Tíminn - 22.07.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.07.1983, Blaðsíða 1
Dagskrá ríkisfjölmiðlanna næstu viku - sjá bls. 13 FJÖLBREYHARA OG BETRA BLAD! Föstudagur 22. júlí 1983 167. tölublað - 67. árgangur Sidumula 15-Postholf 370Reykja vik - Ritstjorn86300-Auglysingar 18300- Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86308 Niðurstaða rannsóknarnefndar Brunamálastofnunar ríkisins: ÍKVEIKJA AF MANNAVÖLDUM ORSÖK ALAFOSSBRUNANSIVETUR Tjónið sem hljóðaði upp á 400 milljónir króna mesta brunatjón hérlendis > ¦ Niðurstöður rannsóknar- nefndar, sem Brunamálastofnun ríkisins setti á stofn til að rann- saka stórbrunann í Álafossverk- smiðjunní í mars síðastliðnum, liel'ur leitt í Ijós að um íkveikju af mannavöldum var að ræða. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Tímans leiddi rannsókn nefndarinnar í Ijós að bensíni var hellt í rusiahrúgu á verksmiðju- gólfinu og eldur síðan borinn að. Þessi rannsókn hefur verið mjög ítarleg enda hefur hún staðið yfir í langan tíma, eða um 4 mánuði. Það stafaði aðallega af því að efnagreina þurfti leifar sem fundust í öskunni. Þessar efnagreiningar leiddu síðan í ljós að bensín hafði verið notað til íkveikju. í brunanum í Álafossverk- smiðjunni varð eitt mesta tjón sem um getur í eldsvoða á íslandi. Mikið af ull eyði- lagðist og um 450 fermetra hús varð eldinum að bráð. Bruna- bótafélag íslands og Sjóvá hafa þegar greitt bætur fyrir tjónið og munu þær nema um 40 milljón- um króna. Þessi niðurstaða rann- sóknar brunamálanefndar hefur engin áhrif á bótagreiðslurnar að öðru leyti en því að tryggingafé- lögin hafa endurkröfurétt á hendr ur brennuvarginum ef hann finnst. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur fengið þetta mál til með- ferðar og verður Ríkissaksókn- ara sendar skýrslur um gang málsins. - GSH Þýskur ferðamaður bfður bana við Skeiðarárbrú: FÉLL UM10 METRA FRAM AF BRÚNNI NIÐUR í URÐ Skaddaðist mikið á höfði við fallið og lést skömmu slðar ¦ Banaslys varð við Skeiðar- lirbrú í gær, þegar þýsk kona féll af brúnni niður í urð fyrir iieðan, <un 10 metra l'all. Kon- an skaddaðist mikið á liöfði við l'allið og lést hún sköiiunu st'inna. Tildrög slyssins voru þau að þýskur ferðamannahópur, sem var á ferð um SkaftafeHssýsfu á vegum fslenskrar ferðaskrif- stofu, staðnæmdist á Skeiðar- árbró á leiðinni í Skaftafell, tii aðskooasigum. ÞáfélÍfuHorð- in kona af brúnni niður í urð og þegar komið var að henni var hún meðvkundarlaus. Að sögn Hannesar Hafstein frkv.stjóra Slysavarnafélagsins hringdi Snorri Baldursson þjóðgarðsvörður á Skaftafelii til Slysavarnafélagsins um ki. 15.45 og bað um aðstoð eins fijótt og hasgt væri, en Snorri hafði fengið hjáiparbeiðni gegnum talstöð. SJysavarnafélagið hafði strax samband við lækni á Kirkju- bæjarklaustri og hann fór á staðinn í sjúkrabíl frá björgun- arsveitinni Kyndli. Slysavama- félagið leitaði einnig eftir að- stoð frá varnarliðinu á Kefla- víkorflugvelli og fór þyria það- an á slysstaöinn með lækni innanborðs um kl. 16.00. . Sjúkrabíllinn kom á staðinn um kJ. 16.35, en skömmu síðar bárust Slysavarnafélaginu þær fréttir að konan væri látin og var þyrlu varnarliðsins þá snúið við. -GSH. ¦ Mikill mannfjöldi var á uppboðinu í gær og voru seldir um 40 bflar, sá nýjasti frá 1981. Við borðið standa Jónas Gústavsson, borgarfógeti og Ingólfur Sigurz, fulltrúi fógeta. Á litlu myndinni horfir Þorsteinn Steingrímsson, undir vélarhlíf bílsins, sem honum var sleginn. Tímamynd: Róbert Bílauppboð ÍVökuportinu: VEIT EKKI HVORT KAUPIN ERU GÓÐ 11 ¦ „Ég veit ekkert hvort kaupin eru góð - ég er stemmningsmað- ur og hef gaman af þessu," sagði Þorsteinn Steingrímsson, fast- eignasali, eftir að hafa keypt Peugeot, árgerð 1974, á bílaupp- boðinu, sem haldið var í Vöku- portinu í gær, fyrir 40 þúsund krónur. „Ég stunda ekki uppboð, en hef þó komið einu sinni áður og keypti þá 10 ára gamlan Citroén án þess að hafa séð hann nokk- urn tíma. Sá reyndist vel. Að vísu þurfti ég að láta draga hann frá uppboðsstaðnum - en eftir að gerðar höfðu verið á honum smávægilegar lagfæringar fór hann á götuna og hefur gengið síðan, þó er bráðum komið ár síðan," sagði Þorsteinn. Eftir að hafa litið aðeins inn í Peugeotinn nýkeypta, sagði Þor- steinn: „Mér sýnist þetta vera fínn bíll. Hann hefur greinilega verið hið mesta snyrtímenni sem átti vagninn. Ég hef grun um að Helgarpósturinn sakar tvo lögmenn um okurlánaviðskipti „VIÐ FÖRUM í MErDYRÐAMÁL 77 — segir Jón Magnússon héraðsdómslögmaöur ¦ „Ég er nú rétt búinn að sjá þessa grein, en mér sýnist í fljótu bragði að við förum í meiðyrða- mál við blaðið," sagði Jón Magn- ússon, héraðsdómslögmaður, sem ásamt samstarfsmanni síiiuiii, Sigurði Sigurjónssyni, hdl., er sagður hafa staðið í okurlánsviðskiptum og komið stöndugu fyrirtæki í Reykjavík, Böðvari S. Bjamasyni s.f., á hausinn. Helgarpósturinn heldur því fram að með okurvöxtum á víxlum hafi lögmennirnir sölsað undir sig 45% eignarhluta í lóðinni við Pósthússtræti 13-15, sem var eign Böðvars S. Bjarna- sonar s.f. „Arið 1978, þann 28. desem- ber, seldi fyrirtækið þeim Jóni og Sigurði 35% eignarhluta í þessari lóð. Aðdragandi þessara viðskipta var sá að Böðvar var orðinn skuldugur hjá ýmsum að- ilum. Lögfræðingarnir voru trún- aðarlögfræðingar fyrirtækisins og vissu því vel hvernig fjár- hagsstaða Böðvars var. Þeir fara til lánadrottna hans og greiða skuldirnar. Síðan sýna þeir hon- um kröfurnar og bjóðast til að láta þær niður falla gegn því að fá umræddan eígnarhlut," segir í Helgarpóstinum. Ennfremur segir að tæpu ári síðar hafi verið gefin út yfirlýsing þar sem eignarhlutföllum var breytt. Eftir það hefðu lög- fræðingarnir átt 40% og síðar hefði hlutur þeirra enn aukist um 5%. Jón sagðist hafa fengið bréf frá lögmanni fyrir um ári. í því hefði verið talað um að fara fram á opinbera rannsókn á þessum viðskiptum. „Við sögðum hon- um að gera það, við hefðum ekkert að fela - en hann hefur ekki enn farið fram á rannsókn- ina," sagði Jón Magnússon. Sjó. ég eigi eftir að aka honum lengi um götur borgarinnar." Alls voru um 40 bílar boðnir upp í Vökuportinu og þegar Tímamenn hurfu af vettvangi var verið að slá þann dýrasta á 120 þúsund krónur. Uppboðshaldarinn í Reykja- vík hélt uppboðið að kröfu gjald- heimtunnar í Reykjavík, toll- stjóraembættisins, lögmanna ýmissa banka og nokkurra stofn- ana. Mikill mannfjöldi var á uppboðinu. -Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.