Tíminn - 01.05.1983, Síða 7

Tíminn - 01.05.1983, Síða 7
SUNNUDAGUR 1. MAÍ1983 &nmm 7 ■ Anna Guðrún Líndal hefur saumað búninga fyrir Nemendaleikhúsið nú í vetur, „Það er afskaplega óhentugt", segir Helgi, „Þetta er eins og krufning, ef til vill erum við að kryfja okkar eigin tilveru. Þetta er ákaflega óþægilegur höfundur, hann fer inn um naflann á manni og ekkert út aftur.“ En hann er víst einn um þá skoðun að Sigurður sé beinlínis óþægilegur að minnsta kosti segir enginn neitt annað upphátt en Eyþór bætti við: „Það kemur alveg heim og saman við okkar líf um þessar mundir, við stöndum líka við þröskuld," - En hvernig stendur leikmynda- teiknarinn að sínu verki? „Leikmyndin varð fremur til við borð- umræður á Hótel Borg ’82 en eftir handriti ’83, þannig að sú vinna sem þar fór af stað varð að veruleika. Annars er þetta líka NÚ fyrir mig. Þetta er sú Reykjavík og sá kaldranaleiki sem blasir við ungu fólki í dag. Leikmyndin er enginn gylltur rammi enda er unglingur- inn ídag rammaður inn í steinsteypu." - Og hvað segir leikstjórinn um vinn- una að þessu verkefni? „Þetta er mjög mikil og mjög skemmtileg vinna. Reyndar er þetta í þriðja sinn sem ég vinn með Nemenda- leikhúsinu og það er alveg sér á báti og mjög gaman. I Nemendaleikhúsi fær maður nefniléga éiná tækifærið til þess að vinna með atvinnufólki sem þö er. ekki í vinnunni. Það býður upp á allt aðra möguleika en maður hefur annars staðar. Annars vinn ég mitt verk útfrá Sigurði, leikstjórinn getur ekki gert neitt annað en það sem hann finnur hverju sinni. Leikstjórinn er sá veggur sem tekur við boltanum - hann er ekki nein maskína sem sprautar út úr sér boltum." „Hann er eins og markmaður sem gætir þess að maður skjóti ekki framhjá," segir Kristján. - En svo við víkjum að aðalspurning- unni: er þetta skemmtilegt leikrit? „Þetta er hundleiðinlegt helvíti," segir höfundurinn Sigurður Pálsson. „Áhorf- endur eru hvattir til þess að forðast Lindarbæ þvf þeir geta drepist úr leiðind- um ef þeir hætta sér inn. Og ekki má gleyma því að það bíður sérhönnuð meðferð þeirra sem ætla að ganga út af sýningunni. Þetta er líka stórhættulegt verk, það fór manneskja úr kjálkaliðn- um hér um daginn. Fólk getur sprungið af harmi og farið úr kjálkalið af hlátri. Fleiri hættur bíða þeirra sem hætta sér hingað en við látum ekki fleiri getið að sinni.“ - Hvað tekur svo við hjá leikurunum að loknum sýningum á Miðjarðarför- inni? Og nú flugu svörin úr öllum áttum: „Framtíðin", „reyna að fóta sig á hinum hála ís áður en manni verður sturtað niður“, „við vitum ekkert hvað tekur við“, „að útskrifast er eins og að fæðast upp á nýtt“, og að lokum: „Ætli það verði ekki Holiywood eða Broadway - 'líklega sem barþjónn." Og nú þótti leikstjóranum nóg skrafað og kvaddi fólk til upphitunar en ég rölti fram í salinn til að forvitnast sí sona um sviðið og annan útbúnað. Sviðsmyndin markast mjög af stein- steypunni. Sviðið er steypt í óreglulegt form sem hallar niður á við - þar sem blasir við nakin og oddhvöss steypan. Höfundur Ieikritsins er mjög ánægður með sviðið: „Sviðið er skúlptúr sem breytir mannslíkamanum í skúlptúr. Það er ekki hægt að slappa af á þessu sviði maður verður að mynda mótvægi við það - líkaminn verður að taka afstöðu. til þess að hann falli ekki um koll." Ég fékk að horfa á rennsli svokallað, það vantaði nokkur leikhljóð og búnin- garnir voru ekki alveg tilbúnir, en annars var þetta allt að skríða saman. Ef ég væri leiklistargagnrýnandi myndi ég segja: „áleitið nútímaverk", „gefur raun- sanna mynd af lífi ungs fólks-’í kaldrifj- uðum veruleika í skugga kjarnorku- sprengjunnar“, „stefnir saman skynjun og skilningi“ ... en þar sem ég er venjulegur leikhúsgestursegi ég: gaman, gaman - in a way... - sbj. afrilmr ftwmfmfmr 20 dagar fyrir aðeins kr. 11.800 Innifalið: Flug, gisting, rútuíerðir, hálít íœði í rútuíerðum og íslensk íararstjórn. í samvinnu við Alþýðuorloí og Dansk Folke-Ferie efnir Sam- vinnuíerðir-Landsýn til þriggja einkar hagstœðra skemmti- ferða til Danmerkur í sumar. Með góðum samningum, m.a. um skipti á orloíshúsum, heíur tekist að halda verði í algjöru lágmarki þannig að einsdœmi hlýiur að teljast. í þessum sérlega ódýru Danmerkurferðum, sem einkum eru skipulagöar með aðildaríélaga í huga, sameinum við kosti góðrar rútuferðar og ánœgjulegrar dvalar í sumarhúsi. Við dveljumst alls í 9 daga í notalegum sumarhúsum þar sem aóstaða öll er eins og best verður á kosið. Þar skipu- leggjum vió leiki, kvöldvökur og skemmtanir, bregðum okkur 1 stuttar gönguíerðir eða heimsœkjum nálœga merkisstaði og njótum liísins ríkulega í gullíallegu umhverti. í 11 daga rútuferðum kynnumst við síðan nánar danskri náttúru og einlœgri gestrisni, komum víða við á Jótlandi og Sjálandi og gerum ógleymanlega úttekt á danskri matar- gerðarlist. íslenskur leiðsögumaður verður feróalöngum að sjálfsögðu til trausts og halds í öllum lerðunum. Bókanir fara fram á skrifstoíu Samvinnuferða-Landsýnar i Reykjavík og hjá umboðsmönnum um allt land. IViðíramlengjummoguleUcann tram til áaðildarfélagsatslœ«i| 1.ium ílugtar innanlands. Barnaafsláttur kr. 1.500 fyrir börn 2-11 ára. 1. ferð 11. júní-30. júní 2. ferð 1. júlí-20. júlí 3. ferð 22. júlí-11. ágúst Sjáumst í góðri Danmerkurferð Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík Inntökupróf í tónmenntakennaradeild skólans veröurmánudaginn 16. maín.k. Umsóknarfrestur er til 10. maí. Umsóknareyöublöð eru afhent á skrifstofu skólans og þar eru einnig gefnar nánari uppiýsingar um prófkröfur og nám í deildinni. Skólastjóri i ALLIR ÞURFA AÐ ÞBKKJA MERKIN! þú sérb þau i símaskránni JjggERDAR }

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.