Tíminn - 01.05.1983, Side 16

Tíminn - 01.05.1983, Side 16
16 SUNNUDAGUR 1. MAÍ1983 DAGBÆKUR HITLERS hrapa niður í Heidenholz skóginn í nágrenni þorpsins. Vélin hafði sneytt toppanna af trjánum og einn af þremur hreyflum hennar rifnað af. Um leið og flugvélin hrapaði sprakk hún í loft upp. Richard Elbe bóndi, hafði verið með vinnuflokk skipaðan rússneskum og frönskum föngum í grennd við slysstaðinn og þeir urðu fyrstir á staðinn. Þegar þeir komu að vélinni var hún orðin að logandi víti og þeir heyrðu óp fólksins sem var læst inni í logunum. „Flugvélin lá á hvolfi," sagði Elbe Heidemann. „Framhliðin var rifin af og fólkið var lokað inni sem í gildru væri. Sköthljóð kváðu við úr klefa skotliðanna, - sennilega sprungu þar allar skot færabirgðirnar.“ Síðan lýsti Elbe því er þeir sáu Westermeier brjótast út og hrópa: „Komið hingað huglausu hundar. Komið hingað. Þið eruð alltof hræddir til þess.“ En hitinn og reykurinn frá logandi vélinni héldu björgunarmönnunum frá flakinu. Elbe skýrði frá því að þegar Eduard Grimme, landbúnaðarverka maður, dró líkin síðan út úr flakinu hafi þau ekki lengur líkst fólki. „Handleggirnir voru horfnir og fótleggirnir ásamt öllu öðru var sviðiö." Líkin voru síðan rannsökuð í líkhúsi þorpsins. Á einu þeirra fannst sígarettuveski sem á voru letraðir einkennisstafir Lufthansa-flugfélagsins en það var eign Gundlfingers, heiðurslaun fyrir að hafa flogið 500.000 kílómetra. Hvorki tangur né tetur fannst af öðrum heiðurslaunum hans, hinum gullna krossi þýska hersins. Hinn 17. apríl 1945, fjórum dögum fyrir andlát sitt hafði Gundlfinger skrifað konu sinni bréf í því skyni að reyna hugga hana. Annar sona þeirra hafði fallið við rússnesku víglínuna og hins var saknað. „Ég vildi að ég gæti þrýst hönd þína umfaðmað þig og rekið burtu sársaukann“, skrif- aði hann. Lengi vel hélt hún að maður sinn hefði flúið til Suður-Ameríku með Martin Bormann. Hún frétti lát hans ekki fyrr en þremur árum síðar. En þrátt fyrir allar þessar átakanlegu sögur um mannleg örlög var Heidemann áfjáðari í sögur um örlög farangurs Junker-vélarinnar. Sjónarvottar skýrðu Heidemann frá því að skömmu eftir hrap vélarinnar hefðu þýskir hermenn og SS-menn komið og flutt hann á brott. Ervwin Goebel sonur þáverandi bæjarstjóra sagði Heidemann að fjölda fólks hefði tekist að komast yfir hluti úr vélinni og orðið ríkari fyrir , hermönnum sem og öðrum. Hann sagði einnig að um borð í vélinni hefðu verið skjöl og gull og er vélin sprakk hefði innihald hennar dreifst út um allar jarðir. Faðir hans hafði meðal annarra fundið einhverja hluti og skjöl. „Hvar eru þau núna?“ spurði Heidemann og fékk þau svör að þegar Rússarnir komu skipuðu þeir föður hans að skila öllum skjölum og „öllu var brennt'1. Þorpsbúar hirtu ýmislegt úr flakinu Richard Elbe, sá er fyrstur var á vettvang, staðfesti þá sögu að sumir þorpsbúa hefðu stolið gulli úr flakinu, „en þeir eru allir löngu látnir.“ Sjálfur sagðist hann einungis hafa tekið tvo af gluggum flugvélarinnar og byggt þá inn í kofa- ræksni. Heidemann hélt áfram að ganga á þorpsbúa og hlaut enn frekari upplýsingar að launum fyrir þtautseigju sína. Honum varskýrt frá þvf á meðal dótsins úr flugvélinni hefðu verið tvær orður fyrir vasklega framgöngu á vígvellinum, handskrifað uppkast að skipulagi nasistaflokksins,teikningar Hitlers af foreldrum hans og Evu Braun og miði frá 1909 (sennilega frá Hitler) sem á stóð: „Kæri prófessor, má ég senda tíu af teikningum mínum?" Þar var einnig að finna Járnkross Hitlers úr fyrri heimsstyrjöldinni, tvö bréf til óþekktrar konu með beiðni um stefnumót, og olíumálverk undirritað af Hitler 1934 sem sýnir þýska hermenn að verki, þeirra á meðal Hitler sjálfan, auðþekkt- an á skegginu, að kasta handsprengju. Og síðast en ekki síst frétti hann að í flakinu hefði fundist málmbox en í því hefðu verið stílabækur sem flestar hefðu verið merktar svo: „Eign Foringjans“... Það sem gerðist næst er enn leyndarmál Heide- manns. Hann er ófáanlegur til að skýra frá leiðinni sem lá frá Börnersdorf til þess er hann fann dagbækurnar og heldur því fram að með því að upplýsa málið gæti hann komið fólki sem enn býr að baki Járntjaldsins í mikla hættu. Það eina sem hann vill segja er það að er hann yfirgaf þorpið hafi hann verið fremur vantrúaður ■ í dagbókum Hitlers er nánast ekkert fjallað um útrýmingabúðimar sem Gyðingar voru geymdir í, og þar er heldur ekkert sem sýnir að Hitler hali beinlínis skipulagt víðtæk morðáGyðingum eða vitað um glæpi sem framdir voru gegn þeim. Þetta sannar þó út af fyrir sig ekki að Hitler hafi ekki vitað neitt um glæpina gegn Gyðingum - hann hlaut að vita um þá - og hafa ber í huga að Hitler ætlaði dagbækurnar komandi kynslóðum. Hins vegar er því ekki að leyna að þessi vöntun er undarlcg, og vekur upp efasemdir um áreiðanleik bókanna. Hún kveikir líka þá spurningu hvort bækurnar eigi nú - á hálfrar aldar afmæli valdatöku hans - að þvo af honum blóðblettiGyðingamorðanna, þær séu m.ö.o. falsaðar til að rétta hlut hans. ■ Hinn kunni herforingi nasista, Himmler ásamt Hitler. Foringinn vantreysti honum mjög ef marka má dagbækurnar. ■ Foringinn ásamt samstarfsmanni sínum Rudolf Hess. Hess er enn á lífi í Spandau-fangelsi í Vestur-Þýskalandi. Hann gæti hugsanlega skorið úr um hvort dagbækur Hitlers eru falsaðar eða ekta, en telja verður ólíklegt að hann fáist til þess cða honum yrði það leyft það. á söguna um dagbækurnar, en hann hafi á hinn bóginn verið staðráðinn í því að rannsaka allar vísbendingar sem hann hefði fengið um þá sem mögulega hefðu undir höndum einhver af þeim skjölum sem voru um borð í flugvél Gundlfingers. Hann segir slóðina hafa legið til Austurríkis, Sviss, Spánar og Suður-Ameríku þar sem hann hitti að máli útlæga nasista, þ.á.m. Klaus Altmann öðru nafni Barbie hinn nafntogaða „slátrara frá Lyon“, í Bólivíu. Smám saman skýrðist málið og honum var sagt að um a.m.k. fimmtíu bækur væri að ræða, í glósubókastærð, og væru flestar þeirra innsiglaðar með þýska erninum og hakakrossi nasistanna. Heidemann vill ekkert segja um það hvaðan allar þessar upplýsingar eru komnar. En sambönd hans við nasistana eiga sér langan aðdraganda. Þeim náði hann ekki einungis vegna áhuga síns á skjölum nasista heldur og vegna áhuga síns á því að komast yfir eignir gömlu nasistanna, þ.á.m. snekkju Görings. Snekkja Görings Umrædda snekkju, Carin II, hafði Göring þegið að gjöf frá þýska vélaiðnaðinum árið 1937, en á meðan á stríðinu stóð lá hún fyrir akkeri á afmörkuðu svæði og var gætt af þremur her- mönnum. Eftir stríðið komst hún í hendur Breta og var síðar notuð af og til af meðlimum konungs- fjölskyldunnar, m.a. drottningunni og Philip prinsi. Júlíana Hollandsdrottning mun einnig hafa gist snekkjuna svo og Belgíukóngur og vestur-þýski kanslarinn Konrad Adenauer. Bretar skiluðu ekkju Görings, Emmy, svo snekkjunni árið 1960, en hún seldi hana strax. Gerd Heidemann keypti snekkjuna árið 1973 af prentara i Bonn fyrir hátt á þriðju milljón íslenskra króna. Hann hófst þegar handa um að gera við hana og hugðist síðan selja hana Banda- ríkjamanni sem safnar menjum nasista. En hann varð þess fljótt áskynja að fleiri höfðu hug á snekkjunni. Þeirra á meðal var Karl Wolff, herforingi úr SS-sveitunum, sem árum saman var aðstoðarfor- ingi Himmlers, og SS flokksforinginn Wilhelm Mohnke síðasti yfirforingi neðanjarðarbyrgis Hitlers í Berlín. Aðrir mögulegir kaupendur snekkjunnar voru yfirmaður sovésks njósnahrings sem starfaði í Evrópu á stríðsárunum og fyrrum yfirmaður Spandau fangelsisins í Berlín, þar sem Rudolfi Hess er enn haldið föngnum. í samræðum við þessa fyrrverandi nasísku viðskiptavini sína varð Heidemann fyrst ljóst mikilvægi Seraglio-aðgerðarinnar og flutninga á eignum nasista til Bavaríu árið 1945. Það var reyndar Mohnke sem fyrstur sagði Heidemann frá því að ein af flugvélunum tíu sem fluttu skjöl Hitlers hefði horfið á leiðinni suður eftir. Reyndar var þetta ekki alveg ný frétt: árið 1956 gaf Hans Baur herforingi og einkaflugmaður Hitlers, út æviminningar sínar, en í þeim kom fram að hann hefði sjálfur fært Hitler þær fréttir að ein flugvélanna væri horfin. Þar lýsti hann einnig angistarfullum viðbrögðum Hitlers við fréttunum. En sú afhjúpun var grafin í bók Baurs og fáum var ljóst mikilvægi hennar. Það var ekki fyrr en eftir samræðurnar við hina mögulegu nasísku viðskiptavini sem Hcidemann áttaði sig á þeim mögleikum sem fólust í dagbókum Hitlers. Og frá þeim punkti hóf hann fyrir alvöru leit sína að flugvél hins ógæfusama Gundlfingers. Dagbækurnar faldar uppi á hlöðulofti En hvað sem öllu líður þá frétti Heidemann af manninum sem komið hafði bókunum undan - liðsforingja hjá Wehrmacht (upplýsingaþjónust- unni um afdrif þýskra hermanna) sem hafði falið þær upp á hlöðulofti árum saman. Árið 1981 komst Heidemann loks í tæri við hann og gat fengið hann til þess að láta fra' sér fjársjóð sinn fyrir væna summu af seðlum, en ekki er vitað nákvæmlega hversu háa. En hluti samn- ingsins felur í sér að skjölunum verði endanlega komið fyrir á þýska skjalasafninu í Koblenz. Að lokum er hér smáviðbót við söguna: „Þegar Hitler barst það til eyrna í apríl 1945 að flugvélin sem flutti persónuleg skjöl hans væri horfin skipaði hann Julíusi Schaub aðstoðarforingja sínum, að eyðileggja það sem eftir væri í peningaskápunum hans fimm. Það var þegar gert. Þegar Schaub stóð frammi fyrir dómurum sínum við réttarhöld yfir nasistum í Múnchen eftir stríðið, sagði hann að þarafleiðandi „er ekkert eftir af persónulegum eignum Hitlers." Og nú á eftir að koma í ljós hvort hann hafði rétt fyrir sér eða ekki. Þýtt úr The Sunday Times 24. aprQ s.l. - SBJ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.