Tíminn - 10.04.1983, Blaðsíða 16
16
SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1983
hann bætir við: „Þegar ég segist vera
efahyggjumaður hef ég í huga það sem
Thomas Mann sagði í fyrirlestri á þriðja
áratugnum: Það raunhæfa við efa-
hyggjumanninn er að hann lítur svo á að
allt sé mögulegt."
Margir dulsálfræðingar virðast álíta
að það sé hugsanlega mögulegt að það
kvikni skyndilega í mönnum, þeir verði
eitt eldhaf og brenni til ösku án þess að
fötin sem þeir voru í eða stóllinn sem
þeir sátu á sviðni að ráði. Þetta heitir
„sjálfkrafa mannbruni'* eða eitthvað
þ.u.l. á tæknimáli dulsálarfræði.
En hvað skyldi átt við þegar sagt er að
slíkur atburður sé hugsanlega mögu-
legur? Dulsálfræðingar og aðrir formæl-
endur gervivísinda verða að átta sig á
því að í vísindum er talað um tvenns
konar möguleika: raunverulega og rök-
lega. Tiltekinn atburður er raunverulega
mögulegur ef hann brýtur ekki gegn
lögmálum náttúrunnar. Maður getur
verið á sama stað á tveimur ólíkum
tímum, en ekki tveimur ólíkum stöðum
á sama tíma. Þeir sem halda því fram að
„sjálfkrafa mannbruni" sé hugsanlega
mögulegur eiga væntanlega ekki við að
slíkur atburður sé samþýðanlegur lög-
málum sem efnafræði og eðlisfræði hafa
leitt í Ijós. Möguleikinn sem hér er
hafður í huga er miklu víðari.
Skyldi þá átt við röklegan möguleika?-
Röklega mögulegur er sá atburður sem
felur ekki í sér mótsögn. Margt sem er
röklega mögulegt er ekki raunverulegtw
mögulegt. Þaðerekki röklegaóhugsandi
að hundur geti fætt kött, en það er
~*»~*~**ri *
MjSÍ
mj, 4
semi - eins og vinsældir og viðgangur
gervivísinda er til marks um. Fólk hneig-
ist til að trúa því sem því fellur best, sem
því geðjast að. Vísindakenningar sem
almenningur styður af ákefð og miklum
tilfinningahita, en njóta ekki viðurkenn-
ingar vísindamanna, sem almennt eru
virtir og vandaðir, telur Asimov fyrir-
fram ólíklegt að hafi við nokkur rök að
styðjast. I dæmum af vísindakenningum
sem „virtir og vandaðir" vísindamenn
sýndu tómlæti eða börðust gegn veitir
Asimov því athygli að sjaldnast nutu
þessar kenningar stuðnings almennings.
í sumum tilvikum vissi almenningur ekki
að um neinn ágreining væri að ræða eða
hann höfðaði ekki til áhugamála hans. í
öðrum tilvikum, svo sem í dæmi Galíleós
og Darwins, studdi almenningur ákaft
og af miklum tilfinningahita ríkjandi
sjónarmið og fordæmdi hinar nýstárlegu
kenningar. Þær þóttu t.d. ósiðlegar. (
Með þessi sögulegu sannindi í huga
hefur Asimov sett eftirfarandi viðmiðun-
arreglur: Ef utangarðskenning í vísind-
um mætir áhugaleysi eða andstöðu al-
mennings er hugsanlegt að hún sé rétt.
Ef utangarðskenning í vísindum fær
stuðning almennings af miklum ákafa og
tilfinningahita er nær öruggt að hún sé
röng.
■ Vísindamenn eru stundum fasthcldnir á ríkjandi viðhorf, og hafa raunar ríka
ástæðu til. An taumhalds og cfasemda verður glundroði, og framfarir stöðvast.
Andstaðan við hinar nýstárlegu kenningar Galíleós á nýöld réðst ekki af fordómum
einum og andúð á framförum eða nýrri þekkingu: sjónauki Galíleós var mjög
ófullkominn og þar með mikilvægar röksemdir hans fyrir kenningu sinni orðnar
hæpnar.
Vísindi þrífast best
l án múgæsingar
Ég ætla ekki að gera skoðanir Asimovs
að mínum en þær eru sannarlega um-
hugsunarverðar. Því er hér við að bæta
óvefengjanleg markalína vísinda og
gervivísinda yrði ekki dregin. Til eru
fræði sem hafa verið eða eru enn á
mörkunum: landrekskenning Wegeners
og félagslíffræði Edwards Wilsons eru
slík dæmi. Samlíking gæti skýrt hvað ég
á við ef einhver velkist í vafa. Til er
tvíkynja fólk, fólk sem er hvorki karl né
kona. Sú staðreynd breytir því ekki að
líka er til fólk sem er ótvírætt karlar og
ótvírætt konur. Sama gildir um vísindin.
Enda þótt til séu vísindi sem við erum í
vafa um hvernig eigi að flokka þá breytir
það ekki hinu að til er starfsemi sem án
nokkurs efa verður annars vegar kölluð
vísindi og hins vegar gervivísindi.
Það er ein af mörgum takmörkunum
þessa erindis að ég hef ekki getað fjallað
um þessi vísindi sem eru á mörkunum.
Nógu væri það spennandi, en það bíður
betri tíma.
Orsakir gervivísinda:
oftrú og vantrú
á vísindum
Aðra takmörkun á því sem ég hefsagt
hlýt ég að nefna. Ég hef ekki rætt um
ástæðurnar fyrir hylli gervivísinda á öld
upplýsingar og almennrar menntunar.
Kannski má rekja viðgang gervivísinda
til þeirrar skilningsvönu skynsemistrúar
sem einkennir okkur nútíðarmenn, eins
og Þorsteinn Gylfason hefur getið sér til.
Hann hefur þá í huga næsta blint traust
okkar á tækniundur sem við fæst skiljum,
traust sem fær okkur til að fylgja sér-
EF KENMNG GETUR EKKI VERIÐ RONG,
GETUR HÚN HELDUR EKKI VERIÐ RÉTT
raunverulega ómögulegt. Aftur á móti
er það röklega ómögulegt að einn og
sami hundurinn hafi bæði fætt kött og
ekki fætt kött.
Svolítil umhugsun ætti að leiða í ljós
að hvorug þessi möguleikahugtök vís-
inda koma gervivísindum að gagni. Ann-
að er of þröngt, hitt of vítt. Röktcgir
möguleikar eru óteljandi: Tunglið getur
verið úr osti; storkurinn komið með
börnin; kindur verpt eggjum o.s.frv.
o.s.frv. Allt eru þetta svo fjarstæðu-
kenndir möguleikar að okkur dettur
ekki í hug að rannsaka þá af neinni
alvöru. Svo virðist sem formælendur
gcrvivísinda hafi í huga möguleikahug-
tak sem felur í sér að eitthvað sé
„samþýðanlegt -vísindum framtíðarinn-
ar“ og þar með þess virðí að því sé
gaumur gefinn. Vísindin breytast jú, og
kenning sent fyrr á öldum var talin
fjarstæða er ríkjandi sannleikur nú á
dögum. En hugmyndin að þessum skiln-
ingi á möguleikahugtakinu byggir á
misskilningi á því hvernig nýjar kenning-
ar verða til í vísindum og hvernig þær ná
viðurkenningu.
Sönnunarbyrðin hvílir
ekki á efasemdarmönnum
Fyrst er þess að geta að það skiptir
' engu máli hvernig vísindamenn uppgötv-
uðu tilteknar kcnningar. Arkímedes er
sagður hafa fundið lögmál sitt í baðkeri
en það sem vísindamenn hafa áhuga á er
hvernig lögmál hans er rökstutt og
- Ef utangarðs-
kenning í vísindum
fær stuðning al-
mennings af miklum
ákafa og tilfinninga-
hita er nær öruggt
að hún sé röng!
hvernig unnt er að ganga úr skugga um
að það sé rétt. Kenningar sem hafa það
eitt sér til gildis að þær hafa ekki verið
afsannaðar eru einskis virði. Ég las það í
Þjóðviljanum í morgun að nýlegur rann-
sóknarleiðangur hefði ekki getað afsann-
að þá tilgátu að sæskrímsli væri að finna
í Loch Ness á Skotlandi, og í hitteðfyrra
þóttist strákur nokkur aldeilis hafa sallað
mig niður með því að benda mér á að
staðhæfingar um að vitsmunaverur frá
öðrum hnöttum í fljúgandi furðuhlutum
heimsæktu jörðina hefðu ekki verið
afsannaðar. í báðum dæmunum verður
mönnum á hugsunarvilla: Sönnunar-
byrði hvílir ekki á efasemdarmönnum,
heldur hinum sem sögur segja og kenn-
ingar setja fram.
Standa efasemdarmenn
í vegi fyrir framförum?
Rétt er að ég víki að einni algengri
- Vísindi sem rísa
undir nafni þrífast
best án múgæsing-
ar, öndvert viö
gervivísindin
i
mótbáru við málflutning okkar sem
fordæmum gervivísindi. Við erum
gjarnan sakaðir um að standa í vegi fyrir
þekkingaröflun og framförum vísinda,
og jafnvel líkt við rannsóknarréttardóm-
ara miðalda. Eins er sagan um andóf
vísindamanna gegn kenningum Galíleós
og Darwins á sínum tíma oft rifjuð upp.
Ásakanir af þessu tagi virðast raunar
vera rauður þráður í málsvörn gervivís-
inda hvaða nafni sem þau nefnast.
Sjálfur hef ég fengið slíka gusu framan í
mig fyrir að mótmæla heilaspuna um
fljúgandi furðuhluti.
Að baki þessum áburði liggur sannfær-
ing um tvennt: Að vísindamenn og
vísindastofnanir hafi sýnt mönnum eins
og Galíleó og Darwin ósanngirni, og að
litið hafi verið á þá sem sérvillinga eða
jafnvel svikahrappa. Ástæða er til að
ætla að hvorug þessara fullyrðinga hafi
við rök að styðjast. Fyrst er að nefna það
að efasemdir um vísindalegt gildi sjón-
auka Galíleós voru eðlilegar þegar ekki
var fyrir hendi nein kenning sem skýrt
gat hvernig hann starfaði, ogeinser þess
að geta að sjónauki Galíleós var mjög
ófullkominn. Það hefði verið bæði
óskynsamlegt og órökvíst af vísinda-
mönnum að fallast umyrðalaust á kenn-
ingar Galíleós. Sögulegar rannsóknir
benda ekki til þess að samtíðarmenn
hans, vísindamenn og kirkjunnar
þjónar, hafi litið á hann sem sérvilling
heldur einfaldlega sem vísindamann á
villigötum; mann sem hafði ekki næg rök
fyrir forvitnilegri kenningu.
Viðmiðunarreglur
Asimovs
Isaac Asimov, hinn víðkunni höfund-
ur vísindarita og vísindaskáldsagna, hef-
ur sett fram athyglisverðar viðmiðunar-
reglur um þessi efni. Hann vekur athygli
á því að hugmyndir almennings stjórnist
sjaldnast af yfirveguðum rökum og skyn-
- Gervivísindi eiga
rætur sínar að rekja
í senn til oftrúar og
vantrúar á vísindum
að þeir sem fylgst hafa með næsta
reyfaralegum framförum efnisvísinda á
20. öld hljóta að vera undrandi á
ásökunum um ríkjandi fasthefdni í heimi
vísindanna. Hvers vcgna voru framfarir
í eðlisfræði, stjörnufræði og sameindalíf-
fræði á undanförnum áratugum, sem
gerbreytt hafa skilningi okkar á heimin-
um og mannlífinu, ekki stöðvaðar? Ég
er m.ö.o. að benda á að ásákendur hafa
aldrei tínt til neina ástæðu fyrir íhalds-
semi vísinda og andúð á nýrri þekkingu.
Framfarir í vísindum hafa orðið og
verða enn, og það án íhlutunar fjölmiðla
eða sjónhverfingarmanna gervivísinda. -
Vísindi sem rísa undir nafni þrífast best i
án múgæsingar, öndvert við gervivísind-
in.
Ég gat þess fyrr í þessum lestri að
fræðingúm í blindry og spyrja ekki um
rök.
Sjálfur held ég að gervivísindi eigi
rætur sínar í senn að rekja til vantrúar
og oftrúar á vísindum. Þetta kann að
virðast þversagnarkennt en er það ekki
við nánari athugun. Vantrúin birtist í
andúð á þeirri rökvísu hugsun sem er
aðalsmerki vísinda og ásökunum um að
vísindin eigi sök á margvíslegum ófam-
aði mannkynsins á kjarnorkuöld. En
vísindin eiga ekki fremur sök á beitingu
kjarnorkunnar en eldurinn átti sök á
Njálsbrennu. Oftrúin er ekki betri.
Þekkingarleit og skilningi manna eru
takmörk sett, og þrátt fyrir allar framfar-
ir sem vísindi hafa tekið geta þau ekki
og munu aldrei geta leyst úr örlagarík-
ustu spurningum mannlífsins: álitaefn-
um um siðferðislíf okkar.
(Heimildir og ábendingar um frckari lestur:
Radner & Radner: Science and Unreason
(1982); Martin Gardner: Fads and Fallacies
in the Name of Science (1957); Ronald N.
Giere: Understanding Scientiflc Reasoning
(1979); George Abell & Barry Singer: Sci-
ence and the Paranorma! (1981); D. Marks
& R. Kammann: The Psychology of thc
Psychic (1980); John Taylor: Science and the
Supcrnatural (1980); H.J. Eysenck & Carl
Sargent: Explaining the Unexplaned (1982);
James E. Alcock: Parapsychology: Science
or Magic? og loks tímaritið The Skeptical
Inquirer sem komið hefur út frá árinu 1976).
■ Úr vinnustofu gullgerðarmanns. Gullgerðarlist var kannski ekki fjarstæðukennd
fræðigrein fyrir daga efnafræði, en nú á dögum er hún tímaskekkja. Samt nýtur hún,
einsog stjörnuspeki og fleiri hindurvitni, mikilla vinsælda með afmörkuðum hópum.
■ Dulsálfræðingur að starfl: Joseph Banks Rhine, frumkvöðull nútíma dulsálar-
fræði, (til hægri) leitar að yfírskilvitlegum kröftum á rannsóknarstofu sinni við
Dukeháskóla í Bundaríkjunum á árdögum slíkra rannsókna. Þegar Rhine lést rauf
Dukeháskóli öll tengsl við dulsálfræðinga og stofnun Rhines starfar nú sjálfstætt.