Tíminn - 08.03.1983, Síða 3
ÞRIÐJLDAGUR 8. MARS 1983
fréttir
■ Svipmynd frá ráðstefnunni.
Álafoss borgar bænd-
um 13% yfirverð fyrir ul
— en hækkar ekki ullarverð meira á þessu ári
„Ungir
sjálfstæðis-
menn
eyðilögðu
ráðstefn-
una”
— segir Sigfús
Bjarnason eftir
ráðstefnu ÆSÍ
um helgina
■ „Ungir sjálfstæðismenn eyðilögðu
þessa annars mjög merku ráðstefnu um
atvinnumál ungs fólks“, sagði Sigfús
Bjarnason einn af fulltrúum Félags
ungra framsóknarmanna í Reykjavík á
ráðstefnu á vegum Æskulýðssambands
Islands sem haldin var í Ölfusborgum urn
helgina, m.a. er hann var spurður um
gang ráðstefnunnar.
Sagði Sigfús sjálfstæðismennina hafa
beitt neitunarvaldi gegn flestum þeim
ályktunartillögum er fram komu á ráð-
stefnunni, m.a. tillagna sem þeir hafi
sjálfir átt þátt í að semja. Frá ráðstefnu
þessari verður sagt frekar í Tímanum, á
morgun.
Framboðslisti
framsöknar-
manna í
Norðurlands-
kjördæmi
vestra
á ákveðinn
■ Framboðslisti framsóknarmanna í
Norðurlandskjördæmi-vestra var endan-
lega ákveðinn á sameiginlegum fundi
stjórnar kjördæmissambandsins og upp-
stillinganefndar s.l. sunnudag. Sem
kunnugt er var haldið prófkjör um 5
efstu sæti listans á tvöföldu kjördæntis-
þingi síðast í janúarmánuði s.l., en þeir
sem þar völdust í 3. og 5. sæti drógu sig
til baka. Prófkjörið varð þó bindandi í 3
efstu sætin, en uppstillinganefnd var
falið að fullskipa listann.
Að sögn Guttorms Óskarssonar,
stjórnarformanns kjördæmissambands-
ins var listinn samþykktur með öllum
atkvæðum fundarmannna á sunnudag-
inn, þar á meðal Húnvetninganna Gríms
Gíslasonar á Blönduósi og Gunnlaugs
Sigmarssonar á Skagaströnd. En þeir
eru báðir í hópi hinna svokölluðu
„göngumanna“.
Framboðslistinn er þannig skipaður:
Páll Pétursson, alþm. Höllustöðum,
Stefán Guðmundsson, alþm. Sauðár-
króki, Sveinn Sveinsson, veitustjóri á
Siglufirði, 4. Brynjólfur Sveinbergsson,
oddviti á Hvammstanga, 5. Pétur Arnar
Pétursson, deildarstjóri á Blönduósi,
6. Sigurbjörg Bjarnadóttir, húsfreyja í
Bjarnargili, 7. Gunnar Sæmundsson,
bóndi í Hrútatungu, 8. Magnús Jónsson,
kennari á Skagaströnd, 9. Skarphéðinn
Guðmundsson, kennari Siglúfirði og 10.
Gunnar Oddsson, bóndi í Flatatungu.
-HEI
■ „Við höfum ákveðið að borga bxnd-
um 13 prósent hærra verð fyrir ullina en
sex manna nefndin ákvað 1. mars,
„sagði Pétur Eiríksson, forstjóri Ála-
foss, í samtali við Tímann í gter.
Pétur sagði að Álafoss hygðist síðan
greiða sama verð fyrir ullina út allt þetta
ár, sem þýddi væntanlega að þeirra
borgun yrði einhverju lægri en almennt
gerist þegar líða tekur á árið.
„Þetta er fyrst og fremst gert til að
jafna á móti verðbólgunni. Við vitum
það, eins og reyndar allir aðrir, að fyrsta
júní verður verð ullar hækkað að nýju
hjá sex manna nefndinni."
- Þýðir þetta ekki að þið fáið enga ull
þegar líða tekur á árið?
„Það er besta ullin sem kemur fyrri
hluta ársins svo það er um að gera að
hvetja bændur til að vera fljóta að koma
henni frá sér, „sagði Pétur.
Tíminn sneri sér til Hjartar Eiríksson-
ar, verksmiðjustjóra í Sambandsverk-
smiðjunum á Akureyri og spurði hann
hvaða áhrif þessi ákvörðun Álafoss hefði
á þeirra starfsemi.
„Ég álít að þetta komi ekkert við
okkur, hvorki á einn né annan hátt. En
hins vegar skil ég ekki hvernig þetta er
framkvæmanlegt því auðvitað hlýtur
Álafoss að verða að hækka sitt verð í
samræmi við ákvarðanir sex manna
nefndar, „sagði Hjörtur“.
- Sjó
Reisum saman sjúkrastöð
Þrjú úr þessum hópí
dæmdúrleík
i h F i VÁ xTTTWrgf
Ryðjum hættunum úrvegi þeirra
Ýmsar hættur leynast á vegi uppvaxandi
kynslóðar. Ein sú skæðasta fylgir ofneyslu
áfengis og annarra fíkniefna. U.þ.b.tíundi
hver einstaklingur lendir í erfiðleikum -
jafnvel hörmungum af þessum sökum.
Þetta jafngildir þremur einstaklingum í
meðal skólabekk.
íslendingar þúsundum saman standa nú
íbaráttu viðað losa sig úrgreipumáfengis-
sýkinnar. Margfalt fleiri standa í skugga
þeirrar baráttu: börnin, makarnir, ætt-
ingjarnir, vinirnir.
Árangurinn er háður markvissu hjálpar-
starfi. Brýnasta verkefnið í því er að Ijúka
byggingu nýrrar sjúkrastöðvar SÁÁ við
Grafarvog í Reykjavík. Þar fá áfengis- og
fíkniefnasjúklingar hvaðanæva af landinu
tækifæri til að stíga fyrstu skrefin á nýrri
lífsbraut.
Jafnhliða eflum við fræðslu- og varn-
aðarstarf í skólum landsins. Baráttan er
hörð og hana verður að heyja á öllum víg-
stöðvum.
Við minnum á gjafabréf SÁÁ — framlag þitt til betra lífs í þessu landi.