Tíminn - 01.05.1983, Síða 10

Tíminn - 01.05.1983, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 1. MAÍ1983 ■ Þann 24. apríl birtist i Helgar-Tím- anum grein, sem gerir tilkall til að vera athugasemd við grein eftir mig um Karl Marx, en sú grein birtist í nefndu blaði þ. 20.3.1983. Ég tel rétt að svara grein þessari, þótt góðviljaður og athugull lesandi sjái auð- veldlega í hendi sér, hversu hátt risið er á málflutningi greinarhöfundar, Össurar Skarphéðinssonar. Cftimttt ■ Grein Össurar Skarphéðinssonar iíffræðings í síðasta Helgar-Tíma sem athugasemd Arnórs Hannibalssonar fjallar um. Össur Skarphéðinsson: Fræðimaður fellur á prófi Athugasemd við grein dr. Arnórs Hannibalssonar um Karl Marx Fráleit frtrðimennska tcpu tmVnuðuhnn i hcldur óír*amunnJc|jn hJU alLi (m unun «cm á cmhvcrn hiu cr hnr aA LalU nuiuvu o| (crir þa aA mocðuijjum oj drap.mt»num hcilla f|OA» Honum wtnl fynr- munjA ud Uil|a aA iil «Cu aAnr viraumar man- lilra Iravla cn þcu «cm a cmhvcm haii «ncru þann nuri-knliuuiu icm hooum «a> mnmi á icm hcu vcgna (cnr hann nu cnu vkcpnu ur Allum numuum. ikipiir |J cn(u hvon þcircrv frnðimcnn af ikólj hinru [rdnvku lilvhlalhcia- «pckin(j cAa harj lil«(laAr Ijlcmkir hávkólj- utkfcmUr acm hnna umivorun millr Un o( manmiA him (jmU Man. illir ikulu þcn hcnphr á cinum o% tama háhinum Svonj málf1uintn(ur cr nállurlc(j ckki humlum hjoAandi o% c, «ona harj ul (uAt jA blcataAur duklormn hu(u c.lluA tkirac þ<(ar hann tknlar Irrðipcmar Uur. Skilnaðarhörmungar Nú er þaA tvo, aA ArnOr Hanmhaltton atn aA mcr tkilu Ircmui itta lukkaA áuarmaijrri mcA Dr. Arnör Hannibalsson: Hver má kalla sig marxista? Svar við grein Össurar Skarphéðinssonar Hver má kalla sig marxista? Ekki fer á milli mála, að til eru margir marxismar. Þeir eru afar ólíkir innbyrð- is, en eiga það sameiginlegt að rekja andlega ættartölu sína til Karls Marx eða a.m.k. hins klassíska marxisma 19. aldar. Er hægt að finna einhverja reglu fyrir því, hvaða marxismar mega kalla sig marxisma og hvaða marxismar ekki? Fræg er sú setning, sem höfð er eftir Karli Marx, þegar honum ofbauð orða- vaðall eigin fylgismanna: Ef þetta er marxismi, þá er ég ekki marxisti, - sagði hann. En ef þessi regla væri notuð, væri úr vöndu að ráða, og líklega erfitt að telja neitt marxisma nema orð meistar- ans sjálfs. En orð meistarans verður að útleggja. Sumar fræðilegar útleggingar gera kröfu til að lýsa nákvæmlega hugsun og meiningu Marx sjálfs, en aðrar byggja á marxisma, hagnýta sér hugmyndir, sem frá Marx eru komnar í meira eða minna mæli. Svipað gildir um stefnur og hugmyndafræði þeirra ólíku stjórnmála- flokka, sem kenna sig þó við marxisma. Einfaldast er að viðurkenna rétt allra þeirra til að kalla sig marxista, sem lýsa því yfir að þeir séu fylgismenn Karls Marx. Sumir marxistar neita þessu. Þeir hugsa eitthvað á þessa leið: Minn Marx- ismi er réttur, sannur, háleitur og fagur (eða: hinn eini rétti og sanni). Allir aðrir marxismar eru skrípismarxismar, óal- andi og óferjandi. Ættartala marxískra stefna yrði stutt og snubbótt, ef nota ætti þessa reglu við samningu hennar. Greinarhöfundur gefur í skyn, að hann aðhyllist „mannúð hins gamla Marx“ (hér hlýtur að eiga að standa „hins unga Marx“). Hann vísar á bug marx-lenín- isma og kallar skrípissósíalisma. Hann um það. En hann getur ekki neitað því, að marx-leníistar kenna sig við Marx og halda fram hugmyndum sem sannanlega má rekja (karinski eftir krókaleiðum) til hugmynda sem frá Karli Marx eru komnar. Þetta táknar ekki að marx-len- ínismi sé marxisminn sem slíkur, heldur að í þessari stefnu og hugmyndafræði eru þættir sem tná rekja til svokallaðs klassísks marxisma eins og hann mótað- ist á 19. öld. Með þessu e( ekki verið að gera „elna skepnu úr öllum marxistum“, eins og greinarhöfundur vill vera láta, heldur er aðeins bent á þá sögulegu staðreynd, að áhrifa marxismans gætir víða, í mörgum ólíkum stefnum og straumum. Hver ber ábyrgð? Bera allir marxistar ábyrgð á öllu því, sem framið er í nafni marxismans? Orð greinarhöfundar vekja upp þessa spurn- ingu. Það er nóg að orða hana til að svarið liggi í augum uppi: Auðvitað ekki. Menn bera ábyrgð á orðum sínum og gerðum. Það er ekki hægt að kalla þá til ábyrgðar fyrir það sem aðrir gera á fjarlægum stöðum og tímum. Það er hægt að kalla til ábyrgðar forystumenn Kommúnistaflokks íslands (1930^1939) fyrir orð þeirra og gerðir, fyrir stefnu þá og pólitík sem þeir ráku. En íslenzkir háskólastúdentar þurfa ekki að láta það trufla lífsgleði sína, jafnvel þótt þeir hneigist til fylgis við hugmyndir úr Karli Marx, ólíkar þeim sem kommúnistar héldu og halda fram. Maður sem hafnar gersamlega marx-lenínisma t' öllum hans myndum ber ekki ábyrgð á því sem hefur verið framið í nafni hans, eða er verið að fremja. Orð greinarhöfundar um að ég spyrði saman alla marxista og geri „þá að morðingjum og drápsmönnum heilla þjóða“ eru algerlega út í hött. Greinarhöfundur hefur eftirfarandi eftir mér: „Marxistar telja sig hafa töfraformúlur fyrir því hvernig á að gera menn ham- ingjusama og eru reiðubúnir að myrða og drepa heilu þjóðirnar til að ná þessu göfuga rnarki." Gallinn við þessa tilvitnun er sá, að þetta hef ég aldrei sagt og aldrei skrifað. í Helgar-Tímanum sunnudag 20. marz 1983, bls. 15, í yzta dálki til hægri neðarlega stendur þetta: „Um allan heim eru menn sem kalla sig marxista og telja sig hafa töfrafor- múlu fyrir því hvernig á að gera menn hamingjusama og eru reiðubúnir að myrða og drepa hcilu þjóðirnar til að ná þessu göfuga marki.“ Þetta ætti að vera ljóst og læsilegt öllum sem læsir eru. Ég segi að til séu menn sem kalla sig marxista og telja sig hafa umgetna töfraformúlu. Þessi orð rangfærir greinarhöfundur og spinnur svo út frá þeirri rangfærslu þá þvælu að ég troði öllum marxistum undir sama hatt og geri óbótamenn úr þeim öllum. Óttalega er þetta óhöndugleg rökleysa. Hún er borin uppi af illum vilja, vilja til að snúa út úr orðum viðmælanda síns, og gera honum síðan upp skoðanir sem honum hefur aldrei til hugar komið. Skírskotað til persónu Greinarhöfundur klykkir út með því að skýra lesendum sínum frá því, að ég hafi dvalizt lengi (og, að því er ráða má, of lengi) við nám í Sovétríkjunum. Af þessum orðum gætu lesendur farið að gruna eitthvað, en þá bætir greinarhöf- undur því við, af rausn sinni og höfðings- skap, að ekki beri að ásaka mig „um samsekt að fjöldamorðum Stalíns". Það er ekki amalegt a tarna; Greinarhöf- undur talar einnig um „illa lukkað ást- arævintýri með hinum gamla gráskegg Marx sem endaðium síðir með miklum skilnaðarhörmungum“. Hvaðan hefur greinarhöfundur þetta?Hvaða heimildir hefur hann? Hann segir að sér hafi skilist þetta. Þar kom að, að blessuðum grein- arhöfundinum skildist loks eitthvað. En frekar er þetta nú tlla skilið eða óskilið. Og hvaða máli skiptir þetta þrugl um mína persónu fyrir rökræðu um hverjir mega kalla sig marxista og hverjir bera. ábyrgð á verkum þeirra? Það kemur sannleikanum í málinu nákvæmlega ekk- ert við. Það hefur löngum þótt til vanza fyrir þátttakanda í rökræðu að blanda inn í.ræðuna persónulegum málefnum (argumentum ad hominem). Sannleikur- inn í hverju máli er óháður því, hvemig persónunar eru sem ræðast við. Ég ræð greinarhöfundi heilt að hann temji sér ráðvandari vinnubrögð við ritsmíðar. Hann má gjarnan halda áfram að útleggja orð mín á prenti, finnihann hjá sér hvöt til þess. En þá ber honum að tilfæra rétt þau orð sem hann leggur út af, reyna að skilja merkinguna í því sem sagt er, og reyna að hafa hemil á áráttu sinni til útúrsnúninga. Hann ætti að vanda til heimilda og reyna að leita sannleikans, en ekki ryðja úr sér bara einhverju sem honum hefur skilist. Arnór Hannibalsson erlend hringekja BhB- Hulunni svipt af kjamorkutilraunum Breta: Fórnarlömb kjarnorkutil- rauna leita réttar slns ■ Breska varnarmálaráðuneytið neitar því nú alfarið að stjórnvöld séu skaðabótaskyld vegna kjarnorkutilrauna Breta í kringum árið 1950. Starfsmenn varnarmálaráðuneytisins hafa gefið fólki þær röngu upplýsingar að ákveðin lagagrein frá árinu 1947 komi í veg fyrir að þeir fyrrverandi hermenn sem hlutu skaða eða létust af völdum kjarnorkutilraunanna og ekkjur þeirra geti sótt rétt sinn fyrir dómstólunum. Sú sem síðust hefur leitað til dómstólanna með skaðabótamál af þessu tæi er 63ja ára gömul ekkja og hefur henni verið veitt lagaleg aðstoð til þess að geta sótt málið fyrir hæstarétti. Hún heldur því fram að eiginmaður sinn hafi látist af völdum geislavirkni er hann vann að kjarnorkutilraunum hjá breska hernum á Kyrrahafi. Hann dó úr lungnakrabbameini árið 1974, sextíu ára gamall. Talsmenn varnarmálaráðuneytisins segja að í lagagreininni frá 1947 séu ákvæði þess efnis að hermenn og fjölskyldur þeirra eigi einungis rétt á bótum ef ríkisstjórnin ákveði það. Ef ríkisstjórnin neitar að viðurkenna að heilsubrestur eða dauði þeirra sé afleiðing af starfi þeirra innan hersins, eins og hún hefur gert í málum þeirra manna sem unnu að kjarnorkutilraununum, þá eiga þeir engan rétt á skaðabótum og heldur engan rétt til þess að lögsækja stjórnina Breska blaðið The Observer hefur hins vegar eftir lögfræðilegum ráðgjöfum sínum að í umræddri lagagrein frá 1947 sé ekkert að finna sem hindrað geti fórnarlömb kjarnorkutilraunana til þess að leita réttar síns fyrir dómstólunum. Þrátt fyrir það að heilbrigðisráðuneytið hafi nú þegar greitt ekkju eins fórnarlambs kjaraorkutilraunanna skaðabætur heldur varnarmálaráðuneytið því statt og stöðugt fram að allar tilraunirnar hafi verið öruggar og enginn hinna fyrrverandi hermanna geti sannað hið gagnstæða. Þessari skoðun varnarmálaráðuneytisins mótmælir Dr. Alice Stewart í háskólanum í Birmingham, en hún hefur nýlega birt niðurstöður rannsókna sinna, sem sýna m.a. mun hærri tíðni hvítblæðis á meðal þeirra sem tóku þátt í kjarnorkutilraunum breska hersins en vænta hefði mátt ef ekki hefði verið um geislavirkni að ræða. í næsta mánuði verður haldin í Washington ráðstefna þar sem meðlimir í sambandi þeirra hermanna er tóku þátt í fyrstu kjarnorkutilraunum Bandaríkjamanna munu bera vitni ásamt áströlskum kollegum sínum. Hópur fyrrverandi breskra hermanna sem þjást af hvítblæði og öðrum sjúkdómum, og eru að stofna samsvarandi bresk samtök, vonast einnig til þess að geta sótt ráðstefnuna. En þeir hafa enn ekki getað aflað nægilegs fjár til að greiða ferðakostnað fyrir félaga sína. Á vegum varnamálaráðuneytisins fer nú fram rannsókn á tólfþúsund fyrrverandi hermönnum sem unnu við bresku tilraunirnar og segir ráðuneytið þær tæmandi. En skýrslur ráðuneytisins um þátttakendur í tilraununum og geislavirkni af þeirra völdum eru mjög ónákvæmar. Ekkju manns nokkurs sem settist að í Ástralíu eftir að hafa tekið þátt í kjarnorkutilraunum Breta var sagt að nafn eiginmanns hennar væri ekki að finna í skýrslum ráðuneytisins um þátttakendur í tilraununum. Hún gat hins vegar sýnt fram á þátttöku mannsins því að í vinnuskýrslum hans, sem hún hafði undir höndum, stóð svart á hvítu að hann hafði sjálfur varpað kjarnorkusprengju úr flugvél yfir Kyrrahafi. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessum kjarnorkutilraunum Breta og hefur ríkisstjórnin neitað að birta skýrslur um þær þó að Bandaríkjamenn hafi nú þegar svipt hulunni af kjarnorkutilraunum sínum. Meðal þeirra gagna sem stjórnin neitar að birta er svokölluð Pearce- skýrsla frá árinu 1968 sem greinir frá úrgangi er skilinn var eftir í Ástralíu eftir kjarnorkutilraunir árið 1957 en síðar var þeim úrgangsefnum safnað saman og grafin í jörðu. Er varnarmálaráðuneytið var krafið svars við því hvers vegna úrgangsefnunum hefði verið safnað saman mörgum árum eftir að tilraunirnar fóru fram og þau grafin djúpt í jörðu í þykkum blýhólkum, eins og fram kemur í Pearce-skýrslunni, sagði talsmaður ráðuneytisins: „Þau voru ekki hættuleg heilsu fólks þar sem þau lágu dreifð út um allar jarðir. En einhver hefði getað safnað þeim saman ef við hefðum látið þau óhreyfð. Þá aðeins hefðu þau orðið hættuleg." Unglingur frá öðru landi til þín? Hefur fjölskylda þín áhuga á aö taka skipti- nertia? Til ársdvalar frá 20. ágúst 1983? Til sumdardvalar í júlí og ágúst? Hafðu samband og kannaðu málið. á íslandi - alþjóMeg fræðsla og samskipti - Hverfisgötu 39 P.O. Box 753 121 Reykjavík Sími 25450. Opið milli kl. 15 og 18.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.