Tíminn - 08.03.1983, Qupperneq 17
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1983
umsjón: B.St. og K.L.
andlát
Sigurrós Scheving Hallgrímsdóttir lést 3.
mars á heimili sínu Suöurgötu 79, Hafn-
arfirði.
Jóhanna Guömundsdóttir frá Indriða-
stööum lést í sjúkrahúsi í Kaupmanna-
höfn þann 1. mars sl.
Guðrún Marín Guðjónsdóttir frá Fram-
nesi, Vestmannaeyjum, Sporðagrunni
2, Reykjavík er látin.
Víkingur Sævar Sigurðsson lést 25.
febrúar í sjúkrahúsi í London.
Olöf Sóley Guðmundsdóttir, Hraunbæ
50, iést 24. febrúar.
Guðmundur Jónsson heiðraður
á 40 ára söngafmæli
■ S:unnudag 27. febrúar var fertugasta
og jafnframt síðasta sýning íslensku óper-
unnar á óperunni Töfraflautunni eftir W.A.
Mozart. Húsfyllir var og sýningunni mjög vel
tekið. í sýningarlok kvaddi Garðar Cortes
sér hljóðs og kvað það ilit að þurfa að hætta
sýningum fyrir fullu húsi. Hann kvað ástæðu
þess vera þá að Lydia Ruecklinger, söngkon-
an unga sem sungið hefur hlutverk Nætur-
drottningarinnar og stjórnandinn Marc Tar-
due þurftu að hverfa af landi brott til annarra
starfa. Þakkaði hann þeim fyrir þeirra hlut í
því að gera veg þessarar sýningar jafn mikinn
og raun varð á. Því næst sagði Garðar: f
febrúar síðast liðinn voru liðin fjörtíu ár frá
því Guðmundur Jónsson hóf söngferil sinn.
Það var einmitt hérna í Gamla bíói í
Árstíðunum eftir Hydn. Þar voru einsöngvar-
ar með Guðmundi: Guðrún Ágústsdóttir,
Daníel Þorkelsson, Söngfélgið Harpan,
Hljómsveit Reykjavíkur og stjórnandi var
dr. Robert Abraham Ottoson. Garðar kvað
ekki ástæðu til að rekja feril Guðmundar í
smáatriðum, en einkennilegt væri og jafn-
framt ánægjulegt að á 39. söngári hefði
Guðmundur unnið einn af sínum stærstu
sigrum á óperusviði sem var s.l. vor í
Silkitrommunni. Garðar þakkaði honum
framlag hans til íslenskrar sönglistar og
kvaðst vonast til að við mættum eiga hann að
sem lengst. Guðmundi voru síðan færð blóm
og hylltu áhorfendur hann lengi og innilega.
Guðmundur sté að lokum fram og þakkaði
fyrir sig og gat þess jafnframt að hann
gleddist yftr því að sjá að til væru söngvarar
í landinu til þess að taka við af gömlu
hrossunum, eins og hann komst að orði.
sundstadir
Reykjavík: Sundhöllin, Laugardalslaugin
og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl.
7.20-20.30. (Sundhöllin þó lokuð á milli
kl.13-15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30.
Sunnudaga kl. 8-17.30. Kvennatímar í
Sundhöllinni á fimmtudagskvöldum kl.
21-22. Gufuböð i V^stubæjarlaug og Laugar-
dalslaug. Opnunartima skipt milli kvenna og
karla. Uppl. í Vesturbæjarlaug í síma 15004,
í Laugardalslaug í sima 34039.
Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga
kl. 7-9 og 14.30 til 20, á laugardögum kl. 8-19
og á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkur
klst. fyrir lokun. Kvennatímar þriðjudaga og
miðvikudaga.
Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum
dögum kl. 7-8.30 og kl. 17.15-19.15 á
laugardögum 9-16.15 og á sunnudögum kl.
9-12.
Varmárlaug-Í Mosfellssveit er opin mánud.
til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18.30. Kvennatími
á þriðjud. og fimmtud. kl. 19-21.30. Karlatím-
arámiðvikud. kl. 19-21.30. Laugardagaopið
kl. 14-18, sunnudaga kl. 10-12.30. Sauna,
kvennatímar á þriðjud. og fimmtud. kl.
17-21.30, karlatímar miðvd. kl. 17-21.30 og
laugard. kl. 14.30-18. Almennir saunatímar I
baðfötum sunnud. kl. 10.30-12.30.
Sundlaug Breiðholts er opin alla virka
daga frá kl. 7.20-9 og 17-20.30. Sunnudaga
kl.8-13.30.
áætlun akraborgar
Frá Akranesi
Kl. 8.30
kl. 11.30
ki. 14.30
kl. 17.30
Frá Reykjavik
Kl. 10.00
kl. 13.00
kl. 16.00
kl. 19.00
I apríl og október verða kvöldferðir á
sunnudögum. — I mai, júní og september
verða kvöldferðir á föstudögum og sunnu-
dögum. - I júlí og ágúst verða kvöldferðir
alla daga nema laugardaga.
Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá
Reykjavík kl. 22.00.
Afgreiðsla Akranesi simi 2275. Skrifstof-
an Akranesi sími 1095.
Afgreiðsla Reykajvik, simi 16050. Sim-
svari í Rvík, sími 16420.
FÍKNIEFNI -
Lögreglan í
Reykjavík, mót-
taka upplýsinga,
sími 14377
Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna
í Reykjavík
heldur fund aö Hótel Heklu Rauöarárstíg 18 þriðjudaginn 8. mars n.k.
kl. 20.30.
Lagðar verða fram tillögur uppstillinganefndar um skipan sæta á
framboðslista framsóknarmanna í Reykjavík vegna næstu alþingis-
kosninga.
Stjórn Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík.
Reyknesingar
Framsóknarmenn í Reykjaneskjördæmi efna til flokksfunda með
frambjóðendum á eftirgreindum stööum:
3. Húsnæði flokksins að Hverfisgötu 25 Hafnarfirði fimmtudaginn
10. mars kl. 20.30.
4. Húsnæði flokksins að Hamraborg 5 Kópavogi laugardaginn 12.
mars kl. 13.30.
5. Félagsheimili Seltjarnarness mánudaginn 14. mars kl. 21.30.
Meðal þess sem rætt verður á þessum fundum er kosningaundirbún-
ingurinn.
Áríðandi er að sem flest áhugafólk flokksins mæti á þessa fundi.
Seltirningar
Aðalfundur framsóknarfélags Seltjarnarness verður haldinn i Félags-
heimili Seltjarnarness mánudaginn 14. mars kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Frambjóöendur flokksins í Reykjaneskjördæmi ræða kosninga-
undirbúning.
3. Önnur mál.
Félagar fjölmennið, nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.
Vesturland -
kosningaskrifstofa
Opnuð hefur verið kosningaskrifstofa fyrir.
Vesturlandskjördæmi að
Brákarbraut 1 Borgarnesi.
Starfsmaður á skrifstofu er Egill Ólafsson.
Opið verður fyrst um sinn frá kl. 13—17 sími 93-7633.
Reykjaneskjördæmi
Framsóknarflokkur hefur opnað kosningaskrifstofu fyrir Reykjanes í
Hamraborg 5 (3. hæð) Kópavogi.
Opið veröur fyrst um sinn kl. 17-19 virka daga sími 41590
Kosningastjóri er Þráinn Valdimarsson.
Akureyri og nágrenni
Framhaldsstofnfundur Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri
og nágrenni verður. haldinn á Hótel KEA laugardaginn 12. mars og
hefst kl. 14.
Dagskrá: Lög félagsins.
Önnur mál
Áhugafólk á aldrinum 14-35 ára á Akureyri og nágrenni er hvatttil að
mæta.
Stjórnin.
Viðtalstímar
borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa
N.k. laugardag 12. mars verða til viðtals að Rauðarárstíg 18. kl.
10.30-12 Sigrún Magnúsdóttir og Jósteinn Kristjánsson.
Sigrún á sæti í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkur og Jósteinn í
Heilbrigðismálaráði.
Kynningarferð FUF félaga
til Akraness
FUF félögin í Reyfkjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík, Mosfells-
sveit og Akranesi gangast fyrir skoðunar og kynningarferð til
Akraness laugardaginn 12. mars. n.k.
Farið verður með Akraborg kl. 10.00.
Fyrst verður farið að Grundartanga en síðan í Sementsverksmiðju
ríkisins.
Nánari upplýsingar hjá Áskeli á skrifstofu SUF í síma 91-29380 og
91-24480.
Undirbúningsnefnd.
Skákmót
Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík heldur skákmót sunn-
udaginn 13. mars 1983. Mótið verður haldið í húsnæði Framsóknar-
félaganna í Kópavogi að Hamraborg 5 og hefst kl. 14 (10 min mót).
Veitt verða þrenn verðlaun. Aðgangur ókeypis.
FUF Reykjavík.
Borgarnes-nærsveitir
Spilum félagsvist í samkomuhúsinu í Borgarnesi föstudaginn 11.
mars kl. 20.30.
Annað kvöldið í 3ja kvölda keppninni.
Framsóknarfélag Borgarness.
Norðurlandskjörd. eystra
Framsóknarflokkurinn hefur opnað skrifstofu i Norðurlandskjördæmi
eystra, að Strandgötu 31, Akureyri, sími 21180. Kosningastjóri fyrir
komandi kosningar hefur verið ráðinn Tryggvi Sveinbjörnsson,
heimasími 23219. Fyrst um sinn verður skrifstofan opin frá kl.
13.00.-17.00 virka daga. Framsóknarfólk er hvatt til þess að hafa
samband við skrifstofuna.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 32., 37. og 41. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á
húseigninni Lyngdalshús, neðri hæð, á Svalbarðseyri, S.-Þingeyjar-
sýslu, þingl. eign dánarbús Geirs Þorsteinssonar, fer fram eftir kröfu
Sveins H. Valdimarssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudag 15. mars.
nk. kl. 14.
Sýslumaður Þingeyjarsýslu
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 95., 97. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á
Síldarverksmiðjunni á Þórshöfn, þingl. eign Hraðfrystistöðvar Þórs-
hafnar hf., fer fram eftir kröfu Jóns Olafssonar hrl. f.h. Síldarverk-
smiðja ríkisins á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. mars. n.k. kl. 14.
Sýslumaður Þingeyjarsýslu.
t
Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma
Ingibjörg Jónína Ásgeirsdóttir
Kirkjubæjarklaustri
lést að heimili sonar síns HafnarfTrði föstudaginn 4. mars. Minningar-
athöfn verður i Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. mars kl. 10.30 f.h.
Jarðsett veröur að Prestbakka á Síðu laugardaginn 12. mars kl. 14.
Björn V. Jónsson
Ásgeir Jónsson
Birgir Jonsson
Gunnar Jónsson
Jón Björnsson
ÞóraSen
Drífa Ingimundardóttir
Bryndís Guðgeirsdóttir
Sveinbjörg Pálsdóttir
barnabörn og aðrir vandamenn
Eiginmaður minn
Jónatan Halldór Benediktsson,
fyrrum kaupfélagsstjóri
á Hólmavlk
andaðist að heimili okkar Rauðalæk 21, laugardaginn 5. mars.
Utför verður gerð frá Fossvogskirkju, föstudaginn 11. mars kl. 10.30
f.h.
Þuríöur Samúelsdóttir.
Mínar bestu þakkirfæri ég öllum þeim sem auðsýndu mér, bræðrum
og venslafólki samúð og vináttu við andlát og jarðarför sambýlis-
manns mins, bróður og vinar
Jónasar Björgvins Eiríkssonar
bónda,
Höfðatuni, Fáskrúðsfiröl
Ennfremur færi ég mínar bestu þakkir til alls starfsfólks á B deild 2,
Landakoti og lækna hans fyrir alla samúö og hlýhug sem mér var
sýnd við dánarbeð hans, þó sérstaklega Elísabetu og Guðrúnu.
Megi Guð blessa ykkur öll.
Valgerður Vagnsdóttir.