Tíminn - 01.05.1983, Blaðsíða 19

Tíminn - 01.05.1983, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 1. MAI1983 19 bandi við fugla, en jafnvel raunsæustu fuglafræðingar ftnna ekki maklegri orð, þegar þeir hafa haft tækifæri til að fylgjast með háttum silfurhegrans. Á vorin koma þeir í flokkum til Louisiana í Bandaríkjunum frá Suður-Ameríku, þar sem þeir hafa haft vetrardvöl. Þegar þeir nálgast ákvörðunarstað skiptist flokkurinn í pör og hvert par fer þangað sem það ætlar sér að reisa bú. En það er ekki ennþá orðið tímabært að hlaða niður ómegð. Fyrst þurfa þau að eiga sína hveitibrauðsdaga, og hamingja þeirra og ástarsæla er svo mikil, að næstum gengur yfir mannlegan skilning. Dögum saman eru hegrarnir tveir óaðskiljanlegir. Klukkustundum saman sitja þau á sama tré án þess að hreyfa sig. Kvenfuglinn sjtur einni grein lægra, svo að hún geti hallað höfðinu að síðu bónda síns. En öðru hverju lyfta báðir fuglarnir vængjunum og vefja þeim hvorum um annan og heyrast þá frá þeim ástarhljóð. Hegrinn er svo hálslangur að hann getur vafið hálsinunt utan um háls unnustunn- ar og þannig sitja fuglarnir langtímum saman í faðmlögum. Síðan taka fuglarnir hver um sig fjaðrir hins í gogginn og strjúka þær blítt og gætilega og „kyssa“ þær endilangar. Þegar þessum atlotum lýkur sitja þeir lengi í rólegri, hljóðlátri hamingju. Hlið við hlið sitja elskendurnir, og konan' hallar höfðinu að brjósti manns síns. Svona getur heil vika liðið. Ekki bara fagurt útlit Oft sést það hjá mönnunum að annað ræður meira en fagurt útlit - og á það ekki síst við ástina með öllum hennar afbrigð- um. Það ereinsmeðástina í dýraríkinu. Fyrir nokkrum árum var ung sjimp- ansayrtja í dýragarðinum í Lundúnum. Hún hét Bóbó. Það var fögur skepna og stjórnendur dýragarðsins lögðu sig fram til að finna henni verðugan maka. Fyrst var hún látin kynnast öllum þeim sjimp- ansöpum sem þar áttu heima, einum af öðrum, en hún leit ekki við þeim. Þá voru fengnir sjimpansar frá öðrum dýra- görðum vísvegar um England og frá útlöndum. En allt kom fyrir ekki. Bóbó hafði alltaf sama íshjartað. Loksins var dýragarðurinn í Bristol látinn senda sjimpansinn sinn. Það var aldraður ýstrubelgur, sem Kókó hét, snjáður á Iagðinn og ilia hærður á höfði því að þar hafði hann hlægilega hárleppa. En samt sem áður varð þarna ást við fyrstu sýn. Strax og Kókó var kominn inn í búrið til Bóbó leiftraði blik í augum hennar og ekki liðu margar mínútur þar til þau fellust í faðma. Árið eftir bar Bóbó frumburð sinn í fangi, indælt smábarn og þar að auki fyrsta sjimpansinn sem fæddist í dýragarðinum í Lundúnum. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkur, Njarðvíkur, Grindavíkur og Gull- bringusýslu fyrir árið 1983. Mánudaginn 2. maí Ö-1801-0-1900 þriðjudaginn 3. maí Ö-1901 -Ö-2000 miðvikudaginn 4.maí Ö-2001 -Ö-2100 fimmtudaginn 5. maí Ö-2101 -Ö-2200 föstudaginn 6. maí Ö-2201 -Ö-2300 mánudaginn 9.maí Ö-2301 -Ö-2400 þriðjudaginn 10. maí Ö-2401 -Ö-2500 miðvikudaginn 11. maí Ö-2501 -Ö-2600 föstudaginn 13.maí Ö-2501 -Ö-2700 mánudaginn 16. maí Ö-2701 -Ö-2800 þriðjudaginn 17. maí Ö-2801 -Ö-2900 miðvikudaginn 18.maí Ö-2901 -Ö-3000 fimmtudaginn 19. maí Ö-3001 -Ö-3100 föstudaginn 20. maí Ö-3101 -Ö-3200 þriðjudaginn 24. maí Ö-3201 -Ö-3300 miðvikudaginn 25. maí Ö-3301 -Ö-3400 fimmtudaginn 26. maí Ö-3401 -Ö-3500 föstudaginn 27.maí Ö-3501 -Ö-3600 mánudaginn 30. maí Ö-3601 -Ö-3700 þriðjudaginn 31.maí Ö-3701 -Ö-3800 Skoðunin fer fram aö Iðavöllum 4, Keflavík milli kl. 8-12 og 13-16. A sama stað og tíma fer fram aðalskoðun annarra skráningarskyldra ökutækja s.s. bifhjóla og á eftirfarandi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini Framvísa skal og kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda og gildri ábyrgðartryggingu. í skráningarskírteini bifreiðarinnar skal vera árit- un um að aöalljós hennar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1982. Vanrækti einhver að færa bifreið sína til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. 20. apríi Lögreglustjórinn í Keflavík Njarðvík, Grindavík og •» Gullbringusýslu ImmiIiiiIU Ej Mest seldu áburðardreifararnir hér á landi um árabi I Éi Bögballe 600 fyrir tilbúinn áburð DREIFIBÚNAÐUR ÚR RÝÐFRÍU STÁLI Nákvæm stillanleg dreifing. Auðveld stilling. Örugg tenging. Lítið viðhald. Sömu varahlutir og í eldri gerðir. Dönsk gæðaframleiðsla. ^ VÉIADEILD SAMBANDSINS BÚVÉLAR Ármúla 3 Reykjavik S. 38900 CHF Mikil gæði á ótrúlegu verði Já þú færö mikið fyrir krónuna þegar þú kaupir SONY CHF kassettur. Og viö fullyröum aö gæöin eru langt fyrir ofan hiö hagstæöa verö: JAPIS hf. BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI 27133 REYKJAVIK: Japis, Hljóöfærahús Reykjavíkur, Grammiö, Stuð, SS - Hlemmi, Hagkaup, Gallerý. KÓPAVOGUR: Tónborg. HAFNARFJÖRÐUR: Kaupfélagiö, Músík og Sport. KEFLAVÍK: Studeo. AKUREYRI: Kaupangur, Tónabúöin. VESTMANNAEYJAR: Músíkog Myndir. NESKAUPSTAÐUR: Bókaverslun Höskuldar Stefánssonar. HÚSAVÍK: Bóka- verslun Þórarins Stefánssonar. REYÐARFJÖRÐUR: Kaupfélagiö. SEYÐISFJÖRÐUR: Kaupfélagið. ÍSAFJÖRÐUR: Eplið. BOLUNGARVÍK: Einar Guöfinnsson. AKRANES: Studeoval, Bókaverslun Andrésar Níelssonar. SAUÐÁRKRÓKUR: Radio og Sjónvarps- þjónustan. HELLA: Mosfell. VOPNAFJÖRÐUR: Bókaverslun Steingríms Sæmundssonar. SELFOSS: Radio og Sjónvarpsþjónustan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.