Tíminn - 22.07.1983, Page 2

Tíminn - 22.07.1983, Page 2
Sirkusinn fær undanþágu frá söluskatti eins og Tfvoliið: „HINAR VfÐIÆKU UNDANÞAGUR SKAPA ORDID MIKINN VANDA” — segir Árni Kolbeinsson, deildarstjóri f fjármálaráðuneytinu ■ „Undanþágur frá söluskatti eru orönar gífurlega margar samkvæmt gild- andi lögum og reglugeröum og skilin á milli hinna skattskyldu og óskattskyldu vöru- og þjónustuflokka því ákaflcga óskýr orðin í fjölmörgum tilvikum. Hinar víðtæku undanþágur skapa orðið mikinn vanda við framkvæmd söluskattsins og því ekki skrítið þó mikið komi upp af vandamálum, deilumálum og ákvörðun- aratriðum varðandi túlkun á þeim undanþágum sem fyrir hendi eru. En í söluskattslögunum er einnig ákvæði í 20. grein þess efnis að fjármálaráðherra geti veitt undanþágu frá söluskatti séu sér- stakar ástæður fyrir hendi. Ætli við verðum ekki að líta svo á að ákvarðanir um niðurfellingu, umfram það sem felst í túlkun á hinum beinu atriðum, byggist á þeirri heimild," sagði Arni Kolbeins- son, dcildarstjóri í fjármálaráðuneytinu spurður um reglur þær sem farið er eftir við niðurfellingu söluskatts og hvers konar starfsemi njóti hennar einna helst. Undanþágur þær sem í gildi eru sam- kvæmt lögum og reglugerð kvað Arni allt of langan lista til að telja upp. Spurningin sé oftast um túlkunina, þ.e. hvað falli undir þær undanþágur sem fyrir hendi eru og hvað ekki. Ekki síst cigi þetta við um alls konar skemmti- starfsemi og blaðaútgáfu. Tónleikahald og leiksýningar eru t.d. undanþegnar söluskatti. Oft koma því upp spurningar hvað falli undir þessi hugtök. í sambandi við niðurfellingu söluskatts af sirkusi þeim sem heldur sýningar hér á landi um þessar mundir kvað Árni um að ræða túlkun á hugtak- inu „leiksýning". Það hafi að undan- förnu verið túlkað vítt þannig að margs konar „upptroðsla“ sé talin falla undir leiksýningaundanþáguna. Má einnig nefna dávald þann sem hér er á ferð um landið. En undantekning er líka á þessum undanþágum, sem Árni nefndi sem dæmi um þann vanda sem skapast getur. Sé t.d. dansleikur haldinn í beinu fram- haldi af tónleikum eða leiksýningu verð- ur allt söluskattsskylt, þ.e. bæði að- gangur að leiksýningunni og ballinu. „Söluskattskerfið er satt að segja orð- ið óhemju flókið og snúið. Segja má að á þessum 23 árum sem söluskatturinn hefur verið við líði hafi þessum undan- þágum alltaf smám saman verið að fjölga og framkvæmdavandinn því verið að vaxa að sama skapi, jafnframt því sem hækkandi skatthlutfall hefur bæði aukið ásóknina í undanþágur og örugg- lega líka hættuna á því að menn undan- þiggi sjálfa sig skattinum án þess að spyrja nokkurn - skila honum bara ekki,“ sagði Árni. Stærsta stökkið í/ undanþágunum kvað hann hafa verið niðurfellingu söluskatts af matvælum. Ekki er það síður snúið en annað. Sé um að ræða svokallaðan tilbúinn mat, þá er hann söluskattsskyldur, jafnvel þótt réttur sé yfir sama búðarborðið og sá ótilbúni. Jafnframt verður þá spurning um það hvenær matur telst „tilbúinn" og hvenær ekki. „Allt skapar þetta auðvitað gífurlegan eftirlitsvanda, því gera þarf orðið upp heilu atvinnugreinarnar, eftir óbeinum hætti. Og því fleiri sem undanþágurnar eru, því erfiðari verður framkvæmdin," sagði Árni. - HEI Kvöldvökur óperunnar ■ íslenska óperan heldur kvöldvökur föstudags- og laugardagskvöld kl. 21 í Gamla bíói fyrir Reykvíkinga og gesti þeirra, jafnt innlenda sem erlenda. Kór íslensku óperunnar syngur íslensk þjóð- lög undir stjórn Jóns Stefánssonar og með kórnum koma fram tveir einsöngv- arar, þau Elín Sigurvinsdóttir og Halldór Vilhelmsson. Lára Rafnsdóttir spilar undir á píanó. í hléi er síðan myndlistar- sýning þar sem sýndar eru landslags- myndir eftir þá Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes Kjarval. Einnig er sala á kaffi og rjómapönnukökum í hléinu. Þá verður sýnd kvikmyndin „Days of destruction", sem Kvik h.f. gerði árið 1973 um Vestmannaeyjargos- ið. Auk þessarar kvöldvöku eru kvik- myndir á föstudögum og laugardögum kl. 18 og sunnudag, mánudag, þriðjudag og fimmtudag kl. 21. - Jól. Umferðarslysið í Ármúla: Konan látin ■ Konan sem varð fyrir bíl í Ármúlan- um í síðustu viku lést á Borgarspítalan- um aðfaranótt miðvikudags. Konan hét Ragnhildur Briem Ólafsdóttir og var 70 ára gömul. ■ „Undanfarin Ivö ár hef ég stundaö líkamsrækl, hlaupið og gert líkamsæf- ingar á hverjum degi. í þelta fer um það bil klukkustund á hverjum morgni. Það er auövelt að telja sér trú um að ekki sé tími fyrir líkamsrækt af þessu tagi. En sú slund sem í þetta fer skilar sér margfald- lega,“ sagði Sigrún Stefánsdóttir, frétta- maður og iþróttakennari, á blaðamanna- fundi hjá bókaforlaginu Vöku, scm nú cr að gefa út bókina „I fullu fjöri", eftir Sigrúnu. Ólafur Ragnarsson, bókaútgefandi, sagði á fundinu, að nú væri komin út fyrsta alhliða heilsuræktarbókin á ís- lensku. Hún hefði vcrið við það miðuö, að þjóna jafnt ungum sem öldnum, konum og körlum, hverjar sem óskir þess fólks 'eða sérþarfir væru í heilsu- ræktinni. I frétt Vöku um bókina segir: Fólk getur valið sér æfingar eftir þörfum sínum um þessar mundir, bætt síðan við öðrum æfingum og fikrað sig þannig áfram skref fyrir skref undir leiðsögn Sigrúnar. Æfingaþörfin breytisteraldur- inn færist yfir fólk, og er fyrir því séð í bókinni, þannig að hún á aö nýtast ár eftir ár. I inngangi bókarinnar kemur fram, að hægt er að iðka æfingarnar inni eða úti, heima cða á vinnustað, í leikfimisölum eða á heilsuræktarstöðvum. Þar eru æfingar fyrir byrjendur í leikfimi og trimmi, fyrir þá sem komnir eru nokkuð á veg í líkamsræktinni og einnig fyrir þá scm stundað hafa þjálfun árum saman. Sumar æfingarnar eru miðaðar við að lesendur geri þær cinir, aðrar cru fyrir þá sem vilja æfa með öðrum. Bókin er í stóru broti, innbundin með plasthúðaðri kápu. 1 henni eru hundruð teikninga, skýringarmynda og Ijós- mynda. Ljósmyndirnar tók Jóhannes Long, en teikningarnar eru unnar af starfsmönnum Diagram visual Informat- ion Ltd. í Englandi, en það fyrirtæki hefur sérhæft sig í gerð myndræns fræðslu- ■ Ólafur Ragnarsson frá Vöku og Sigrún Stefánsdóttir, fréttamaður, handleika nýju bókina „I fullu fjöri" sem kom út í gær. Tímamynd: Róbert. efnis fyrir bókaútgáfu, fjölmiðla og fræðinga á sviði heilbrigðismála og skóla. Æfingarnar hafa allar hlotið heilsuræktar. viðurkenningu lækna og annarra sér- - Sjó. Heilsuræktarbók Sigrúnar Stefánsdóttur: „TlMINN SEM f ÞETTA FER SKILAR SÉR MARGFALDLEGA” - segir Sigrún, sem sjálf hefur trimmað reglulega f tvö ár %Vf.Uv’ laugardag og sunnudag í Skipasmíðastöðinni, Suðurtanga 2, kl. 1-5 báða daga. Sími 94-3139. Sýnum þá allra glæsilegustu í dag. Tökum alla eldri bíla upp í og göngum frá kaupum nýja bílsins á staðnum. NISSAN PATROL diesel, 7 manna jeppi með stórri 6 strokka diesel vél, vökvastýri og 24ra volta rafkerfi. Patrol - jeppinn sem aðrir jeppar eru sniðnir eftir. SUBARU 1800 4WD GLF. Langmest og best reyndi fjórhjóladrifni fjölskyldubíllinn á íslandi. Reynsla annarra á Subaru kemur þér til góða. NISSAN SUNNY - Traustur og öruggur en líka lipur og sparneytinn. Hið hagstœða verð á framhjóladrifnum Sunny á eftir að koma þér í opna skjöldu. NISSAN CHERRY- Sá nýjastifrá Nissan, framhjóla- drifinn, sparneytinn og rúmgóður á frábæru, frábœru frábœru verði. INGVAR HELGASON HF

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.