Tíminn - 01.05.1983, Blaðsíða 12
SUNNUDAGUR 1. MAÍ1983
12
Söngvakeppni sjönvarpsins 1983
■ ( kvöld, laugardaginn 30. apríl, fer
fram í Sjónvarpssal söngkeppni og
koma'vþar fram 6 söngvarar scm valdir
voru í undanúrslitum í marsmánuði
s.l. Söngvararnir eru Eiríkur Hreinn
Helgason, Elín Ósk Óskarsdóttir, Júl-
íus Vífill lngvarsson, Kristín Sædal
Sigtryggsdóttir, Sigríður P. Gröndal
,og Sigrún Valgerður Gestsdóttir.
í dómnefnd f>em valdi þessa söngv-
ara úr hópi 15 umsækjenda sátu Eyjólf-
ur Melstcð, Jón Ásgeirsson, Þorgerður
Ingólfsdóttir, Kristinn Hallsson ogJón
Þórarinsson.
Söngvararnir scx munu syngja í
beinni útsendingu í kvöld, tvö lög hver
meö píanóundirlcik og síðan kemur
Sinfóníuhljómsvcit Islands undir
stjórn Jean-Pierre Jacquillat og mun
leika með söngvurunum ungu í sex
aríum, cn þaðer hápunktur keppninn-
ar. Enn fremurmun hljómsveitin leika
nokkur lög í sjónvarpssal.
Sjónvarpsstöðvar í Evrópu gangast
árlega fyrir ýmis konar keppni til að
gefa ungu tónlistarfólki nekifæri til að
kcppa, kynnast og fá tækifæri sern
þeim myndi e.t.v. ekki bjóðast annars,
og söngvari sá cr vinnur í söngkcppni
íslenska sjónvarpsins fær tækifæri til
að keppa í Cardiff í Wales í sambandi
við mikla tónlistarhátíð sem þar er
haldin. Keppni þessi heitir Cardiff
Singer of the Year Competition og
stendur breska sjónvarpið, BBC, fyrir
henni. Þetta er fyrsta keppni sinnar
tegundar og binda Walcsbúar miklar
vonir við hana, enda fyrstu verðlaun
2000 ensk pund. Auk þess fær sigur-
vcgarinn tækifæri til að koma fram á
tveimur útvarpstónlcikum, syngja fyrir
sjónvarpið og fyrir framámcnn óper-
unnar í Cardiff.
Sá sem sigrar i söngkeppni íslenska
sjónvarpsins 1983 fær auk ferðar til
Cardiff að syngja á einum tónleikum
hjá Sinfóníuhljómsveit íslands. Önnur
verðlaun verða kr. 5000 og þriðju
verðlaun kr. 3000.
Hvert þeirra sigrar?
Eiríkur Hreinn
Helgason
■ Eiríkur Hreinn Helgason er fæddur í Reykjavík 1955. Hann
lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1975 og
hefur sungið í ýmsum kórum s.s. kór Menntaskólans við
Tjörnina, karlakórnum Fóstbræðrum og Kór íslensku Óperunnar.
Hann er nemandi Más Magnússonar, söngkennara í Söngskólan-
um í Reykjavík og hefur verið það sl. 3 ár. Að auki hefur hann
sótt söngnámskeið prófessors Helene Karusso sumarið 1982 í
Söngskólanum í Reykjavík. Eiríkur Hreinn söng hlutverk Papag-
enós í Töfraflautinni i uppfærslu íslensku Óperunnar á móti
Steinþóri Þráinssyni.
Elín Ósk
Oskarsdóttir
■ Elín Ósk Óskarsdóttir er 21 árs og fædd og uppalin í
Rangárvallasýslu. Hún hóf nám við Söngskóla Reykjavíkur
veturinn 1979-80 og hefur Þuríður Pálsdóttir verið söngkennari
hennar frá byrjun. Elín söng á óperutónleikum Söngskólans í
Reykjavík í tilefni af 10 ára afmæli skólans í janúar síðastliðnum.
Hún lýkur 8. stigi í vor og hyggur á framhaldsnám. Elin hefur
komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri.
■ Kristín Sædal Sigtryggsdóttir.
Kristín Sædal
Sigtryggsdóttir
■ Kristín Sædal Sigtryggsdóttir er Keflvíkingur og stundar nú
nám við kennaradeild Söngskólans í Reykjavík. Fyrsti söngkenn-
ari hennar var Guðrún Á. Símonar en undanfarin ár hefur
söngkennari hennar verið Þuríður Pálsdóttir.
Kristín hefur sótt námskeið hjá prófessor Helene Karusso í tvo
sumur, 1981 og 1982. Hún hefur sungið í Þjóðleikhúskórnum frá
1977 og í kór Söngskólans í Reykjavík frá 1974. Vorið 1982 söng
hún hlutverk Hildu í Meyjaskemmunni eftir Schubert og haustið
1982 söng hún hlutverk eins andans í Töfraflautunni eftir
Mozart í uppsetningu íslensku Óperunnar.
■ Sigríður P. Gröndal
Sigríður P.
Gröndal
■ Sigríður P. Gröndal er fædd í Reykjavík. Hún hóf söngnám í
Tónlistarskóla Kópavogs árið 1972 og naut þar leiðsagnar
Elísabetar Erlingsdóttur um tveggja ára skeið. Þá gerði hún hlé
á námi, en hóf nám að nýju haustið 1979 hjá Sieglinde Kahmann
í Tónlistarskólanum i Reykjavík. Hún mun ljúka þaðan prófi í vor.
Sigríður hefur í vetur sungið hlutverk Erste Knabe í Töfraflaut-
unni eftir W.A. Mozart og einnig komið fram með kór Mennta-
skólans í Kópavogi.
■ Július Vífill Ingvarsson
Júlíus Vífill
Ingvarsson
■ Júlíus Vífill Ingvarsson er Reykvíkingur. Hann nam söng við
Tónlistarskólann og Sóngskólann í Reykjavík. Kennarar hans
voru Sigurður Björnsson og Magnús Jónsson. Um skeið nam
Júlíus Vífill við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Síðan lá leið
hans til Ítalíu þar sem hann nam söng við Tónlistarháskólann í
Bologna. Kennarar hans á Ítalíu voru þeir Arrigo Pola og Mario
Del Monaco. Július Vífill vann önnur verðlaun í alþjóðlegri
söngkeppni, sem haldin var í Bologna 1980, og kennd er við
tenórinn Aurehano Pertile. Hann hvarf heim tii íslands snemma
á síðasta ári. Hér heima hefur hann sungið hlutverk Frans von
Schober baróns í uppfærslu Þjóðleikhússins á Meyjarskemm-
unni. Hann söng hlutverk Manostatosar í uppfærslu íslensku
Óperunnar á Töfraflautunni, og hlutverk Nauku-Pús í uppfærslu
íslensku Óperunnar á Míkadó. Þá hefur hann einnig sungið í
útvarpi og sjónvarpi.
■ Sigrún Valgerður Gestsdóttir.
Sigrún Valgerður
Gestsdóttir
■ Sigrún Valgerður Gestsdóttir er Hvergerðingur og hlaut þar
sína fystu tónlistarmenntun. Árið 1971 lauk hún tónmennta-
kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Næstu 4 árin
stundaði Sigrún söngnám í Englandi og Bandaríkjunum. Síðan
hún kom heim frá námi, hefur hún kennt við Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar, jafnframt komið fram sem ein-
söngvari aðallega í ljóðasöng og óratóríu.