Tíminn - 07.04.1983, Síða 12

Tíminn - 07.04.1983, Síða 12
FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1983 16 heimilistíminn Umsjón: A.K.B. ■ Á fundi með biaðamönnum skýrðu þeir Þórir Jensen, for- maður Bílgreinasambandsins og Jónas Þór Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Bflgreinasam- bandsins, frá niðurstöðum af hjólbarðakönnun sambandsins, sem gcrð var í samráði við Bif- reiðaeftirlitið, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Dómsmála- ráðuneytið, Umferðarráð og lög- reglu. í könnuninni kom í Ijós að einn af hverjum þremur bflum er með ólöglega hjólbarða. Könnunin var gerð 2. júní 1982 og kom niðurstaða hennará óvart, þar sem talið var að á þessum tíma væru hjól- barðar í hvað bestu lagi, þar sem skammt væri um liðið síðan menn tóku vetrar- hjólbarða unrlan bílum og hefðu þá ástæðu til að líta eftir sumarhjólb örðun- um. í könnuninni voru skoðaðir hjól- Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóriogÞórir Jensen,formaður Bflgreinasambandsins. (Tímamynd: Árni Sæberg) bíla og óeðlilegt slit reyndist vera á 9.5% bíla. Orsakir þessara galla eru stundum óljósar, en ástand, sem veldur auknu sliti, var að finna á mörgum bílum. Hægt var að sjá ranga hjólastillingu og mæla rangan loftþrýsting í 20% þeirra bíla, sem voru skoðaðir. Á 13.5% bíla höfðu hjól ekki verið jafnvægisstillt og eitt prósent var með beyglaða felgu. Forsvarsmenn Bílgreinasambandsins vilja vekja athygli bíleigenda á að fylgj- ast betur með hjólbörðum bíla sinna og láta reglulega stilla hjólin og athuga að fylgjast með loftþrýstingi í hjólbörðun- um. Nú fer sá tími í hönd, sem umferðin eykst á vegunum og því mikilvægt að bíleigendur geri sér Ijóst hver áhætta það er að aka um á lélegum hjólbörðum. Hjólbarðar undir bíl munu nú kosta rúml. 7 þús. kr. og af því verði eru aðflutningsgjöld og söluskattur um 3 þús. kr. Hátt verð á vafalaust sinn þátt í því, hve margir svíkjast um og aka á hálfónýtum hjólbörðum, einnig er það vafalaust um að kenna því að fólk hefur ekki gert sér grein fyrir því, hve hættu- Þriðji hver bíll reyndist hafa ólöglega hjólbarða — skv. nidurstöðum íkönnun Bílgreinasambandsins barðar á 3.335 bilum á einum degi, en það eru rúml. 3% af bílum í landinu. Meiri hluti bílanna var á höfuðborgar- svæðinu. Hjólbarðar voru skoðaðir á 2.754 fólksbílum, 239 jeppum, 212 sendibílum og 86 vörubílum. 30.6% bíla, sem voru skoðaðir, reynd- ust vera með einn eða fleiri hjólbarða, sem ekki voru löglegir. Á meðan ástand- ið er þannig er nærri þriðji hver bíll hættulegur í umferðinni. Og ekki er ólíklegt að ástandið sé enn verra, en þarna kemur fram. Algengasti galli á hjólbörðum reynd- ist vera að mynstur var of slitið. Það reyndist vera áeinu hjóli eða fleiri á 21% legt er að aka á lélegum hjólbörðum. Öll fræðsla er því til góðs og því brýnt fyrir bíleigendum að athuga vel ástand hjól- barðanna. LYKILLINN AÐ GOÐRI HEILSU ER HEILBRIGÐIR LIFNAÐARHÆTTIR Alþjódaheil- brigdisdagurinn er í dag ■ í dag 7. apríl er Alþjóðaheilbrigðis- dagurinn, sem haldinn er árlega í því skyni að vekja athygli á nauðsyn átaks til betra og heilbrigðara lífs. Dagurinn er að sjálfsögðu haldinn við mjög mis- munandi aðstæður í löndum heimsins, en hvarvetna helgaður sama málefni. Okkur er sjálfsagt í fersku minni að árið 1982 var helgað málefnum aldraðra og áður hefur málefnum fatlaðra verið sérstakur gaumur gefinn í tilefni Al- þjóðaheilbrigðisdagsins. Á þessu ári hafa aðildarþjóðir Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar ákveðið að taka sérstak- lega til meðferðar stefnumótun í heil- brigðismálum til ársins 2000. Hcfur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ákveðið að beina athygli fólks að ntark- miði stofnunarinnar um „Heilbrigði fyrir alla árið 2000". Forsaga þessa markmiðs er sú, að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og barnahjálp Sameinuðu þjóðanna héldu sameiginlega ráðstefnu árið 1978. Sú ráðstefna samþykkti yfirlýsingu, sem ncfnd er Alma-Ata yfírlýsingin. Þar segir að almenn heilsugæsla sé lykill að átaki í heilbrigðismálum fyrst og fremst í þróunarlöndum. í framhaldi af þessari ályktun hefur Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin mótað stefnuna í heilbrigðismálum til aldamóta og er almenn heilsugæsla og þáttur einstaklingsins sjálfs í heilsuvernd talin mikilvægust. Markmið í heilbrigðismálúm til næstu aldamóta hafa einnig borið á góma á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem hefur ályktað að umbætur í heil- brigðismálum sé mikiivægur hlckkur í félagslegri og efnahagslegri þróun í heiminum. Allsherjarþingið hefur beint því til Alþjóðabankans og Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna að sinna heilbrigð- ismálum sérstaklega og þá einkum verk- efnum, sem lúta að vatnsöflun og bættri hreinlætisaðstöðu í þriðja hciminum. Jafnframt að styrkja rannsóknir á hita- beltissjúkdómum og eflingu bólusetn- inga og dreifingar á nauðsynjalyfjum. Hvernig snertir markmiðið „Heil- brigði fyrir alla árið 2000“ okkur íslend- inga? Erum við ekki langt komin með að leysa öll helstu vandamál mcð byggingu nýrra sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila, heilsugæslustöðva, dvalarheimila o.s.frv.? Sjúkrahús eru til aðhlynningar og meðferðar á'sjúkum, en meginatriði er hins vegar að koma í veg fyrir eins og unnt er að fólk fái sjúkdóm. Þetta er í daglegu máli kallað heilsuvernd eða fyrirbyggjandi starf, stundum forvarnir. Farvarnir gegn sjúkdómum eru aðeins að takmörkuðu leyti á valdi heilbrigðis- starfsmanna. Til þess að forvarnir beri árangur þarf einstaklingurinn sjálfur að vera virkur. Lykillinn að góðri heilsu er heilbrigðir lifnaðarhættir. Undir það fellur heilbrigt mataræði, líkamsrækt, bindindi eða hófsemi í meðferð áfengis. tóbaks og lyfja og hæfileg hvíld. í þessu sambandi er rétt að minnast þess að um 3/4 allra dánarmeina eru hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein og slys. Ábyrgð einstaklingsins í heilsuvernd er rnikil en heilbrigðisþjónusta. hefureinn- ig miklu hlutverki að gegna og þarf að aðlaga sína þjónustu að heilsuvernd. Jafnframt eiga frjáls félagasamtök mik- inn þátt í slíku starfi eins og við þekkjum hér á landi, m.a. af starfi Hjartaverndar, Krabbameinsfélaganna og Rauða krossins. Nú er kominn tími til sérstaks þjóð- arátaks um varnir gegn sjúkdómum. í tilefni alþjóðaheilbrigðisdagsins 1983 hvetja heilbrigðisyfirvöld almenning til þess að gefa þessum málum aukinn gaum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.