: Ingibjörg er aftanbrött en íbjúg að framan. Skyldi ekki mega skera hana sundur og skeyt’ana saman. Páll orti fleiri vísur um Ingibjörgu þessa, t.d.: Ingibjörg á ekki gott, cldhúsverkin hefur, mjólkar, skekur, skefur pott, skemmst af öllum sefur. og þessa: En svo hef ég líka lifað það við lokuðum okkur inni. Þá fannst mér nú ekkert að Ingibjörgu minni. Gunnari sé þökk fyrir tilskrifið. Úr því verið er að minnast á Pál er best að ein fljóti með, að ég held úr Ijóðabréfi til kunningja, þá verið höfðu vetrarhörkur og kvennaathvarf hvergi nærri: Aldrci bilar bálharkan í besefanum. Er með gigt i útlimonuin, öllum nema bara honum. Sveinn Auðunsson, Syðra-Velli I, Gaulverjabæ, sonarsonur Sveins frá Elivogum, vill freista þess hvort tækur sé í hóp leirbera þessa þáttar. Þar eð vísur hans hljóta að teljast tímabærar, nú þegar viðtalsbók Árna Johnsens, hefur fundið leið inn á flest heimili landsins, en hún geymir nt.a. viðtöl við Björn á Löngumýri og sr. Valgeir í Ásum, birti ég hér vísur hans um þá heiðursmenn: Oft í ströngu átti. Hlaut ást á röngu dýri? Berserksgöngu beinnar naut Björn á Löngumýri. Harðar deilur háði sá halur. Veilur eygði, laga fcila fundvís á. I'lokka heila beygði. Ef á þingi þruma má, þá sér yngri leggur. orðsins kynngi og kímni brá, kjaftaslyngur scggur. Ei nú þjónar þingi á, því er ijónið hæga. Hér ei prjóna meira má merin Skjóna fræga. "Séra Valgeir verður að bíða næsta þáttar. Að lokum fyrripartur lesendum til botnunar: Úrskeiðis er orðið flest, allir þó ei voli. Sendið botna, bréf og vísur með utanáskrift: Ólafur Hannibalsson Selárdal 465 Bíldudalur. í von unt að póstsamgöngur komist aftur á viðþann bæ, áðuren þorrri og góa eru á enda runnin Ólafur £5 Hannibalsson, íH bóndi, Sclárdal

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.