Tíminn - 10.04.1983, Blaðsíða 24

Tíminn - 10.04.1983, Blaðsíða 24
24 f'imm SUNNUDAGUR 10. APRIL 1983 ■ „Helsta áhyggjuefnið þegar maður horfir fram á veginn eru húsnæðismálin. Svo er helst að skilja að við séum af þeirri kynslóð sem virðist ekki geta komið yfir sig húsnæði. Nú er farið að tala um misrétti kynslóðanna, en með verðtryggingu lána síðustu tvö árin hefur verið klippt á möguleika ungs fólks til íbúðakaupa. Yerkamannabústaðir kæmu okkur að litlu haldi þó'við fengjum úthlutað vegna þess að þær íbúðir eru alltof litlar fyrir svona stóra fjölskyldu. Og jafnvel þótt Vilhjálmur bætti við sig vinnu gætum við tæpast keypt íbúð á frjálsum markaði, auk þess sem þá hcfði fjölskyldan ekki nægan tíma til að vera saman. Þetta rekst allt saman hvert á annars horn og eftirfarandi spurning vaknar: Til hvers að vera að kaupa húsnæði sem maður getur svo aldrei verið í vegna þess að maður er alltaf að vinna“. Þannig hljómar reynsla flestra ungra íslendinga af velferðarríki sínu, og marg- ir kikna í hnjáliðunum undan þaki því er átti að rísa svo hátignarlegt yfir höfðum þcirra. En þau sem eiga orðin hér að ofan eru Ragnheiður Oladóttir og Vil- hjálmur Árnason sem eru nýkomin heim frá námi í Bandaríkjunum, ásamt þrem- ur ungum börnum sínum. Þau héldu til Bandaríkjanna að hausti árið 1978 með elstu dótturínni Sólveigu Eddu sem nú er sjö ára. Ragnheiður tók BA-próf í enskum bókmenntum og Vilhjámur doktorspróf í heimspeki. Auk þess eign- uðust þau synina Árna sem er tveggja ■ Fjölskyldunni fannst heimkoman fremur köld en brúnin lyftist eftir því sem vorið góða græna og hlýja færist nær... Ihei hjá Ragnheiði Óladóttur og Vilhjálmi Arnasyni: MAÐUR LIFIR EKKI k ANDA- GIFTINNI EINNI SAMAN” ára og Eirík,fjögurra mánaða, á þcssum árum, en hcim sneru þau nú rétt fyrir jólin, ’82 sem sagt. Og Helgar-Tíminn pantaði viðtal, forvitinn um hagi náung- ans að vanda og ekkert mannlegt óviðkomandi! Af því að við höfum lagt rækt við þann gamla og góða sið að segja einhver dcili á viðmælendum okkar byrja cg að sjálf- sögðu á því að inna þau hjónin að ætterni. „Ég er sonur Árna Vilhjálmssonar verkamanns og fyrrverandi skipstjóra í Neskaupstað, þar sem ég er fæddur og uppalinn," segir Vilhjálmur. „Móðir mín,Guðrún Magnúsdóttir,er húsmóðir og verkakona." „Þetta er bara eins og kvennalistinn", gellur við í Ragnhciði sem er orðheppin kona. Ragnheiður er dóttir Höllu Hall- grímsdóttur húsmóður, cn þess má geta að Halla tók BA-próf í ensku og sænsku fertug að aldri og sex barna móðir og tveimur árum síðar eignaðist hún sitt sjöunda barn. Faðir Ragnheiðar er Óli Kr. Guðmundsson læknir í Stykkis- hólmi. Ragnheiður fæddist í Reykjavík Og bjó fyrsta árið í húsi því við Laugaveg þar sem nú cr Mál og menning. Þá fór hún til Danmerkur, þar sem faðir hennar var í framhaldsnámi í eitt ár, en þaðan hélt fjölskyldan til Svíþjóðar þar sem hún bjó á þremur stöðum á fimm árum, Að þeim árum liðnum héldu þau heinr og voru eitt ár á Blönduósi en þaðan fluttu þau til Sclfoss þarsem þau bjuggu í átta ár en þá fluttu þau til Reykjavíkur. Vilhjálmi finnst nú mál að linni því ef við færum nánar út í flutningamál Ragn- heiðar myndi verulega á hann halla í dálksentimetrum talið og það er nú ekkert jafnrétti í því - eða hvað! En af því að blaðamenn og -konur verða alltaf ■ ■ Blaðað í myndaalbúminu að westan, Tímamyndir: Árni Sæberg. að bregðast rétt við sitúasjóninni verð ég náttúrlega að setja mig í sálfræðilegu stellingarnar og spyrja Ragnheiði að því - áður en Vilhjálmur kemst að - hvort hún hafi nokkurn tíma beðið þessa umróts í bernsku bætur. „Ég tel mig ekki hafa beðið umtalsvert tjón á sálu minni," segir Ragnheiður, „þvert á móti tel ég mig heppna að hafa alist upp á svo mörgum stöðum. Mér finnst að allir ættu að alast upp við að læra tvö tungumál, vegna þess að maður fær öðruvísi sjónarhorn. Maður stendur eiginlega með tvær menningarheildir að baki sér og hlutirnir verða því ekki eins sjálfgefnir í huga manns.“ „Heimavistarskólar skapa ákveðnar hópsáiir“ - Jæja, Vilhjálmur, hvar tókstu fyrstu skrefin á iangskólagöngu þinni? „Ég var einn vetur í framhaldsdeild í Neskaupstað og síðan þrjá vetur í Menntaskólanum á Laugarvatni, en það- an tók ég stúdentsprófið. Það var að mörgu leyti gott að vera á Laugarvatni, en svona heimavistarskólar skapa á- kveðnar hópsálir og maður var óneitan- lega hluti af því. Þeir sem pössuðu ekki inn í það andrúmsloft urðu svoiítið útundan en eftir á að hyggja held ég að ég hefði haft betra af því að vera dálítið útundan.“ - Varstu djúpt á kafi i félagslífinu? „Ja, ég var formaður Málfundafélags sósíalista einn vetur, formaður lista- nefndar annan vetur og svo tók ég pínulítinn þátt í leiklistarstarfseminni. Auk þess var ég í menntaskólapólitík- inni, og var m.a. í stjórn Landssambands menntaskólanema. LÍM, eins og það hét þá.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.