Tíminn - 16.04.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.04.1983, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 16. APRIL 1983 RULLUBINDIVELAR Nýjung í heyverkun! WELGER rúllubindivélarnar eru meö stálvölsum í stað belta áður og henta því nú jafnt fyrir vothey sem þurrhey. Þéttleiki rúllanna er stillanlegur eftir því hvort um votheysverkun eða þurrheysverkun er að ræða. Binding rúllanna er sjáifvirk. WELGER rúllubindivélarnar fást í tveim stærðum: RP-12 með þvermál rúll 1,20m; og RP-15 með þver- mál rúlla 1,55m. Breidd á báðum rtillum er 1,20m. lullk ommn átáH GUÍ ( Það má œtíð treysta ÍSSKAPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum i frystiskápa. Góð þjónusta. hrWsWWFk ^ REYKJAVIKURVEGI 25 HMnarfirði sími 50473 útibú að Mjölnisholti 14 Reykjavík. SVÍAR FÓRU ILLA MEÐ ÍSLENDINGA — sóknarleikurinn enn ímolum hjá íslendingum ¦ Það var alger rassskelling í Karlstad í gærkvöld, þar sem áttust við Svíar og Islendingar á Norðurlandamótinu í körfu- knattleik. Svíarnir voru mun sterkari allan tímann, og sigruðu af stöku öryggi 96-50. í hálfleik var staðan 58-23. Varnarleikurinn hjá íslendingum gekk ekki nógu vel upp í þessum leik, og sóknarleikurinn var jafnbágborinn og gegn Finnum í fyrradag. Svíar eru líklega með sterkasta liðið á NM nú. Þrír þeirra eru risar vexti, svokall- aðir 7 feta menn. íslendingum gekk illa að ráða við þá og þegar líða tók á leikinn týndust íslendingarnir útaf með 5 villur. Axel Nikulásson fór fyrstur, þegar 3 mínút- ur voru liðnar af síðari hálfleik. Síðan fór Jón Sigurðsson þegar 13 mín. voru af síðari hálfleik, og Flosi Sigurðsson þegar 15 mín. voru liðnar. Þorvaldur Geirsson rak lest- ina, fór útaf þegar 17 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Stigaskorunin hjá íslendingum var jófn að þessu sinni, Ríkharður Hrafnkelsson, Torfi Magnússon, Hreinn Þorkelsson, Flosi Sigurðsson og Þorvaldur Geirsson skoruðu allir 7 stig, Jón Sig. 6, Axel 5 og Jón Kr. og Kristján 2 hvor. Stighæstir maður Svía skoraði 18 stig. Danir náðu að sigra Norðmenn í hinum leiknum í gær, 75-74. Leikur sá var hnífjafn og spennandi allan tímann, og 40-37 í STODU SIG VEL GEGN FINNUM — Varnarleikurinn mjög góður, en hittnin brást kristjún Ágústsson var bestur Islendinga gegn Finnum í fyrradag. ¦ „Strákarnir áttu góðan leik, varnar- leikurinn var eins og best verður á kosið, en sóknarleikurinn var ekki í lagi, strákar- nir hittu illa, og einnig vorum við óheppnir með dómarana", saði Jim Dooley lands- liðsþjálfari í körfuknattleik í sámtali við Tímann í gær, en íslenska landsliðið tapaði fyrir því finnska með 49 stigum gegn 65 í landsleik þjóðanna í fyrrakvöld. „Þetta var í heild góður leikur", sagði Dooley, „það er oft einblínt á stigaskorunina, þegar leikir eru rnetnir, en við lékum vel að öllu leyti, nemaviðhittumilla. Þaðerlíkahægt að hitta vel og leika illa" „Kristján Ágústsson lék mjög vel í þessum Ieik, mjög vel, og það gerði Þorvaldur Geirsson líka, en það léku allir vel í vörninni, en sóknin brast." íslenska liðið Ienti miklum villuvand- ræðum í leiknum, og fóru Flosi og Torfi báðir. útaf með 5 villur. Axel Nikulásson gat aðeins leikið 17 mínútur í leiknum vegna villuvandræða. íslenska liðið var mjög óheppið með dómara í þessum leik, en á mótinu er dómaranámskeið á vegum FIBA. „Þeir dæmdu a.m.k. 15 sinnum skref á okkur", sagði Dooley, „og það gerði okkur mjög erfitt fyrir". Kristján Ágústsson var stigahæstur ís- lensku leikmannanna með 10 stig. Axel, Ríkhaður, Jón Kr., Flosi og Þorvaldur voru allir með 6 stig, Torfi 3, Jón Sig 4, Valur 2. „Finnska liðið er mjög gott lið", sagði Jim Dooley, „þeir ráða yfir miklum hraða, og skjóta nokkuð vel, en sænska liðið er mjög sterkt einnig þeir eru með þrjá 7 feta menn (um 2,10 m.)." Svíar unnu Norðmenn í hinum leiknum í fyrrakvöld 91-76. hálfleik Dönum í hag. Norðmenn klikkuðu á tveimur vítaskotum í lokin þegar þeir höfðu yfir 74-73, og Danir skoruðu síðustu körfuna 75-74. Lélegur aðbúnaður „Ég var á þriggja tíma skammarfundi með þessum Svíum í dag", sagði Sigurður Helgason, annarfararstjóra íslenska lands- liðsins á Polar Cup í samtali í gær. „Það er ekki nóg með að þeir hafi látið okkur hafa afar lélega aðstöðu til að sofa í, heldur er allt skipulag hér í molum. Það hefur farið mestur tíminn í að snúast í bílferðum milli staða, komumst seint heim á kvöldin eftir leiki, og höfum þurft að fara of snemma af stað á morgnana. Menn hafa ekki náð nægum svefni, hvað þá annað." „Það er fyrst nú í kvöld sem við búum við almennilegar aðstæður, og þetta van- gefna skipulag hefur farið illa í okkur. En það er vonandi að þetta fari að lagast með sóknarleikinn, þetta hefur verið fremur slæmt að því leyti. Leikurinn gegn Finnum var mjög góður, en gegn Svíum ekki'nærri nógu góður." Litla bikar- keppnin hefst ídag ¦ Litla Fikarkeppnin í knattspyrnu hefst í dag. Á Vallargerðisvelli í Kópa- vogi leika Breiðablik og Keflavík, og á Haukavellinum í Hafnarfirði leika Haukar og Akranes. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14.00, og B-lið félag- ahna leika strax á eftir. ki í ac' ili m B« m á s: E Sí 0: C n rí FRAMMIS PRÝÐILEC — komst í8 man næstu helgi ¦ Bjarni Friðriksson náði stórgóðum ár- angri á opna hollenska meistaramótinu í júdó, sem haldið var um síðustu helgi. Bjarni komst í 8 manna úrslit í sínum þyngdarflokki, en í flokknum voru 45 keppendur, allir sterkustu júdómenn Evr- ópu, þar með talinni Austur Evrópu, og auk þess keppendur frá Bandaríkjunum og Kanada. Tveir aðrir íslendingar tóku þátt í þessari keppni, Níels Hermannsson sem einnig komst í úrslitakeppnina, og Kol- beinn Gíslason. Opna hollenska meistara- mótið er sterkasta júdómót Evrópu ásamt Opna breska meistaramótinu, en það er haldið um næstu helgi, og þangað fara 5 íslenskir keppendur. Bjarni Friðriksson keppn' í léttþungavigt, na -9! ri<! S'í Rc Ui m£ m; Þý °g an spt fei dæ inr sig So 111 »-* Þ? *™Su! -þaðer ökkunum Kaffibrennsla Akureyrar hf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.