Tíminn - 22.07.1983, Page 1
Sidumula 15 — Pósthólf 370 Reykjavík — Ritstjorn86300 — Auglysingar 18300— Afgreidsla og askrift 86300 - Kvóldsimar 86387 og 86306
Niðurstada rannsóknarnefndar Brunamálastofnunar ríkisins:
(KVEIKIA AF MANNAVOLDIIM
ORSðK AlAFOSSBRUNANS IVETUR
Tjónið sem hljóðaði upp á 400 milljónir króna mesta brunatjón hérlendis
■ Niðurstöður rannsóknar- I Samkvæmt áreiðanlegum heim- I staðið yfir í langan tíma, eða um I í brunanum í Álafossverk- I þegar greitt bætur fyrir tjónið og I ur brennuvarginum ef hann
nefndar, sem Brunamálastofnun ildum Tímans leiddi rannsókn 4 mánuði. f>að stafaði aðallega smiðjunni varð eitt mesta tjón munu þær nema um 40 milljón- finnst.
ríkisins setti á stofn til að rann- nefndarinnar í Ijós að bensíni var af því að efnagreina þurfti leifar sem um getur í eldsvoða á um króna. Þessi niðurstaða rann- Rannsóknarlögregla ríkisins
saka stórbrunann í Álafossverk- hellt í ruslahrúgu á verksmiðju- sem fundust í öskunni. Þessar íslandi. Mikið af ull eyði- sóknar brunamálanefndar hefur hefur fengið þetta mál til með-
smiðjunni í mars síðastliðnum, góirmuogeldursíðanborinnað. efnagreiningar leiddu síðan í lagðist og um 450 fermetra hús engin áhrif á bótagreiðslurnar að fcrðar og verður Ríkissaksókn-
hefur leitt í Ijós að um íkveikju Þessi rannsókn hefur verið Ijó's að bensín hafði verið notað varð eldinum að bráð. Bruna- öðru leyti en því að tryggingafé- ara sendar skýrslur um gang
af mannavöldum var að ræða. | mjög ítarleg enda hefur hún | til íkveikju. | bótafélag íslands og Sjóvá hafa | lögin hafa endurkröfurétt á hend- | málsins. - GSH
Þýskur ferðamaður bfður
bana við Skeiðarárbrú:
FÉLL UM10 METRA
FRAM AF BRIÍNNI
NHNIR (URÐ
Skaddaðist mikið á höfði
við fallið og lést
skömmu slðar
■ Banaslys varð við Skeiðar-
árbrú í gær, þegar þýsk kona
féll af brúnni niður í urð fyrir
neðan, um 10 metra fall. Kon-
an skaddaðist mikið á höfði við
fallið og lést hún skömmu
seinna.
Tildrög slyssins voru þau að
þýskur ferðamannahópur, sem
var á ferð um Skaftafellssýslu
á vegum íslenskrar ferðaskrif-
stofu, staðnæmdist á Skeiðar-
árbrú á leiðinni í Skaftafell, tii
aðskoðasigum. Þáféll fullorð-
in kona af brúnni niður í urð
og þegar komið var að henni
var hún meðvitundarlaus. Að
sögn Hannesar Hafstein
frkv.stjóra Slysavamafélagsins
hringdi Snorri Baldursson
þjóðgarðsvörður á Skaftafelli
til Slysavarnafélagsins um kl.
15.45 og bað um aðstoð eins
fljótt og hægt væri, en Snorri
hafði fengið hjálparbeiðni
gegnum talstöð.
Slysavarnafélagið hafði strax
samband við lækni á Kirkju-
bæjarklaustri og hann fór á
staðinn í sjúkrabíl frá björgun-
arsveitinni Kyndli. Slysavarna-
félagið ieitaði einnig eftir að-
stoð frá varnarliðinu á Kefla-
víkurflugvelli og fór þyrla það-
an á slysstaðinn með lækni
innanborðs um kl. 16.00.
Sjúkrabíllinn kom á staðinn
um kl. 16.35, en skömmu síðar
bárust Slysavarnafélaginu þær
fréttir að konan væri látin og
var þyrlu varnarliðsins þá snúið
við. - GSH.
■ Mikill mannfjöldi var á uppboðinu í gær og voru seldir um 40 bflar, sá nýjasti frá 1981. Við borðið standa Jónas Gústavsson, borgarfógeu
og Ingólfur Sigurz, fulltrúi fógeta. Á litlu myndinni horfir Þorsteinn Steingrímsson, undir vélarhlíf bílsins, sem honum var sleginn.
Tímamynd: Róbert
17
Bílauppboð í Vökuportinu:
„VEIT EKKI HVORT KflUPIN ERU GÓÐ
■ „Ég veit ekkert hvort kaupin
eru góð - ég er stemmningsmað-
ur og hef gaman af þessu,“ sagði
Þorsteinn Steingrímsson, fast-
eignasali, eftir að hafa keypt
Peugeot, árgerð 1974, á bílaupp-
boðinu, sem haldið var í Vöku-
portinu í gær, fyrir 40 þúsund
krónur.
„Ég stunda ekki uppboð, en
hef þó komið einu sinni áður og
keypti þá 10 ára gamlan Citroén
án þess að hafa séð hann nokk-
urn tíma. Sá reyndist vel. Að
vísu þurfti ég að láta draga hann
frá uppboðsstaðnum - en eftir
að gerðar höfðu verið á honum
smávægilegar lagfæringar fór
hann á götuna og hefur gengið
síðan, þó er bráðum komið ár
síðan,“ sagði Þorsteinn.
Eftir að hafa litið aðeins inn í
Peugeotinn nýkeypta, sagði Þor-
steinn: „Mér sýnist þetta vera
fínn bíll. Hann hefur greinilega
verið hið mesta snyrtimenni sem
átti vagninn. Ég hef grun um að
ég eigi eftir að aka honum lengi
um götur borgarinnar."
Alls voru um 40 bílar boðnir
upp í Vökuportinu og þegar
Tímamenn hurfu af vettvangi
var verið að slá þann dýrasta á
120 þúsund krónur.
Uppboðshaldarinn í Reykja-
vík hélt uppboðið að kröfu gjald-
heimtunnar í Reykjavík, toll-
Helgarpósturinn sakar tvo lögmenn um okurlánavidskipti
FÖRUM f MEMYRÐAMAL”
— segir Jón Magnússon héraðsdómslögmaður
■ „Ég er nú rétt búinn að sjá
þessa grein, en mér sýnist í fljótu
bragði að við förum í meiðyrða-
mál við biaðið,“ sagði Jón Magn-
ússon, héraðsdómslögmaður,
sem ásamt samstarfsmanni
sínum, Sigurði Sigurjónssyni,
hdl., er sagður hafa staðið í
okurlánsviðskiptum og komið
stöndugu fyrirtæki í Reykjavík,
Böðvari S. Bjarnasyni s.f., á
hausinn.
Helgarpósturinn heldur því
fram að með okurvöxtum á
víxlum hafi lögmennirnir sölsað
undir sig 45% eignarhluta í
lóðinni við Pósthússtræti 13-15,
sem var eign Böðvars S. Bjarna-
sonar s.f.
„Árið 1978, þann 28. desem-
ber, seldi fyrirtækið þeim Jóni
og Sigurði 35% eignarhluta í
þessari lóð. Aðdragandi þessara
viðskipta var sá að Böðvar var
orðinn skuldugur hjá ýmsum að-
ilum. Lögfræðingarnir voru trún-
aðarlögfræðingar fyrirtækisins
og vissu því vel hvernig fjár-
hagsstaða Böðvars var. Þeir fara
til lánadrottna hans og greiða
skuldirnar. Síðan sýna þeir hon-
um kröfurnar og bjóðast til að
láta þær niður falla gegn því að
fá umræddan eignarhlut," segir í
Helgarpóstinum.
Ennfremur segir að tæpu ári
síðar hafi verið gefin út yfirlýsing
þar sem eignarhlutföllum var
breytt. Eftir það hefðu lög-
fræðingarnir átt 40% og síðar
hefði hlutur þeirra enn aukist
um 5%.
Jón sagðist hafa fengið bréf
frá lögmanni fyrir um ári. í því
hefði verið talað um að fara fram
á opinbera rannsókn á þessum
viðskiptum. „Við sögðum hon-
um að gera það, við hefðum
ekkert að fela - en hann hefur
ekki enn farið fram á rannsókn-
ina,“ sagði Jón Magnússon. Sjó.
stjóraembættisins, lögmanna
ýmissa banka og nokkurra stofn-
ana. Mikill mannfjöldi var á
uppboðinu.
-Sjó.