Tíminn - 10.04.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.04.1983, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1983 NOTA VERÐUR ATKVÆÐISRETT- INN TTL ÞESS AD BYGGJA UPP ■ Um hvað snúast alþingiskosn- ingarnar, sem fram fara eftir aðeins hálfan mánuð? Eða kannski væri réttara að spyrja; um hvað eiga þessar kosningar að snúast? Staðreyndin er nefnilega sú, að margt bendir til þess að kosningarnar snúist um annað en það sem mestu máli skiptir; um óskilgreinda óánægju með stjórnmálaflokkana, en ekki um þær leiðir, sem færar eru til að ráða við alvarlegustu erfiðleika þjóðfélagsins - verðbólguna og samdrátt í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar. Alþingi ein- kenndist í allan vetur af algjöru ábyrgðarleysi stjórnarandstöðunnar, og valdaleysi ríkisstjórnaraðilanna, og ýmislegt virðist benda til þess, að umtalsverður hluti kjósenda ætli að greiða atkvæði á kjördag af sams konar ábyrgðarleysi. Vonandi sjá nógu margir kjósendur að sér laugardaginn '23. apríl til þess að úrslitin verði ekki meiriháttar þjóðarslys, sem vandséð er hvernig við verður brugðist. Von- andi átta kjósendur sig á þvi í kjörklef- anum, að þjóðarhagur krefst þess að þeir, sem sýnt hafa ábyrgð í störfum og sem lagt hafa fram skelegga, fram- kvæmanlega stefnu í efnahagsmálum, hljóti nauðsynlegan stuðning til að takast á við vandamálin. Annars mun illa fara. Framfaramál núverandi ríkisstjjórnar Þar sem ríkisstjórninni hefur ekki tekist að ná samkomulagi um nauðsyn- legar aðgerðir í efnahagsmálum, og því ekki ráðið við verðbólguna sem skyldi, þá láta sumir sem ríkisstjórnin hafi engu góðu komið til leiðar. Þetta er auðvitað alrangt. Guðmundur Bjarnason, alþingismaður, sem skipar þriðja sætið á framboðslista Framsókn- arflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, rakti ýmislegt það, sem stjórn- inni hefur vel tekist á ferli síum, í útvarpsumræðum frá Alþingi fyrir skömmu. Þar sagði Guðmundur m. a.: „Stjórnvöldum hefur tekist að koma áfram ýmsum mikilvægum framfara- málum. Ég vil nefna samgöngumálin. Miklar framkvæmdir hafa verið í vega- málum og bundið slitlag lagt á fleiri kílómetra en nokkru sinni fyrr. Bundið slitlag er nú á um það bil 600 kílómetr- um vega, og þar af hafa fast að 400 kílómetrar verið lagðir á seinustu þremur árum í tíð Steingríms Her- mannssonar sem samgönguráðherra, og áætlað er að bæta 150 kílómetrum við í sumar. Þessar framkvæmdir spara bifreiðaeigendum stórfé í lækkuðum rekstrarútgjöldum. Einnig má nefna lagningu sjálfvirks síma í sveitum, sem miðað hefur vel áfram, og Alþingi hefur samþykkt tillögu okkar framsóknarmanna um að ljúka við rafvæðingu dreifbýlis á næsta ári. Þá hafa miklar framkvæmdir átt sér stað í hafnargerð, byggingu skóla- mannvirkja, ýmissa menningarstofn- ana, svo sem útvarpshúss og þjóðar- bókhlöðu, og heilbrigðisstofnana svo að eitthvað sé nefnt af hinum fjöl- mörgu framfaramálum." Vandamál verðbólgunnar En Guðmundur Bjarnason benti einnig á það, sem miður hefur farið: „Því miður hefur ekki tekist jafnvel til á öllum sviðum. Við höfum orðið undir í glímunni við verðbólguna. Er þar að sjálfsögðu ýmsu um að kenna, en ekki síst því að samstarfsaðilar okkar hafa ætíð færst undan, dregið úr og ekki þorað að taka á málum. Afleiðingar þess koma víða við. Raf- orkuverð hefur farið upp úr öllu valdi og er nú nánast óbærilegt þeim, sem þurfa að hita upp hús sín með raf- magni. Mikil verðbólga, dýrar orku- framkvæmdir og erlendar lántökur eiga auðvitað sinn þátt í því, hvernig komið er. En mestu munar þó um að iðnaðarráðherra, Hjörleifi Gutt- ormssyni, hefur ekki tekist að ná fram hækkun á orkuverði til stóriðju. Hvort hér er um að kenna getuleysi eða viljaleysi ráðherrans skal ósagt látið, en Ijóst er að ekki verður lengur við unað, og eitt af brýnustu verkefnum nýrra stjórnvalda er að jafna orku- kostnaðinn, ef ekki á að leiða til stórfelldrar byggðaröskunar. Þá hefur verðbólgan orðið hús- byggjendum þung í skauti og forysta Svavars Gestssonar, félagsmáiaráð- herra, ekki dugað til að leysa þau vandamál, sem þar blasa við, einkum ■ hjá ungu fólki og þeim sem byggja eða kaupa húsnæði í fyrsta sinn. Við fram- sóknarmenn höfum lagt til að mæta þörfum þessa fólks með hærri lánum og lengri lánstíma, auk þess sem við höfum lagt áherslu á mikilvægi bygg- ingarsamvinnufélaga". Undanbragðalaus niður- talning verðbólgunnar Guðmundur Bjarnason lagði áherslu á, að nú yrði fyrst og fremst að kjósa um efnahagsmálin og efnahags- stefnuna: „Framsóknarflokkurinn leggur til að eftir kosningar verði tekið á hinu alvarlega ástandi í efnahagsmálum af festu - festu sem nær tökum á verð- bólgunni, festu sem rýfur þann víta- hring verðlags og kaupgjalds, sem nú er nánast lögbundinn og ekki er lengur nein trygging fyrir það fólk, sem helst þarf á vernd að halda heldur þvert á móti magnar verðbólguna og skerðir á þann hátt mest hlut þess, sem vemda átti. Af festu verði tryggð undan- bragðalaus niðurtalning verðbólgunn- ar. Síðan viljum við framsóknarmenn leggja áherslu á sókn - sókn sem tryggi og treysti undirstöður atvinnuveganna og fjölbreytni atvinnulífsins þannig að allar vinnufúsar hendur fái verk við hæfi og atvinnuleysisvofunni verði bægt frá. Með nýrri sókn þarf að efla og styrkja hefðbundnar atvinnugreinar og skapa nýjar. Með þessu viljum við framsóknar- menn búa þjóðinni framtíð, sem áfram tryggir börnum okkar og komandi kynslóðum þau lífskjör, sem við búum við. Við viljum vara við og minna á að það er ekkert sjálfsagt mál að svo verði ætíð. í nágrannalöndum okkar ríkir víða alvarlegt ástand, þar sem hör- mungar atvinnuleysis hafa haldið inn- reið sína. Gegn slíku ástandi verðum við að berjast. Með festu í efnahags- málum og sókn í atvinnulífi viljum við framsóknarmenn tryggja þá framtíð, sem felur í sér áframhaldandi vel- megun, efnahagslegt sjálfstæði og jöfnuð í þjóðfélaginu“. Þjóðarátak I stefnuyfirlýsingu Framsóknar- flokksins er hvatt til þjóðarátaks til að leysa þau vandamál, sem við blasa. Um það segir m.a.: ■ „Undanfarin ár hefur það verið hlutskipti Framsóknarflokksins að eiga þátt í að leiða þjóðina í gegnum tímabil heimskreppu og aflabrests. Þetta hefur tekist án meiriháttar áfalla og án atvinnuleysis. Efnahagslífið er þó enn sjúkt vegna mikillar verðbólgu, sem óhjákvæmilegt er að stöðva. Að ýmsu leyti er þó að rofa til og því unnt að undirbúa nýja framfarasókn strax og tekist hefur að ná tökum á verðbólgunni. í þeirri sókn er það meginmarkmið Framsóknarmanna að tryggja að hinir miklu framfaramögu- leikar íslands nýtist þjóðinni allri til hagsældar og stöðugra framfara. Nýir möguleikar í landbúnaði, tæknifram- farir í fiskvinnslu, aukin sókn í al- mennum iðnaði og nýting vatnsafls og jarðvarma, getur allt skapað traustan grundvöll nýrrar framfarasóknar, verði heimatilbúnum hindrunum rutt úr vegi. Hagstæðari þróun efnahagsmála nágrannaþjóða okkar gefur íslensku þjóðinni nú gott tækifæri, sem við verðum að nýta til að koma eigin málum í betra horf. Til þess verður að vinna bug á verðbólgunni, leiðrétta ýmsar skekkjur í þjóðfélagskerfinu og beita öllum skynsamlegum ráðum til að örva efnahagslegar framfarir. Við verðum að taka okkur tak, og sýna hvers megnugir við erum. Framsóknarflokkurinn boðar ekki neyðaráætlun né leiftursókn, heldur Þjóðarátak til cfnahagslegs jafnvægis og framfara. Framsóknarflokkurinn vill sterka og samhenta stjóm, sem stýrir þjóðfélaginu inn á braut vel- megunar, vaxandi frjálsræðis, félags- hyggju og minnkandi ríkisafskipta. Framsóknarflokkurinn er reiðubú- inn til samstarfs við þá stjómmála- flokka, sem fara vilja þessa leið. Ahersluorð framsóknarmanna eru festa í stjórn, sókn til betra lífs og björt framtíð. Lögfesting í tvö ár Á blaðamannafundi, sem haldinn var á þriðjudaginn, gerðu formaður og ritari Framsóknarflokksins - Stein- grímur Hermannsson og Tómas Árna- son - grein fyrir því, hvernig Fram- sóknarflokkurinn telur að tryggja eigi þá undaribragðalausu niðurtalningu verð- bólgunnar, sem Guðmundur Bjarna- son talaði um. í þessari skýru og ákveðnu stefnuskrá segir eftirfarandi um aðgerðir til að ná verðbólgunni niður: „Framsóknarflokkurinn telur frá- leitt, að reyna að vinna bug á verðbólg- unni með leiftursókn í einu vetfangi. Slíkt mundi leiða til fjöldaatvinnuleys- is og verulegrar skerðingar kaupmátt- ar. Framsóknarflokkurinn leggur til að gerð verði áætlun um samræmdar efna- hagsaðgerðir til ákveðins tíma, t.d. tveggja ára, sem leiði til hjöðnunar verðbólgu í áföngum en stuðli jafn- framt að vexti þjóðartekna og fullri atvinnu. Tillögur Framsóknarflokksins um niðurtalningu verðbólgu eru: 1. Efnahagsáætlun verði lögfcst til tveggja ára, t.d. frá og með 1. júní 1983 til 1. júní 1985. Viðmiðunar- tölur verði ákveðnar á sex mánaða fresti og óheimilt að semja um hærra. Viðmiðunartölum fylgi kaupgjald, verð landbúnaðarvara, fiskverð, verð opinberrar þjónustu og verð vöru, sem háð er ákvæðum um hámarksálagningu. Verðlagsráð og Verðlagsstofnun skuli í starfi sínu miða verðgæslu og verðlags- eftirlit við verðhjöðnunarferil áætl- unarinnar. 2. Vísitala framfærslukostnaðar verði reiknuð eftir nýjum grunni og verð- bótatímabil lengt. 3. Ríkisstjórnin skal stefna að því að halda breytingum á vísitölu fram- færslukostnaðar innan marka niður- tainingar eða tryggja lífskjör fólks með öðrum hætti, m.a. með hækk- un barnabóta og persónuafsláttar frá tekjuskatti svo og með niður- greiðslum nauðsynja úr ríkissjóði. 4. Þeir, sem byggja í fyrsta sinni fái 80% lán með bestu kjörum. Við- skiptabankar veiti einstaklingum, sem skulda vegna húsbygginga skuldbreytingalán til 10 ára. 5. Stefnan í gengismálum verði mörkuð til samræmis við stefnuna í verðlags- og launamálum og með tilliti til þróunar viðskiptakjara og rekstrarstöðu atvinnuveganna. 6. Aðhald verði haft í peningamálum, en þess vandlega gætt að peninga- magn í umferð verði nægjanlegt til að tryggja eðlilegan rekstur at- vinnuveganna. Verðbótaþáttur vaxta, svo og vextir lækki með hjöðnun verðbólgunnar. Elías Snæland Jónsson, Q ritstjóri, skrifar 7. Dregið verði úr eyðslu og frestað þeirri fjárfestingu, sem ekki gefur þjóðinni skjótan arð. 8. Erlendar skuldir verði ekki hækk- aðar að raungildi og stefnt að lækk- un þeirra með vaxandi innlendum sparnaði í kjölfar lækkandi verð- bólgu. 9. Meðan halli er á viðskiptajöfnuði verði leitað allra leiða, sem færar eru með hliðsjón af samningum við önnur ríki, til þess að draga úr innflutningi. 10. Ríkisfjármál verði íjafnvægi þegar til lengri tíma er litið, og áhersla lögð á sparnað í opinberri þjón- ustustarfsemi. 11. Haldið verði áfram öflugri byggða- stcfnu, sem miðist við fulla nýtingu náttúrugæða og jafnvægi í aðstöðu fyrirtækja og heimila. Þegar þessi stefna er borin saman við yfirlýsingar annarra stjórmála- flokka verður augljóst, að Framsókn- arflokkurinn er einn um að leggja fram raunhæfa, skýra og ótvíræða stefnu í efnahagsmálum - stefnu sem Ijóst er að muni bera tilætlaðan árangur ef kjósendur veita frambjóðendum Framsóknarflokksins nægilegt fylgi á kjördag. Á því veltur hvort stefna framsóknarmanna verður ofaná í næstu ríkisstjórn, eða hvort leiftur- sóknaröflin í Sjálfstæðisflokknum, Aþýðuflokknum og Bandalaginu ráði ferðinni. Sterka stjórn eftir kosningar Framsóknarmenn hafa lagt áherslu á, að koma verði í veg fyrir þá ævintýramennsku að efna til tveggja kosninga í sumar og láta gífurlegan efnahagsvanda magnast upp á meðan. Nauðsynlegt er að mynda sterka ríkis- stjórn strax að loknum kosningum og hrinda í framkvæmd þeim víðtæku efnahagsaðgerðum, sem nauðsynlegar eru og raktar hafa verið hér að framan. Jón Helgason, alþingismaður, ítrekaði þetta sjónarmið í eldhúsdagsumræð- unum á Alþingi um daginn, er hann sagði: „Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á, að mynduð verði sterk meirihlutastjórn þegar að loknum kosningunum 23. apríl n.k. Slík stjórn mun síðan kveðja saman þing til að samþykkja nauðsynlegar aðgerðir í efnahagsmálum og breytingar á stjórn- arskránni. Urslit kosninganna munu ráða hve staða Framsóknarflokksins verður sterk til að koma á festu í íslenskum stjórnmálum. Vandi þjóðfélagsins verður ekki leystur með því að auka á úlfúð og sundrungu í þjóðfélaginu. Hann verður ekki leystur með ásök- unum um illar hvatir og mannvonsku þeirra sem hafa önnur sjónarmið. í kosnihgunum á að velja forystu til að byggja upp fyrir framtíðina, en ekki rífa niður. Kosningar eiga að vera jákvæð athöfn. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að aðeins með samstarfi og samvinnu leysum við vandamál okkar. Með tilliti til þess ástands, sem nú ríkir í stjórnmálum, er Framsóknarflokkur- inn eina aflið sem getur haft forystu um það“. Sérstök ástæða er til að taka undir þessi orð Jóns Helgasonar. Það er skaðræðisverk að nota kosningar til þess að rífa niður, láta óánægjuna eina ráða atkvæði sínu. Neikvæð aðgerð af því tagi grefur undan lýðræðinu í landinu og gerir vandamálin enn ill- leysanlegri en ella. Kjósendur verða því að greiða atkvæði með jákvæðu hugarfari, með það í huga að byggja upp fyrir framtíðina, að velja forystu sem getur tekist á við vandamálin. Þá forystu er Framsóknarflokkurinn einn fær um að veita. _ esj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.