Tíminn - 08.03.1983, Síða 11
MtlÐJUDAGUR 8. MARS 1983
menningarmál
selló-
svítur
■ Sagt er aö Erling Blöndal Bengtsson
láti aldrei svo ár líöa í Kaupmannahöfn
að hann flytji ekki allar sex knéfiðlusam-
stæöur Bachs. Stundum hefur hann korn-
ið hingað og flutt þær, á tónleikum eða
í útvarpið. Á háskólatónleikum 23.
febrúar flutti svo Gunnar Kvaran,
fyrrum nemandi og samstarfsmaður Er-
lings Blöndal Bengtsson, tvær þessara
samstæða, nr. 1 í G-dúr og nr. 2 í d-moll.
Gunnar lék þessa upphöfnu tónlist af
mikilli snilli og vonandi lætur hann verða
framhald á; bestværi ef hann tæki Erling
Blöndal Bengtson sér til fyrirmyndar og
flytti allar einleikssvíturnar árlega hér í
bænum.
í rauninni er ekkert um þessa tónleika
annað að segja en það, að þeir voru
áheyrendum til mikillar gleði og vafalaust
göfgunar. því í þessari tónlist Jóhanns
Sebastíans Baeh rís mannsandinn hátt
og nálgast guðdóminn.
söngkona
Tónlistarfélagið lætur skantmt stórra
högga á milli í Ijóðasöng, og munu þar
vega þungt óbein tengsl við Gerard
Souzay og vini hans. Nú síðast, laugar-
daginn 5. mars, söng argentínska
mezzósópran-söngkonan Margarita
Zimmcrmann í Háskólabíói við undir-
leik Daltons Baldwin, og hefi ég vart
heyrt annan eins flutning. Þær fregnir
bárust frá grassins rót, að Margarita
Sinfóníuhljómsvcitin, Söngsveitin Fíl-
harmónía og einsöngvarar flutlu óper-
una Tosca eftir Puecini miðvikudaginn
2. mars í Háskólabíói. Þctta var „kon-
scrtuppfærsla'", þ.e. aðeins sungin en
ekki leikin, en sumir segja, að þannig sé
Tosca miklu betri en á Ieiksviði. Um það
ætla ég ekki að dæma, enda hefi ég aldrei
séð hana á sviði.
Þetta var mjög glæsilegur flutningur,
en eftirminnilegastur og athyglisverðast-
ur var einsöngur þcirra Sieglinde
Kahmann, sem söng Toscu, og Kristján
Jóhannssonar (Cavaradossi listmálari).
Sieglinde Kahmann er nú um stundir í
fullkomnum sérflokki hér á landi sem
dramatísk söngkona - til þess hefur hún
volduga rödd, ntikið skap og frábæra
rcynslu og kunnáttu. En Kristján ætlar
að fara fram úr þeim vonum, sem
aðdáendur hans hafa við hann bundið
hingað til: hann söng stórkostlega vel.
Það er kannski lýgi, en ég heyrði það
einhvcrs staðar haft eftir Stefáni Islandi
að hann hefði ekki heyrt svona vel
sungið síðan hann var sjálfur upp á sitt
besta. Hvort sem það er rétt cftir haft
eða ekki, þá hefði það a.m.k. verið alveg
hárrétt.
Þrátt fyrir glæsisöng þeirra Sieglinde
Kristján Jóhannsson
og Kristjáns var mjög góður heildarsvip-
ur yfir llutningnum. Robert Bccker
barytonsöngvari frá Bandaríkjunum
söng hið stóra hlutverk Scarpia
lögreglustjóra og gerði það ágætlega.
Tónleikaskráin segirfrann núnabúsettan
í Reykjavík, svo alltaf bætast okkur
listkraftarnir. Gaman hefði verið að
Kristni Sigmundssyni í þessu hlutverki.
í minni hlutverkum voru Guðmundur
Jónsson, Kristinn Hallsson, Már Magn-
ússon og Elín Sigurvinsdóttir og stóðu
sig vel.
Róbert A. Ottósson stofnaði Söng-
sveitina Fílharmóníu á sínum tíma til að
styrkja Sinfóníuhljómsveitina til flutn-
ings stórverka fyrir kór og hljómsveit.
Til þessa hcfur Söngsveitin dugað vel og
brást ekki heldur núna. Stjórnandi henn-
ar er Guðmundur Emilsson, en Jacq-
uillat stjórnaði uppfærslunni og á vafa-
laust sinn þátt í því hversu vel tókst til,
enda er hann margreyndur óperustjóri.
Að mínum dómi og annarra áheyrenda
var þessi flutningur meiri háttar listvið-
burður hér í bæ.
Brahms-
sónata
Á 14. Háskólatónleikum vetrarins 2.
mars (í hádeginu í Norræna húsinu)
fluttu svo Einar Jóhannesson klarinettu-
leikáriog Anna Málfríður Sigurðardóttir
píanóleikari Es-dúr sónötu Brahms óp.
120 nr. 2. Þessi sónata, ásamt systur
hennar í F-dúr, er eitt síðasta verk
Brahms og samið undir áhrifum klari-
nettusnillingsins Richard Múhlfeld, og
eins og önnur klarinettuverk Brahms frá
þessum tíma er hún með því allra besta
sem skrifað hefur verið fyrir þetta hljóð-
færi (Brahms og Mózart eru sér í flokki
á því sviði). Ég cr þeirrar skoðunar, að
Es-dúr sónatan verði ekki öllu betur
flutt cn hún var á þessurn tónleikum:
Einar Jóhannesson er að sjálfsögðu einn
þeirra fáu tónlistarmanna okkar, sem
mundi sóma sér hvar í heimi sent væri -
í stuttu máli í fremstu röð. En Anna
Málíríður kont mér á óvart meö ntjög
fínni spilamennsku: Brahms sjálfur var
rnikill píanisti og skrifaði þvkkt og snúið
fyrir píanóið, en Anna Málfríður spilaði
þetta snilldarlega. leikandi létt þegar við
átti, en þykkt og þungt á milli.
Á undan Brahms-sónötunni fluttu þau
Einar og Anna Málfríður raunar Fjögur
smálög eftir Howard Ferguson. breskan
tnann. Þetta eru lagleg lítil stykki en
ekki merkileg, þótt hinu verði ekki
neitað að miklum listamönnum verður
jafnvcl hinn rýrasti efniviður tilefni til að
skapa góða kúnst.
Á Háskólatónleikum nk. miðvikudag
mun Camilla Söderberg og Snorri Örn
Snorrason flytja barokk-tónlist fyrir
blokkflautur og Iútu.
Sigurður
Steinþórsson
skrifar um tónlist
Zimmermann væri að vísu frá Argen-
tínu, en af rússnesku bergi brotin; að
hún væri aðallega óperusöngkona nteð
höfuðstöðvar í París hin síðustu ár.
Aldrei var mér ljósara en þegar í
fyrsta laginu.Selve amicheeftirCaldara.
hve óumræðilegt hljóðfæri röddin er.
hve langt af öllum öðrurn hljóðfærum
hún ber í tjáningarmætti. Þessi söngkona
nýtir öll brögð til að flytja sönginn: rödd
sem ýmist er voldug eða veik, hörð eða
mjúk; svipbrigði, hreyfingar, augnaráð
og fas. Fyrri hluti> tónleikanna söng
Margarita Zimmermann söngva eftir
ítölsk, frönsk og rússnesk tónskáld, en
seinni hlutann vcrk spænskra tónskálda,
Granados og De Falla. Ég ætla ekki að
reyna að segja að eitt hafi verið betra en
annað - mér fundust þessir söngleikir
með hinum albestu sem ég hefi heyrt og
nefni aðeins tvenna til samanburðar:
Flutning Souzay á Vetrarferð Schubcrts,
og tónleika Williams Parker í fyrra.
Dalton Baldwin er tíður gestur hjá
Tónlistarfélaginu og raunar e.k. fyrir-
fram gæðastimpill á tónleika, því hann
starfar með hinum fremstu Ijóðasöngv-
urum í heimi. Sem þessirsíðustu tónleik-
ar voru gott dæmi um.
6.3. Sigurður Stcinþórsson
Margarita Zimmermann
Félagsfundur
Skipulagsmál verkalýðs-
hreyfingarinnar
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund um
skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar þriðjudaginn 8. mars n.k.
að Hótel Esju 2. hæð kl. 20:30.
Framsögumenn:
Hannes Þ. Sigurðsson varaform. Vfí
Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir form. Sóknar.
Fundarstjóri:
Magnús L. Sveinsson.
Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta á fundinn og taka þátt
í umræðum um þetta þýðingamikla mál.
Hannes
Asmundur
Aðalheiður
Magnús
Verið virk í VR
Verslunarmannafélag Reykjavíkur
gEDRUSHUSGOGN
g£DRUSHy§GO£N
■:* - - y ~ 9
.. arnskrók eða stolu. Fast i stoll meb háumTot-
Hornsófi í sl°"varpS um 09 nt)úku s*tu
ýmsum staerbum. h*>mleair fVr,r ,ota
um 09 miúku sætt.
pægilegir fVr,r ,ota'
SKS5i«ssaia»
bókurrn
Mhugið- 0 iný. á sann.
“ “
gjörnu verði.
CCHDI ICUl'lCr*rif'M