Tíminn - 01.05.1983, Blaðsíða 6
6
SUNNUDAGUR 1. MAÍ1983
smu leyti - eKKi a
filmu:
HALLMAR
URÐSSON
leikstjóri
SIG-
GRETAR REYNIS
SON
l: leikmyndateiknari t
■ í Lindarbæ er mikið um art vera
þessa dagana. Þar eru nemcndur á
síðasta ári í Leiklistarskóla íslands að
undirbúa frumsýningu á lokaverkefni
sínu, en frumsýningardagur er ákvcðinn
6. maí. Þau fengu Sigurð Pálsson til liðs
við sig og hann skrifaði fyrir þau leikritið
Miðjarðarför cða Innan og utan við
þröskuldinn.
Er blaðakona Helgar-Tímans kom á
vettvang var stund milli stríða, en þó sat
saumakona Nemendaleikhússins, Anna
Guðrún Líndal - að öðru leyti kjóla-
meistari og grafiknemandi í Myndlista-
og handíðaskólanum - og saumaði svart
klæði, sem flæddi út um ganga og gólf á
appelsínugula saumavél.
Leikarar og leikstjóri sátu inni í
eldhúsi og endurnærðu sig á heilsubæt-
andi brauði og sardínum í tómat (Þetta
var nefnilega á kvöldmatartímaj.Það er
■ Vilborg i hlutverki Óskars sem býr
sig undir ball á Borginni
kabarett
LAUSAF
SKRUFUl
■ Leikarar ásamt höfundi í eldhúsinu í Lindarbæ. Frá vinstri: Kristján Franklín Magnús, Edda Heiðrún Bachmann, Helgi Björnsson, Sigurjóna Sverrísdóttir,
Sigurður Pálsson, Eyþór Árnason, Vilborg Halldórsdóttir og María Sigurðardóttir.
Nemendaleikhúsið leggur nú — að sínu leyti — síðustu hönd á lokaverkefni sitt, nýtt
íslenskt leikrit:
MIBJARÐARFÖR
— eða Innan og utan við þröskuldinn
að segja fyrir utan tvo sem skutust heim
og kíktu á börnin sín því nú gefst lítill
tími til þess að sinna því sem á uppgang-
stímum þess samfélagsforms sem við
búum við var fundið upp og kallað
einkalíf. Samt var hitt líflð sem eftir
stóð, kalt og einangrað, alls ekki kallað
samlíf eða neitt í þá áttina, enda sækja
víst flestir sam-líf sitt í einkalíflð. En nóg
um það því nú eru allir mættir, höfundur-
inn líka.
Nú, þegar sér fyrir endann á fjögurra
ára námi þykir við hæfl að spyrja
leikarana hví þau völdu leiklistarskólann
af öllum skólum. Þó er ef til vill dálítið
seint að spyrja að því núna, sumir gætu
veríð búnir að gleyma ástæðunni eftir öll
þessi ár og alla þessa vinnu og allt þetta
gaman og flnnst ekkert sjálfsagðara. Og
svo er nú líka spurning hvort maður
þurfi alltaf að hafa pottþétta ástæðu fyrir
„Það er venja að eitt af þremur
verkefnum í Nemendaleikhúsi er ís-
lenskt og skrifað sérstaklega fyrir hópinn
sem er að útskrifast."
Hvers vegna völduð þið Sigurð?
„Af því að Shakespeare er dáinn,“
segir Sigurður sem er með hita og berst
hetjulegri baráttu við inflúensusýklana.
„Við komumst að því eftir nokkrar
vangaveltur að við vildum öll fá Sigurð,,
til þess að skrifa fyrir okkur, og við
vildum það svo mikið og svo kom hann
eins og kallaður.
Svo er hann bara svo djöfull góður
höfundur, auk þess sem hann hefur áður
skrifað mjög góð leikrit fyrir Nemenda-
leikhúsið."
- Nú ?
„Já,“ segir Sigurður, „ég hef tvisvar
áður skrifað fyrir Nemendaleikhús svo
það hlaut að koma að því að ég skrifaði
En ætli við verður bara ekki að leyfa
leikhúsgestum að skoða þær í návígi.“.
- Um hvað fjallar leikritið?
Nú renna tvær og ef ekki fleiri grímur
yfir andlit viðstaddra svo mér verður um
ogó.
„Það gerist í Lindarbæ í maí 1983,“
segir Edda.
„Það gerist í NÚ-inu“, segir Sigur-
jóna.
„Það fjallar um krakkaræfla sem eru
að reyna að verða fullorðin,“ segir Helgi
og höfundurinn heldur áfram: „og það
er jarðarför í gangi - kannski er það
jarðarför áttunda mannsins, kannski
æskunnar, kannski leikfanganna. Þau
eru að stíga yfir þröskuld og þegar
maður gengur yfir þröskulda tekur
eitthvað nýtt við og það þarf að jarða
það gamla. En það er samt áfram -
geymt en ekki gleymt.
Það fjallar líka um minnið - það og þá
er að verki vegna þess að minnið er í
gangi."
„Það fjallar um þetta tímabil sem er
eiginlega ekkert, þegar unglingarnir
breytast í fullorðið fólk, og er mjög
leikrænt, við höfum verið að prófa
okkur áfram með hlutverk eins og ungl-
ingarnir," bætir einhver við.
„Þetta er nútímaleikrit", kveður höf-
undurinn upp úr með, „og allt í kaos.“
- Hvernig hentar leikritið þessum til-
tekna leikhópi?
„Það hentar okkur mjög vel,“ segir
María, „við fáum að spreyta okkur á
ýmsu vegna þess að hvert okkar leikur
fleiri en eina persónu."
„Það er svo gaman að fást við NÚ-ið,“
segir Vilborg, „við höfum aldrei fengið
að gera það áður en það er einmitt það
sem er mest spennandi."
■ Hclgi og Edda sem utangátta leikverur
öllu sem maður gerir - eða hvað? En
Vilborg vill svara þcssu:
„Maður byrjar á því að skrifa Ijóð og
svo prófar maður að dansa. Maður er að
leita fyrir sér vegna þess að mann langar
til að skapa eitthvað sem maður gerir
með sjálfum sér. Og svo finnur maður
sig í leiklistinni af því að hún sameinar
Ijóð og dans og svo margt annað. Þar
fyrir utan er hún sjálfstætt listform.''
Helgi telur þrána eftir hinu óþekkta
hafa rekið sig í leiklistarskólann, þrána
eftir hinu leyndardómsfulla og því að
vera til. Og María segir: „Það er algjör
masókismi að fara í leiklistarnám." Um
það eru allir sammála, en masókismi
felur víst í sér það að fólk lætur sér líða
vel 'við það að líða illa - þægilegur
eiginleiki sem eflaust kæmi'ýmsum vel.
Eða er hann kannski sterkasta aflið -
hvað segja verkalýðsleiðtogarnir um það
í dag, fyrsta maí?
En hvernig stcndur á þessu samstaríí
niður í Lindarhæ?
í þriðja sinnið, samanber málsháttinn
gamla og góða: allt er þegar þrennt er.“
„Hann er með hita," segir einhver.
- Var eitthvað öðruvísi að skrifa þetta
en ef þú hefðir verið að skrifa í þeirri von
að einhver leikhópur myndi einhvern
tíma setja það upp - þurftirðu á einhvern
hátt að takmarka þig vegna hópsins?
„Ég þurfti ekki að takmarka mig í
merkingunni að setja mér skorður, en ég
þurfti að setja mér það takmark að skrifa
leikrit fyrir sjö ntanns. Það var þó alls
ekki heftandi enda eru fleiri hlutverk í
leikritinu. En liður í takmarkinu var að
leikararnir fengju eitthvað smávegis að
gera. Það eru sjö grundvallarpersónur í
leiknum en síðan liggja fleiri persónur
ofan á þeim í ýmsum skilningi og svo eru
enn fleiri sem liggja utan við þær.
Hlutvcrkin skiptast eiginlega í þrjá
hópa: í fyrsta hópnum eru sjö ungar
persónur, annan hópinn skipa foreldrar
þeirra og í þriðja hópnum eru utangátta
verur sem við höfum kallað leikverur.
■ Kristján, Helgi og Edda í hlutverkum sínum í fyrsta persónuhópnum.