Tíminn - 01.05.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.05.1983, Blaðsíða 2
2 \ SUNNUDAGUR 1. MAÍ1983 ISiIÍlliiLÍ faralds fæti á Umsjém Agnes Bragadóttir Austur- risk vika Austurrískir ferðamálafröm- uðir kynna Týról í máli, myndum, matreiðslu og listum á Hótel Esju ■ Þessa viku er Austurríki statt á íslandi ef svo má aö orði komast. Hótelumboðið Stanzer og ýmis ferðamálasamtök ásamt Austur- rísku ríkisferðaskrifstofunni í Danmörku halda í samvinnu við Flugleiðir sölukynningu í Reykja- vík og samtímis er Hótel Esja með Austurríska viku þar sem sérstak- lega er boðið upp á austurríska rétti, auk þess sem austurríska hljómsveitin „Die Ennstaler Buben“ leika austurríska tónlist, og að sjálfsögðu jóðla hljómsveit- armeðlimir af hjartans list, eins og austurrískum tónlistarmönnum er einum lagið. Eins og vænta má, er þessi kynning tilkomin til þess að auka ferðamannastreymi á milli íslands ” og Austurríkis. Austurríkis- mennirnir hafa gert ýmislegt til þess að gera þessa kynningu sem glæsilegasta úr garði - m.a. er hingað kominn þekktur mat- reiðslumeistari frá Áusturríki, sem mun annast matargerðina á Hótel l Esju, en það er Willi Thaler, og I þar að auki verður sýning á mál- ■ Á kynningunni var einnig staddur ræðismaður Austurríkis á Islandi, Lúð- vík Zímsen. Tímamynd - G.E. verkum hins þekkta listmálara frá Týról, Adolfs Luchner, en hann hefur unnið til fjölda verðlauna á listamannsferli sínum og haldið fjölmargar einkasýningar í Aust- urríki, Sviss, Ítalíu og Þýskalandi. Sýningin á verkum hans verður á Hótel Esju í tengslum við Austur- rísku vikuna. Ef lýsa á því sem einkennir verk Luchner í einni setningu, þá má að líkindum segja að það sem ein- kenni verk hans sé aðdáun hans á náttúrunni og mannverunni. Auðvitað er það Austurríki í heild sinni sem austurrísku ferða- málafrömuðirnir vilja kynna okkur íslendingum, en leggja þó einkum áherslu á fögur, lítil Týrólþorp, þar sem njóta má sumarsins í blíðu og fegurð og vetraríþróttanna, þegar vetur konungur er við völd. Benda þeir sérstaklega á þorp eins og Aich og Assach sem liggja í i fm ■ Þetta er eitt sýnishorn af verkum Lúchner, sem nú sýnir úrval verka sinna á Hótel Esju. ■ Fcgurðin íTýról fer ekkert á milli mála, og skiptir þá ekki máli hvaða árstíð á í hlut, því hver þeirra um sig á sinn ákveðna sjarma. Dachstein-Tauern, og veit um- sjónarmaður þessarar síðu af eigin raun, að þar er óumræðilega fallegt. Þar að auki benda þeir á þorpin Schaldming og Rorhmoos, sem einnig liggja í Dachstein-Tauern, og er sömu sögu að segja af þessum þorpum - þau eru paradís á sínu sviði, hvort sem um sumar eða vetur er að ræða. Á sumrin nýtur þú útivistar í fögrum skógum, skoðar fallegt umhverfi, ferð í skoðunarferðir um nágrenni, en á veturna geysist þú um hliðar týrólsku alpanna á skíðum, Á báðum þessum svæðum er ótölu- legur fjöldi skíðalyftna og til marks um það má geta þess að skíðasvæð- ið Schaldming-Rorhmoos getur flutt 25 þúsund manns í lyftum eða strengjavögnum á klukkustund. En það segir að líkindum meira að láta myndirnar tala sínu máli. Sleðaferðir og hvers kyns vetrarleikir eru vinsælir í þessum þorpum á veturna, þannig að það er fleira sem fólk gerir sér til skemmtunar en renna á skíðum. ■ Hljómsveitin „Die Ennsthaler Buben“ sýndi fréttamönnum að sjálfsögðu listir sínar er Austurríska vikan var kynnt. Tímamynd - G.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.