Tíminn - 22.07.1983, Qupperneq 3

Tíminn - 22.07.1983, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983 3 fréttir Landburður af gráðlúðu hjá BÚR: UNNH> MG OG NÖTTI HOSINU ■ „Við höfum fengið svo mikið af grálúðu að undanförnu að við höfum þurft að vinna fram á kvöld til að hafa undan - nú þurfum við meira að segja að fá nokkra til að vinna á nóttunni,“ sagði Magnús Magnússon, yfirverkstjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, í samtali við Tímann í gær. Að sögn Magnúsar hafa tveir togarar, Otto N. Þorláksson, og Bjarni Bene- diktsson, landað samtals 255 tonnum í þessari viku. „Ég gæti trúað að við fengjum enn meira í næstu viku. Þá koma fjórir til löndunar og ég veit að einn þeirra að minnsta kosti er þegar búinn að fá mikið af grálúðu," sagði Magnús. Hann sagði ennfremur að mikið hefði verið að gera í fiskvinnslustöðvum út- gerðarinnar í allt sumar. Frá 1. júní hefði fengist undanþága til að vinna þrjá laugardaga - og þeir vissu að ekki þýddi að sækja um undanþágu nú á laugardag- inn, því fólkið væri hreinlega búið að fá nóg og kærði sig ekki um meiri vinnu. - Tekst ykkur að klára það sem er í móttökunni fyrir helgi? „Við náum kannski ekki að klára allt, en það verður lítið eftir. Ég hef hins vegar meiri áhyggjur af næstu helgi ef ekki verður unnið þá,“ sagði yfirverk- stjórinn. Loks sagði hann að þótt eitthvað yrði eftir í móttökunni nú um helgina lægi það ekki undir skemmdum. Hins vegar mætti vart tæpara standa. - Sjó. Sérstæðir tón- leikar í Nor- ræna húsinu ■ Breski tónlistarmaðurinn Steve Ber- esford heldur tónleika í Norræna húsinu föstudaginn 22. júlí kl. 20.30. Tón- leikarnir eru haldnir á vegum MOB SHOP (Mobile summer workshop) sem starfar í annað sinn í sumar. í fyrra skiptið sem sumarvinnustofan starfaði sumarið 1981 tóku um 60 manns þátt í starfinu sem fór fram í Reykjavík og Snæfellsnesi. Haldnir eru tónleikar og myndlistarsýningar og er ætlunin að út komi bók, hjá útgáfufyrirtækinu Kal- ejdoskop í Svt'þjóð, sem er heildarúttekt á því sem þá var á ferð. Magnús Pálsson myndlistaimaður átti hugmyndina að MOB SHOP. Að þessu sinni er framkvæmd MOB SHOP mun smærri í sniðum. 10 manna hópur listamanna mun vinna saman að gerð teikninga og tónlistar. Afraksturinn verður kynntur með sýningarhaldi síðast í haust og einnig með útkomu bókar og hljómplötu. Steve Beresford er gestur MOB SHOP og mun starfa með hópnum í 10 daga við tónlistarhliðina. Steve Berseford er einn áhugaverðasti tónlistarmaður í Bretlandi. Hann hefur leikið margs konar tónlist við ýmis tækifæri og leikið jafnt með spunahreyf- ingunni og rokkhljómsveitum. Hann hefur m.a. unnið með Derek Bailey, The Flying Lizardsm Majora Orchestra, Lindsey Cooper og David Toop en með þeim síðastnefnda gefur hann út tímarit- ið „Collusion". Steve er afbragðs píanóleikari en auk þess leikur hann á fjölda annarra hljóð- færa og leikfanga. í tónlist hans ægir öllu saman: þekkt stef, reggie, gríntónlist og ýmislegt broslegt athæfi. Tónleikar hans eru því ávallt mjög skemmtilegir. GSH Fundur norrænna stangveiöifélaga: „Margar hættur steója nú að ferskvatnsfiski” ■ „Mesta hætta sem nú steðjar að ferskvatnsfiski er mengun í ám og vötnum Skandinavíu og stafar hún fyrst og fremst af „súrri rigningu" og öðrum efnaúrgangi frá iðnaðarsvæðum Evrópu og veldur fiskdauða í ám og vötnum," segir m.a. í nýlegri fréttatilkynningu frá Landsambandi Stangaveiðifélaga, en Samband norrænna stangaveiðifélaga hélt árlegan aðalfund sinn í Ulstrup í Danmörku þar sem saman voru komnir fulltrúar allra Norðurlandanna. A ráðstefnunni voru m.a. flutt erindi um veiðilöggjöf hvers lands, framkvæmd hennar og þær hættur sem nú steðja að ferskvatnsfiski. íslensku fulltrúarnir fluttu tvöerindi ogfjölluðu þeirm.a. um þá könnun þá sem gerð var s.l. vetur á vegum félagsvísindadeildar Háskóla íslands, en þar kom fram að tæpar fimmtíu þúsundir íslendinga segjast stunda stangaveiði fleiri en tvo daga á ári. Formaður Landsambands Stanga- veiðifélaga á íslandi er Birgir J. Jóhanns- son tannlæknir. - ÞB OLLUM ŒRUM FRAMAR Nissan Cherry 1500 GL 5 dyra. Gerðu bestu bflakaupin Líttu á staðreyndirnar Vid bárum saman verð svolítið sportlegra bíla með vélarstærðinni 1300 cc. - 1600 cc. og með fimm gíra gírkassa þar sem það fékkst. (Samanburður gerður 11.7. ‘83) Alfasud I500cc. 5 gíra. 4radvra, kr. 310.000.00 Ford Escort lóOOcc. 5 gíra. 3jadvra, kL. 420-430.000.00 Honda CivicS 1335cc. 5 vfra. 3jadvra, kr. 293.000.00 Mazda323 I500cc. 5 yíra. 3jadvra, kr. 2Z2.00P.PP Mitsubishi Cordia SR lóOOcc. 4ra qíra, 3ja dvra. kt\ 307.000.00 Toyota Tercel 1300cc. 5 gíra. 3jadvra, kr. 275.000.00 Volvo 343 1400cc, 4ra gíra, 3ja dyra, kr, 346.000.00 OG LOKS Á LANGBESTA VERÐINU NISSAN CHERRY 1500cc, 5 gíra, 3ja dyra á aðeins kr. 257.000.00 Samt er CHERR Yríkulega búinn. Hann er t.d. með snúningshraða- mæli, lituðu gleri, útvarpi, skottlok, bensínlok og báða afturglugga má opna úr ökumannssæti, veltistýri, rafmagnsklukku, hitaðri afturrúðu með rúðuþurrku og rúðusprautu, 6-12 sekúndna stillan- legum biðtíma á þurrkum, framhjóladrifi, 84ra hestafla vél og margt margt fleira. Munið bílasýningar okkar um helgar kl. 2-5. Tökum allar gerðir eldri bifreiða upp í nýjar VERIÐ ÓHRÆDD VIÐ AÐ GERA SAMANBURÐ - ÞAÐ ERUM VIÐ NISSAINI LANG-LANG MEST FYRIR PENINGANA INGVAR HELGASON s,m,335eo SÝNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.