Tíminn - 01.05.1983, Blaðsíða 4
4
SUNNUDAGUR X. MAÍ 1983
Siálfsmorð
Er frelsið til að deyja mannréttindi?
Eru leiðarvísar um sjálf smorð ósiðlegir?
SUICIDE
MODE D’EMPLOl
histoire,technique,actualité
'tOv'ÉELF
DELffiÉRANCl
líý ’.nvobbb o ta<i
CTéhTbers ov*?i' .• ‘ngjiSlT'
** ' v
Let Me Die
Before I Ifake
W—todiTi S—éi W wNdlinuti ter Uw
Derek Homphry
■ Sýnishorn af bandarískum, breskum og frönskum leiðar-
vísum um sjálfsmorð.
■ „Það er aðeins einn kostur verri en sá að lifa
óbærilegu lífi: martröðin sem fylgir misheppnaðri
tilraun til að binda endi á það.“ Þannig komst
ungverski rithöfundurinn Arthur Köstler að orði
í formála að ritinu A Guide to Self-Deliverance
(1981), leiðarvísi um það hvernig unnt eraðstytta
sér aldur, en rit þetta hefur verið selt til átta
þúsund félagsmanna í bresku samtökunum Vol-
untary Euthanasia Society, öðru nafni EXIT, en
þau berjast fyrir rétti manna til að aðstoða aðra
við að binda endi á líf sitt. Snemma í marsmánuði
s.l. kaus Köstler sjálfur, og kona hansCynthia, að
ráða sér bana með því að taka inn eitur. Köstler
var 77 ára að aldri, haldinn ólæknandi sjúkdómi,
en Cynthia var aðeins 55 ára og heilsuhraust að
því best er vitað. Verknaður þeirra hjóna hefur á
ný beint athyglinni að ýmsum álitaefnum sem
sjálfsmorð manna vekja upp: að hvaða leyti þau
séu t.d. siðferðilega réttlætanleg eða ámælisverð,
hver lagaleg ábyrgð manna sem hvetja til sjálfs- ■
morðs eða aðstoða á einhvern hátt við það er, og
hver sé ástæðan fyrir því að á degi hverjum fremja
um það bil eitt þúsund manns sjálfsmojð í
heiminum.
Ýtarleg rannsókn hefurveriðgerðásjálfsmorð-
um á Islandi og niðurstöður hennar birtar í
I.æknablaðinu í mars-apríl 1977. ÞaðvarGuðrún
Jónsdóttir geðlæknir sern rannsóknina gerði og
tók hún til áranna 1963-73. Á þeim árum fraindi
261 sjálfsmorð á fslandi, 209 karlar og 52 konur.
Viðbótarathugun Helgar-Tímans hefur leitt í ljós
að á árunum 1974-1981 styttu 183 sér aldur á
íslandi, 139 karlar og 44 konur. Á þessu tímabili voru
sjálfsmorð flest árin 1966 og 1979. Árið 1966 féllu
37 fyrir eigin hendi, 30 karlar og 7 konur, og árið
1979 létust 36 af sömu ástæðum, 26 karlar og 10
konur.
Sjálfsmorðum fer ekki fjölgandi
Rannsókn Guðrúnar Jónsdóttur tók til margvís-
legra atriða: þjóðfélagslegra þátta (búsetu, hjú-
skaparstéttar, stöðu, aldurs), sjálfsmorðsaðferð-
ar, sjúkdómsferils hinna látnu og félagslegra
aðstæðna.
Meginniðurstöður Guðrúnar eru í tíu liðum og
hljóða svo: *
1. Tíðni sjálfsmorða á (slandi er í meðallagi
miðað við Evrópulönd, en neðan við meðallag
miðað við Norðurlönd sérstaklega.
2. Sjálfsmorðum ferekki hlutfallslega fjölgandi
hér á landi. (Viðbótarathugun Helgar-Tímans
staðfestir að þessi niðurstaða er enn í gildi).
3. Hlutfallsleg tíðni í aldursflokkum er mest
hjá bæði konum og körlum á aldrinum 60-69 ára.
Tíðnin hjá konum eftir 70 ára aldur er mjög lág
borið saman við aðra.
4. Ekki er hægt að finna hærra hlutfall sjálfs-
morða hjá sérstökum stéttum og sérstaklega ekki
hjá menntamönnum, stúdentum eða unglingum.
5. Tíðni eftir hjúskaparstétt er tiltölulega mest
hjá ógiftum körlum (45%) og fráskildum, bæði
körlum (20,5%) og konum (15,4%).
6. Tíðni sjálfsmorða kvenna er áberandi hlut-
fallslega mest í Reykjavík (69,3%) og á sama hátt
er tíðnin mest meðal karla í sveitum, 22% þeirra
sem sjálfsmorð fremja.
7. Geðsjúkdómar voru staðfestir hjá 36,8%
þeirra sem sjálfsmorð frömdu, auk þess ofneysla
áfengis óg lyfja hjá 21,8% eða geðræn vandamál
hjá 58,6%. Til viðbótar var talið að 16,1% hefði
þjáðst af þunglyndi, én ekki staðfest með geð-
skoðun.
8. Algengasta aðferð við sjálfsmorð á íslandi er
notkun skotvopns í 28,8% tilvika, næst kemur
henging21,5%, síðan drekking 18% og lyf 17,5%.
9. Af eiturefnum er notkun útblástursgass bíla
algengasta aðferðin eða 85,9%, en af lyfjum
barbitúrsýrur 80,4%.
- 10. 34,6% kvenna og 15,7% karla höfðu svo
vitað værj reynt áður að fremja sjálfsmorð.
Refsivert að stuðla að sjálfsmorði
Að sögn Jónatans Þórmundssonar, prófessors í
refsirétti við lagadeild háskólans, hafa mál er
varða siálfsmorð aldrei komið til kasta íslenskra
dómstóla. 1 214. gr. almennra hegningarlaga
segir: „Ef maður stuðlar að því að annar maður
ræður sér sjálfum bana þá skal hann sæta varðhaldi
eða sektum, sé það gert í eigingjörnum tilgangi
skal refsað með fangelsi allt að þremur árurn."
213. gr. fjallar um líknardráp og hljóðar svo:
„Hver sem sviptir annan mann lífi fyrir brýna
beiðni hans skal sæta fangelsi allt að þremur árum
eða varðhaldi ekki skemur en 60 daga.“
f nágrannalöndunum gilda sams konar ákvæði
um aðstoð við sjálfsmorð í almennum hegningar-
lögum, og á grundvelli þeirra hefur ákæruvaldið í
Bretlandi t.d. höfðað mál á hendur fyrrgreindum
samtökum Voluntary Euthanasia Society og
krafist þess að dreifing á leiðarvísi þeirra um
sjálfsmorð verði bönnuð. Úrslit þess máls eru enn
ekki kunn, en þeirra er að vænta innan skamms.
f Bandaríkjunum er litið svo á að ákvæði
stjórnarskránnnar um prentfrelsi leyfi útgáfu
leiðarvísa um sjálfsmorð og þeir eru því til sölu
þar á almennum markaði. Dæmi um rit af þessu
tagi er Let Me Die Before I Wake sem Hemlock-
félagið í Los Angeles hefur gefið út. Félagið
dregur nafn sitt af óðjurtareitrinu sem heimspek-
ingurinn Sókrates tók inn þegar hann stytti sér
aldur. í þcssu riti er að finna frásagnir um sjúkt
fólk sem kosið hefur að ráða sér bana og hvernig
það fór að. Þar er að finna nákvæmar upplýsingar
um það hve stóran skammt af tilteknum lyfjum
þarf að taka inn svo að til dauða leiði, og ýmsar
aðrar áðferðir við sjálfsmorð eru útSkýrðar. Þessi
ritlingur þykir ekki eins óheflaður og sá sem
bresku samtökin hafa gefið út, þar þykir t.d. gert
meira úr tilfinningalegum atriðum og minna úr
tæknilegum. Óheflaðastur allra sjálfsmorðsleiðar-
vísa þykir einn í Frakklandi Suicide: Mode
d’emploi, en höfundur hans eru tveir anarkistar.
Þeir virðast nánast setja jafnaðarmerki milli
sjálfsmorðs og uppreisnar gegn ríkisvaldinu. í
leiðarvísi þeirra er m.a. að finna upplýsingar um
það hvernig unnt er að falsa lyfseðla til að verða
sér út um eiturefni. Ritið hefur selst í yfir 100
þúsund eintökum, og vakið gífurlegar deilur í
Frakklandi. Samtök lækna hafa fordæmt það og
eins franski heilbrigðisráðherrann. Samtök í
Frakklandi sem hlynnt eru aðstoð við sjálfsmorð
hafa einnig fordæmt hin öfgafullu sjónarmið
höfunda.
Er frelsi til að deyja
mannréttindi?
Jónatan Þórmundsson prófessor sagði í samtali
við Helgartímann að ekki væri ljóst hvernig
ákæruvaídið brygðist við ef slíkur leiðarvísir,
íslenskur eða erlendur, birtist á bókamarkaði hér
á landi. Hugsanlegt væri að útgáfa ogdreifingslíks
rits bryti gegn fyrrgreindri 214. gr. almennra
hegningarlaga eða jafnvel gegn ákvæðum 121. gr.
sem bannar opinbera hvatningu til brota.
Umræður um siðferðileg og lagaleg efni tengd
sjálfsmorðum hafa litlar orðið hér á landi, og ein
ástæðan er kannski sú hve sjálfsmorð eru tiltölu-
lega sjaldgæf. í leiðara Læknablaðsins í mars-apríl
1977 er komist svo að orði: „Flest teljum við að
sjálfsmorð sé örþrifaráð og beri að forða fólki frá
slíku með öllum tiltækum ráðum. Þó mætti varpa
fram þeirri spurningu, hvort frelsi til að deyja
heyri ekki til mannréttinda eins og frelsið til að
lifa.“
Þessari athyglisverðu spurningu Læknablaðsins
hefur ekki verið svarað á vettvangi blaðsins, og
okkur er ekki kunnugt um að það hafi verið gert
annars staðar.
Álitaefni um frelsið til að deyja eru aftur á móti,
sem fyrr segir, mikil hitamál í ýmsum nágranna-
löndum okkar. Margir óttast að leiðarvísarnir
verði til þess að auka líkur á sjálfsmorðum meðal
fólks sem á við skammvinnt þunglyndi eða aðra
sálræna erfiðleika að stríða. í Bandaríkjunum er
talið að á móti hverju einu sjálfsmorði seni
heppnast séu 50 til 100 sem mistakast Ef almennt
verður farið að viðurkenna sjálfsmorð sem leið út
úr ógöngum er fullvíst að fjöldi þeirra mun aukast
verulega.
Frelsið til að deyja kann að heyra til mannrétt-
inda, en sú spurning vaknar hvort áróður fyrir því
og upplýsingar um bestu aðferðir til sjálfsmorðs
séu ekki einkum og sér í lagi til þess fallnar að
þjóna ósiðlegum málstað: með því að valda dauða
fólks sem annars hefði kosið lífið og lifað því á
hamingjuríkan hátt eftir að hafa komist yfir
stundarerfiðleika.
-GM
Samvinnufélögin
árna hinu vinnandi fólki
til landsogsjávar
allra heilla
á hinum löngu helgaða
baráttu- og hátíðisdegi,
alþjóðlegrar
verkalýðshreyfingar.
SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA