Tíminn - 10.04.1983, Blaðsíða 26

Tíminn - 10.04.1983, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1983 stafar ef til vill af því að heimspekingar velta oft fyrir sér spurningum sem fólk reynir frekar að banda frá sér og í svörum sínum eða gagnrýni veitist heim- spekingurinn oft að viðteknum skoðun- um og gengur þannig í berhögg við viðtekinn hugsunarhátt. En það má að sumu leyti kenna heimspekingunum sjálfum um það að fólki skuli detta eintómt þvaður í hug þegar það heyrir orðið heimspeki vegna þess að heim- spekin hefur oft verið slitin úr tengslum við daglega reynslu fólks.‘‘ „Ekkert því til fyrirstöðu að háskólamenn vinni í frystihúsi öðru hvoru“ ^Sumir kennara minna í Bandaríkjun- um vorkenndu mér ógurlega vegna þess að ég var að fara til íslands og mundi missa af öllum ráðstefnunum sem eru haldnar ytra. Mér finnst aftur á móti miklu frjósamara að vera hér. Heimspeki- lega umræðan hér gerir miklu meiri tilraunir til að vera í tengslum við veruleikann. í Bandaríkjunum er hún miklu lokaðri og fjallar einungis um sjálfa sig. Hér hefur hún á hinn bóginn þróast þannig að hún fæst meira við almenn vandamál. Hér skrifa menn ekki um aðra heimspekinga heldur um ákveð- in málefni sem eru á dagskrá. Hér er líka starfrækt Félag áhuga- manna um heimspeki, sem er einsdæmi. Þetta er fjölmennt félag og meðlimir úr öllum stéttum, enda ekki margir heim- spekimenntaðir menn hér á landi. En í þessu félagi verður núna á sunnudaginn haldinn fundur um stjórnarskrármálið, sem er dæmi um það að heimspekin hér er í meiri tengslum við daglega umræðu en víðast hvar annars staðar. Ef við veltum spurningunni svo fyrir okkur útfrá hagkvæmnissjónarmiðinu þá er augljóst að ég var mjög heppinn að fá vinnu í mínu fagi og ljóst að ef ég hefði komið heim örlítið seinna væri óvíst um atvinnumöguleikana því að markaður- inn er að mettast. Menntun hlýtur alltaf að borga sig út frá sjónarmiði manngildis og þroska, en þó maður lifi ekki á brauði einu saman þá lifir maður ekki á andagiftinni einni saman heldur. Mér finnst ekkert mæla á móti því að maður vinni við eitthvað annað en það sem maður er menntaður til, en þá verður það líka að eiga við um þjóðfélag- ið í heild. Pað er ekkert því til fyrirstöðu að háskólamenn vinni í frystihúsi öðru hvoru, með því móti væri líka hægt að skapa tækifæri fyrir fleiri innan fræð- anna, því að nú er mjög farið að þrengjast að menntamönnum alls staðar á Vesturlöndum. Fræðimenn hefðu gott af þessu en til þess yrði heildar afstöðu- breyting að koma til. Ef vinnutími fólks yrði styttur kæmust líka fleiri að. auk þess sem það kæmi fjölskyldulífinu einnig til góða. Þá hefðu báði'r foreldrar frekar tækifæri til að vinna úti ef þeir vildu. Eitt og hálft starf saman fyrir foreldra væri gott, þá gætu báðir notið barnanna.“ „Við köllum það „DöIIas“...“ - Hvað gerið þið helst ykkur til skemmtunar? „Það er nú ekki ennþá farið að reyna á það, nema hvað við höfum notað frístundimar til að hitta aftur gömlu kunningjana," segir Vilhjálmur. „Þetta hefur verið svo stressað hjá okkur síðan við komum heim. Á meðan við vorum úti var helsta skemmtunin fólgin í því að fara í piknikk og núna förum við í sunnudagsgöngutúra með krakkana þeg- ar viðrar til þess. Svo er Ragnheiður líka byrjuð í kór...** „Já, ég er genginí kór Menning- ar- og fræðslusambands alþýðu," segir Ragnheiður „og á meðan ég er á æfingum gengur Vilhjálmur um gólf með Eirík. En ég hlakka til þess alla vikuna að fara á æfingu.“ - En hvernig er með rómantíkina - lifir hún af bamafans og bleyjuþvott? „Við erum nú fremur órómantísk í eðli okkar," segir Vilhjálmur hikandi og finnst spurningin greinilega pínulítið nærgöngul. „Bölvuð vitleysa“, segir Ragnheiður, „rómantíkin heldur velli, enda er Vil- hjálmur mjög rómantískur maður.“ „Jú,“ segir Vilhjálmur, „það er helst svona á síðkvöldum - á eftir Dallas“!!! Og þá vitum við það og við vitum líka að hvort sem Vilhjálmur er rómantískur eður ei þá hefur hann þó altént húmor! -sbj. bjargað sér í skrifræðisþjóðfélagi. Og þeir sem verst standa að vígi lenda yfirleitt í hernum.“ „Það sem var mest þrúgandi var hvað þetta er mikið herveldi," segir Ragn- heiður,/ig reynslan af því hvernig al- mannaheill er fórnað fyrir það. í sjón- varpsþætti sem heitir „Sixty minutes“ var t.d. verið að afhjúpa hvernig kjarn- orkutilraunir voru gerðar í nágrenni mannabyggða og á sjötta áratugnum var eiturefnum úöað inn í neðanjarðarlest til þess að athuga hvaða áhrif það hefði. Síðan dó fullt af fólki úr krabbameini vegna þessara tilrauna. Svo varð maöur var við það að litið var á Norðurlöndin sem sósíalísk lönd og fólk spurði jafnvel hvort þar væri nokk- urt frelsi, t.d. vegna þess að læknar eru opinberir starfsmenn. Fólk hélt að nauð- synleg niðurstaða þess væri léleg lækna- þjónusta. Okkur fannst hins vegar mest sláandi að þarnaer ekkert sjúkrasamlag og læknaþjónustan því óheyrilega dýr. Við urðum illilega fyrir barðinu á því þegar Eiríkur fæddist, ef við værum bandarísk hefðum við farið alveg á hausinn. Annars er hægt að fá sérstaka fæðingartryggingu en hana þarf þá að kaupa íyrir getnað þannig að fólk verður að stunda heilmikinn áætlanabúskap, enda tíðkast geldingar í stórum stíl.“ „Hérna hírast allir heima hjá sér vegna veöurs“ „Eitt sem er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast er trúarlíf Bandaríkja- manna", segir Vilhjálmur. „Þarna er ekki ríkistrú - ríkistrú er greinilega ekki vænleg fyrir trúarlíf í landi - þó ég kunni nú betur við íslcnska háttinn. í Banda- ríkjunum veður allt uppi í ólíkum söfn- uðum ogflestireru íeinhverjumsöfnuði. Við urðum mikið fyrir því að fólk reyndi að draga okkur inn í einhvern söfnuð í því skyni að frelsa okkur. Gömlu rót- grónu kirkjurnar eru þó í mörgu skynsamlegt afl og kaþólikkar sérstak- lega góðir í friðarmálunum, líkt og kirkjan í Suður-Ameríku. En trúarvitund fólks virðist meiri ' þarna, fólk ber trú sína nteira á torg og er sífellt að játa hana með vörunum. Mér finnst nú reyndar dálítið skrýtið þegar trúað fólk er alltaf að tala um trú sína, ég held að sanntrúað fólk sé ekkert að slíku. En Bandaríkjamenn eru líka miklu opnari en viö og mjög umgengnis- þýðir menn. Það er kannski það sem ég kunni besi við, hvað þeir eru kammó og opinskáir. Okkur fundust fslendingar kuldalegir og hranalegir þegar við kom- um aftur, en maður veit líka að þegar fslendingur er vingjarnlegur þá meinar hann það. Bandarísku almennilegheitin eru frekar bara venjur sem maöur kann vel við.“ „Veðrið spilar nú líka inn í þetta," segir Ragnheiður. „Það var ekki fyrr en fór að vora að við kynntumst einhverj- um. Fólk leikursér mikiðúti, fjölskyldan fer saman í piknikk og þess háttar og maður er alltaf að rekast á fólk úti við. Svo drekkur fólk líka teið sitt eða kaffið ■ úti í garði og spjallar þá gjarnan við nágrannana en hérna hírast allir heima hjá sér vegna veðurs og því er erfiðara að kynnast nágrönnunum. Síðan er nátt- úrlega miklu skynsamlegri bjór- og vín- menning sem hefur líka áhrif á viðmótið, nema hvað mér þykir slæmt að þeir keyra alltaf heint þó þeir séu búnir að skvetta einhverju í sig.“ - Hvernig fannst ykkur svo að koma heim? „Ofsalega kalt“, segir Ragnheiður, „það var svo kalf að Edda fór að gráta, það var sjokk að koma út úr flugvélinni. Við komum líka á óheppilegum tíma, rétt fyrir jólin beint í kuldann og skamm- degið. Auðvitað var gaman að koma^ heim og hitta ættingja og vini en mér fannst ég að öðru leyti vera komin í hálfgert helvíti. Það var alltaf myrkur á meðan við vorum að koma okkur fyrir, en við vorum þó svo heppin að það var búið að útvega okkur íbúð til leigu. En sjálfsagt fannst manni þetta líka svona erfitt vegna þess að við vorum búin að búa við kassabúskap og mikið annríki síðustu tvo mánuðina úti og eignuðumst barn fyrir tímann inn í það en Vilhjálmur varði ritgerðina sína þremur dögum síðar. En þá urðum við fyrir mjög góðri reynslu af nágrönn- unum. Átta vinkonur mínar á garðinum settust niður og skipulögðu hjálparstarf. Þær komu með kvöldmat á hverju kvöldi en ég var ekki nema einn og hálfan dag á spítalanum, þvoðu þvottinn og pöss- uðu. Svo komu þær í stórum stíl meðiöt ■ Helsta skemmtun fjölskyldunnar á meðan þau bjuggu í Bandaríkjunum voru piknikk-ferðir og hér eru þau ásamt íslenskum námsmanni í nærliggjandi fyiki, Rúnari Karlssyni og börnum. Ingibjörg kona Rúnars tók myndina. ■ Hér sjást Árni og Edda ásamt heimilisvininum - en myndin var tekin á „Halloween", stm haldið er upp á þar vestra á svipaðan hátt og öskudcgi er fagnað hér á landi. á barnið því að við vorum búin að senda öll barnafötin heim. Þær voru svo frá- bærar að maður bara hreinlega klökkn- aði.“ „Þetta er allt eintóm handavinna“ - Og hvernig kunnið þið svo við störfin ykkar, nú þegar þið eruð hætt að læra og orðin „ábyrgir þjóðfélagsþegn- ar“? „Mér finnst ofsalega erfitt starf að vera húsmóðir með þrjú börn, þú fyrirgefur hvað ég er neikvæð,“ segir Ragnheiður.^En það er mjög mikið að gera, og sérstaklega er mikið starf í kringum þennan tveggja ára, hann virð- ist taka allan minn tíma. Mér finnst gott að hafa tækifæri til að vera heima með börnunum, en gallinn við að vera heima er sá að það er alls ekki heilbrigt að útilokast svona frá fólki og alls ekki gott fyrir sambandið við börnin. Ég álít alls ekki gott fyrir mann að vera alltaf með sama fólkinu, jafnvel þó það sé manns nánasta, þetta hefur ekkert upp á sig nema það að á kvöldin er maður orðinn dauðþreyttur á sínum eigin börnum og þau á mér. Það er líka nauðsynlegt fyrir félagslegan þroska barna að þau séu hálfan daginn á leikskóla og því ættu öll börn áð fá inni á lcikskólum. Ég bíð eftir leikskólaplássi fyrir Árna, hér er engin aðstaða fyrir hann og hann er of kulvís til að vera á gæsluvelli. Auk þess finnst manni súrt í broti að þurfa að borga tíu krónur í hvert skipti sem maður setur barn smástund inn á gæsluvöll. Klassíska húsmóðurstarfið er ofsalega tilbreytingarlaust, ég bíð eftir að komast út að vinna hálfan daginn. Húsmóður- starfið er vissulega fullt starf, en mig langár til að gera citthvað meira með heilanum, þetta er allt eintóm handa- vinna, endalaus þvottur... Peninganna ■ Vilhjálmur lék á trommur í country og western hljómsveit og hér gefur að líta hljómsveitarmeðlimi ásamt skylduliði. vegna verð ég líka að fara að vinna strax næsta vetur." „Mér líkar vel við mitt starf," segir Vilhjálmur, „ég kenni í Háskólanum og kann því mjög vel. Að vísu hafa stunda- kennarar enga starfsaðstöðu og ég hafði betri aðstöðu sem aðstoðarkennari í Bandaríkjunum. Þar hafði ég skrifstofu með öðrum kennara, en hér hafa stunda- kennarar ekki skrifstofu, þó ég sé svo heppinn að hafa skrifstofu að láni í vetur. Síðan erum við kauplausir á sumrin þannig að mig vantar vinnu fyrir sumarið. Stundakennarar hafa heldur ekki samningsrétt, þetta er ákaflega mislitur hópur. Annars vegar er fólk eins og ég sem hefur allar sínar tekjur af þessu og hins vegar er fólk sem er í öðrum störfum úti í bæ og hefur þetta sem aukabita." - Er eitthvað vit í því að læra fag eins og heimspeki? „Ég hitti nýlega gamlan kunningja minn í strætó sem spurði mig hvað ég væri að gera núna. Þegar égsagði honum að ég væri að kenna heimspeki sagði hann: „Er það ekki eitthvað tómt þvaður?" Þetta virðist nokkuð almennt viðhorf til heimspekinnar, sumir leyna því jafnvel að þeir séu heimspekingar vegna þeirra viðbragða sem þeir fá hjá fólki, segjast bara vera kennarar. Heim- spekingar eru oft á tíðum álitnir ónytj- ungar og ekki bara það heldur jafnvel háskalegir ónytjungar. Það kom mjög skýrt í ljós í örlögum Sókratesar. Þetta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.