Tíminn - 22.07.1983, Page 5

Tíminn - 22.07.1983, Page 5
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983 5 fréttir Ríkisstjórnin fjallar um hækkunarbeiðnir opinberra fyrirtækja: NÆKKANIR LEYFDAR EÐA ERLEND lANlAKA AUKIN? ■ „Við fjölluðum um þessar hækkanir á opinberum gjöldum, en það hefur verið lögð töluverð vinna í að skoða það mál,“ sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra í samtali við Tímann, er blaðið spurði hann fregna af síðasta ríkisstjórnarfundi, „en það var engin ákvörðun tekin um það mál, og málinu var frestað.“ Samkvæmt heimildum Tímans þá hafa þeir sem unnið hafa að könnun á réttmæti þeirra hækkana sem ákveðnar hafa verið, s.s. hækkun hitaveitunnarog Landsvirkjunar nú um næstu mánaða- mót, en það eru þeir Þórður Friðjóns- son, efnahagsráðunautur forsætisráðu- neytisins, Georg Ólafsson verðlagsstjóri og Þjóðhagsstofnun, komist að þeirri niðurstöðu að það sé nú um það að ræða, eins og hjá Landsvirkjun og fleiri tilfell- um, hvort bæta eigi við erlendum lánum til þess að brúa hallareksturinn, eða hvort leyfa beri hækkun á raforkunni. Þá munu þessir sömu aðilar einnig hafa tekið inn í dæmið, að verulegu máli skiptir við hverju megi búast af hálfu Alusuisse í komandi samningaviðræðum - þ.e. hve mikilli verðhækkun á rafork- unni til ÍSAL megi reikna með. Það eru því ýmsir óvissuþættir sem gerðu það að verkum að ríkisstjórnin frestaði því að taka afstöðu til þessara hækkana.- AB. Kaffitería opnuð f Vöruhúsi Kaupfélags Árnesinga ■ Kaupfélag Árnesinga hefur opnað veitingastofu í Vöruhúsi K.Á. á Selfossi. Veitingastofan nefnist Ársel og verður opin til kl. 22.00 alla daga fyrst um sinn. Glerveggur skilur veitingastofuna frá afgreiðslusal vöruhússins. Sérstök áhersla verður lögð á grillrétti, brauð og tertur og rétt dagsins. Verslun verður einnig í veitingastof- unni með algengar ferðamannavörur og kæliborð með dagvörur sem hugsað er m.a. sem þjónustaviðsumarbústaðafólk í nágrenni Selfoss. Mingjagripaverslun er staðsett í veitingastofunni í sal með hreyfanlegum veggjum, sem verða einn- ig notaðaðir til vörukynninga o.fl.. Á Ijósu marmaragólfi eru blómakassar með stórvöxnum og skrautlegum blóma- tegundum og gefa ásamt loftinnrétting- unni veitingasalnum sérstæðan og hlý- legan blæ. - Jól. ■ Kaffiterían Ársel í Vöruhúsi K.Á. Tímamynd: Ari. ASÍ stof nar minningar- sjód um Eðvarð ■ Miðstjörn Alþýðusambands ís- lands hcfur ákveðið að stofna sjóð til minningar um Eðvarð Sigurðsson, sem í áratugi var einn af mestu áhrifamönnum íslenskrar verkalýðs- hreyfingar. Er sjóðnuni ætlað það __hlutverk að styrkja verkafólk til að afla sér fræðslu unt málefni og starf verkalýðshreyfingarinnar. Eðvarð Sigurðsson lést 9. júlí s.l. og verður jarðsettur í dag. Eðvarð gegndi ótal trúnaðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna, var m.a. í stjórn Dagsbrúnar í 40 ár. . Framleidsla mjólkur aukist um 2,17% ■ Fyrstu sex mánuöi þessa árs hafa mjólkursamlögin tekið á móti 50.9 milljón lítrum af nrjólk, en það er urn 2.17% meiru en fyrstu sex mánuðina í fyrra. Þá var mjólkurinnlegg rúm- lega 1% minna nú í júní en í sama mánuði í fyrra. Hjá Mjólkurbúi Flóamanna minnkaði mjólkurinn- leggið um 3% í júní. hjá mjólkursam- lagi KEA minnkaðiþaðum 1,8%, hjá mjólkursamlaginu í Borgarnesi var samdrátturinn tæp 5% og hjá samlag- inu í Búðardal^var samdrátturinn um 4% í júnímánuöi. Hjá flestum sam- félðgum öðrum varð smávægilcg aukning. -Sjó. Skeljungur h.f. Nýja Shell-stöðin Kleppjárnsreykjum er engin venjuleg bensín- stöð. Að sjálfsögðu er þar á boðstólum allt sem tilheyrir Shell-stöð; s.s. bensín, olíur, bifreiðavörur, gas, grillvörur, öl, gos og fleira góðgæti, en að auki er fjölbreytt úrval pottablóma og græn- metis á mjög góðu verði. Ennfremur ýmsar vörur til blóma- ræktunar. Shell-stöðin Kleppjárnsreykjum er miðsvæðis í Borgarfirði, skammt frá Reykholti og Deildartungu. Hún er því tilvalin áninga- staður í skoðunarferðum um héraðið. Vegalendirfrá helstu sumar- húsabyggðum eru: Bifröst Húsafell Munaðarnes u.þ.b. 31 km. - 32 km. - 26 km. Skorradalur Svignaskarð Vatnaskógur - 22 km. - 25 km. - 40 km. Opnunartilboð: í tjlefni opnunarinnar bjóðum við meðan birgðir endast: 40% afslátt af Vapona flugnafælum 30% afslátt af pottablómum Shellstöðin Kleppjárnsreykjum leaastabensínstöðin á íslandi!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.