Tíminn - 01.05.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 01.05.1983, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1983 nútíminn ■ Grýlurnar kannast sennilega allir við, enda ein af sárafáum starfandi kvennarokksveitum landsins, og sú langþekktasta. Umsjón- armenn Nútímans fóru um daginn í heimsókn til Ragnhildar Gísladóttur, yfirgrýlu, en þar voru þær allar mættar, Inga Rún, Herdís, Linda og Ragga og var ætlunin að taka léttflippað viðtal við þær, svona á milli þess sem þær elduðu sér kjúkling í kvöldmat og svöruðu símanum sem hringdi nokkuð þétt, aðallega einhverjir sem vildu fá að skríkja í tólið ef þeir vissu af Röggu í hinum endanum. Viðtalið átti það til að fara nokkuð úr böndunum, þar sem ýmis mál þurfti að ræða sem komu því ekki beint við... „Hver ætlar að koma með mér á morgun að kaupa fríkuðu stígvélin“... „Eingum við að skella okkur á Oðal á eftir og fá okkur Irish kaffi“... „Herdís er að fara að gifta sig þannig að við tökum okkur „hveitibrauðsdagafrí“ í sumar og jafnvel fæðingarorlof á næsta ári“... o.s.fr. Og svo fólk átti sig á hlutunum á eftir þá er R Ragga, G Grýlurnar og NT erum við poppskríbentarnir FRI og bra, og einhvern veginn æxlaðist þetta þannig að fyrst var pælt í mottói sveitarinnar. R: „Það er jákvætt hugarfar... G:....Og inikil gleði. Hafa þetta alls ekki á hreinu og vera alltaf eins og nýkominn á staðinn. NT: Ef við byrjum á byrjuninni og allt það, þá væri gaman að fá hinar eiginlegu ástæður sem liggja á bakvið stofnun þessarar sveitar, þær hljóta að vera einhverjar aörar en þetta eilífa kvenna- baráttukjaftæði? R: „Málið cr það að það var enginn að álasa karlmönnum heldur var þetta til að hvetja konuaumingjana til þess að fara nú að drífa sig í þessu. NT: En nú hefðir þú sem söngkona sennilega getað fengið helmingi betra karlaband á bakvið þig á sínum tíma, þar sem þú varst nokkuö þekkt nafn fyrir. R: „Meinarðu að það hefði verið skynsamlegra fyrir mig... kvennarokkgrúppan kemur fram í fyrsta sinn o.sv.fr. Ef við hefðum komið fram óauglýstar þá.. NT: Já, en þið hefðuð verið jafnslæm- ar/gúðar hvort sem var, og varst þú ekki húin að vera með yfirlýsingar áður en þið komuö fram... R: Sko spurningin á þessum tíma var; hvað ætlarðu að gera?. Nú crtu hætt í Brimkló og hvað tekur næst við. Margir komu til mín og töldu að þetta Grýlu dæmi væri að fara mikið niður á við miðað við það sem áður var, aðrir voru hressir á þessu cn þeir voru færri. NT: Frá því aö þið komuö fyrst fram eruð þið fljútar að ná fútfestu sem eitthvert nafn í bænum, verða þekktar. Af liverju teljið þið að það hafí gerst svona hratt? G:Út af því að við æfðum svo geysi- ■ Síminn hélt Röggu nokkuð þétt við efnið meðan viðtalið fúr fram „HVER ÆTLAR AD AÐ KAUPA FRÍKU — Grýlurnar elda sér kjúkling meðan FRI og bra pæla í málunum með NT: Hvort sem það hefði verið skynsamlegt eða ekki þá var það viss möguleiki ekki satt og afhverju ekki að taka hann fram fyrir kvenmenn sem þurftu langa æfíngu áður en þær gátu komið fram? R: „Þetta er að vissu leyti metnaður, að gera eitthvað eða vinna að einhvcrju sem ekki hafði verið gert áður. NT: „Vildirðu sanna að þú gætir agað kvenmenn með þér? R: „Það eru örugglega margir sem halda að ég hafi verið kúguð í karlabönd- um og sé að fá útrás með þessu. Það er ekki málið. Ég vildi gera þetta, taka allt í einu og sanna að kvenfólk getur spilað þessa tónlist eins og hver annar og hvetja um leið annað kvenfólk til að gera eins. Það var meiningin. Ef þið pælið í því þá hefði þessu bandi verið tekið allt öðru- vísi ef til dæmis við hefðum verið með karlbassaleikara eða eitthvað í þá áttina. * NT: Nú er svcitin stofnuð fyrir tveimur árum og aöeins tveimur vikum seinna komið þiö fyrst frarn... G: Það fór sennilega ekki framhjá neinum sem las blöðin á þessum tíma, við fengum hreint hræðilega útreið. NT: Já cn þið kunnuö ákkurut ekki neitt. G: Já en okkur fannst við vera æðis- lega.góðar. R: Ég hef stundum pælt í því af hverju okkur var tekið svona illa. NT: Eruð þið að mcina að þið lieföuö átt rétt á því að vera gagnrýndar á öðrum grundvclli af því að þið voruö kvenmenn? Þessu er svarað með tveimur jáum og tveimur neium. R: Nei, hefði þetta ekki getað verið bara djamm. Ég held að auglýsing hafi ráðið einhverju um. Þetta var kýlt upp, fyrsta lega mikið, og framfarirnar á næstu tveimur mánuðum á eftir urðu miklar. Þessi krítík scm við fengum fyrst hafði mikil áhrif. Við vissum að um leið og við fengum hana þá var um að gera að duga eða drepast. Krítíkin peppaði okkur upp, við urðum mjög þrjóskar og við settum á laggirnar æfingarprógramm sem var alveg meiriháttar „hevý“ NT: Þið voruð samt ekki að keppa við hinar hljúmsveitirnar á þeim grunni að þið væruð kvenmenn og þeir karlmenn, eða hvað? G: Aldrei. Kom aldrei uppsúspurning hjá okkur en sú spurning vaknaði vissu- lega hjá öðrum sem stóðu fyrir utan bandið. Við persónulega kepptum við aðra á tónlistarlegum grundvelli. NT: Hve mikið af fylgi Grýlanna var persúnulegt fylgi Ragnhildar, hjálpaði nafnið ckki til? R: Það hefði verið sama hver það hefði verið af þessum gömlu jálkum í þessunt „bransa". Ef maður hættir í einhverju þá cr alltaf spurningin; hvað gerirðu næst? Til dæmis fannst sumum þetta vera „bömmer" öðrum fannst þetta vera „töff”. I byrjun voru ekki mjög margir sem töldu að þetta mundi virka. Komu til mín og sögðu: Ragga mín...“ G: Enginn hefur vitað hvað þér fannst um þetta, því síður okkur. NT: Þið hinar þrjár voruð ekkert tengd- ar inn í þctta líf áður en þið byrjuöuð ■neð Röggu var það? G:Bara andlega tengdar, maður var allavega ckkcrt í sambandi. Inga var í hljómsveit. NT: Hvaða hljúmsveit var það? G: Hún hét, æ hvað hét hún. Var það ekki Geirmundur, nei það var Upplyft- ing. Spilaði á gítar þar. ■....oi» hann spurði: „Spilið þið ekkert nema booni, booin, boom, músík“ ■ Mottóið er að vera... alltaf eins og nýkomin á staðinn ■ „Málið var að hvetja konu aumingjana tU að drífa sig í þessu“ NT: Var það ekki Haukur Ingibergs og co? G: Jaaaaaá. Þá var Haukur ekki kominn. Þetta var svo langt síðan. R:Ég tékkaði á þér af því að þú varst í þessari hljómsveit. Ég hefði aldrei gert það annars. Málið var að einhver hafði haldið á rafmagnsgítar. I: Já ég fékk að halda á rafmagnsgítar með þeim. NT: A miðju ári í fyrra uröuð þið allt í einu fímm, Bára kom inn í ntyndina en það stúð stutt yfir, Afhverju? G: Hún var í einn og hálfan mánuð. Við ætluðum að tékka á því hvort ekki kæmi breiðara „sánd" og þéttar ef við værum með tvo gítarleikara og mciri möguleikar með gítara. Ragga gæti þá kannski verið meira framnti, ekki bara á hljómborðinu. NT: Setja meira sex í flutninginn? G: Já. Hljómsveitin varð öðruvísi með henni en ég held að hún hafi ekki náð alveg „fílingnum". Hún er meira á jazzlínunni og náði aldrei sambandi að ráði enda vorum við mjög lítið á æfingum á þessum tíma og hún fékk því kannski ekki tækifæri til að komast verulega inn í bandið. Þetta er orðinn þannig hópur, ég veit það ekki. Síðan var hún að byrja á síðasta ári í Kennara- skólanum sem er mikið mál og treysti sér ekki til að vera með áfram. NT: Fyrsta platan, ef við förum yfir ■ Linda pælir í næsta svari

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.