Tíminn - 08.03.1983, Page 13

Tíminn - 08.03.1983, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1983 Missáam. XJ UNGT FÓLK ÁHRIFAMIKIÐ í FRAMSÓKN ARFLOKKNU M — Rætt við Finn Ingólfsson, formann SUF ■ „Það er staðreynd að forusta Fram- sóknarflokksins tekur mikið tillit til þeirra mála sem SUF beitir sér fyrir. Með öðrum orðum er tekið tillit til vilja ungs fólks innan raða framsóknar- manna," sagði Finnur Ingólfsson, for- maður SUF, í samtali við Tímann á dögunum. í framhaldi af þessum um- mælum Finns var hann beðinn um að nefna dæmi um slík áhrif. „Á flokksþingi Framsóknarflokksins sl. haust fluttu full- trúar SUF tillögu um að lánshlutfallið milli Byggingasjóðs ríkisins og Bygg- ingasjóðs verkamanna yrði jafnað. Við lögðum á það áherslu við þá Guðmund G. Þórarinsson og Alexander Stefánsson að þeir kæmu slíku ákvæði inn í nýtt frumvarp til laga um Húsnæðisstofnun ríkisins, sem þá var verið að scmja, og nú hefur verið lagt fram á Alþingi sem ríkisstjórnarfrumvarp með þeim breyt- ingum sem SUF hafði áhuga á.“ Smáskammtalækningar Alþýðubandalagsins Fyrir skömmu varhaldinn í Reykjavík miðstjórnarfundur SUF, og það var reyndar hann sem vakti forvitni Tímans, en þar voru t.d. lögð fram ýtarleg drög að efnahags- og atvinnumálaályktun sem miðstjórnarfundurinn samþykkti með óverulegum breytingum. Finnur var inntur eftir því hvernig hefði verið staðið að undirbúningsvinnu vegna þessarar ályktunar. „Það má segja að hugmyndin hafi komið fram skömmu fyrir áramót, en framkvæmdaráð SUF skipaði í nefndina í byrjun árs. Bolli Fléðinsson, hagfræð- ingur, veitti henni forstöðu. Nefndin hefur haldið mjög marga fundi og allt verið gert til að hún fengi sem gleggstar upplýsingar svo niðurstaðan yrði marktæk. Ég tel að þetta hafi tekist.“ - Er starfi þessrar og annarra nefnda sem störfuðu á þinginu þar með lokið? „Nei, síður en svo. Efnahagsnefnd SUF og Varnar- og öryggisnefnd SUF eru fastanefndir, enda eru þeir mála- flokkar, sem þessar nefndir fjalla um, síður en svo neinar dægurflugur. En mig langaði til að ræða nánar um ástæðuna fyrir því að SUF taldi rétt að skipa efnahagsnefnd. Sú niðurtalningar- stefna sem Framsóknarflokkurinn boð- aði í kosningunum 1979 og átti að vera megininntakið í efnahagsaðgerðum nú- verandi ríkisstjórnar, mistókst þegarátti að framkvæma aðgerðirnar. Astæðan er einfaldlcga sú, að það var cltki gengið nógu vel frá öllum þáttum niðurtalning- arinnar. I því sambandi má nefna launin, sem eru 70%. af þjóðartekjum. Þessi eini þáttur er látinn leika lausum hala og á að vera samningsatriði milli aðila ríkis- stjórnarinnar. Þegar þanniger að málum staðið er ekki von að vel fari. Því er oft haldið fram af stjórnarand- stöðunni að þaö sé stefna Frantsóknar- flokksins sem núverandi ríkisstjórn hef- ur haft í efnahagsmálum. Það er rangt. Niðurtalningarstefna Framsóknar- flokksins var í notkun fram á initt ár 1981 og gafst vel, en síðan hefur verið notast við smáskammtalækningar Al- þýðubandalagsins. SUF vildi m.a. af þessari ástæðu og öðrum Ieggja sitt af mörkúm til að endurmóta niðurtalningarstefnuna, sem þrátt fyrir allt er eina hatdreipið sem landsmenn eiga þegar kemur að efna- hagsmálum og lausnum á þeiin." Eitt þúsund og átta þúsund - Hvert er þá meginihntakið í þessum tillögum SUF? ..Það má skipta því niður í nokkra þætti, en við leggjum t.d. til að hin nýja tilhögun verðbótagreiðslna á laun. sem gert er ráð fyrir í frumvarpi forsætisráð- herra. taki gildi sem allra fyrst. Það er skoðun SUF að ekki verði lengur unað við það misrétti sem felst í núverandi vísitölukerfi. Ég vildi í því sambandi minna á raunhæft dæmi. í viðtali Tímans á dögunum var eftirfarandi haft eftir Ólafi Jóhannessyni. utanríkisráðherra: „...það blasir við augum og ætti að vera ljóst núna við síðustu útreikninga á þessari vísitölu, að þetta er hið versta kerfi fyrir láglaunastéttirnar. Þegar Dagsbrúnarmaðurinn fær kannski eitthváð á annað þúsund í hækkun þá fæ ég sjö til átta þúsund. Þetta er svo dauðadæmd vitleysa, að það er alveg furðulegt að foringjar verkalýðsstétta og stéttasamtaka, scm vilja telja sig fulltrúa fyrir láglaunahópinn, skuli halda vernd- arhendi yfir þessu vitlausa kerfi." Undir þessi orð Ólafs get ég tekið, enda eru þau alveg í samræmi við skoðun SUF. Annað meginatriði er að gengi ís- lensku krónunnar verði skráð á raunvirði á hverjum tíma. Við skulum t.d. minnast þess, að ein meginmistökin við niður- talninguna í upphafi árs 1981 voru þau að gengi krónunnar var fellt. í títtnefndri efnahagsályktun voru einnig samþykktar hækkunartölur sem ættu að gilda fyrir laun, vcrð landbúnað- arafurða og verð annarrar vöru og þjón- ustu, sem háðar eru verðlagsákvæðum. Slíkar aðgerðir þykja e.t.v. harkalegar, cn til þess að dreifa byrðinni sem jafnast leggjum við til að hinum lægst launuðu verði bætt kjaraskcrðingin. Þannig vilj- um við t.d. að sérstakar barnabætur verði greiddar á árinu 1983 til þeirra sem höfðu tekjur neðan ákveðins lágmarks árið 1982. Auk þess bendir SUF á að mögulegt er að afncma tekjuskatt á lægstu laun og meðaltekjur. Sömuleiðis leggjum við mjög ríka áherslu á að húsbyggjendum verði gefinn kostur á hækkuðu lánshlutfalli og lengri lánstíma úr Byggingasjóði ríkisins. Auðvitað þarf vart að taka það fram að við viljum að tekjutrygging og ör- orkubætur fylgi óskertri kaupgjaldsvísi- tölu. Sparnaður í ríkisútgjöldum - Voru settar fram fleiri „viljayfirlýs- ingar“ ef svo mætti að orði komast? „Miðstjórnarfundurinn samþykkti einnig að í afborgunarviðskiptum næstu tvö ár ætti að vera skylt að greiða hclming verðs þegar kaup eru gerð og það sem cftir stendur á næstu sex mánuðum. Með þcssu móti er hægt að draga úr innflutningi, sem gerist raunar sjálfkrafa þega fólk þarf að leggja fram meira fé til aðeignast hlutinn. Fundurinn samþykkti einnig að stefnt skyldi að verðtryggingu allra lána, en vextir þeirra sem óverðtryggð eru skuli lækka þegar verðbólgustig cr orðiö jafnt vöxtunum. að einstaklingum verði gcfinn kostur á lengingu bankalána sinna og að niður- greiðslur matvara vcrði óbreyttar í krónutölu allt tímabilið. En við geruin okkur einnig grein fyrir því að það verður aö mæta auknum útgjöldum á ýmsum sviðum mcð sparn- aði í rekstri hins opinbera. Við viljum stcfna að 10% sparnaði í ríkisútgjöldum með ströngu aðhaldi og niðurskurði ríkisútgjalda. Við bcndum í þcssum tillögum okkar á augljósa þætti þar sem draga má úr framkvæmdum eða fresta þeim um tíma. - Strangt aðliald og sparnaður eru orð seni hafa oft heyrst áður en fátt hefur gerst.... „Það er rétt. en fram til þcssa hefur skort raunhæfar tillögur og vilja. Við viljum t.d. ’áð Framkvæmdastofnun ríkisins verði lögð niður og að áætlana- gérð á hennar vegum llvtjist til lands- hlutasamtakanna, að gagnasöfnun og úrvinnsla sem nú er innan yeggja Fram- kvæmdastofnunar ' ætti að flytjast í Hagstofuna. Að okkar niali cr þaö orðiö tímabært að stofna sérstakt efnahags- ráðuneyti í stað Framkvæmdastofnun- ar ríkisins. Það er okkar hugmynd að þctta ráöuneyti fylgist mcð og sjái til þess að hrundið sé í framkvæmd mark- aðri eínahagsstefnu stjórnvalda og hvergi út af henni brugðið. í dag er t.d. stjórn Framkvæmdastofn- unar ríkisins þannig skipuð að í henni eru nær eingöngu stjórnmálaménn.e n ef sú skipan mála yrði tekin upp scm SUF leggur til, er a.m.k. þessi hluti fram- kvæmdavaldsins tekinn úr þeirra höndum. Aukinn innlendur sparnaður - Hvert er inntakið í tillögum SUF? „Ég held að þessari spurningu sé best svarað með því að vitna í ályktunina sem gerð var á miðstjórnarfundinum, en þar segir: „Inntakið... er stýring verðbólg- unnar niður á við cftir fyrirfram ákveðn- um ferli, þ.c. hjöðnun verðbólgu án þess að til atvinnuleysis komi. Ríkisstjórn er stæði að efnahagsáætlun af þcssu tagi ætti að efna til þjóðaratkvæðagreiöslu um efnahagstillögurnar og freista þcss að ná með þeim hætti þjóðarsátt um leið til hjöðnunar vcrðbólgu. Því aðeins að tiltrú alls almennings náist um ágæti tiltekinna efnahagsaðgcrða cr nokkur von til þes sað þær skili árangri. Þjóðarat kvæðagreiðsla færir ríkisstjórn þau vopn í hendur sem henni eru nauðsynleg til að fást við hagsmunahópa, scm ella myndu standa í.vcgi fyrir aðgerðum er njóta almenns stuðnings þjóðarinnar." í okkar tillögum er gert ráð íyrir því að atvinnuvcgunum séu sköpuð þau skilyrði að þeir skili auknum hagvexti fyrir þjóðfélagið. Grunnforsenda fyrir efnahagslegum framförum cr aukinn innlendur sparnaður og það cr vilji SUF að stefnt verði að verðtryggingu allra lána og öllum hugmyndum um „krukk" í lánskjaravísitöluna vísar SUF á bug. Slíkar aðgcrðir eru aðeins til þess fallnar að kippa fótunum undan innlendum sparnaði. Varðandi þau lán sem ekki eru verðtryggð í dag þá leggjum við til að vextir þcirra fari að lækka þegar vcrð- bólgustigið er orðið jafnt vöxtum. Megininntakið í cfnahagstillögum SUF má lýsa með cftirfarandi orðum: Endurreisn án atvinnuleysis." Sterk ungliðahreyfing - Höl'um við ekki verið að ræða um enn einn óskalistann - er einhver von til þess að þessi samþykkt niiðst jórnarlund- arins verði tekin og skoðuð af stjórn Framsóknarflokksins? „Það má e.t.v. segja að þetta sc óskalisti, en við skulum minnast þess að orð eru til alls fyrst og ég vcit að það er hlustað á rödd SUF af flokksforystunni. Ég vil t.d. minna á það dæmi sem ég gat um í upphafi og fari svo aö afloknum kosningum að Framsóknarflokkurinn eigi aðild að næstu ríkisstjórn leggur SUF til aö unnið vcrði i anda þeirra tillagna sem ég hcf rætt um hcr að framan. - Því ætti ungt lólk fremur að styðja Framsóknarflokkinn en aðra llokka? „Sterk ungliöahreyfing innan hvers stjórnmálaflokks hlýtur alltaf að hafa talsverð áhrif á stefnu flokksins, auk þess sem hreyfing af því tagi tryggir að Imgsmunir ungs fólks verði ekki fvrir borð bornir. Fólk á aldrinum 20 til 30 ára á sér ýmis áhugamál, svo ekki sc.tálað um brýn hagsmunamál eins og húsbygg- ingar. sem eldra fólk á e.t.v. erfitt méð að skiljn til fullnustu og það cr einmitt þar sem SUF kemur inn í myndina. Það má segja að þau baráttumál sem SUF. hefur einkum sett á oddinn séu þrjú: í fvrsta lagi atvinnumál, húsnæðis-. mál og baráttan gegn fíkniefnum. Þessi mál koma ungu fólki svo sannarlega við, svó ekki sé fastar aö orði kveðið". Skýr stefna til aldamóta „Ef við skoðum fyrst atvinnumálin þá er það vilji SUF að í þcim vcrði mörkuð skýr stefna t'ram til aldamóta og að það verði tryggt svo sem framast er kostur að vinnumarkaðurinn geti tekið við því fólki sem út á hann kemur. Böl atvinnu- leysisins má ekki halda innreið sína - það eina sem gildir er full atvinna fyrir alla og að fólk geti valið sér atvinnu við hæfi. Sú bitra rcynsla sem frændurokkar á hinum Norðurlöndunum liafa orðið fyrir ætti að vera okkur víti til varnaðar og við megum ekki gleyma þeim télags- legu vandkvæðum sem eru samfara at- vinnuleysinu. Húsnæðismálin eru annað af megin- baráttumálum SUF. Það vcrður með cinhverjum hætti að gera ungu fólki klcift að koma upp þaki yfir höfuð sér án þess að festast í gífurlegri skuldasúpu. Það er ekki heldur eðlilegt að einstakir fjölskyldumeðlimir verði að vinna dag og nótt árum saman til að láta enda ná saman. Slíkt ástánd vcrður oft til þess að fjölskyldulíftð verður óeölilegt, óbæri- lcgt á stundum, og við þekkjum mörg dæmi um að fjölskyldur hafi sundrast um svipað lcyti og fór að rofa til í fjármálun- um og síðustu naglarnir voru rcknir. Ég tcl að það misrétti scm ríkir hvaö varðar lán frá Byggingasjóði verka- manna annarsvcgar og Byggingasjóði ríkisins hinsvegar sé algjörlega óviðun- andi. Að sjálfsögðu er það cðlileg krafa aö eitt og hið sama gangi yt'ir alla. Ég tel líka að allir sem cru að byggja í fyrsta skipti cigi að geta fengið að láni allt aö 80% af byggingarkostnaði staðalíbúðar. Og hvað varðar áhrif SUF á þessum vettvangi vísa ég cnn og aftur á það sem Stóriðja: meirihlutaeign íslendinga Að lokum eru það fikniefnamálin og hcfur SUFbent á nokkrar leiðir, scm hið opinbcra ætti að fara í baráttunni við þau. SUF ályktaði t.d. á sínum tíma að það ætti að löghinda fræðslu í grunn- skólum landsins um skaðscmi neyslu fíkniefna, aö Æskulýðsráð ríkisins hlut- ist til um að haldnir verði fræðslufundir í öllum héruðum landsins, cn þannigætti foreldrum sem og öðrum uppalendum að gefast kostur á að þekkja cinkcnni neyslunnar svo og útlit cfnanna. Við höfum einnig beint því til þingmanna flokksins að þeir beiti scr fyrir gagngcrri endurskoðun á viöurlögum vegna fíkni- efnamisferlis svo og fullnustu dóma.“ - Þú talaðir um atvinnumál her að l'raman og það væri frúðiegt að heyra afstöðu SUF til stóriðju i því sambundi. „Já, viö teljum að þegar orkulindir landsins eru nýttar vcrði cftir mætti stofnað til aröbærrar stóriðju og að íylgist þar aö uppbygging orkuveranna og uppbygging stóriöjunnar. En það cr líka skoðun SUF. að fyrirtækin eigi að vera í meirihlutaeigu íslcndinga hvort svo sem um cr að ræða ríkið eða einstaklinga. SUF er ekkert að fara í launkofa með þá skoðun sína að það beri að leita eftirsamstartl viö útlendinga um uppbyggingu og rekstur stóriðju ef þess gerist þijrl'. Það er staðreynd að við búum ekki yfir nægri þekkingu á öllum sviðum og vcröum því oftlcga að leita til útlcndinga. Samhliða uppbyggingu orkufreks iönaðar teljum við aö koma beri á fót aimcnnum iðnaði scm vinni úr afuröum stóriöjunnar". ég sagði í upphafi. Starfslaun handa listamönnum árið 1983 Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa íslenskum listamönnum árið 1983. Umsóknir skulu hafa borist úthlutunarnefnd starfslauna, Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 8. apríl n.k. Umsóknir skulu auðkenndar: Starfslaun listamanna. í umsókn skulu eftirfarandi atriði tilgreind: 1. Nafn, heimilisfang, fæðingardagur og ár, ásamt nafnnúmeri. 2. Upplýsingar um náms- og starfsferil. 3. Greinargerð um verkefni, sem liggur umsókn til grundvallar. 4. Sótt skal um starfslaun til ákveðins tíma. Verða þau veitt til þriggja mánaða hið skemmsta, en eins árs hið lengsta, og nema sem næst byrjunarlaunum menntaskólakennara. 5. Umsækjandi skal tilgreina tekjur sínar árið 1982. 6. Skilyrði fyrir starfslaunum er að umsækjandi sé ekki í föstu starfi, meðan hann nýtur starfslauna, enda til þess ætlast að hann helgi sig óskiptur verkefni sínu. 7. Að loknu verkefni skal gerð grein fyrir árangri starfslauna. Tekið skal fram að umsóknir um starfslaun árið 1982 gilda ekki í ár. Reykjavík 1. mars 1983 Úthlutunarnefnd starfslauna Laus staða hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg vill ráöa starfsmann til eftirtalsins starfs: Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Deildarsálfræðing vantar sem fyrst í fjölskyldudeild til afleys- inga fram að næstu áramótum. Starfsreynsla áskilin. Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar i síma 2 55 00. Umsóknir skulu vera skriflegar og greina m.a. frá menntun og starfsreynslu auk almennra persónulegra uplýsinga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 16. mars 1983.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.