Tíminn - 08.03.1983, Qupperneq 9

Tíminn - 08.03.1983, Qupperneq 9
Listamannalaun - til hvers? — eftir Gunnar Stefánsson ■ Úthlulun listamannalauna var lengi árvisst tilefni upphlaupa í blööurn landsins. Heldur hefur dregið úr slíkum goluþyt í seinni tíð, liklega af þeirri cinföldu ástæðu að verðmæti launanna hefur rýrnað að raungildi svo að nú ræður það engum úrslitum um fjárhags- stöðu nokkurs manns hvort hann hlýtur þessi laun eða ekki. Listamannalaunin eru nú orðin eins konar stofnun sem hvorki getur lifað né dáið. Menn nöldra yfir þeim ár eftir ár en virðist bresta þrótt til að taka þeim tak sem dugar til breytinga. Ég hef nú setið í hinni margskömmuðu úthlutunarnefnd lista-, mannalauna í heilt kjörtímabil og því þreifað á þeim vanda sem hér cr við að fást. Af þeim sökum langar mig að láta frá mér fara nokkur orð um þessi mál. Þegar úthlutað var síðast lét nefndin frá sér fara greinargerð þar sem hún lýsir sök á hendur fjárveitingavaldinu sem lét þetta fé rýrna svo við afgreiðslu síöustu fjárlaga að nefndin trcysti sér ekki til að bæta neinum manni í efri flokk að þessu sinni og hækkaði aðeins upphæðir urn fimmtíu prósent sem er langt undir verðbólgustigi. Rétt er að vekja athygli á því að heiðurslaun þau sem alþingi veitir hsta- mönnum eru úthlutunarnefnd með öllu óviðkomandi. Upphæð þeirra hækkaði þingið myndarlega á síðustu fjárlögum, en lét listamannalaunin sem úthlutunar- nefnd fær til ráðstöfunar rýrna. Það sýnir að þingið hefur engan áhuga á þessu niáli. Raunar verður heldur ckki neitað að úthlutunarnefnd hel'ur átt sinn þátt í að koma laununum í þá sjálfheldu sem nú blasir við. Listamannalaunum skal samkvæmt lögum skipta í tvo flokka og er upphæðin í efri flokki hclmingi hærri en í þeim neðri. Frá því að lögin tóku gildi hefur nefndin fylgt þeirri starfsreglu að fella engan úr efri flokki sem þangað hefur komist. Þetta hefur auðvitað þrengt svigrúm nefndarinnar mjög og leitt til þess að sá hluti launanna sem í rauninni er til ráðstöfunar minnkar stöðugt. Mér er ekki launung á að ég hef viljað athuga um möguleika á að hverfa frá þessari reglu en það hefur ekki fengið hljóm- grunn í nefndinni. En þetta hefur leitt af sér rýrnun launanna því stöðugt hefur verið sótt á um fjölgun í cfri tlokki. Þegar upphæð launa er ekki hærri cn nemur sæmilegum mánaðarlaunum í efri flokki, hálfsmánaðarlaunum í þeim neðri, þá er Ijóst að um fjárhagsstuðning er hér ekki lengur að ræða. Launin hljóta því að vera viðurkenning. En úr gildi hennar dregur því meir sem fleiri ■ Gunnar Stefánsson hljóta hana með fastrj setu í efri flokki. Þetta sjónarmið virðist mér koma fram hjá Hannesi skáldi Péturssyni (sbr. Mbl. 18.2.). Hann sendi nefndinni bréf og baðst undan laununt en þau hcfur hann þegið um áratugaskeið, nærfcllt óslitið. Það er auðvitað mál Hannesar að hann skuli nú vera orðinn lciður á að taka við þessu fé. En hann heggur í þann knérunn sem löngum hefur gert verið að vckja tortryggni á nefndinni af því að hún sé pólitísk. „Nefndin er sett saman eftir pólitískum hlutföllum og hver út- nári nefndarinnar reynir að halda sínum hlut og ota sínum tota", segir Hannes. Mætti ég sem einn „útnári" þessarar nefndar lýsa því yfir að ég hef ekki haldið listamönnum fram til launa á pólitískum forscndum. Ég ætla að mcð- nefndarmenn rnínir geri það ekki heldur. Hins vegar má það öllum Ijóst vera að fleiri sjónarmið en strangt listrænt mat hafa komið til greina við úthlutun laun- anna. í hópi liðlega níutíu manna sem nú hljóta föst laun í cfri Ookki eru menn sem bersýnilega standa á misháum þrep- um sem listamenn. En hér kemur til það sem kalla mætti sanngirnissjónarmið. Nefndarmenn hafa talið að fólk sem um áratugaskeið hefur unnið að list sinni eigi nokkurn siðferðilegan rétt á viður- kenningu fyrir þá ástundun, enda þótt því hafi ekki auðnast að láta cftir sig frábær verk. Þetta verða þeir listamenn að skilja sem telja sig - með réttu - standa ofar ýmsum samþiggjendum sín- um í efri flokki listamannalauna. Það hefur aldrei verið einbert hlutvcrk nefndarinnar að leggja menn á listrænar metaskálar og gera upp á milli þeirra á þeim forsendum einum. Sanngirnissjón- armiðið sem ég nefni svo hef ég viljað virða. enda þótt ég hafi að sjálfsögðu beitt mér fyrir og stutt að fremsta listafólk okkar hljóti þessi laun. Ég geri mér Ijóst að þetta veldur því að línur í úthlutun eru óskýrari en gott er, en aðdróttunum um pólitíska hlutdrægni vísa ég á hug, enda ósæmilegar með öllu. En meðal annarra orða: af hverju er það athugavert að alþingi skuli kjósa menn til að vinna þetta verk'? Hvaða aðili erbetur fær til þess'? Hefur mönnum virst ríkja betri íriður urn deilingu fjár til listamanna þegar staðið hafa að verki aðrir aðilar en þingiö'? Launasjóður rithöfunda lýtur stjórn manna sem sam- tök rithöfunda tilnefna. Urgur út af þessum sjóði hefur nú valdið klofningi í röðum rithöfunda á nýjan leik. líkt og gerðist áriö 1945. Þeir menn sem vega að úthlutunarnefnd á þeim íorsendum að hún sé pólitískt kjörin ættu þá að benda á hvcrnig ætti að skipa í hana svo að öllu réttlæti sé fullnægt. Eða er það kannski torveldara en ætla mætti'? Úthlutunarncfnd er einróma þeirrar skoðunar að núgildandi fyrirkomulag sé komið í þrot. Tveir kostir eru fyrir hendi. Sá er annar að leggja listanianna- launin niður, önnur en heiðurslaun sem alþingi veitir. Hinn er að taka þessi ntál til endurskoðunar frá rótum. Stjórnvöld. fulltrúar fjárveitingavalds og listamenn verða að sctjast niður í sameiningu og ræða þcssi rnál. Ég er sannfærður um að fáir munu vilja leggja þessi laun niður þegjandi og hljóðalaust. Hér er þrátt fyrir allt um. fjárvcitingu að ræða sem dugti rnyndi nokkrum hópi manna til sæmilegra árs- launa. Líklega eru mcnn hér meiri jafnaðarmenn en svo að þeir vilji láta útvalinn hóp sitja að þessu fé ár hvert. Þá er sá kostur fyrir hendi að brcyta laununum í uppbót á ellilífleyri cn efla í stað þess starfslaun handa yngra fólki sem er í íullu starfi við list sína. Þeirri hugmynd hefur vcrið hrcyft áður og vafalaust flcirum til að leysa þetta mál úr hinum gamla læðingi. Mestu skiptir að koma hrcyfingu á, láta sér ekki nægja nöldur og umkvartanir, fýlu og ónot, óp og emjan út f því að Pétur fái laun en Páll ekki. Ég er þess fullviss að við sem höfum reynslu af að vinna við þessa úthlutun crum öll fús til að leggja gott til mála í þeirri umræöu og athugun sem nú verður að fara fram. Það er ástæðulaust að una því að listamannalaunin dagi uppi eins og nátttröll í mcnningarlífinu. flest- umtil amaen cngum til gagnscða sóma. ■ Úthlutunarnefnd listamannalauna. ðtryS8*n8' fréttirfÆ Fasteiftn' barist geftn !asalar f Fjarfestíngerfj ií». rjjjJJíS V.10 u.sctöitygík*"^ ðað áhvt toks geiut »c» VC,N utm clútttöö'ttna, »4“ * þani *ð ‘““'SSÍkuhamn'iU i augu v,ð e, LVa. i ” nxvtunni lögð i,annkos1 ' i), ;ir Pétu"arkaðar iteignan2u etti, Þorstcin, Mcmg svokalb» ,lin ú, vó*u»m . ylirtcku,- yfitlývmíM- ,lð» »ð lótmil' vcm ó,ót«u . Þaðcl SÍÍÍW'Sa— SS Ví,.c»úí.‘í';'SÉíS "S2Si3ÍÍ«!w» tf Þorsteinn Steingrímsson: „Tölvudýrkun getur aldrei komid í stað þekkingar” ■ í dagblaðinu Tímanum hinn 12. febrúar s.l. var birt athugasemd Péturs Þ. Sigurðssonar vegna fréttaviðtals er blaðamaður Tímans átti við mig símlcið- is, nokkru áður. Vegna mikilla anna hef ég ekki gefið mér tíma fyrr en nú að svara ath.semd þessari. Eins og stundum vill bregða við, eru fyrirsagnir dagblað- anna dálítið hressilegar, sennilega til að ná athygli lesenda. Svovareinnigíþessu tilviki. Ég fullyrti aldrei, að þessi við- skipti væru úr sögunni, en taldi þau ciga sífellt erfiðar uppdráttar, vegna þeirra ástæðna, er komu fram í greininni. Ástæður þessar tcl ég vera að stjórnvöld eru sífellt að bremsa af aðra vísitöluna, þ.e. framfærsluvísitöluna, s.s. með neit- un um hækkun á fargjöldum S.V.R., Hitaveitu Reykjavíkur scm cr í grund- velli framfærsluvísitölunnar og er fimm- falt ódýrari en Hitavcita Egilsstaða svo dæmi séu nefnd. Á meðan brunar bygg- ingarvísitalan áfram óheft. Launþegar hafa einnig fengið að kcnna á aðgerðum, eins og þegar stjórnvöld kipptu 1600 milljón króna launahækkun af þeim á einu bretti eins og átti sér stað 1. des. sl. Þróunin er sú að lánskjaravísitalan hækkaði á síðasta ári um 62%, en laun hækkuðu aðeins um 47%. Sjá allir í hvert óefni stefnir fyrir skuldara þessara lána, þegar hækkanir verða með þessu móti. Kunn er árátta stjórnvalda til að grípa inní eðlilega þróun framfærsluvísi- tölunnar. Nú er svo komið að í stórkostleg vandamár stefnir hjá fólki sem skuldar verðtryggð lán, skv. lánskjaravísitölu. Má hér benda á langa dálka nauðungar- uppboðsauglýsinga á dcgi hverjum í dagblöðunum. Það verður hreint út sagt að hætta að nota þessa viðmiðun, og finna aðra raunhæfari, t.d. vísitölu er mæli kaupmátt launa. Þannig ætti að vera hægt að koma í veg íyrir víxlhækk- anir tekna og skulda. Öllum, sem kynna sér ofaní kjölinn aðferðir Fasteigna- markaðs Fjárfestingafélagsins til út- reikninga á því er þeir kalla staðgreiðslu- verðmæti eigna, er Ijóst að þær eru mjög villandi. Þeir byggja á ákveðnum for- sendum um verðbólgu sem enginn getur séð fyrir. Þeir núvirða útborgunar- greiðslur sem oftast dreifast á 12 mánuði, en vandséð er með hvaða hætti það er hægt, í breytilegri verðbóigu. Neirþó tölvur séu til margs góðar, þá leysa þær ekki þennan vanda, en slá frekar ryki í augu viðskiptavina sem fá „vísindalega" útreikninga í hcndur úr tölvu. Pétur Þ. Sigurðsson segir í yfirlýsingu sinni að eignir á byggingarstigi séu nær eingöngu seldar á verötryggðum kjörum. Þetta er rangt. Nægir að vísa til daglegra fast- eignaauglýsinga í því sambandi. Að sjálfsögðu fylgja sumum eignum verðtryggð lán við sölu og hcfur það áhrif á verðlagningu og samningskjör. Vert er að benda á að e.ldri lán Húsn.m.stjórnar eru einungis að hluta til verðtryggð og bundin öðrum visitöl- um en lánskjaravísitölu. Önnur lán frá Húsn.m.stj. eru með svokölluðu „þaki" þ.e. að vextir og vísitöluálag fara ekki uppfyrir 7.755% samanlagt og eru hag- stæðustu lán scm þekkjast í dag. Það er fyrst s.l.. sumar að Byggingarsjóður ríkisins fór að veita lán til húsbyggjenda sem eru bundin við lánskjaravísitölu. Eignir mcð þeim lánum eru yfirleitt ekki komnar á söluskrá fasteignasalanna ennþá. Fyrir viðskiptavininn skiptir ekki öllu máli hvort hann sclur með verðtryggðum eða óverðtryggðum kjörum, því öll verð- lagning fastcigna miðast við óverðtryggð kjör. Síðan cr verð eignánna rciknað niður um áætlaða verðbólgu sé fasteign seld á verðtryggðum kjörum og það kallað staðgreiðsluverö. Allt verðmat byggir þannig alfarið á því að samnings- aðilar séu eins settir hvort heldur þeir selja með vcrðtryggðum eða óverð- tryggðum kjörum. Því er hinsvcgar ekki að leyna að þeir sem selja og kaupa með verðtryggðum kjörum hafa rekið sig á mörg vandamál sem þeir Fasteignamark- aðs-menn hafa „gleymt" að nefna í ákafa sínum við að boða sínar vísinda- legu kenningar. Seljendur lenda í vanda við endurkaup á fasteignum, þar sem lág útborgun og verðtryggðar eftirstöðvar hentar ekki seljanda þeirrar eignar. Mönnum er sagt að þá sé hægt að selja verðtryggðu skuldabréfin. Slíkt kostar ný sölulaun.óljós afföll og síðast en ekki síst er allsendis óvíst um sölumöguleika. Kaupendur sem miða samninga sína við að verja ákveðnum hundraðshluta tekna til að mæta greiðslum, vakna oft upp við þann vonda draum að lánskjaravísitala hcfur hækkað meira en launin. Verðlagning og sala fasteigna er vanda- samt verk, þar sem taka þarf tillit til óteljandi atriða þar sem tölvudýrkun getur aldrei komið í stað gagngcrðrar þekkingar. Það er Ijóst að brýna nauðsyn ber til að aðilar fasteignamarkaðarins, lífeyrissjóðir, bankar, fulltrúar, fasteigna- eigenda o.s.frv. freisti þess að samræma kjör í fasteignaviðskiptum, með það fyrir augum að scm best sé þjónað þeirn mikilvægu hagsmunum sem hér eru í húfi. Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir því að verðtryggingarákvæði verði þar lögð að einhverju cða öllu lcyti til grundvall- ar, en þá þarf líka að vera ljóst að eitt reki sig ekki á annars horn eins og óhjákvæmilegt er að verði niðurstaðan þegar einn aðili þekkir ekki takmörk sín og heldur að með tölvu og reiknings- kúnstum megi leysa öll vandamál. Fast- eignamarkaðurinn er langtum stærri og fjölþættari cn svo að forsvaranlegt sé að leika það einleikshlutverk sem þeir Fast- eignamarkaðsmenn Fjárfestingafélags- ins hafa ætlað sér, en tókst ekki. Með þökk fyrir birtinguna. Þorsteinn Steingrimsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.